Norðurslóð - 16.12.1981, Síða 5
HJÓNIN í BREKKU Á DALVÍK
Brotabrot af starfssögu
Austan Hafnarbrautar á Dalvík
er lítið, vinalegt, gamalt timbur-
hús nr. 21. Húsið heitir Brekka í
höfuðið á Brekku í Svarfaðar-
dal, fæðingarstað Jóhanns
Sveinbjarnarsonar, sem byggði
það nálægt 1920.
í þessu húsi hafa búið í meira
en hálfa öld hjónin Anna Arn-
grímsdóttir og Kristján Eldjárn
Jóhannesson. Þau keyptu húsið
árið 1925 af Þorsteini kaup-
manni, sem þá hafði eignast
það, og hafa átt þar heima
síðan. En það verðurekki mikið
lengur úr þessu, því til stendur
að þau flytji sig upp í Dalbæ,
heimili aldraðra á Dalvík e.t.v.
um það leyti, sem þetta blað
kemur í hendur lesenda.
M.a. fyrir þær sakir þótti vel
við eiga, að blaðamaður frá
Norðurslóð fengi að líta inn til
þeirra og eiga við þau smávið-
tal. Það var auðsótt mál og kom
undirritaður í 2 stuttar heim-
sóknir og hafði þá ekki komið
inn í þetta hús síðan I927eða28
þegar þau bjuggu þarna í einu
herbergi gömlu hjónaleysin Jón
og Guðrún, sem lengi áttu
heima á Tjörn. Svo það eru 53-
54 ár síðan það var.
Þau eru hress í anda og
skemmtileg við að ræða þau
Anna og Kristján, þótt aldurinn
sé orðinn nokkuð hár. Og þaðer
hlýlegt í kring um þau og
margar eru fjölskyldumyndirn-
ar, sem Anna hefurstillt upp um
veggi og hillur í stofunum
sínum. Mér taldist þær vera hátt
í eitt hundrað.
Heilsa þeirra beggja er að vísu
farin að bila. Kristján hefur litla
fótavist nema þá í hjólastólnum,
en hann er léttur í máli og ágætt
við hann að tala. Anna hefur
verið á sjúkrahúsi nýlega en ber
þess ekki merki. Hún er létt í
hreyfingum og með sanni má
segja að áldurinn hafi farið
mjúkum höndum um vanga
hennar og brár, svo skáldlega sé
tekið til orða.
Það sem hér er skráð eftir
þessar heimsóknir er alls ekki
viðtal í venjulegum skilningi.
Fremur mætti kalla það laus-
lega endursögn’af því sem rætt
var og vonar undirritaður að
ekki sé um að ræða slæmar
missagnir.
Sagan af lífshlaupi þeirra
Önnu og Kristjáns er að ýmsu
leyti athyglisverð fyrir Dalvík-
inga. Hún spannar svo langt
tímaskeið í sögu staðarins oger
ágætt dæmi af fólki sem settist
að í þorpinu á unga aldri, vann
þar hörðum höndum langan
æfidag og átti góðan þátt í að
gera það að þeim myndarlega
bæ, sem nú er vaxinn upp.
Rætur í svarfdælskri mold.
Bæði eru þau hjónin sprott-
in upp fram í sveitinni. Kristján
er frá Ytra-Holti, sonur þeirra
Jóhannesar Þorkelssonar og
Guðrúnar Gísladóttur, sem þar
gerðu garðinn frægan báðum
megin aldamótanna. Hann
fæddist þar 20. desember 1898.
Anna fæddist á Brúarlandi í
Deildardal í Skagafirði. 20.
janúar 1898. En hreinræktaður
Svarfdælingur er hún eigi að
síður, því foreldrar hennar
Arngrímur Jónsson og Ingi-
gerður Sigfúsdóttir (Inga í
Vegamótum) voru aðeins 2-3 ár
fyrir vestan. Inga bar Önnu
dóttur sína, eins árs gamla, á
handleggnum vestan yfir Helj-
ardalsheiði. Næstu árin voru
þau á nokkrum stöðum í mið-
sveitinni, Jarðbrú, Tjarnar-
garðshorni, en lengst þó í
Brekku. Arngrímur fórst með
hákarlaskipinu Kjærstine sum-
arið 1910.
