Fréttablaðið - 24.04.2017, Page 8

Fréttablaðið - 24.04.2017, Page 8
GÓÐUR VINNUFÉLAGI Volkswagen Caddy www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi). Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins. Fjórhjóladrifinn Caddy hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi. Volkswagen Caddy kostar frá 2.550.000 kr. (2.056.452 kr. án vsk) Samgöngur Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferj- unnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undan- gengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, fram- kvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akra- nesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes. Eggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akra- ness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Egg- ert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að sigling- arnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svip- aðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldr- ei hafi séð sjó. Þá sé góður hljóm- burður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina. jonhakon@frettabladid.is Telja ferðaþjónustuna á Akranesi eflast með nýrri Reykjavíkurferju Búist er við að ferjusiglingar milli Reykjavíkur og Akraness hafi góð áhrif á ferðaþjónustu á síðarnefnda staðnum. Reykjavík og Akranes buðu hvort um sig 15 milljónir fyrir samning um siglingarnar. Siglt verður þrisvar á dag. Dótturfélag Eimskips annast rekstur ferjunnar sem tekin er á leigu frá Noregi. Siglingin á að taka þrjátíu mínútur. StjórnSýSla Mygla hefur fundist í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur, meðal annars á skrifstofum dómara. Stutt er síðan velferðarráðuneytið flutti vegna myglu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um fram- haldið hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það á að fara í endurnýjun á fimmtu hæðinni í húsinu í sumar, og stóð til að gera það hvort sem er. Í tilefni þess ákváðum við að taka sýni og athuga hvort þar væri einhver óværa því menn töldu sig hafa fundið einkenni og slíkt,“ segir Friðrik Þ. Stefánsson, rekstrar- og mannauðsstjóri dómsins. Sérstaklega mikil mygla var á skrifstofu dómstjórans Ingimundar Einarssonar sem hefur verið í náms- leyfi frá áramótum. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þurft að fara í veikindaleyfi vegna einkenna frá myglunni. „Við höfum svo sem ekkert enn um umfangið á þessu. Við höfum líka ekkert í höndunum sem tengir þetta heilsufari fólks. Þetta er mjög einstaklingsbundið og fólk er misút- sett fyrir þessu.“ Til stendur að ræða málið hjá Fasteignum ríkissjóðs og taka í kjöl- farið ákvörðun um framhaldið. „Við erum komin í gang með að laga þar sem við vitum að mælist mygla en erum ekki búin að marka okkur neina stefnu um það hversu langt sú skoðun nær. Við viljum helst fá að ganga úr skugga um að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Frið- rik. – snæ Mygla í Héraðsdómi Reykjavíkur Við erum líka að fara að fá skemmti- ferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi Þetta er mjög einstaklingsbundið og fólk er misútsett fyrir þessu. Friðrik Þ. Stefánsson, rekstrar- og mannauðsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur 2 4 . a p r í l 2 0 1 7 m Á n u D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 4 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -B 3 7 8 1 C B 2 -B 2 3 C 1 C B 2 -B 1 0 0 1 C B 2 -A F C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.