Fréttablaðið - 21.04.2017, Page 6

Fréttablaðið - 21.04.2017, Page 6
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina  Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfis­ stofnun til aðgerða. Mengunartoppar eru raktir til þess þegar ofn verksmiðjunnar bilar og er stöðvaður hvað eftir annað. Hugsanleg mengunarefni frá United Silicon Edikssýra Lyktarmengun, erting í slímhúð (augum og öndunarfær- um, þ.m.t. astmalík einkenni) koma fram við tiltölulega lága þéttni sem er ekki talin hættuleg en hættu- mörk eru ekki vel skilgreind. Meiri þéttni fylgir meiri erting. Maurasýra Lyktarmengun getur komið fram við nokkuð háa þéttni miðað við vinnuverndarmörk, hættumörk ekki vel skilgreind. Erting í slímhúð og hósti þekkt áhrif. Einkenni geta verið verri ef edikssýra og maurasýra blandast. Klórmetan/metýlklóríð Mjög ertandi ef blandast vatni, t.d. í slímhúð augna og loftvega, brotnar niður í saltsýru og metanól. Þegar það hitnar myndast klórgas. Betri skilgreiningar til fyrir bráðahættu- mörk en fyrir efnin hér að ofan. Hugsanlega hættulegt í styrk sem er undir lyktarmörkum, yfirleitt ekki talið lykta sérlega illa. Methyl mercaptan Mjög vond lykt, líkist soðnu káli, finnst þótt styrkur sé mjög lágur. Mjög ertandi fyrir slímhúð í tiltölulega lágum styrk. Ágætlega skilgreind hættumörk til. Ýmis aldehýð Geta verið ertandi og haft óþægilega lykt. heimild: Sóttvarnalæknir (bréf UST til United Silicon 12. apríl 2017) Ofn verksmiðjunnar verður ekki ræstur að nýju nema að höfðu samráði við Umhverfisstofnun. Ekki liggur fyrir hvenær það verður. Fréttablaðið/Eyþór Húnaþing vestra Skólahaldi verður ekki framhaldið á Borðeyri við Hrútafjörð á næsta skólaári. Börn- um hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. Þrettán íbúar eru með lögheimili á Borðeyri í dag en öllu fleiri í sveit- unum í kring. Guðný Hrund Karls- dóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir bæjarfélagið hafa hringt í foreldra á svæðinu og hlustað á íbúa. Kristín Ólöf Þórarinsdóttir, aðstoðarskólastjóri grunnskóla Húnaþings vestra, segir börnum hafa fækkað mjög. „Þegar ég sótti þennan skóla á síðustu öld voru um þrjátíu börn í skólanum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að þrjú börn verði í skólanum á næsta skólaári,“ segir Kristín Ólöf. Á sama tíma mun leikskólinn á Borðeyri, Ásgarður, leggjast af á næsta skólaári. Ein starfsstöð leikskóla og grunnskóla verður því starfandi á næsta skólaári, á Hvammstanga. Verður börnum ekið þangað. „Eindreginn vilji byggðarráðs og sveitarstjórnar hefur verið til þess að halda úti skólastarfi á Borðeyri eins lengi og þess er nokkur kostur,“ segir í bókun byggðarráðs sveitar- félagsins. „Með fækkun nemenda er hins vegar komin upp breytt staða ef horft er til meðal annars félags- legra og faglegra sjónarmiða.“ – sa Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust úganda Leit að uppreisnarleið- toganum og stríðsherranum Joseph Kony hefur verið hætt. Úganski her- inn greindi frá þessu en Kony hafði verið leitað í Mið-Afríkulýðveldinu undanfarin ár. Kony er leiðtogi hins svokall- aða Frelsishers drottins. Er hann alræmdur fyrir að aflima fórnarlömb og hneppa börn í þrældóm.  Hafa börnin verið notuð sem  hermenn og beitt kynferðislegu ofbeldi. Fyrst í Úganda og síðar í Mið-Afríkulýðveld- inu. Hefur hann verið eftirlýstur frá árinu 2005, sakaður um stríðsglæpi. Ástæðan fyrir því að leit er hætt er sögð sú að her hans sé orðinn veik- burða og hafi engin völd lengur. Bandarískir aðgerðasinnar reyndu að gæða leitina lífi árið 2012 með myndbandi sem bar titilinn Kony2012. Vakti sú herferð mikla athygli og sama ár hófu úganski her- inn, bandarískir sérsveitarmenn og hermenn Afríkusambandsins leit í Mið-Afríkulýðveldinu. – þea Leit hætt að Joseph Kony Öllum börnum í Hrútafirði verður ekið í skóla til Hvammstanga næsta haust. Fréttablaðið/PjEtUr Mengunartoppar frá verksmiðju United Silicon í Helguvík eru raktir til þess að ekki tekst að halda ofni verksmiðjunnar gangandi