Fréttablaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 26
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Borghildar Þórðardóttur
frá Stöðvarfirði.
Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og
virðingu færum við starfsfólki 3-N á hjúkrunarheimilinu
Eiri í Reykjavík.
Þórður Helgason Svanhildur Kaaber
Guðjón Helgason
Þóra Helgadóttir Sigurður S. Sighvatsson
Sólveig Helgadóttir Óskar K. Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýju
vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Fjólu Oddnýjar
Sigurðardóttur
Lækjasmára 2, Kópavogi.
Gylfi Kristinn Sigurgeirsson Bryndís S. Eiríksdóttir
Bára Guðlaug Sigurgeirsdóttir
Ásdís Sigurgeirsdóttir Viðar Elliðason
Inga Hulda Sigurgeirsdóttir
Guðlaugur Sigurgeirsson Guðrún Björg Bragadóttir
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Kjartan Magnússon
barnabörn og barnabarnabarn.
753 f.Kr. segir sagan að Rómúlus og Remus hafi stofnað
Róm.
1648 Snjór var í mitti þennan dag á sléttlendi á Suðvestur-
landi, segir í Setbergsannál.
1800 Sex bátar úr Staðarsveit og Bjarneyjum fórust í miklu
norðanveðri og með þeim 37 manns.
1965 Nafnskírteini voru gefin út til allra Íslendinga, 12 ára
og eldri. Um leið voru tekin upp svonefnd nafnnúmer.
1971 Handritamálið: Fyrstu handritin komu heim frá Dan-
mörku og voru það Flateyjarbók og Konungsbók Eddu-
kvæða.
1982 Bretar hófu aðgerðir til að endurheimta Suður-Georg-
íu frá Argentínu með því að senda þangað sérsveitarmenn.
1989 Um 100 þúsund kínverskir mótmælendur söfnuðust
saman á Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína.
Merkisatburðir
Verkið er samið af mér í samstarfi við sautján unglingsstelpur á aldr-inum þrettán til sextán ára. Sýningin fjallar um það að vera unglings-
stelpa, hvað þær hugsa, gera, hvernig
þær standa saman og styðja við hverja
aðra,“ segir Ásrún Magnúsdóttir, dans-
ari og danshöfundur, spurð út í verkið
Grrrls , en sýningin kom skemmtilega
á óvart, og hlaut meðal annars lesenda-
verðlaun DV í síðasta mánuði, ásamt
því að hafa sýnt fyrir hátt í eitt þúsund
áhorfendur í Tjarnarbíói.
„Það var mikill heiður að vinna þessi
verðlaun, það þýðir einfaldlega við erum
að gera eitthvað rétt, fólk er að hlusta á
stelpurnar og skilur hvaða sögu þær
eru að segja sem er mjög hvetjandi fyrir
okkur,“ segir Ásrún.
Upphaflega átti að sýna verkið aðeins
einu sinni en nokkrum sýningum hefur
verið bætt við. Að sögn Friðriks Friðriks-
sonar, framkvæmdastjóra Tjarnabíós,
mun þetta vera sú sýning sem kom hvað
mest á óvart í vetur.
„Sýningin hefur verið sýnd sex sinnum
fyrir fullu húsi hér í Tjarnarbíói, svo það
hafa hátt í þúsund manns séð dansverk-
ið hér hjá okkur,“ segir Friðrik.
Ásrún og stelpurnar í verkinu eru
virkilega þakklátar fyrir þessi óvæntu
og ánægjulegu viðbrögð.
„Viðbrögðin fóru fram úr okkar björt-
ustu vonum sem er alveg frábært, það
er greinilegt að fólk vill heyra í þessum
stelpum, unglingsstelpum er kannski ekki
oft gefið pláss í samfélaginu en þær hafa
mjög margt að segja,“ segir hún þakklát.
Ásrún segir frábært að vinna með
ungu fólki og samstarfið hafi gengið eins
og í sögu. Sjöunda og jafnframt síðasta
sýningin verður 30. apríl klukkan 17.30
á Barnamenningarhátíð.
