Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Qupperneq 7

Norðurslóð - 16.12.1981, Qupperneq 7
Á litlu jólun- um 1980 Kristinn Guðlaugsson: Gömlu jólin á Upsaströnd Fullvel man ég fimmtíu ára sól. . . Góðu ungmenni og aðrir sem hér eruð inni, komið þið öll blessuð og sæl. Ég ætla að segja ykkur frá í stórum dráttum hvernig jólahald var eins og ég minnist þess þegar ég var innan við sjö ára aldur, og mun það hafa verið með svipuðu sniði á flestum bæjum, bæði hér á Dalvík og frammi í sveit. Breyttir tímar. En áður en ég segi ykkur frá jólaundirbúninginum og jóla- hátíðarhöldunum, þá langar mig til að segja ykkur frá hvað voru mörg hús sem búið var í á svæðinu frá Brimnesá og suður að Láginni. Það gæti gefið ykkur svolitla hugmynd um hver reginmunur er á öllu nú og þá. Um þetta leyti voru íbúðar- húsin aðeins 6 og þau voru, Jaðar, Ártún, Brimnes, Tunga, Sæland og Höfn. En í dag eru íbúðarhúsin 72 fyrir utan 8 fiskverkunar- og þjónustuhús sem eru nú á þessu svæði. Þetta er mikil breyting. Þó hefur uppbyggingin verið ennþá meiri sunnan við Lágina. Á þessum árum var engin sérstök snyrtiaðstaða fyrir fólk sem bjó í þessum húsum, því síður í torfbæjum. Þá voru engar vatnslagnir, ekkert raf- magn. Því voru aðstæður til umhirðu á mönnum og munum ákaflega erfiðar. Þetta blessað- ist þó furðanlega og meginþorri fólks var heilsuhraust og náði háum aldri. þá minntist enginn á mengun. En nú á tímum held ég að hugarfarsmengun fólks sé meira vandamál en þetta sífellda umhverfismengunartal. Á þess- um árum var ekkert útvarp né sjónvarp, engin bíó, engir gos- drykkir, hugsið ykkur. Bíll sást þá ekki hér á götum. Sælgæti var munaður sem fáir höfðu efni á að kaupa. Það var helst ef einhver af heimilinu fór í Kaup- staðinn, sem kallað var, en það var að fara til Akureyrar, að hann lét eftir sér að kaupa einhverja ögn, s.s. kandís, grá- fíkjur eða vínber og rúsínur sem þóttu nú aldeilis ekki slóðaleg- ar í þá daga. Fátækt var á flest- um heimilum á þessum árum. Mér finnst nú að þorri fólks þá, hafi einkennst af guðsótta og góðum siðum. Lítillæti og nægjusemi einkenndi það einnig og það var eins og því væri það meðfætt að geta gert mikið úr litlu og gleðjast af minnsta tilefni og bera sorg og mótlæti af sérstakri hugprýði. Undirbúningur jólanna. Jólaundirbúningurinn var ekki mikill né margþættur enda minni kröfur gerðar þá en nú til alls fagnaðar og hátíðarbrigða. Það var mikil ánægja bæði hjá börnum og fullorðnum yfir því þegar tilbreyting þessi var á næsta leiti sem lyfta myndi geði fólks og lýsa upp hugi þess og híbýli í svartasta skammdeginu. Einnig var það engin smáræðis ánægjuauki að fá það í sig og á sem annars sást varla aðra daga ársins. Mannmargt var á heim- ilunum á þessum árum. Þau voru fastmótuð heild af ungum og öldnum, enda dvalarheimili fyrirallaaldursflokka. Úr þessu samfélagi fékk margur ungling- urinn kjarngóða andlega fæðu í nestið til lífsbaráttunnar, sér- staklega frá afa og ömmu. Allir hjálpuðust að við undirbúning jólanna. Byrjunin var venjulega sú að snemma vetrar var ullin tekin til vinnslu og unnið úr henni smáband, sem kallað var, en það voru sokkar háir og lágir, einnig stórir belgvettling- ar. Þetta var allt handprjónað því að prjónavélar þekktust varla hér í sveit þá. Allt heimilis- fólkið hjálpaðist að við þessa vinnu. Þá var öllum börnum kennt að prjóna og höfðu mörg þeirra snemma vald á að nema og framkvæma þá íþrótt. Unnið var af kappi að þessari fram- leiðslu fram um miðja jólaföstu eða svo. Nokkru fyrirjólvarfariðmeð þennan varning í kaupstað og sumir fóru einnig með rjúpur til innlenggs. Út á þetta var tekið til jólanna ýmis konar varning- ur, sem sást varla á öðrum tíma árs og þetta