Fréttablaðið - 24.04.2017, Side 4
Umboðsaðili Jeep á Íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433
www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
FÁGUN STAÐALBÚNAÐUR
*U
pp
ge
fn
ar
tö
lu
r f
ra
m
le
ið
an
da
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tri
Öflugur, kraftmikill og ríkulega útbúinn
jeppi með frábæra aksturseiginleika.
Komdu og reynsluaktu
Sjálfskiptur 9 þrepa
2,2 l dísel 185 hestöfl eða 200 hestöfl
Eyðsla 5,7 L/100 km*
Verð frá 6.990.000 kr.
jeep.is
Samfélag Íslenskir unglingar eru
hamingjusamari en meðalungling-
ur, samkvæmt niðurstöðum PISA-
rannsóknar Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar OECD sem fór fram
árið 2015.
Strákar eru almennt ánægðari
með lífið en stelpur og hvergi er
meiri munur milli kynja á lífsham-
ingju en á Íslandi.
Árið 2015 var vellíðan þátttak-
enda í fyrsta sinn mæld í PISA-
könnuninni sem 15 ára unglingar
út um allan heim taka. Almennt eru
nemendur tiltölulega ánægðir með
líf sitt, stress vegna skólaverkefna og
einelti dregur þó úr ánægju þeirra.
Í öllum þátttökuríkjum mælast
strákar ánægðari með lífið en stelp-
ur. Tæplega 18 prósenta munur er
á lífshamingju stráka og stelpna
á Íslandi. Meðal útskýringa fyrir
kynjamuninum er að mati OECD að
á þessum aldri séu stelpur að færast
úr því að vera börn í að verða full-
orðnar og að sjálfsgagnrýni, meðal
annars vegna útlits, geti verið mikil
á þeim tíma.
Gyða Margrét Pétursdóttir, lekt-
or í kynjafræði við Háskóla Íslands,
tekur undir þessa skýringu.
„Þessar hugmyndir og skilaboð
samfélagsins varðandi útlitið og
annað fer að hafa áhrif á stúlkur á
þessum aldri. Skilaboðin eru að þær
séu ekki nógu góðar hvort sem það
varðar útlit eða annað.
Það er sérstakt rannsóknarefni
hvers vegna hér mælist meiri munur
en annars staðar. Við höfum haft
þessa þekkingu, að stúlkum líður
verr en drengjum, um nokkurt skeið
en ég hef ekki séð þennan saman-
burð áður, það er mikilvægt að
skoða þetta,“ segir hún.
Þar sem Ísland mælist með
minnsta kynjabil í heimi á flesta
mælikvarða sem rannsakaðir eru
segir Gyða að velta megi fyrir sér
hvort við höfum ákveðnar vænt-
ingar um að samfélagið sé með
ákveðnum hætti. En síðan sé upp-
lifun okkar kannski ekki í takt við
þær væntingar og það geti skapað
meiri óánægju.
Vísbendingar eru um að stelpur
upplifi meira kvíða en strákar. Í
öllum þátttökuríkjum greina stelp-
ur frá meiri kvíða en strákar.
Strákar eru að meðaltali 13 pró-
sentum ólíklegri til að segjast vera
stressaðir þegar þeir eru að læra en
stelpur.
Um 64 prósent stúlkna en 47 pró-
sent stráka segjast kvíða prófum
jafnvel þegar þau eru vel undirbúin,
kynjamunurinn er sérstaklega áber-
andi á Norðurlöndunum.
saeunn@frettabladid.is
Strákarnir eru hamingjusamari
Samkvæmt PISA-rannsókn frá 2015 er 18 prósenta munur á lífshamingju stráka og stelpna á Íslandi. Lektor
segir hugmyndir og skilaboð samfélagsins varðandi útlit og fleira farið að hafa áhrif á stúlkur á þessum aldri.
Íslenskir strákar sem þreyttu PISA-prófið voru almennt ánægðari með lífið en stelpur. FréttAblAðIð/HAG
menning Halldóra K. Thoroddsen
hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópu-
sambandsins í ár fyrir skáldsögu
sína Tvöfalt gler sem kom út í fyrra.
