Fréttablaðið - 24.04.2017, Side 32
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Oddrún S. Halldórsdóttir
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,
áður Njálsgötu 3, Reykjavík,
sem lést á Hrafnistu Nesvöllum þann 6. apríl, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þann 26. apríl kl. 13.00.
Ingibjörg Miltimore
Sigríður Brynjólfsdóttir
Gunnar Brynjólfsson Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Guðbjörg Guðmundsdóttir Gunnar Guðlaugsson
barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
Ingibjörg Ólafía Rósants
Stefánsdóttir
Einivöllum 7, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum 17. apríl
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 28. apríl kl. 13.00.
Jens Evertsson
Jóhanna Sigrún Jensdóttir Gísli H. Guðlaugsson
Evert Stefán Jensson Marivena M. Marcial Jensson
Karlotta Jensdóttir Jón Einarsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Hrönn Sveinsdóttir
Borgarhrauni 4, Hveragerði,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 11. apríl. Að hennar ósk fór
útförin fram í kyrrþey. Bestu þakkir
til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og
líknardeildarinnar fyrir yndislega umönnun og hlýtt viðmót.
Helga Bjarnadóttir Eiríkur Ellertsson
Sigurður Blöndal
Sveinn Frímann Bjarnason Íris Hall
Svava Brynja Bjarnadóttir Guðjón Pétur Arnarson
barnabörn, tengdabörn og langömmubörn.
Ég vona að allir Seltirningar og vandamenn Gróttu komi að heim-sækja okkur,“ segir Kristín Finn-
bogadóttir, framkvæmdastjóri Gróttu.
Íþróttafélagið er fimmtíu ára gamalt í
dag og fer skipulögð dagskrá fram í dag,
en einnig á fimmtudag, föstudag og
laugardag.
Páll Óskar mætir í dag og treður upp í
Hertz-höllinni og einnig verða ávörp og
ræður, vegleg myndasýning og veitingar
í boði.
„Það verður flott dagskrá í dag.
Hápunktur hátíðarhaldanna er í dag
því það er afmælisdagurinn og því aðal-
dagurinn. Við vonum að Seltirningar
komi allir og fagni með okkur. Fái sér
köku og börnin fái andlitsmálningu og
allt þetta venjulega. Forsetinn ætlar að
koma að heimsækja okkur, hann bjó nú
hérna hjá okkur,“ segir Kristín. „Þetta er
opið hús og við vonum svo sannarlega
að það komi fullt af fólki.“
Grótta er með þrjár íþróttadeildir,
fótbolta, handbolta og fimleika. Iðk-
endur er yfir þúsund og á öllum aldri,
frá þriggja ára og upp úr.
Kristín er búin að vera framkvæmda-
stjóri Gróttu í fjórtán ár og hefur séð
félagið taka miklum breytingum á
þeim tíma. „Ég hef séð handboltann
verða fyrsta boltaliðið okkar sem
vinnur stórtitla, í hitteðfyrra urðum við
deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar í
meistaraflokki kvenna og í fyrra urðum
við Íslandsmeistarar. Það er stórkost-
legur árangur og hefur aldrei gerst í sögu
félagsins áður. Það var alveg frábært.
Fótboltinn er svo að fara í fyrsta sinn
upp í fyrstu deild og það er alveg stór-
kostlegt, þeir voru í fjórðu deild þegar
ég byrjaði hérna.“ Kristín segir því ljóst
að það sé heilmikið að gerast hjá íþrótta-
félaginu.
Litið fram á veginn segist Kristín ekki
eiga von á því að bætt verði við íþrótta-
greinum hjá félaginu eins og staðan er í
dag, framkvæmdir séu þó fram undan.
