Fréttablaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 4
Ferskur andardráttur með Flux Fresh Flux Fresh, munnskol og munnsogstöflur gefa þér ferskan andardrátt og vinna gegn andremmu Fæst í apótekum Nánari upplýsingar á www.fluxfluor.is Vegna fréttar 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal leiðrétt að í 91 slysi þar sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar. Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóla. Misskilningi olli að reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum. Leiðrétting VenesúeLa Leiðtogar stjórnarand­ stöðunnar í Venesúela hvöttu í gær til áframhaldandi mótmæla. Á miðvikudag mótmæltu þúsundir á götum höfuðborgarinnar Caracas. Kölluðu aðgerðasinnar mótmælin „móður allra mótmæla“. Ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro hefur verið harðlega mót­ mælt undanfarið. Hafa mótmælin oft og tíðum orðið ofbeldisfull og létu þrír lífið í vikunni. Samanlagt hafa níu látið lífið frá því í lok mars. Kveikjan að nýjustu mótmælun­ um var ákvörðun hæstaréttar um að rjúfa þing, en þar fór stjórnarand­ staðan með meirihluta. Ákvörðun­ inni var þó snúið við nokkru síðar. Ekki bætti úr skák þegar stjórnar­ andstöðuleiðtoganum Henrique Capriles var meinuð þátttaka í stjórnmálum næstu fimmtán árin. Tilkynnt var um þá ákvörðun þann 7. apríl. Gífurleg efnahagsvandræði hrjá Venesúela. Matur og lyf eru af skornum skammti, verðbólga mikil og atvinnuleysi um 25 prósent. – þea Vilja meiri mótmæli Frá mótmælunum í Caracas á mið- vikudaginn. NordiCphotos/AFp aLÞingi Kallað er eftir því af þing­ mönnum að skerpt verði á ákvæð­ um fiskveiðistjórnunarlaga um byggðavernd. Núverandi ákvæði tryggi ekki þá byggðafestu sem gert var ráð fyrir í upphafi. „Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að það standi upp á stjórn­ völd að svara þeirri spurningu hvort, og með hvaða hætti, þau ætli að tryggja þá byggðafestu sem gert er ráð fyrir í lögunum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar. Páll vísar meðal annars til hæstaréttardóms frá júní 2015 í máli Síldarvinnslunnar gegn Vest­ mannaeyjabæ. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að forkaups­ réttur sveitarfélaga næði aðeins til fiskiskipa sem stæði til að selja úr bæjarfélaginu en ekki til hlutabréfa eiganda fiskiskips. Í kjölfar ákvörðunar HB Granda að færa landvinnslu á botnfiski frá Akranesi til Reykjavíkur hefur umræða um forkaupsrétt sveitar­ félaga og byggðavernd losnað úr læðingi á ný. „Mál HB Granda gerir það enn meira knýjandi að þessari spurn­ ingu sé svarað,“ segir Páll. Hann bendir á að í fiskveiðistjórnunar­ lögunum sé kveðið á um byggða­ festuna auk þess að hana megi lesa úr anda laganna. Nauðsynlegt sé að breyta lögunum. „Það þarf að vera eitthvert akk­ eri sem gerir það að verkum að aflaheimildir fljóti ekki viðstöðu­ laust úr byggðarlögum. Það er ekk­ ert í núverandi lagaumgjörð sem hindrar að allrar aflaheimildirnar séu færðar á einn stað, þess vegna til Reykjavíkur.“ „Við í Framsóknarflokknum höfum verið fylgjandi því að það verði leitað leiða til að styrkja for­ Fiskveiðilöggjöf verndi byggðir Formaður atvinnuveganefndar vill breyta fiskveiðistjórnunarlögum til að tryggja byggðavernd. Lagatexti sé ekki í samræmi við anda laganna. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra vill styrkja forkaupsrétt sveitarfélaga. akureyri Foreldrar barna á Akureyri sem fædd eru árið 2016 íhuga margir að flytja í nágrannabyggðir til að fá pláss í leikskóla fyrir börn sín. Aðeins örfá börn komast í leikskóla næsta haust á Akureyri. Oddvitar minni­ hlutaflokka í bæjarstjórn segjast undrast andvaraleysi meirihlutans. „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Kerfið er einfaldlega ekki að virka og metnaður virðist ekki vera fyrir hendi til að breyta kerfinu,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, odd­ viti VG í bæjarstjórn. „Bak við töl­ urnar eru fjölskyldur sem munu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Þessu verður líklega ekki breytt fyrr en fleiri konur komast í oddvita­ stöður í bæjarstjórninni hér á Akur­ eyri.