Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Síða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Síða 14
2001 a; 200lb). Systurnar voru færir stjórnendur og miklir: skipuleggjendur og áttu yfirleitt gott samstarf við lækna og ráðamenn. Þeim gekk vel að afla stuðnings við verkefni sem: þær töldu brýn og má ætla að þær hafi verið liprir samninga- menn. Systurnar ráku sjúkrahús sín sem fyrirtæld og tókst að afla fjár til starfseminnar bæði frá hinu opinbera og frá einka- aðilum, en þó héldu þær ávallt sjálfstæði sínu. I rannsóknum sínum á sögu hjúkrunarstarfsins byggir Nelson (2000) á hugmyndum Foucault (1988) um það hvernig ólíkar aðferðir eða iðkun mynduðust í kristni. Með aðferð sifjafræð- innar rekur Nelson hvernig hugmyndafræði hjúkrunarstarfs- ins á rætur að rekja til gullnu reglunnar, þ.e. að okkur beri að elska náungann eins og okkur sjálf og koma fram við aðra eins og við æskjum að aðrir komi fram við okkur. Reglan hefur ver- ið skilin með ólíkum hætti á mismunandi tímum, en oft hef- ur hún verið útfærð sem aðstoð við fátæka og þá sem ættu undir högg að sækja. Rannsóknir Nelson (2000; 2001a; 200lb) leiða í ljós að starfsemi hjúkrunarsystranna ruddi braut þeirri hugmynd í samfélaginu að konur af miðstétt og efri stétt gætu starfað sjálfstætt utan veggja heimilisins (kon- ur af lægri stéttum hafa ávallt starfað utan heimilis). Að fyrir- mynd systranna varð t.d. mögulegt fyrir nítjándu aldar konur að aðstoða fátæka og hjúkra karlmönnum án þess að staða þeirra sem siðprúðra og ráðvandra borgara væri véfengd. Nel- son telur að greina megi skýr áhrif hjúkrunarsystranna á þann trúarlega skilning sem lagður var í hjúkrun er hún varð til sem starfsgrein, án tengsla við trúarhreyfingar, en margir litu á hjúkrun sem göfuga þjónustu við Guð. Hjúkrunarstarfinu fylgdi vissulega upphafning og virðing en, líkt og hjúkrunar- systur, tömdu hjúkrunarkonur sér framkomu sem einkenndist af hlédrægni og lítillæti sem leiddi til ósýnileika. Margir af þeim eiginleikum, sem þóttu prýða góða hjúkrunarkonu, s.s. sjálfsafneitun, sjálfsstjórn og hæglæti, áttu sér hliðstæðu meðal hjúkrunarsystranna. Nelson (200 la júní) bendir á að vegna áhrifa frá hjúkrunar- systrunum hafi hjúkrunarstarfið ekki aðeins tengst því að að vera trúaður heldur einnig því að vera kona. Umönnun veikra meðbræðra varð að virðingarverðu verkefni fyrir konur, en jafn- framt voru karlmenn útilokaðir frá hjúkrunarstarfinu. Þegar leið á nítjándu öldina varð smám saman fátíðara að karlmenn legðu stund á hjúkrun. Á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar var svo komið að stéttin var nær eingöngu skipuð konum. Fjölmarg- ir fræðimenn hafa rannsakað áhrif þess á hjúkrunarstarfið að það var kvennastarf (Ashley, 1976; Davies, 1995; Reverby, 1987) en ekki gefst ráðrúm til að fjalla um niðurstöður þeirra rannsókna hér. Ljóst er að fyrirmyndir að hjúkrunarstarfinu voru ekki einungis vinna hjúkrunarsystra heldur hefðbundin störf kvenna á heimilunum og væntingar um siðprýði þeirra og yfirvegaða framkomu. Áhugavert er að skoða hvernig hjúkrunarfræðin j myndaðist á Islandi. Hér myndaðist ekki formleg hjúkrunarstétt fyrr en um aldamótin 1900. Hinar kaþólsku St. Jósefssystur í Landakoti voru fyrstu menntuðu hjúkrunarkonurnar sem hér störfuðu svo vitað sé. Þær hafa að öllum líkindum verið á- hugaverð fyrirmynd að sjálfstæðum störfum kvenna utan heimilisins hér á landi. Systurnar komu hingað til lands árið 1896 og hófu þá þegar; að kynna sér stöðu heilbrigðismála (Olafur H. Torfason, 1997). Upphaflega ráku þær göngu- deild í húsakynnum sínum auk þess að veita bæj- arbúum í Reykjavík heimahjúkrun. Árið 1902 var Landakotsspítali tekinn í notkun en hann var helsti almenni spítalinn á íslandi fyrstu þrjá ára-; tugi tuttugustu aldar, eins konar háskólasjúkrahús; þess tíma. Systurnar áttu sjúkrahúsið og ráku það; með miklum sóma. Meðal systranna í Landakoti voru tvær menntað- ar hjúkrunarkonur, þær systir María Justine og systir María Ephrem, báðar frá Frakklandi, og er talið að þær hafi verið fyrstu menntuðu hjúkrun- arkonurnar á íslandi (Ólafur H. Torfason, 1997). Þjónusta systrannna hafði ákveðinn tilgang, en hann var að aðstoða samborgarana sem vegna heilsubrests gátu ekki séð um sig sjálfir. Hver ein- staklingur var mikilvægur og störf systranna byggðu á hinum kristnu dyggðum mannkærleika og samhjálpar. Litið var á hvern einstakling sem einstæða veru, dýrlega fyrir augliti Guðs. Hversu lítilmótleg sem persónan var með tilliti til stéttar og innra og ytra ásigkomulags bar að varðveita og efla velferð hennar: „Systurnar lögðu kaþólskan skilning í líknarstarf og dagleg verk. Sjúklingurinn var ekki „viðfangsefni" eða „vandamál" heldur dýr- mæt persóna fyrir Guði, sérhver einstaklingur hafði frá getnaði til dauðastundar hlutverki að gegna í veraldarsögunni, eitthvað fram að færa með fordæmi sínu eða víti til varnaðar." (Ólafur H. Torfason, 1997, bls. 83). Erfitt er að leggja mat á það að hve miklu marki hinn trúarlegi þáttur líknarstarfa varð íslenskum konum hvati til að helga sig hjúkrun. Raunar sker Island sig úr meðal nágrannaþjóðanna að því leyti að díakon-hreyfingin skaut hér ekki rótum og ís- lenska þjóðkirkjan gaf sig lítt að hjúkrunarmálum. Ahugaverð undantekning í þeim efnum er Hjúkr- unarfélag Reykjavíkur sem stofnað var árið 1902 að frumkvæði Oddfellowhreyfingarinnar (María j Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.