Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Síða 3

Norðurslóð - 16.12.1981, Síða 3
Gísli Jónsson: Þá var margur Nonninn og Gunnan Úr marmtalinu 1801 í jólablaði Norðurslóðar 1978 birtist ofurlítil úttekt á manna- nöfnum í hinum gamla Svarf- aðardalshreppi skv. manntalinu árið 1703, en það_ var fyrsta alls herjarmanntal á Islandi. Þess er að gæta, að Svarfaðardalshrepp- ur náði þá yfir Svarfaðardal, Upsaströnd, Árskógsströnd, Þorvaldsdal og Hrísey. íbúar hreppsins voru þá 657, konur miklu fleiri en karlar, en á öllu landinu var fólkið 50. 358. Nú er komið út á bókum manntalið frá árinu 1801, og datt mér í hug að gaman væri að bera saman fjölda og nöfn fólks á þessu svæði, með tæprar aldar millibili. Manntalið 1801 er skráð eftir kirkjusóknum, og nær rannsókn mín til fimm sókna: Tjarnar^ Upsa, Urða, Valla og Stærra-Árskógs. Þaðer sama svæðið og hinn gamli Svarfaðardalshreppur náði yfir. Átjánda öldin er líklega mesta hörmungarskeið í allri Islandssögunni, og aldrei urðu Islendingar færri en eftir Stóru- bólu sem strádrap menn á öldinni ödverðri. Ofanverða öld ina varð hallæri með mannfelli af Skaftáreldum (Móðuharð- indin). Því er ekki að undra, að landsmenn væru í upphafi 19. aldar aðeins 47.227. Hafði sem sagt fækkað um meira en þrjú þúsund frá 1703. Hitt er eftir- tektarvert að á rannsóknarsvæði mínu hefur mönnum fjölgað um 62, eða í 719. Konureru sem fyrr miklu fleiri en karlar, um það bil fjórar á móti þremur, og kunna menn á því ýmsar skýringar. Svein börn eru t.d. ekki eins lífvæn og meybörn, og sjósókn Svarfdælinga, Hríseyinga og Árskgsstrendinga hjó oft stór skörð í raðir karlmanna. Get- andi er þess, að 1801 eru aðeins 20 íbúar í Hrísey á tveimur bæjum. Megintilgangur minn var þó sá, að kanna hvort einhverjar meiri háttar breytingar hefðu orðið á nafngiftavenjum Svarf- dælinga og nágranna þeirra á 18. öld. Niðurstöðurnar fara hér á eftir. Karlanöfnum hafði heldur fækkkað, mest á kostnað Jóns- nafns, sem síðar sést. Þau voru 73 árið 1703, en 65 árið 1801. Kvennanöfnum hafði aftur að- eins fjölgað, eða úr 70 í 75, enda hétu nú ekki „nema“ 77 Guðrún á móti 84 1703. Jónsnafn er að tiltölu sýnu algengara meðal karla, og hét tæplega þriðji hver karlmaður þessu nafni 1801 og enginn á öllu svæðinu heitir fleiri nöfnum en einu frekar en 1703. Alda tvínefna og fleirnefna var ekki risin. Af karlanöfnum, sem komu fyrir 1703, eru þessihorfin 1801: Ándrés, Bessi, Böðvar, Ey- vindur, Filippus, Finnbogi, Fúsi, Grettir, Grímur, Gunn- steinn, Hákon, Henrik, Hjálm- ar, Ingjaldur, ívar, Kolbeinn, Markús, Nikulás, Oddi, Sem- ingur, Símon, Skeggi, Skúli, Steingrímur, Steinn, Steinólfur, Sumarliði, Sæmundur, Tómas og Þorgrímur. í langflestum þessara dæma var nafnberi aðeins einn 1703. Þó voru fimm Tómasar og sex Nikulásar. I heildarskránni héráeftireru þau nöfn auðkennd í letri sem ekki komu fyrir 1703, og svigatölur settar, þegar tíðni nafns er 10 eða meira. „Glötuð“ kvennanöfn 1801 voru þessi: Agnes, Arndís,Ásta, Barbara, Bóthildur, Engilráð, Fillippía, Gunnvör, Gyða, Hall- ótta, Ingunn, Kolfmna, Krist- rún, Magnhildur, Matthildur, Sesselja, Snjófríður, Sólvör, Unnvör, Vigdís