Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Page 43
FRÉTTAMOLAR... fór ég í veislur og ferðalög. Allir sáu að ég drakk ekki en enginn spurði enda lagði ég mig fram um að vera alltaf glöð með hinum, dró mig ekki út úr. Það tók mig eitt og hálft ár að jafna mig, það er að sættast við sjálfa mig og þá staðreynd að ég er alkóhólisti. Eg veit ekki enn hvort vinnufélag- arnir þarna vissu um sjúkdóminn minn.“ - Myndir þú standa öðru vísi að málum ef þú værir að koma úr meðferð núna? „Já, eftir að ég komst í jafnvægi áttaði ég mig á því að ég hefði til dæmis getað leitað til prests sem kom reglulega á vinnustaðinn sem ég vann á fyrst eftir meðferðina. Ég veit líka núna að það sem mig skorti á vinnustað á þessu fyrsta ári var umhyggja og stuðningur, ekki hvað síst að geta talað á eðlilegan hátt um líðan mína og sjúkdóm- inn.“ Hún bætir því við að hún sé ekki að kenna vinnufélögunum um: „Ég var sjálf í feluleik og hafði ekki á þeim tíma þroska né kjark til að hefja umræðurnar. Þannig hefði ég mjög líklega fengið þann móralska stuðning sem mig vantaði svo sárlega á þessum tíma.“ AA er félagsskapur eða samtök sem hún sækir styrk sinn til. Hún segist aðspurð sækja tvo til þrjá AA-fundi í viku og vera virk í starfinu. Hún sinnir svokölluðu tólfsporastarfi, þ.e. aðstoðar aðra alkóhólista meðal annars með því að stjórna fundum á meðferðarstöðum og miðla þar af reynslu sinni. Hún er spurð hvað AA-starfið gefi henni. „Þangað sæki ég styrk og í samtökunum hef ég öðlast frelsið á ný. Ég þarf stöðugt að muna hver ég er. Ég þarl að minna mig á hvernig ástandið var og þakka fyrir hvernig það er." - Hvernig er ástandið? „I dag líður mér mjög vel. Ég kveið hverjum degi meðan ég var í neyslu, nú hlakka ég til að vakna á morgnana. Tíminn er dýrmætur. Ég er að vinna á hátækniskurðstofu og nýt þess. I dag geng ég að verki kvíðalaus og mér finnst gaman í vinn- unni. Síðast en ekki síst vil ég nefna að í AA hef ég lært að standa með sjálfri mér,“ sagði skurð- hjúkrunarfræðingurinn að lokum og við þökkum henni fyrir að gefa okkur smáinnsýn í líf sitt, með og án áfengis. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Fíh. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn 26. mars 2003 að Suðurlandsbraut 22 kl. 17:00-18:00. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa Reykjavíkur- deildar á fulltrúaþing félagsins í mai nk. Ný stjórn Reykjavikurdeildar var kosin. í stjórnina voru kosnar: Aöalheiöur D. Matthíasdóttir formaður, Þóra I. Árnadóttir og Margrét Ásdís Ósvaldsdóttir. Á fundinum voru kosnir 20 af 48 fulltrúum deildarinnar á þingiö. Vegna þessa samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: „Aöalfundur Reykjavíkur- deildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 26. mars 2003 veitir stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga umboð til að kjósa 28 fulltrúa Reykjavikurdeildar og 10 varamenn á fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga sem haldið verður dagana 15. - 16. maí 2003." Undanfarna daga hafa borist framboð frá fulltrúum Reykjavíkurdeildar og hefuráhugi hjúkrunarfræðinga verið óvenjumikill. Er nú fullskipað á fulltrúaþingið frá deildinni og er það vel. Nýir sparisjóðsreikningar fyrir félagsmenn i mars sl. voru stofnaðir sparisjóösreikningar hjá SPR0N í Flátúni fyrir alla félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ástæðan fyrir að það var gert er að undanfarin ár hefur gengið mjög illa að greiða styrki vísindasjóðs félagsins inn á reikninga hjúkrunar- fræðinga. Um 2.400 styrkir eru greiddir ár hvert og á árinu 2002 voru rúmlega 500 reikningar sem ekki reyndist unnt aö greiða inn á í fyrstu atrennu vegna rangra reiknings-, höfuðbókar- eða bankanúmera, eða aö þaö var búiö að loka reikningunum sem voru á skrá. i samráði við SPR0N var því ákveðið að fara þá leið að stofna nýja reikninga á alla félagsmenn þannig að í framtiðinni ættu þeir allir sér- stakan reikning sem greiðslur frá félaginu legðust inn á. Hjúkrun í háloftum Starfsvið hjúkrunarfræöinga er fjölbreytt og alltaf bætast viö nýir möguleikar til hjúkrunar. Á vefsíðunni Medscape er sagt frá hjúkrun í háloftunum, þ.e. í Bretlandi vinna hjúkrunarfræðingar m.a. við það að hjúkra fólki af erlendum uppruna sem er sent aftur til föðurlands síns. Hjúkrunarfræöingurinn fylgir fólki milli landsvæða eða landa, ef ekki p flugleiðis þá með lest eða skipi, og hugar að heilsu, aöbúnaði og vel- | ferð meöan á ferðalaginu stendur ef um veikindi er að ræöa hjá þeim | sem sendir eru til heimalandsins. Til að sinna menntunarþörfum þessara flughjúkrunarfræðinga hefur Royal College of Nursing gengist fyrir námskeiðum þar sem m.a. er fjallað um loftþrýstingsbreytingar og hvaða áhrif lyfjagjöf hefur á líkamsstarfsemina. Súrefnisbreytingar í umhverfinu og í likama sjúklingsins eru fyrirferða- mikill þáttur námskeiösins, svo og aðstæöur sem skapast í farþegarrým- inu, kennt er að færa sjúklinga til og hlúa að þeim i takmörkuöu rými og hvernig best er að koma fyrir hjúkrunarvörum til aö sem auðveldast sé að nota þær. Hjúkrunarfræðingar i Bretlandi eru farnir aö sérhæfa sig í þessari tegund hjúkrunar, sumir vinna hlutastörf, aðrir vinna á eigin vegum. Fríða Proppé, fproppe@isl.is Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003 41

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.