af ein- hverjum ástæðum. Umhverfisstofn- un (UST) virðist hafa gefið fyrir- tækinu vissar tilslakanir byggðar á upplýsingum um að fyrirtækinu hafi tekist að fækka ofnstoppum, en fyrir páska þraut stofnunina þolin- mæðina þar sem ekkert benti til að það væri rétt. Þetta kemur fram í bréfi UST til fyrirtækisins 12. apríl sem er frá hendi Kristínar Lindu Árnadóttur forstjóra og Sigrúnar Ágústsdóttur sviðsstjóra. Þar segir: „Að teknu til- liti til nýjustu upplýsinga er að mati stofnunarinnar vart hægt að full- yrða að ofnstoppum sé að fækka. Ábendingum um óþægindi hefur enn fjölgað og koma nú inn í veru- legum mæli á skömmum tíma,“ segir í bréfinu þar sem vísað er til mikillar mengunar frá verksmiðj- unni á nokkurra daga tímabili sem fjöldi íbúa í Reykjanesbæ kvartaði yfir til UST. Þær kvartanir voru rúm- lega 80 talsins og bættust við 300 slíkar sem borist hafa UST síðan starfsemi verksmiðjunnar hófst fyrir fjórum mánuðum. Næsta ofnstopp Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag tilkynnti UST United Silicon í bréfinu að ekki yrði kom- ist hjá því að stöðva starfsemi verk- smiðju fyrirtækisins í Helguvík – og miðað yrði við næsta ofnstopp sem myndi vara lengur en klukkustund. Forsendur þessara áforma voru að mögulegt væri að frá verksmiðjunni streymdi út í andrúmsloftið fjöldi efna sem gætu haft langtíma- áhrif á heilsufar, en meðal þeirra eru ediksýra og maurasýra. Ekkert þeirra efna fellur undir mæliáætlun fyrirtækisins né umhverfisvöktun og því brýnt að greina um hvaða efni getur verið að ræða þannig að hægt sé að meta hættuna með meiri nákvæmni en gert hefur verið. Og ekki að ástæðulausu þar sem sóttvarnalæknir nefnir fimm efni sérstaklega sem gætu haft þau ertandi áhrif sem íbúar nærri verk- smiðjunni lýsa – ediksýra, maura- sýra, klórmetan/metýlklóríð, met- hyl mercaptan og ýmis aldehýð. Öll þessi efni eru mjög ertandi og hættuleg mönnum. Öll hafa þau, eða sambærileg efni, langtíma- áhrif á heilsu fólks ef um mikla mengun er að ræða, þótt það sé í tiltölulega stuttan tíma, segir sóttvarnalæknir. brunastækja Ekki kom til lokunar af hálfu UST þar sem stjórn United Silicon tók við boltanum og axlaði þá ábyrgð að hætta framleiðslu við næsta ofn- stopp. Þess var ekki langt að bíða eftir að töluverður eldur kom upp í verksmiðjunni með þeim afleið- ingum að framleiðslu var sjálfhætt. Eftir stendur að þrátt fyrir upp- lýsingar frá United Silicon um umbætur þá virðist mengunin frá verksmiðjunni hafa náð nýjum hæðum fyrir og um páskahátíðina; fólk hélst ekki við úti og frá verk- smiðjunni stafaði „afgerandi ólykt“. „Í mörgum ábendingum kemur fram að lyktin sé mun verri en áður, megn brunastækja eða eiturefnalykt eru nefnd. Fram kemur að fólk finni fyrir sams konar einkennum og áður hefur verið lýst; sviða í augum, hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Fram kemur að fólk þurfi að nota astmalyf í aukn- um mæli. Einnig kemur fram að fólk opni ekki glugga, láti ekki börn sofa úti, hreyfing útivið sé útilokuð o.s.frv.,“ segir í bréfinu. Nýr ráðgjafi Til stóð að fulltrúar ráðgjafar- fyrirtækisins Multiconsult tækju út rekstur United Silicon í vikunni. Áætlun gerði reyndar ráð fyrir því að úttektin yrði gerð daginn eftir að verksmiðjan lamaðist vegna eldsins, og tillögur ættu að liggja fyrir degi síðar. Tímasett umbótaáætlun eftir ráðleggingum Multiconsult og MATÍS átti að liggja fyrir í vikulok. Að teknu tilliti til nýjustu upplýsinga er að mati stofnunarinnar vart hægt að fullyrða að ofnstoppum sé að fækka. Ábendingum um óþægindi hefur enn fjölgað og koma nú inn í verulegum mæli á skömmum tíma. Bréf Kristínar Lindu Árnadóttur og Sig- rúnar Ágústsdóttur til United Silicon joseph Kony. NOrdicPHOtOs/aFP Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 2 1 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö s t U d a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A F -7 2 4 4 1 C A F -7 1 0 8 1 C A F -6 F C C 1 C A F -6 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.