og Þórarna. Heildarskrá 1801 Karlar Arnbjörn 1, Arngrímur 2, Árni 3, Ásgrímur 2, Ásmundur 2, Benedikt 1, Benjamín 2, Bergur 1, Bjarni 4, Björn 11(5), Brandur 1, Egill 1, Einar 3, Elías 1, Erlendur 2, Eyjólfur 2, Finnur I, Flóvent 1, Friðrik 1, Gísli 9, Gottskálk I, Guðbrandur 1, Guðmundur 11(16), Gunnar 4, Gunnlaugur 4, Halldór 8, Hallgrímur 2, Hallur 1, Helgi 2, Hálfdán 2, Ingimundur 1, Jakob 1, Jóhannes 2, Jón 100(76), Jónas I, Kristján4, Lárus 1, Loftur 1, Magnús 8, Oddur 5, Otti 1, Ólafur 2, Óli 2, Páll 7, Pétur 6, Rögnvaldur 6, Sigfús 9, Sigmundur I, Sigurður 19(16), Snorri 1, Stefán 3, Sveinn 2, Sölvi 1, Vigfús 2, Þorbjörn 1, Þorfinnur 1, Þorgeir 2, Þorkell 5, Þorlákur 2, Þorleifur4, Þorsteinn 8(10), Þorvaldur 3, Þorvarður 1, Þórarinn 2, Þórður 6. Konur Anna 11(3), Arnbjörg 2, Arnfríður 3, Arnleif 3, Arnþrúður 2, Ásdís 4, Ástríður 4, Bergljót 2, Bergþóra 1, Björg 2(11), Broteva 1, Elená 1, Elín 2, Freygerður2, Guðbjörg 2, Guðfinna 3, Guðlaug 3, Guðleif 2, Guðný 4, Guðríður 3, Guðrún 77(84), Gunnhildur 1, Halla 2, Halldóra 7, Hallfriður 3, Helga 23(18), Herdís 1, Hildur 1, Hólmfríður 5, Hróðný 1, Iðunn 1, Ingibjörg 18(17), lngigerður2, Ingileif 1, Ingiríður 5, Ingveldur 1, Jóhanna 1, Jórunn 2, Katrín 1, Kristbjörg 2, Kristín 8, Línanna 1, Margrét 21(10), María 3, Oddný 2, Ólöf 3, Ragnheiður 9, Ragnhildur 3, Rakel 2, Rannveig 1, Rósa 5, Salbjörg 1, Salný 1, Salóme 1, Salvör 2, Sigríður 47(25), Sigurlaug 3, Sofía 3, Solveig 13(10), Steinunn 10(14), Stein- vör 2, Sunneva 1, Svanhildur 3, Una 1, Valgerður 4, Vilborg 3, Þorbjörg 6, Þorgerður 1, Þóra 7(12), Þórdís 1, Þórey 2, Þórunn 11(9), Þuríður 8(13). Meðal karlanafna þykir mér athyglisverðust stórsókn Sig- fúsarnafnsins. Þá vekur athygli tilkoma nokkurra biblíunafna, sem síðar urðu algeng, sum hver: Benjamín, Elías, Jakob, Jóhannes, Jónas, Stefán og af sömu ætt Kristján, en tími Jóhanns og kristins er enn ekki korninn. í hóp kvennanafna hafa mörg góð norræn nöfn bæst við, en einnig erlend, svo sem Jóhanna, María, Rakel, Salóme, Sofía (Soffía). Hafa sum þessara nafna orðið ærið vinsæl á. „Norðurslóð". Þá er auðsæ sókn Önnu, Margrétar, Sigríðar og Steinunnar, en sýnt undan- hald Bjargar. Ein var Brotevan, og ein var Línannan, bæði 1703 og 1801, en nú eru þessi sérkennilegu nöfn ekki lengur gefin. Einhvers staðar leynist í þessu smávægileg talningarskekkja, sem mér hefur ekki tekist að leiðrétta. Hún skiptir engu um meginatriði. 28. mars 1981 G.J. Jólaföndur í Dalvíkurskóla Mikið fjöimenni var í Dalvíkursköla laugardaginn 5. desember sl. Aðfrumkvæði kennara og skólastjóra var jólaföndur þann dag, þar sem foreldrar og nemendur unnu að gerð ýmiskonar skreytinga. Þótt efniskaup væru mikil var ekki hætt fyrr en allt var búið. Elstu nemendur höfðu kaffisölu til íjáröflunar fyrir ferðasjóð sinn. Foreldrar voru mjögánægðirmeðþessanýjungogvoruallirsammálaumaðhérværi vel að verki staðið. Á meðfylgjandi myndum má sjá foreldra, kennara og börn föndra. Ólafur Thoroddsen tók myndirnar. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.