Við ætlum að hafa frítt inn, svo allir
geti komið og séð sýninguna. Best er að
taka frá miða með því að senda tölvu-
póst á midasala@tjarnarbio.is. Þetta er
alltaf sami hópur sem sýnir Girrrrls og
stelpurnar eru alltaf að verða betri og
betri. Það hefur gengið rosalega vel að
vinna með þessum hæfileikaríku stelp-
um. Ég hef nánast heitið því að héðan
í frá muni ég ekki vinna með neinum
nema unglingum,“ segir Ásrún létt og
bætir við að ferlið hafi einfaldlega verið
svo skemmtilegt.
Í verkinu leitar Ásrún svara við spurn-
ingum um unglingsárin. Stelpurnar
dansa í gegn um verkið og leitast við að
svara þessari spurningu.
„Þetta er bara gjörsamlega þeirra
heimur sem áhorfendum er boðið að
kíkja inn í og vera hluti af í smá stund.
Verkið var framleitt af Reykjavík Dance
Festival og var upphaflega sýnt þar en
svo höfum við bara haldið áfram og
áfram sem er alveg frábært,“ segir Ásrún.
Hugmyndin að verkinu kemur frá
Ásrúnu sjálfri og kviknaði fyrir um það
bil tveimur árum.
„Mig langaði mikið til að taka þátt
í þessari femínísku flóðbylgju sem er
í gangi hérna á Íslandi og svara spurn-
ingum eins og hvað femínísk samstaða
þýði fyrir hóp af unglingsstelpum í dag.
Ég ákvað að heyra í yngstu kynslóðinni,
það er að segja unglingsstúlkum sem
ekki eru börn,“ útskýrir hún.
Ásrún útskrifaðist úr Listaháskóla
Íslands með BA-gráðu í samtímadansi
árið 2011 og hefur síðan starfað bæði hér
á Íslandi og erlendis með ýmsum dans-
hópum.
„Ég vinn aðallega sem danshöfundur,
núna er ég með tvö ný dansverk í gangi
en get því miður ekki talað um þau alveg
strax en vonandi fylgist fólk bara með,“
segir Ásrún spennt fyrir framhaldinu.
gudrunjona@frettabladid.is
Sýningin sem kom
skemmtilega á óvart
Dansverkið Grrrrls eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og stóran hóp af unglingsstelpum hefur
hlotið óvænta velgengni á árinu, hátt í þúsund manns hafa séð verkið. Í verkinu leitar
Ásrún svara við spurningum um hvernig það er að vera unglingsstelpa.
Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur. Fréttablaðið/SteFÁn
Í danshópnum eru sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Mynd/ÁSrún
Alþingi Íslendinga samþykkti frumvarp til laga þennan dag
árið 2009 sem gerðu það refsivert að greiða fyrir vændi. Lögin
tóku þegar gildi.
Eftir það mátti sá sem staðinn var að kaupum á vændi
eiga von á sekt eða allt að eins árs fangelsisvist. Skálað var í
kampavíni á skrifstofu Stígamóta af þessu tilefni og Guðrún
Jónsdóttir, talskona samtakanna, sagði lögin hafa afar mikil-
væga og táknræna þýðingu.
,,Við hrósum þessari femínísku ríkisstjórn í hástert,“ sagði
hún og benti á að skoðanakönnun Capacent frá árinu 2007
hefði sýnt að sjötíu prósent þjóðarinnar væru hliðholl þessari
breytingu. Með þessum lögum urðu Íslendingar þriðja þjóðin
til að fara hina svokölluðu sænsku leið. Svíar stigu fyrstir þetta
skref og Norðmenn urðu aðrir í röðinni.
Þ eTTA G e R ð i ST 2 1 . A p R Í L 2 0 0 9
Alþingi gerir kaup á vændi refsiverð með nýjum lögum
alþingi samþykkti að refsivert væri að greiða fyrir vændi.
Fréttablaðið/danÍel
2 1 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r18 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B l a ð i ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
2
1
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
A
F
-7
7
3
4
1
C
A
F
-7
5
F
8
1
C
A
F
-7
4
B
C
1
C
A
F
-7
3
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K