Fréttablaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —9 3 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 1 . a p r Í l 2 0 1 7 FrÍtt Er kominn tími á ný dekk? Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á N1.is uMhverFisMál United Silicon mun í dag ákveða hvort lögð verða fram andmæli við ákvörðun Umhverfis- stofnunar um að loka kísilveri Uni- ted Silicon í Helguvík. Þetta staðfesti United Silicon við fréttastofu í gær. Tilkynnt var á miðvikudaginn um stöðvun á starfsemi verksmiðj- unnar um óákveðinn tíma frá og með deginum í dag. Það er að segja ef Umhverfisstofnun fær ekki and- mæli frá United Silicon sem metin eru gild. – shá / sjá síðu 6 Skellt í lás í dag skoðun Silja Dögg Gunnars- dóttir óttast að skattkerfis- breytingar auki svarta starfsemi í ferðaþjónustu. 12 sport Grindvíkingar ætla að gera betur gegn KR-ingum. 16 lÍFið Þriggja manna teymi reynir að setja heimsmet á hlaupahjóli. 30 Fréttablaðið í dag plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Fyrstu gestir Veraldar – húss Vigdísar gengu þennan óvenjulega stiga þegar húsið var vígt í gær. Í húsinu mun starfa Vigdísarstofnun – alþjóðleg mið- stöð tungumála og menningar. Þá verður húsið einnig helgað kennslu í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Menningarveislu var slegið upp í tilefni af opnuninni og komu listamenn þar fram. Einnig ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir, sem húsið er kennt við, samkomuna. Fréttablaðið/Hanna stjórnMál Afstaða heilbrigðisráðu- neytisins er óbreytt til starfsemi Klín íkurinnar, að sögn aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra neitaði fjöl- miðlum um svör í gær vegna harð- orðs bréfs landlæknis þar sem hann gagnrýnir meðal annars afstöðu ráðuneytisins til starfsemi Klíník- urinnar, sem er á skjön við afstöðu landlæknis. Í bréfi landlæknis segir að túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði aðgerðir dýru verði úr eigin vasa. Heilbrigðisráðherra hefur nokk- uð afdráttarlaust lýst því yfir að ekki standi til að gera samning á milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir aðgerðir fólks sem þangað leitar. Afstaða ráðuneytisins um að Klín íkin sé ekki sérhæfð heil- brigðisþjónusta, sem með lögum þyrfti starfsleyfi ráðherra, heldur einungis hefðbundinn stofurekstur lækna gerir það að verkum að Klín- íkin starfar áfram og óbreytt með legudeild þar sem gerðar eru stórar aðgerðir á sjúklingum sem borga fyrir þær sjálfir. Sem dæmi má nefna að mjaðmaliðaaðgerð kostar á Klín- íkinni tæplega 1,2 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Klíníkurinn- ar, Hjálmar Þorsteinsson, segir það pólitíska ákvörðun ráðherrans að sjúklingar búi við það kerfi. Hann skilur bréf landlæknis ekki öðru vísi en svo að embættið vilji tak- marka rekstrarleyfi Klíníkurinnar, þannig að henni væri óheimilt að gera þær aðgerðir sem þar eru gerðar í dag. „En við erum á Evrópska efna- hagssvæðinu. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að.“ - snæ Ráðherra svarar ekki landlækni Afstaða heilbrigðisráðherra til starfsemi Klíníkurinnar breytist ekki þrátt fyrir gagnrýni landlæknis. Sjúkl- ingar greiða aðgerðir fullu verði. Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar segir landlækni vilja hefta starfsemina. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að. Hjálmar Þorsteinsson sjávarútvegur „Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að það standi upp á stjórnvöld að svara þeirri spurningu hvort, og með  hvaða hætti, þau ætli að tryggja þá byggðafestu sem gert er ráð fyrir í lögunum,“ segir Páll Magnússon, formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis. Hann vill breyta fiskveiðistjórnunarlögum til að tryggja byggðavernd.  „Mál HB Granda gerir það enn meira knýjandi að þessari spurn- ingu sé svarað,“ segir Páll. „Við í Framsóknarflokknum höfum verið fylgjandi því að það verði leitað leiða til að styrkja for- kaupsrétt sveitarfélaga. Við teljum eðlilegt að þetta verði skoðað,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. – jóe / sjá síðu 4 Kerfið verndi sjávarbyggðir Páll Magnússon þingmaður 2 1 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A F -4 5 D 4 1 C A F -4 4 9 8 1 C A F -4 3 5 C 1 C A F -4 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.