Fréttablaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 22
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is „Það halda reyndar allir að ég sé að læra hárgreiðslu en mér fannst kjötiðn spennandi og ákvað því að læra fagið.“ Helga undirbjó sig vel fyrir keppnina og bjó til afurðir úr heilum lambs- skrokki. Helga ákvað að læra kjötiðn eftir að hafa farið á slátur-tíð á Húsavík skömmu eftir grunnskólapróf. „Það halda reyndar allir að ég sé að læra hár- greiðslu en mér fannst kjötiðn spennandi og ákvað því að læra fagið. Það eru margir sem vita ekki hvað starf kjötiðnaðarmannsins felur í sér en ég vona að þessi titill veki áhuga fleiri, ekki síst kvenna, á faginu. Ég lýk námi í kjötiðn í maí en ætla að halda áfram og klára stúdentsprófið frá Verkmennta- skólanum á Akureyri,“ segir Helga, sem er alin upp austur á fjörðum í hópi sex bræðra. Einn þeirra er kjötiðnaðarmaður og Helga segir það einnig hafa hvatt sig til að læra fagið. Helga er að hluta til alin upp á Brimnesi í Fáskrúðsfirði og segir það hafa komið sér vel í náminu. Þar kynntist hún heimaslátrun og fékk að hjálpa til við að ganga frá kjötinu. Hún býr nú á Akureyri en lýkur síðustu önninni frá Mennta- skólanum í Kópavogi. „Eins og stendur er ég í tveimur skólum. Ég mæti í tíma við Verkmenntaskól- ann á Akureyri fyrri part vikunnar Helga stendur strákunum hvergi að baki Helga Hermannsdóttir lýkur námi í kjötiðn í vor þótt allir haldi að hún sé í hárgreiðslunámi. Helga gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari Íslands- móti iðn- og verkgreina fyrir stuttu. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Gleðilegt sumar Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur Gleðilegt sumar en flýg suður á miðvikudögum til að sækja tíma í MK og flýg svo aftur norður á föstudögum,“ segir Helga sem er önnur tveggja kvenna í náminu. Dreymir um eigið fyrirtæki Helga er á námssamningi hjá kjöt- vinnslufyrirtækinu Norðlenska og þar lærir hún allt það verklega sem tengist faginu. Hún hefur áhuga á að mennta sig meira að loknu stúdentsprófi og gæti vel hugsað sér að læra eitthvað sem tengist matvælum eða viðskiptafræði. „Draumurinn er að stofna eigið fyrirtæki sem tengist kjötiðn, til dæmis eitthvað sem líkist beint frá býli,“ segir Helga. Í keppninni úrbeinaði Helga heilan lambsskrokk og bjó til úr honum margs konar góðgæti, eins og Wellington-steik og beikonvafið lambalæri. Innt eftir því hvað henni finnst skemmtilegast við fagið segir hún gaman að geta sýnt öðrum að hún standi strákunum hvergi að baki. „Ég get úrbeinað risastóra nauts- skrokka og er oft eina konan að vinna með körlum. Þeir bjóða mér oft aðstoð, t.d. við að lyfta skrokk- um, en ég get þetta alveg sjálf,“ segir Helga. Lambafillet með döðlum og beikoni 3-4 lambafillet með fitu döðlur, lífrænt ræktaðar beikon salt og pipar að smekk olía til steikingar Hitið olíu á pönnu. Steikið fillet á pönnunni svo kjötið lokist. Brúnið fituhliðina vel. Kryddið með salti og pipar. Brúnið og mýkið döðl- urnar á annarri pönnu í 2-3 mín. Leggið döðlur ofan á hvert fillet og fléttið saman inn í beikonið. Setijð í eldfast mót og steikið í ofni við 170°C í um 20 mín. Takið úr ofn- inum og látið hvíla í 10 mín. undir viskustykki. Epla- og sinnepssósa 4 dl vatn 1 grænmetisteningur 1 nautateningur 2 dl eplamauk 1 dl grófkorna sinnep Blandið öllu hráefni saman í pott og látið suðuna koma upp. Má þykkja með sósujafnara, ef vill. Bakaðar sætar kartöflur ½ kartafla á mann Skerið kartöflurnar í tvennt og skerið end ana af. Raðið saman í eldfast mót. Penslið kartöflurnar með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið í forhituðum ofni við 175°C í um 1 klst. Fer eftir stærð kartaflnanna. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . a p r Í l 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 1 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A F -6 8 6 4 1 C A F -6 7 2 8 1 C A F -6 5 E C 1 C A F -6 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.