Fréttablaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 16
Má ekki mikið út af bregða Markaðurinn Þjálfarinn
Íþróttadeild 365 hefur niður-
talningu fyrir nýtt keppnistímabil
í Pepsi-deild karla í dag og með
árlegri spá sinni um deildina.
Spánni verða gerð skil í öllum
miðlum okkar – hún birtist fyrst í
Fréttablaðinu en verður svo fylgt
eftir í ítarlegri útgáfu á Vísi sem og
í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Íþróttadeild 365 spáir ÍA 10.
sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.
Skagamenn eru að hefja sitt
þriðja tímabil í röð í Pepsi-
deildinni. Þeir enduðu í 8.
sæti í fyrra, einu sæti neðar
en árið á undan.
Skagamenn hafa misst
sterka leikmenn í vetur.
Ármann Smári Björns-
son og Iain Williamson lögðu
skóna á hilluna, Darren Lough og
Jón Vilhelm Ákason eru farnir og
Árni Snær Ólafsson sleit kross-
bönd. Í staðinn fengu Akurnes-
ingar Ingvar Þór Kale í markið og
tvo erlenda leikmenn sem
verða að vera góðir.
Mikilvægasti leik-
maður ÍA er fram-
herjinn Garðar
Gunnlaugsson,
markakóngur
Pepsi-deildarinnar í
fyrra. Garðar skoraði
helming marka ÍA í
fyrra og þarf að eiga annað
eins tímabil í ár ef Skagamenn
ætla ekki að vera í fallbaráttu.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ÍA
11. Grindavík
12. Víkingur Ólafsvík
komnir
Aron Ýmir Pétursson (HK)
Guðmundur B. Guðjónsson (Fjölnir)
Ingvar Þór Kale (Valur)
Ragnar Mar Lárusson (Kári)
Rashid Yussuff (Arka Gdynia)
Robert Menzel (Podbeskidzie)
Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Farnir
Arnór Sigurðsson (Norrköping)
Ármann Smári Björnsson (hættur)
Ásgeir Marteinsson (HK)
Darren Lough (South Shields)
Eggert Kári Karlsson (Kári)
Iain Williamson (hættur)
Jón Vilhelm Ákason
Gunnlaugur
Jónsson
Gunnlaugur er að
hefja sitt fjórða
tímabil í röð við
stjórnvölinn hjá
ÍA. Gunnlaugur er
uppalinn Skagamaður og lék lengi
með liðinu. Hefur gert frábæra
hluti með lið ÍA sem er að mestu
byggt upp á heimamönnum.
Þrír sem stólað er á
l Ingvar Þór Kale
l Robert Menzel
l Garðar Gunnlaugsson
Spá 2017
Besti og versti mögulegi árangur 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12.
Fram - Haukar 23-22
Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Elísabet
Gunnarsdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir
4/3, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3, Hildur
Þorgeirsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2,
Marthe Sördal 1, Steinunn Björnsdóttir 1.
Haukar: Maria Ines Da Silva 7, Ramune
Pekarskyte 6, Guðrún Erla Bjarnadóttir
3/2, Elín Anna Baldursdóttir 3, Ragnheiður
Ragnarsdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1,
María Karlsdóttir 1.
Stjarnan - Grótta 33-35
Stjarnan: Helena Rut Örvarsdóttir 15,
Brynhildur Kjartansdóttir 6, Rakel Dögg
Bragadóttir 4/1, Stefanía Theodórsdóttir
3, Sólveig Lára Kjærnested 2/1, Hanna G.
Stefánsdóttir 2/2, Nataly Sæunn Valencia 1.
Fram: Sunna María Einarsdóttir 11/4, Lovísa
Thompson 7/1, Laufey Ásta Guðmunds-
dóttir 6/1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir 4/1, Emma Havin
Sardardóttir 1, Guðný Hjaltadóttir 1, Unnur
Ómarsdóttir 1.
Nýjast
olís-deild kvenna
keflavík - Snæfell 67-61
keflavík: Ariana Moorer 20/15 fráköst,
Thelma Dís Ágústsdóttir 11/3 varin
skot, Þóranna Kika Hodge-Carr 10, Birna
Valgerður Benónýsdóttir 8, Emelía Ósk
Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Salbjörg Ragna
Sævarsdóttir 6/8 fráköst/5 stoðsendingar,
Irena Sól Jónsdóttir 4.
Snæfell: Bryndís Guðmundsdóttir 22/8
fráköst, Aaryn Ellenberg 20/8 fráköst/9
stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 7/6
fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, Alda Leif
Jónsdóttir 3/4 fráköst, Gunnhildur Gunn-
arsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2,
Andrea Björt Ólafsdóttir 2.
Domino’s-deild kvenna
man. Utd - anderlecht 2-1
1-0 Henrikh Mkhitaryan, 1-1 Sofiane Fanni
(32.), 2-1 Marcus Rashford (107.).
Man. Utd vann einvígið 3-2.
Genk - Celta Vigo 1-1
Celta Vigo vann einvígið 4-3.
Schalke - ajax 3-2
Ajax vann einvígið 4-3.
Besiktas - Lyon 2-1
Lyon fór áfram eftir vítaspyrnukeppni.
Evrópudeild UEFa
18.30 Grindavík - kr Sport
18.35 norwich - Brighton Sport 3
18.40 Sevilla - Granada Sport 4
19.00 Valero Texas open Golfst.
19.15 Stjarnan - Breiðablik Sport 2
21.00 körfuboltakvöld Sport
23.00 Chicago - Boston Sport
Í dag
körfubolti Það er heldur betur verk
að vinna hjá Grindavík á heimavelli
sínum í kvöld er liðið mætir Íslands-,
deildar- og bikarmeisturum KR í
öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi
Domino’s-deildar karla.