„Nú er verið að stækka íþróttamiðstöð-
ina, það verður byrjað á því í haust. Það
verður töluvert mikil aukning á plássi og
betri aðstaða. Það verður aðallega fim-
leikasalurinn sem verður stækkaður
en í framhaldinu losnar um í hinum
sölunum sem er mjög hagkvæmt fyrir
hinar deildirnar.“
Hátíðardagskráin heldur sem fyrr
segir áfram út vikuna og lýkur með Palla-
balli á laugardagskvöldinu. „Það koma
bara vonandi sem flestir á Pallaballið,“
segir Kristín að lokum.
saeunn@frettabladid.is
Fimmtugsafmæli Gróttu
fagnað út alla vikuna
Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur
eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardag-
skrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. Fleiri viðburðir verða svo haldnir út vikuna.
Merkisatburðir
1840 Sveinn Pálsson lætur lífið þennan dag, en hann var
íslenskur læknir og náttúrufræðingur mikill.
1914 Dauðadómur er kveðinn upp í síðasta sinn á Íslandi
en dóminum er síðar breytt í ævilangt fangelsi.
1953 Elísabet II Bretadrottning slær Winston Churchill til
riddara.
1965 Borgarastyrjöldin í Dóminíska lýðveldinu hefst.
1968 Márítíus verður fullgildur meðlimur í Sameinuðu
þjóðunum.
1977 Tékkneski stórmeistarinn í skák Vlastimil Hort setur
heimsmet í fjöltefli á Seltjarnarnesi þegar hann teflir við
550 manns á rúmum sólarhring.
1978 Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri skýrir frá at-
hugun Seðlabankans á nýjum gjaldmiðli sem yrði hundrað
sinnum verðmeiri en núgildandi króna.
1982 Jón Páll Sigmarsson setur tvö Evrópumet á móti í
Sjónvarpinu.
1994 Magnús Scheving nær öðru sæti á heimsmeistara-
móti í þolfimi, sem haldið er í Japan.
2009 Varað er við svínaflensufaraldri.
Við vonum að Seltirn-
ingar komi allir og
fagni með okkur. Fái sér köku
og börnin fái andlitsmálningu
og allt þetta venjulega.
Kristín Finnbogadóttir,
framkvæmdastjóri Gróttu
Páskauppreisnin, sem hófst á öðrum
degi páska árið 1916, var vopnuð
uppreisn af hálfu Íra gegn breskum
yfirráðum á Írlandi. Uppreisnin er
frægasta tilraun herskárra írskra lýð-
veldissinna til þess að ná fram sjálf-
stæði Írlands með valdi.
Það var „Hið írska bræðralag lýð-
veldisins“ sem skipulagði uppreisnina,
tók yfir pósthús borgarinnar og lýsti
þar yfir sjálfstæði Írlands.
Lýðveldissinnarnir náðu smátt
og smátt yfirráðum víðs vegar um
borgina. Bretar sneru vörn í sókn og
nokkrum dögum seinna var upp-
reisnin brotin á bak aftur. Uppreisnar-
mennirnir nutu ekki mikils stuðnings
meðal almennings, því litið var á þá
sem óábyrga ævintýramenn.
Almenningsálitið snerist þó á sveif
með uppreisnarmönnunum eftir að
það spurðist út að fimmtán þeirra
hefðu verið teknir af lífi. Vopnuð
átök héldu áfram næstu árin og Írar
fögnuðu svo sjálfstæði árið 1922 með
stofnun lýðveldis.
Þ etta G e r ð I St : 2 4 . a P r Í L 1 9 1 6
Páskauppreisnin hefst
Páskauppreisnin á Írlandi.
Kristín Finnbogadóttir hefur verið framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár. Fréttablaðið/Ernir
2 4 . a p r í l 2 0 1 7 M Á N U D a G U r16 t í M a M ó t ∙ F r É t t a B l a ð i ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
2
4
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
B
2
-A
4
A
8
1
C
B
2
-A
3
6
C
1
C
B
2
-A
2
3
0
1
C
B
2
-A
0
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
3
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K