Það var ekki auður í búi
foreldra hennar, svo önnu var
komið fyrir hjá góðu fólki á
uppvaxtarárunum. Sérstaklega
nefnir hún Klaufabrekknahjón-
in Steinunni og Sigtrygg. Hún
segir forkostulega sögu af ferð
sinni og þeirra mæðgna niður
að Upsum, þegar hún var fermd
þar af sr. Kristjáni á Tjörn árið
1912. Þá var ill torfæra á leið,
sem var Holtsáin, og brúin
einungis spýtuplanki. Og auð-
vitað lentu þær allar í ánni og
blotnuðu upp fyrir höfuð. (Krist-
ján var hins vegar fermdur á
Tjörn árið eftir, því presturinn,
nafni hans, mun hafa fermt í
kirkjum sínum þremur sitt árið í
hverri.)
Nýfermd hleypti Anna heima
draganum, þegar hún fór í vist
vestur á Flateyri við Öndunar-
fjörð til þeirra Guðrúnar og
Snorra móðurbróður hennar,
sem þá gerðist skólastjóri á
Flateyri. Og víðar lá leiðin, til
Hríseyjar, til Akureyrar og aftur
hingað þeim m.a. í vist í S-Holti
til Gunnlaugs og Sigríðar (í
Vallaholti) og þá gerðust örlaga
rík kynni.
í Ytra-Etolti bjuggu sem sagt
Jóhannes og Guðrún og meðal
barna þeirra var Kristján
Eldjárn, sem húsfreyja hafði
látið heita eftir presti sínum eins
og títt var á þeim tímum.
Heimilið í Y-Holti var talið í röð
betri heimila hvað efnahag
snerti og studdist við sjósókn,
eins og svo algengt var hér í
sveit.
Kristján vandist því snemma
að vinna hörðum höndum
frammi í sveit og niður við sjó,
eins og þá var sjálfsagður hlutur
og er reyndar enn. Einhver æfin-
týraþrá hefur þó búið með unga
manninum, sem lýsti sér t.d. í
því, að hann dreif sig til
Akureyrar einkum til þess að
læra ljósmyndagerð hjá Hall-
dóri Arnórssyni ljósmyndara.
(Þar rakst hann á myndplötu af
Birni Snorrasyni, fékk hana
lánaða og gerði eftir henni póst-
kost þau af Birni, sem enn eru til
og birtist reyndar á öðrum stað
hér í blaðinu.)
Um þetta leyti hafa örlaga-
nornirnar verið í óða önn að
spinna þræðina í kring um
Önnu og Kristján. Þau urðu
nágrannar eins og áður sagði,
sitt í hvoru Holtinu og nú var
m.a.s. komin góð brú á ana, svo
allir hlutir gátu gerst.
En af því fara ekki sögur hvað
gerðist, enda ekki um neina yfir-
heyrslu hér að ræða. Staðreynd-
in er hinsvegar sú, að þann 24.
mars 1920, á þeim mikla snjóa-
vetri, þegar blaðamaðurinn var
nákvæmlega eins mánaðar
gamall, keifuðu þau snjóinnyfir
í Velli með leyfisbréf í hönd-
unum, þar sem skrifað stendur,
að Kristján 10. af guðs náð
konungur íslands o.s.frv. gefi
sitt allranáðugasta leyfi til að
þau séu gefin saman í heilagt
hjónaband án undangenginna
lýsinga.
Og það gerði sr. Stefán
Kristinsson með mestu ánægju
þar í kirkjunni og frú Sólveig
skenkti ungu hjónunum gott
kaffi á eftir og allt var í lukk-
unnar velstandi.
Úr sveit að sjó.
Á þessum árum bjó Kristinn
Jónsson, hálfbróðir Kristjáns, á
Ingvörum. Hann hafði byggt
þar timburhús meðal þeirra
fyrstu hér í sveit. Þarna settust
þau að Anna og Kristján fyrst
um sinn, því ekkert þak áttu þau
sjálf yfir höfuðið. Þar fæddist
Þórarinn sonur þeirra í miðjum
júní um vorið.