þótti ómissandi um jólin. Eftirvænting var mikil að komið væri úr kaupstaðnum. Mér er minnisstæð eplalyktin sem angaði um bæinn þegar kaupstaðarvarningurinn var kominn heim. Epli sá maður ekki nema á jólum í þá daga og appelsínur ekki fyrr en miklu seinna. Þó mikið væri að gera fyrir jólin þá gleymdist aldrei að skrifa upp jólasveinana svoköll- uðu, en það voru allir gestir, ungir og gamlir, sem bar að garði á jólaföstunni. Þetta verk hafði á hendi eitthvert eldri barnanna sem gat skrifað. Rétt fyrir jólin voru nöfn allra skrifuð á miða, eitt á hvern, og var það eitt af skemmtiatriðun- um ájólunum aðdragasérmiða úr þessu safni. Stúlkur, pilta og piltar stúlkur. Þeir sem dregnir voru úr áttu heimtingu á því að fá að sofa hjá þeim um jólin. Þótti þetta hin bestaskemmtun, einkum ef um gamla karla eða kerlingar var að ræða sem oft voru á stjái á þessum tíma. Óspart var strítt á því ef strákar drógu miða með nafni gamallar kerlingar eða stelpur karla. Þá kom brauðbaksturinn. Fyrst var byrjað á laufabrauði. í það var malað rúgkorn í þar til gerðri kvörn sem til var á flest- um heimilum. Síðan var mjölið sigtað í fínu sigti og fínasta hveitið notað í laufabrauðið en það grófara í flatbrauð og rúg- brauð. Einnig voru bakaðar kleinur, hálfmánar, jólakökur og fl. og minnist ég þess að við strákarnir héldum okkur inni við meðan á bakkelsi stóð og vorum tregir til þess að fara út þó okkur væri sagt það. Sjálf- sagt höfum við ekkert flýtt fyrir því oft var róstusamt þegar við vorum allir inni og leyfðum okkur ýmislegt, ekki síst ef afi var ekki nærstaddur, þó okkur góður væri. Tveimur til þremur dögum fyrir jól, var farið að athuga jólatréð sem var heimasmíðað úr tré og grænmálað. Kannske hafði brotnað grein eða blað sem þurfti að endurnýja. Þá þekktust ekki hér í sveit öðru- vísi jólatré. Síðan voru athugað- ir jólapokarnir sem einnig voru heimatilbúnir og þeir þurftu að verajafn margirog heimilisfólk- ið. Pokarnir voru brugðnir úr marglitum pappír. Þorláksdagur. Á Þorláksdag var mikið um að vera. Þá var þvegið úr flíkum sem nota átti um jólin, skúruð borð, bekkir og gólf. Allt var gert svo hreint sem hægt var. Spariklæðnaður tekinn upp úr kistum, því sérstakir fataskápar voru ekki til. Fötinvoru hengd út á snúru ef þannig viðraði. Hangikjötið var tekið í sundur og var það vandaverk því hver manneskja á heimilinu þurfti að fá sinn skammt. Að því loknu var stóri potturinn settur yfir eld, og farið að sjóða þetta góðmeti sem allur bærinn ang- aði af á skammri stundu. Vel var fylgst með öllu af þeim yngri og tilhlökkunin var mikil að fá bita þegar kjötið væri soðið. Svo þegar hangikjötið var soðið var það fært upp úr pottinum í stórt trétrog, potturinn þveginn og fylltur af vatni til þess að þvo mannskapnum úr. Þegarvatnið var orðið heitt var settur stór þvottabali á baðstofugólfið, heita vatninu hellt í hann og byrjað að baða þann yngsta, allir skrubbaðir frá hvírfli ti! iija og færðir í hrein föt. Við vorum ekkert treg til böðunar á Þor- láksdag en það gilti ekki æfin- lega um aðra daga. Við vissum hvað við myndum fá að baði loknu þennan dag. Það var föst venja frá því ég man eftir mér að allir sem fóru í bað fengu hálft epli og einnig að smakka á hangikjötinu og það var nú ýmislegt gerandi fyrir svoleiðis trakteringar. Svo áttum við krakkarnir að fara að sofa svo einhver friður fengist til dæmis til að ljúka viðað sauma flíkeða fiíkur sem áttu að klæða ein- hvern kroppinn á jólunum. En það gekk á ýmsu áður. Það þurfti margt að ræða ekki síst þegar kannske fjórir voru sam- an í einu rúmi, tveir uppi til, og tveir til fóta, og oft var mikið sparkað. Og svo komu loksins jólin. Svo rann aðfangadagur upp. Þá var keppst við