Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 46
44 Árangur „reyksíma" Dr. Asgeir R. Helgason er dósent í sálfræði og heilbrigðisvís- indum. Á Islandi var hann einn af frumkvöðlum í að skipu- leggja og stýra reykbindindisnámskeiðum Krabbameinsfélags tslands. Hann hefur starfað í Svíþjóð og tók þar þátt í upp- byggingu og þróun símaráðgjafarinnar „Sluta röka linjen". Hann kom með hugmyndina að „Ráðgjöf í reykbindindi" og þjálfaði fyrstu íslensku hjúkrunarfræðingana til starfa þar. Hann hefur fylgst náið með þróun verkefnisins og verið helsti ráðgjafi við mótun þess. Ásgeir fjallaði um hlutverk og reynslu af „reyksímum“ í klínísk- um tóbaksvörnum. Hann lagði áherslu á að sænskar rannsókn- ir sýndu jákvætt gagnvirkt samband milli „reyksíma” og tóbaks- varnastarfs heilsugæslunnar. Heilsugæslan í Svíþjóð bætti veru- lega árangurinn af tóbaksvarnastarfi sínu með því að vísa sjúk- lingum áfram til sænska „reyksímans" (Sluta-röka linjen). Að sama skapi standa þeir skjólstæðingar sænska „reyksímans", sem hafa stuðning frá starfsfólki heilsugæslunnar sig betur en þeir sem ekki hafa neinn annan stuðning en „reyksímann". Klínískar tóbaksvarnir Dr. Hans Gilljam er sænskur læknir, sérfræðingur í lungnasjúk- dómum og klínískum tóbaksvörnum. Dr. Gilljam tók þátt í að byggja upp stærstu tóbaksvarnadeild Evrópu í Stokkhólmi. Fyrirlestur hans fjallaði um klínískar tóbaksvarnir og áhrif þeirra á heilsu almennings. Góður árangur hefur orðið af tóbaksvarna- starfi í Svíþjóð þar sem reykingar hafa verið á hröðu undanhaldi síðustu ár. Dr. Gilljam lagði áherslu á nauðsyn þess að bjóða upp á fjölþætt meðferðarúrræði, þ.e. ráðgjöf heilbrigðisstarfsfólks, símaráðgjöf, námskeið af ólíkum toga og eftirfylgd. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að heilsugæslan notaði aðferðir sem væru vísindalega staðfestar. Dr. Gilljam sýndi nið- urstöður og útreikninga sem benda til þess að klínískar tóbaks- varnir (meðferð við tóbaksfíkn) væru mun ódýrari leið til að bjarga mannslífum en flest af því sem gert væri í heilbrigðis- kerfinu nú um stundir. Hann tók sem dæmi kostnað við lyfja- meðferð gegn háþrýstingi. Þrátt fyrir þetta er litlu fé varið til klínískra tóbaksvarna. Með þessar upplýsingar að leiðarljósi væri vert að hugleiða áherslubreytingar í forgangsröðun verk- efna í framtíðinni. „Ráðgjöf í reykbindindi" - grænt númer 8006030 Dagbjört Bjarnadóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar á heilsugæslustöðinni í Mývatnssveit. Hún er einn af frumkvöðl- um „Ráðgjafar í reykbindindi" og hefur reynslu af að halda námskeið fyrir fólk sem vill hætta að reykja. Dagbjört sagði frá starfsemi „Ráðgjafar í reykbindindi", frá því verkefninu var ýtt úr vör í janúar árið 2000. Hún velti fyrir sér framtíðarmöguleikum „Ráðgjafar í reykbindindi” og hvaða for- Timarit íslenskra hjúkrurarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003 Dr. Hans Gilljam sendur þyrfti til frekari þróunar og uppbyggingar. Hún lagði áherslu á mikilvægi samvinnu heil- brigðisstarfsfólks. Það þyrfti að vera viljugt að segja fólki frá „Ráðgjöf í reykbindindi" þar væri úrræði fyrir þá sem vilja losna við tóbaksfíknina. Áhugi væri til staðar hjá stjórnendum, hjúkrunar- fræðingum og læknum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á að skipuleggja námskeið til reykleys- is, til að vinna fræðslubæklinga og almennt að stuðla að lífsstílsbreytingum hjá þeim sem á þurfa að halda. Bóluefni gegn níkótíni? Sabina de Villiers er doktorsnemi í lífeðlisfræði og lyfjafræði við Karolinska Institutet í Stokk- hólmi. Hún hefur um árabil unnið að rannsókn- um á bóluefni gegn nikótínfíkn í samstarfi við prófessor Torgny Svensson. Sabina kynnti bóluefnið sem verið er að þróa. Bóluefnið veldur því að mótefni binst nikótín- sameindinni en eftir efnahvörfin kemst nikótínið ekki lengur til heilans. Nikótínfíklar hætta því að finna fyrir áhrifum þess. Þar sem þeir fá ekki lengur vellíðunartilfinninguna af því að reykja, verður auðveldara að hætta. Prófanir á rottum lofa góðu, stefnt er að því að byrja prófanir á mönnum innan árs. Ef ekkert óvænt kemur upp á mætti búast við að bóluefnið verði komið á mark- aðinn eftir nokkur ár. Fyrirbyggjandi aðgerðir Pétur Heimisson, heilsugæslulæknir á Egils- stöðum og formaður félagsins „Læknar gegn tó- baki“, hefur starfað af miklum krafti að tóbaks- vörnum á Islandi og var framkvæmdarstjóri fyrstu Loft-ráðstefnunnar á Egilsstöðum 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.