í sveitinni var ekki margra
kosta völ, hvað atvinnu snerti.
jarðir voru allar setnar og ungu
hjónin á Ingvörum litu íaðraátt
sér til bjargræðis. Dalvík var á
næsta leiti. Þar var útgerð í vexti
og fiskverkun mikil. Mótorbát-
ar og saltfiskur, þar var gang-
verk atvinnulífsins í plássinu.
Þangað leitaði Kristján til at-
vinnu yfir vertíðina, en á
veturna stundaði hann m.a.
járnsmíðar með Kristni bróður
sínum, sem um þessar mundir
var að koma upp smiðju sinni á
Dalvík.
Það var því sjálfgefinn hlutur
að búleysingjarnir á Ingvörum
færu að svipast um eftir hú$-
næði á Dalvík. Og þangað fluttu
þau 1922 og fengu leigt í Vall-
holti hjá Gunnlaugi og Sigríði,
sem höfðu byggt húsið og flust
þangað 1920.
Þarna voru þá ungu hjónin
komin til fyrirheitna landsins
með drenginn sinn en harla lítið
af öðrum veraldarauði í far-
angri sínum. En þau voru ung
og hraust og horfðu vonglöð
mót komandi tímum í kauptúni
með vaxandi atvinnumöguleika.
Hann rær á sjóinn og hún
beitir línuna.
Saga Önnu og Kristjáns
næstu árin hlýtur jafnframt að
vera saga Dalvíkur yfirleitt.
Mótorbátaútvegurinn var í al-
gleymingi með línu og handfæri
og í landi var vinnan við línuna
og verkun saltfisksins í sjóbúð-
um og á malarkambinum. Nóg
var að gera, en svo þurfti líka
endilega að komast yfir eigið
húsnæði.
Það hefur víst verið 1925, sem
Kristján réðst í það stórræði að
kaupa nýlegt timburhús á steypt
um kjallara, Brekku, af Þor-
steini kaupmanni, sem að sínu
leyti hafði keypt það af Jóhanni
Sveinbjarnarsyni. Kaupverðið
var kr. 4.500,00 og þeir pening-
ar voru auðvitað ekki til nema í
Sparisjóðnum. Þar fékk Krist-
ján 4000 krónu lán gegn veði í
húsinu og ábyrgð tveggja góðra
manna. Og enginn skyldi halda,
að það hafði verið leikandi létt
að standa undir þessari summu
og greiða tilskilda vexti.
Kristján greiddi lánið upp að
fullu 40 árum síðar, en játar, að
hann hefði nú geta gert það fyrr.
Þau hjónin sóttu bæði vinnu
af kappi. Allt var það tengt
útgerð bæði á Dalvík, í Ólafs-
firði í Héðinsfirði og á Siglu-
firði. Þau unnu t.d. við útgerð
Angantýs Arngrímssonar í
Sandgerði. Hann gerði út bát-
ana Skíða og Laxinn. Kristján
var mótoristi, Anna vann sitt á
hvað við beitingu og uppstokk-
un línunnar og svo í eldhúsinu
hjá Elínu, því margir voru þar í
fæði, þegar róið var.
Seinna var Kr. mótoristi á
Leifi heppna. Svo eignaðist
hann sjálfur báta og rak eigin
útgerð og fiskverkun. Hann
keypti lítinn norskan vélbát,
Sendling, og annan átti hann,
sem Agnar hét og enn aðra.
Hér er mjög svo stiklað á
stóru, því í þetta volk á sjó og
landi fóru 1-2 tugir bestu starfs-
ára þeirra hjóna. Öll ber sú saga
keim af sjávarseltu, tjöru ogolíu
i eins og gengur við sjávarsíðuna.
Og öll er hún undir merkjum
vinnu, látlausrar vinnu við súrt
og sætt. Ekki kvarta þau undan
því, síður en svo, vinnan hefur
aldrei verið þeim böl, þvert á
móti.