að ljúka öllu sem gera þurfti fyrir kl. 6. Lokið var við öll útiverk með fyrra móti, svo sem skepnuhirðingu, bera vatn í fjós og bæinn, sjá um að nægur eld'iviður væri inni og fl. Að þessum verkum loknum fór fólk að klæðast sparifötun- um. Kveikt var á öllum tiltæk- um ljósfærum. Stóra lampanum í baðstofunni og frammi í bænum á kertum, kolum og týrum. Kolur og týrur voru heldur hvimleið ljósfæri. Þá var jólatréð skreytt. Kerti látin á greinarnar og eitt stórt á topp- inn. Hengdir voru á blöðinjafn- margir pokar og epli eins og heimilisfólið var margt, hver fékk einn poka og eitt epli, þegar þar að kom. Þá var kannske lumað á gráfíkjum, súkkulaði og fl. frá því komið var úr kaupstaðnum. Einnig voru málshættir látnir í pokana. Pokarnir voru tölumerktir og búnir til miðar, jafnmargir, númerin skrifuð og hver maður látinn draga einn miða þegar að því kom að hver fengi sinn skammt. Klukkan sex var lesin hug- vekja og sungnir jólasálmar. Að lestri loknum og sálmasöng bauð hver öðrum gleðileg jól með kossi. Mig minnirað hugur okkar krakkanna hafi beinst meir að jólatrénu heldur en lestrinum, og hvort eitthvert eplið væri örðu stærra og hver myndi verða svo heppinn að draga það númer. Það var kveikt á jólatrénu og gengið í kringum það með söngoggleði- brag. Þá kom jólamaturinn. Hver maður fékk sinn skammt af hangikjöti, döndli, magál, laufa brauði, flatbrauði, smjöri og hangifloti. Eftirmatur var oftast rúsínugrautur, þá kallaður jóla- grautur, því aðra daga ársins man ég ekki eftir honum. Mat- arskammturinn var það mikill að margir treindu sér hann í marga daga jafnvel vikur. Flest- ir áttu einhverja hirslu, púlt eða kistil, jafnvel læst, og geymdu þar í sitt helgasta eins og t.d. jólamatinn sem var öllum mjög dýrmætur. Jólagjafir voru oft- ast einhver ný flík eða kerti, spil, vasaklútur og oftast nýir sauð- skinnsskór, hvítbryddir. Áþess- um árum komu jólasveinarnir ekki með gjafir eins og núna. Nei, þeir voru allt öðruvísi þá en nú, eins og fleira. Þetta voru hálfgerðir hrekkjagaurar og gerðu fólki ýmsar glettur. Ég held að þeir hafi aðallega haldið sig í nálægð við bæina eða Kotin utan við Brimnesána og fóru víst sjaldan suður á Sand eins og sagt var þá, en það var Dalvík- in. Alla vega virtust þeir alltaf vera nálægir á nótt sem degi á þessum bæjum ef einhver fór að skæla eða var með einhverja óþægð. Þá voru þeir félagar Gluggagægir og Gáttaþefur allt- af á sínum stað og oft sást Bjúgnakrækir annað hvort í baðstofu eða eldhússtrompn- um, eða svo var manni sagt. Jólamessa á Upsum. Alltaf messaði á Upsum á aðfangadagskvöld sóknarprest- urinn okkar, séra Stefán Krist- insson. Okkur krökkunum fannst það eiginlega hápunktur hátíðarhaldanna að fá að fara í kirkju og þeim stundum gleymi ég aldrei. Öllum kertaljósunum, söngnum og prestinum í sínum fallega skrúða. Þegar ég var á fjórða árinu fór ég í fyrsta skipti með ömmu minni í kirkju á jólunum og þegar ég sá prestinn fyrir altarinu með krossmerkið á bakinu hvíslaði ég að henni „er þetta Jesú, amma?“ og hún svaraði „Ó ekkí hróið mitt. Láttu engan heyra til þín strákur". Þegar heim var komið úr kirkju, fengu allir kaffi og kakó. Húslestur var lesinn fyrir hádegi á jóladaginn úr Vídalíns- postillu. Áður en lestur hófst þurftu allir að vera komnir á fætur og búnir að ganga út á hlað og beina ásjónu í átt að uppristustað aflgjafa alls lífs, sólinni, signa sig og hafa yfir bæn sem þannig hljóðar. Nú er ég klæddur og kominn á ról. Kristur Jesús veri mitt skjól. í guðsóttanum gef þú mér, að ganga í dag svo líki þér. Gleðileg jól, og góðar stundir. NÚ ÞEKKJA ALLIR KRAKKAR DOLLA DROPA Þær eru skemmtilegar Dolla-bækurnar NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.