Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 24.04.2017, Qupperneq 12
2 4 . a p r í l 2 0 1 7 M Á N U D a G U r12 S p o r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð sport 1. ? 2. ? 3. ? 4. ? 5. ? 6. ? 7. KA 8. Víkingur R. 9. ÍBV 10. ÍA 11. Grindavík 12. Víkingur Ólafsvík SpÁ 2017 KA: Spennandi sumar fram undan Markaðurinn Þjálfarinn Íþróttadeild 365 heldur áfram niðurtalningu fyrir nýtt keppnis- tímabil í Pepsi-deild karla í dag með árlegri spá sinni um deildina. Spánni verða gerð skil í öllum miðlum okkar – hún birtist fyrst í Fréttablaðinu en verður svo fylgt eftir í ítarlegri útgáfu á Vísi sem og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Íþróttadeild 365 spáir nýliðum KA 7. sæti deildarinnar. Srdjan Tufegdzic stýrði KA til sigurs í Inkasso-deildinni í fyrra og liðið leikur því í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2004. „Mér líst ágætlega á KA en það vantar markaskorara í liðið,“ segir Hjörvar Hafliðason, einn sérfræð- inga Pepsi-markanna. Hann hefur mestar áhyggjur af markvörslunni hjá KA en hinn 41 árs gamli Srdjan Rajkovic ver mark liðsins. „Hann stóð sig mjög vel í fyrra en var í erfiðleikum síðast þegar hann var í Pepsi-deildinni með Þór. Ef Rajkovic spilar eins og í fyrra er þetta ekki vesen.“ KA á afskaplega erfiða byrjun á Íslands- mótinu en liðið mætir Breiðabliki, FH og Stjörn- unni á útivelli í fyrstu fimm umferðunum. komnir Ásgeir Sigurgeirsson (Stabæk) Darko Bulatovic (Cukaricki) Emil Lyng (Silkeborg) Kristófer Páll Viðarsson (Víkingur R., á láni) Steinþór Freyr Þorsteinsson (Sandnes Ulf) Farnir Juraj Grizlej (Keflavík) Kristján Freyr Óðinsson (Dalvík/ Reynir) Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni) Orri Gústafsson (fluttur erlendis) Srdjan Tufegdzic Túfa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Var aðstoðarmaður Bjarna Jóhanns- sonar og tók svo við af honum í ágúst 2015. KA vann Inkasso-deildina undir stjórn Túfa í fyrra og tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni. Þrír sem stólað er á l Guðmann Þórisson l Almarr Ormarsson l Hallgrímur Mar Steingríms- son pepSi-DeilDiN Besti og versti mögulegi árangur 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Íslandsmeistararnir enn á lífi Snæfell vann átta stiga sigur á Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Íslandsmeistararnir komu því í veg fyrir að Keflvíkingar lyftu bikarnum á sínum heimavelli. Fjórði leikur liðanna fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík á miðvikudaginn. FréTTaBlaðið/Sumarliði áSgeirSSon haNDBolti Valsmenn fara með átta marka forskot til Rúmeníu eftir 30-22 sigur á AHC Potaissa Turda í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu á laugar- daginn. Frábær úrslit hjá Val sem var miklu sterkari aðilinn í leiknum. Varnarleikur Valsmanna var gríðar- lega öflugur með bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni í broddi fylkingar og hinn síungi Hlynur Morthens varði vel í markinu. Vals- menn voru skynsamir í sókninni þótt þeir hefðu tapað fullmörgum boltum í fyrri hálfleik. Þá fóru þrjú vítaköst í súginn. „Maður þorði e k k i a l ve g að von- ast eftir þessum úrslitum en við erum gríðarlega ánægðir,“ sagði Guðlaugur Arnars- son, annar þjálfara Vals, eftir leik- inn. „Við fórum inn í leikinn til þess að reyna að vinna hann með sem flestum mörkum og það gekk vel í dag. Það var rosalega mikilvægt að vinna með átta og fá bara á okkur 22 mörk. Við erum að fara á gríðarlega erfiðan útivöll. Núna er bara hálf- leikur og maður verður bara að líta á þetta þannig að við séum átta mörkum yfir.“ Valur fékk fram- lag frá mörgum l e i k m ö n n u m í sókninni í leiknum á l a u g a r d a g i n n . Vignir Stefánsson heldur áfram að spila eins og engill og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Sveinn Aron Sveinsson var með sex úr því hægra. Þá hrökk króatíska skyttan Josip Juric Grgic heldur betur í gang undir lokin. Hann var markalaus allt fram á 47. mínútu en skoraði svo átta mörk á síðustu 13 mínútum leiksins. Seinni leikurinn Potaissa Turda fer fram ytra á sunnudaginn kemur. Í millitíðinni mætir Valur Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. Valsmenn unnu fyrsta leikinn örugglega, 23-31, og leiða einvígið 1-0. ingvithor@365.is Átta marka veganesti hjá Val Frábær varnarleikur Vals gerði gæfumuninn í 30-22 sigri á rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda í fyrradag. KR komið upp haNDBolti KR leikur í Olís- deild karla á næsta tímabili, að því gefnu að liðum í deildinni verði fjölgað úr 10 í 12, sem allar líkur eru á. Arnar Jón Agnarsson tryggði KR sigur á Víkingi, 29-28, þegar hann skoraði sigurmarkið á lokasek- úndum framlengingar í öðrum leik liðanna í umspili á laugardaginn. KR-ingar unnu báða leiki liðanna og mæta annaðhvort ÍR eða Þrótti í úrslitaeinvígi umspilsins. Fari svo að liðum verði ekki fjölgað fer liðið sem vinnur umspilið upp í Olís- deildina. KR átti síðast lið í efstu deild karla í handbolta tímabilið 1995-96. Þá lék Ágúst Jóhannsson, þjálfari KR í dag, með liðinu. - iþs 2 4 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -9 A C 8 1 C B 2 -9 9 8 C 1 C B 2 -9 8 5 0 1 C B 2 -9 7 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.