“ Akureyri hefur frá 2008 haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur. Ein­ sýnt er að sum börn komist ekki inn fyrr en langt komin á þriðja aldursár. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálf­ stæðis flokks og fyrrverandi fræðslu­ stjóri Akureyrar, segir málið alvar­ legt. „Ég hef óskað eftir því að fá gögn um stöðuna. Það er á hreinu að það verður að bregðast við þessu og sjá hvaða leiðir eru mögulegar. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru foreldrar farnir að hugsa sér til hreyfings úr sveitarfélaginu. Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri í Eyja­ fjarðarsveit sunnan Akureyrar, stað­ festir við Fréttablaðið að hún hefði fengið símtöl frá áhyggjufullum for­ eldrum á Akureyri sem hafa spurst fyrir um leikskólapláss. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir lítið hægt að gera í málinu en ný skólastefna sé í burðar­ liðnum. Ekki sé hægt að tryggja átján mánaða börnum inngöngu í leikskóla á þessu hausti. „Þetta er stór árgangur sem er núna og við vissum það fyrir. Strax á næsta ári verður ástandið betra. Það er voðalega lítið sem við getum gert akkúrat núna meira en við erum að gera.“ – sa Íhuga að flytja fyrir pláss í leikskólum Foreldrar á Akureyri eru hræddir um mikið tekjutap næsta haust þar sem börn þeirra komast ekki inn á leikskóla. FréttAblAðið/pjetur Ákvörðun um að færa botnfiskvinnslu frá Akranesi hefur vakið umræður um fiskveiðilöggjöfina. FréttAblAðið/eYÞór Það er ekkert í núverandi lagaum- gjörð sem hindrar að allrar aflaheimildirnar séu færðar á einn stað, þess vegna til Reykjavíkur. Páll Magnússon kaupsrétt sveitarfélaga. Við teljum eðlilegt að þetta verði skoðað,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, fyrr­ verandi sjávarútvegsráðherra. „Þá má líka velta því fyrir sér hvort það megi lækka kvótaþakið þannig að það séu fleiri um kvót­ ann. Þetta er samt alltaf flókið mál. Það má heldur ekki fara í aðgerðir sem draga úr þróun og nýsköpun í sjávarútvegi. Það má velta öllu upp en ég er á móti því að það verði gerðar stórar breytingar á kerfinu sem gera það að verkum að það verði ekki eins skilvirkt og það er í dag,“ segir Gunnar Bragi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs­ og landbúnaðarráð­ herra, sagði við Fréttablaðið í gær að unnið væri að skipun nefndar um fyrirkomulag gjaldtöku af auð­ lindinni. Nefndin verður skipuð fulltrúum allra þingflokka og er stefnt að því að hún skili tillögum á næsta þingi.  johannoli@frettabladid.is samgöngur Ringulreið einkenndi andrúmsloftið við innritunarborð WOW Air í Miami í gær. Farþegar á leið til Keflavíkur lýsa upplifun sinni þannig að engu hafi verið líkara en að miðar hafi verið afhentir far­ þegum af handahófi. Fresta þurfti flugi WOW Air frá Keflavík til Miami á mánudag vegna óhapps í hvassviðrinu á annan í páskum. Heimför fólks á þriðjudag seinkaði því einnig og brá félagið á það ráð að leigja breiðþotu til að flytja farþega beggja daga til Kefla­ víkur. Svana Friðriksdóttir, upplýsinga­ fulltrúi WOW, sagði hina leigðu þotu taka taka 530 farþega og unnið væri hörðum höndum að því að koma þeim heim sem áttu miða með þriðjudagsvélinni. Þeir komust allir með að lokum en tuttugu, sem áttu miða með vél dagsins í gær, þurftu að fara heim eftir öðrum leiðum. Meðal þeirra sem áttu bókað flug var karlalið Vals í knattspyrnu en Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður liðsins, segir að farþegar hafi fengið þau skilaboð að vélin væri yfirbókuð. Rúmlega hundrað manns kæmust ekki með heim. Upphaflegur brottfarartími var áætlaður klukkan hálfníu í gærkvöld en vélinni seinkaði sökum þessa. Hún var ekki farin í loftið þegar Fréttablaðið fór í prentun. – ktd Ringulreið ríkti við innritun á leið heim frá Miami í kjölfar óhapps hvassviðri mánudagsins raskaði áætlunum WoW air. FréttAblAðið/VilhelM 2 1 . a p r í L 2 0 1 7 F ö s t u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A F -5 E 8 4 1 C A F -5 D 4 8 1 C A F -5 C 0 C 1 C A F -5 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.