Verðlaunin eru veitt þátttöku-
ríkjum Creative Europe, menn-
ingaráætlun Evrópusambandsins.
„Verðlaunin eiga að hampa framúr-
skarandi hæfileikafólki sem er að
þreifa sig áfram á bókmenntavell-
inum, 12 höfundum á ári hverju,“
segir í tilkynningu. „Creative Europe
styrkir alls 250 þúsund listamenn
og starfsfólk í menningargeiranum,
til dæmis með því að koma lista-
verkum á framfæri á alþjóðavísu. Á
árunum 2014-2020 verða veittar í
áætlunina 1,46 milljarðar evra, eða
um 173 milljarðar króna.“
Halldóra er fædd 1950. – gar
Halldóra fær
verðlaun ESB
Það er sérstakt rann-
sóknarefni hvers
vegna hér mælist meiri
munur en annars staðar.
Gyða Margrét Péturs-
dóttir, lektor í
kynjafræði við
Háskóla Íslands
Halldóra K.
thoroddsen
StjórnSýSla Illugi Gunnarsson,
mennta- og menningarmálaráð-
herra í síðustu ríkisstjórn, verður
á morgun settur stjórnarformaður
Byggðstofnunar á ársfundi stofnun-
arinnar sem haldinn verður í Skaga-
firði. Þetta herma öruggar heimildir
Fréttablaðsins.
Herdís Á. Sæmundardóttir hefur
setið undanfarin tvö ár sem for-
maður stjórnar en hún var sett í
embætti í apríl 2015 af Sigurði Inga
Jóhannssyni, þáverandi ráðherra
byggðamála og núverandi formanni
Framsóknarflokksins.
Núverandi ráðherra byggðamála,
Jón Gunnarsson, ætlar því að skipta
um stjórnarformann og velur hann
Illuga til verksins.
Fréttablaðið hefur ekki heimildir
fyrir því hvort fleiri breytingar verði
á stjórn Byggðastofnunar sem hefur
styrkt sig mikið síðustu árin.
Illugi Gunnarsson hóf þing-
mennsku árið 2007 og sat á Alþingi
fram að síðustu kosningum. Hann
tók sér rúmlega árs leyfi frá þing-
störfum á árunum 2010 og 2011
vegna stjórnarsetu í peninga-
markaðssjóðum Glitnis sem voru
til rannsóknar hjá sérstökum sak-
sóknara.
Byggðastofnun hefur síðustu ár
skilað myndarlegum afgangi þrátt
fyrir að markmið stofnunarinnar sé
að veita lán til staða sem markaður-
inn telur sig ekki geta lánað til. Til
að mynda skilaði stofnunin rúm-
lega 150 milljóna króna hagnaði í
fyrra og er eigið fé hennar tæpir þrír
milljarðar króna.
Á r s l a u n st j ó r n a r f o r m a n n s
Byggða stofnunar voru um 2,4 millj-
ónir króna í fyrra. – sa
Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar
Illugi Gunnarsson.
FréttAblAðIð/Anton brInK
UmhverfiSmál Árlega eru 300
milljón tonn af plasti framleidd í
heimum. Skilar aðeins lítill hluti sér
til endurvinnslu eða endurnýtingar.
Meirihluti þess er urðaður eða
endar í hafinu. Talið er að það verði
meira af plasti en fiski í sjónum árið
2050.
Íslendingur notar að meðaltali 40
kíló af plastumbúðum á ári. Land-
vernd vekur athygli á þeim hættum
sem fylgja plastmengun í hafi dag-
ana 25. apríl til 7. maí með átakinu
Hreinsum Ísland. Vonast er til að
sem flestir leggi hönd á plóg og taki
þátt í að minnka plastmengun. Er
fólk hvatt til að nota minna plast.
Skipuleggja má sína eigin strand-
hreinsun og veitir Landvernd ráð á
síðunni hreinsumisland.is. – sg
Notum 40 kíló
af plasti á mann
2 4 . a p r í l 2 0 1 7 m á n U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
4
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
B
2
-A
4
A
8
1
C
B
2
-A
3
6
C
1
C
B
2
-A
2
3
0
1
C
B
2
-A
0
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
3
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K