Lífið er fleira en fiskur.
Svo stækkaði líka fjölskyld-
an. Á árunum 1925-32 bættust
þeim hjónum 3 dætur í búið
Hrönn, Ingunn og Birna. Að
auki ólu þau upp sem dóttur
sína Guðlaugu Þorbergsdóttur
úr Ólafsfirði. Anna hefurgreini-
lega ekki gert mikið upp á milli
fósturdóttur sinnar ogsinnaeig-
in dætra. Þegar hún er nú að
telja saman afkomendahópinn,
þá vilja börn Guðlaugar alltaf
ruglast saman við.
Á þessum árum þótti sú fjöl-
skylda á Dalvík ekki vel á vegi
stödd með barnauppeldi, sem
ekki hafði góðan aðgang að
mjólk og helst líka einhverju
kjötmeti.
Því var það, að þegar Guð-
rún, móðir Kristjáns, fluttist til
Dalvíkur frá Ytra-Holti, þá
orðin ekkja, og með henni
yngsti sonurinn Þorsteinn, þá
höfðu þau með séreina kú, sem
komið var fyrir í kjallaranum í
Brekku. Og þar var komin
mjólkin, sú blessaða lífsins lind
fyrir börn í uppvexti.
Kindurnar urðu hins vegar
aldrei nema tvær, hafðar mest
til gamans, og mátti ekki minna
vera. Ekki gekk búskapurinn
áfallalaust þótt smár væri. Þau
eiguðust 2-3 kýr eftir þessa og sú
síðasta dó úr bráðri júgurbólgu,
nýborin. Kom fárveik sunnan af
Flæðum eitt kvöldið snemma
sumars. Það endaði með því að
hún var skotin og skrokkurinn
grafinn í heilu lagi. Anna man
það enn og getur þess með
greinilegri eftirsjá, að það voru
22 merkur í kusu morguninn,
sem hún var rekin á beit suður á
Flæðar í síðasta sinn - - og lái
henni hver sem vill.
íbúðarhúsið, Brekka, skemmd-
ist mikið í jarðskjálftanum
1934, kjallarinn sprakk allur og
skekktist. Hann var auðvitað
lagfærður, og þá var líka
byggður skúrinn norðan við,
sem m.a. var fjós og fjárhús í
nokkur ár.
Þess skal getið að þau mæðgin
Gurún og Þorsteinn bjuggu um
skeið í húsinu hjá þeim hjónum,
en bráðlega byggði Steini svo
sitt eigið hús næst sunnan við,
þ.e. húsið Garðar.
Ný verkefni.
Eitt þeirra húsa á Dalvík, sem
kurlaðist í jarðskjálftanum, var
íshús útgerðarmanna í Láginni.
Það var upp úr þvísem KEA fór
í það að byggja fyrsta vísi að
raunverulegu frystihúsi þar út-
frá. Fyrst um sinn var það aðal-
lega hugsað sem kjötfrystihús,
en brátt þróaðist það í annað og
meira, og verður sú saga ekki
sögð hér.
En nú vantaði sem sé menn
sem kunnu skil á frystivélum og
að gæta frystihúss. Frímann
Sigurðsson varð fyrsti frystihús-
stjórinn, en með honum var
ráðinn sem vélamaður enginn
annar en Kristján sá, sem hér
um ræðir. Hann var sendur til
Reykjavíkur á námskeið. Bráð-
lega hvarf Frímann til annarra
starfa hjá Kaupfélaginu og þá
tók Kr. við frystihússtjórastarf-
inu og gegndi því til áramóta
1949-50.
Með þessu gegndi hann svo
fleiri störfum. T.d. var hann
trúnaðarmaður síldarútvegs-
nefndar á Dalvík, fiskimats-
maður o.fl. og í þetta fór heill
áratugur og meira þó. Jafn-
framt tók hann mikinn þátt í
margskonar félagsstarfi. T.d.
(f 'ramhald a bls. 18)
Anna og Kristján áður en þau fiuttu í Dalbæ.
NORÐURSLÓÐ - 5