KR hreinlega valtaði yfir Grind-
víkinga með 23 stiga mun, 98-65,
í fyrsta leiknum og Grindavík sá í
raun aldrei til sólar í leiknum.
Þjálfari Grindvíkinga, Jóhann Þór
Ólafsson, var nýkominn af loka-
æfingu liðsins fyrir leikinn er Frétta-
blaðið heyrði í honum í gær.
Þarf að laga mikið
„Við vorum að fara yfir það sem
hefði betur mátt fara í fyrsta leikn-
um og það var heill hellingur,“ segir
Jóhann Þór en þó svo það hefði
þurft að fara yfir margt var þetta
engin maraþonæfing.
„Við náðum ekki vörninni okkar
í gang í fyrsta leiknum. Hún fór í
vaskinn á fyrstu mínútunum og við
komum aldrei til baka. Svo voru KR-
ingarnir í miklu stuði og þá er erfitt að
eiga við þá. Ekkert sem við ætluðum
að gera gekk eftir. Snemma í öðrum
leikhluta misstum við leikinn og
hann var í rauninni búinn í hálfleik.“
Þjálfarinn var ekki ánægður með
hversu snemma hans menn gáfust
upp í Vesturbænum og þar ætla
Grindvíkingar meðal annars að bæta
sig.
misstum sjónar á því mikilvæga
„Við höfum rætt okkar á milli að
við höfum svolítið misst sjónar á
því hvað það var sem kom okkur
þangað sem við erum núna. Það var
gleði og að njóta þess að fá að taka
þátt í þessu. Það eitt og sér er ekki að
fara að koma okkur í gegnum þetta
KR-lið en er samt mikilvægur hlutur
sem þarf að vera í lagi. Við þurfum
að finna gleðina aftur. Það er fullt
af leikmönnum sem sitja heima og
vildu vera í okkar sporum,“ segir
þjálfarinn ákveðinn en viðurkennir
að það sé kúnst að stilla spennustig
leikmanna rétt.
„Ekki spurning. Það er ekkert auð-
velt í þessu. Þetta er líka nýtt fyrir
mér að vera á þessu stóra sviði. Það
er stór munur á því að vera hækja
í formi aðstoðarmanns eða vera
maðurinn sem ber alla ábyrgðina.
Verkefnið er ærið og risastórt og
mér finnst það rosalega skemmti-
legt.“
Það er alveg sama hvar drepið
er niður í fæti eftir fyrsta leikinn.
Grindavík getur alls staðar gert
betur. Liðið var bara með 29 pró-
sent skotnýtingu, tapaði frákasta-
baráttunni stórt og svona mætti
áfram telja.
komumst ekki neðar
„Ég held að við komumst ekki mikið
neðar en þetta og ef allt er eðlilegt þá
liggur leiðin bara upp á við núna. Við
höfum fulla trú á því að við getum
staðið í þessu KR-liði og erum færir
í flestan sjó er við setjum saman
frammistöðu sem við erum sáttir við,“
segir Jóhann en hann veit vel að verk-
efnið verður nánast ómögulegt tapist
leikurinn í kvöld.
„Þetta er „must win“ eins og þeir
segja erlendis. Það er alveg klárt.
KR-ingarnir eru komnir ansi langt
með þetta ef þeir vinna þennan slag
og þetta er því algjör lykilleikur fyrir
okkur.“
Jóhann Þór gerir sér grein fyrir því
að körfuknattleiksáhugamenn hafa
almennt enga trú á hans liði í þessu
einvígi og hann reynir að nýta sér það
til að hvetja sína menn áfram.
„Við værum ekki að standa í þessu
ef við hefðum ekki trú á því sem við
erum að gera. Ég skil umræðuna full-
komlega samt og er ekkert svekktur
út í hana. Við eigum heimaleik núna
og þar höfum við verið í stuði. Vorum
reyndar góðir líka í Ásgarði, það verð-
ur ekki tekið af okkur. Við treystum
á að heimavöllurinn gefi okkur eitt-
hvað.“
Seljum okkur dýrt
Blaðamaður vildi ekki pína þjálfar-
ann í að lofa sigri en hverju getur
hann lofað stuðningsmönnum
Grindavíkur? Hvað munu þeir sjá
frá hans liði í leiknum?
„Við komum alveg brjálaðir til
leiks og gefum allt sem við eigum.
Við viljum slökkva aðeins í umræð-
unni og því að enginn hafi trú á
okkur. Við viljum sýna að við eigum
heima á þessum stað. Við ætlum að
halda í trúna og selja okkur eins dýrt
og mögulegt er.“
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og
verður í beinni útsendingu á Stöð 2
Sport. henry@frettabladid.is
Þurfum að finna gleðina aftur
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, segir að hans menn muni selja sig dýrt þegar KR mætir í heim-
sókn í öðrum leik úrslitaeinvígisins. Hann segir að Grindavík komist ekki mikið neðar en í síðasta leik.
Við ætlum í 2-0 strákar, gæti Pavel Ermolinskij verið að segja við félaga sína í kr. Þeir fá tækifæri til þess í kvöld. FréTTaBLaðið/Ernir
2 1 . a p r í l 2 0 1 7 f ö S t u D a G u r16 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
sport
2
1
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
F
-7
C
2
4
1
C
A
F
-7
A
E
8
1
C
A
F
-7
9
A
C
1
C
A
F
-7
8
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K