Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 16.12.1981, Blaðsíða 8
Halla og'Kolbrún syngja, Kári spilar undir. Frá Svarfdælinga- samtökunum Árshátíð Svarfdælingasamtak- anna var haldin með pomp og pragt 28. nóv. s.l. og þótti takast forkunnar vel. Húsfyllir varð og komust reyndar færri en vildu. Margt var sér til gamans gert að vanda. Bjarki Elíasson var veislustjóri og fylkti veislugest- um af röggsemi gegn veislukrás- unum. Gekk liðið vasklega fram og í tveimur eða þremur atlög- um lagði það af velli hákarla og naut, hrútspunga og lambalæri, rófustöppu og heilan herskara af kartöflumúsum. Sigurbjörg Árnadóttir frá Hæringstöðum flutti minni Svajfaðardals og fléttaði af listfengi saman barns- leg minningarbrot og gaman- mál. Halla Jónasdóttir og Kol- brún Arngrímsdóttir sungu ein- söng- og tvísöngslög við píanó- undirleik Kára Gestssonar og lét sá flutningur Ijúft í eyrum. Auk þess tróð upp kór Kennara- háskólans og flutti nokkur lög af mikili söngsins list. Að lokum stjórnaði Gunnlaugur Snævarr spurningaþætti í léttum dúr og lét reyna á heilasellur manna. Síðan hófust almennar umræð- ur á bar og um bekki milli þess sem gengið var í dansinn. Var Nýr umboðsaðili Olís á Dalvík Um síðustu mánaðarmót tók Víkursmiðjan s.f. Hafnarbraut 21 við umboði Olíuverslunar Íslands-Olís-, á Dalvík. Sala á olíuvörum frá Olís hafði þá legið niðri um skeið, eða allt frá því að B.P. umboðið sem Eiríkur Líndals veitti forstöðu var lagt niður við lát Eiríks. Þar sem ekki var í eigu Olís hér á Dalvík neinn olíugeymir, var gripið til þess ráðs að flytja bráðabirgðageymi frá Húsavík hingað, svo og dælu og geymslu skúr. Hvorttveggja var komið fyrir utan við fiskverkunarhús Jóhannesar og Helga, helgina 5- 6 desember. Næsta vor er síðan fyrirhuguð bygging söluskála á vegum Olís, á lóð þeirri sem félaginu var úthlutað á sínum tíma, og er staðsett sunnan við lóð Óskars Jónssonarogc/o við Gunnarsbraut. Fyrst um sinn verður ekki um sölu á benzíni að ræða, en allar aðrar vörur frá Olís verða á boðstólnum. Má sem dæmi nefna Aqualeal þéttiefni og fúa- varnarefni sem reynst hafa mjög vel hérlendis og Visco Coranda fjölþykktarolíuna, sem er nýj- asta fjölþykktarolían frá Olís. Stendur hún jafnfætis öllum bestu fáanlegu fjölþykktarolí- um öðrum. Ætlun forráðamanna um- boðsins er að kappkosta sem frekast má þjónustu sína við bátaflotann hér á staðnum, og hefur í því skini verið keyptur pallbíll sem ætlunin er að flytji það almannarómur á staðnum að Svarfaðardalur væri gott pláss og þaðan kæmi aðeins skemmtilegt og bráðgáfað fólk. Það sem næst er á döfinni hjá Sigurbjörg Árnadóttir smurolíur og annað slíkt að skipshlið, auk hins hefðbundna olíubíls sem ávallt verður til þjónustu. Gleraugna- þjónusta á Dalvík í Skipagötu 7 á Akureyri er nú til húsa fyrirtæki, sem nefnist Gleraugnaþjónustan. Eigendur eru ung hjón að sunnan, Karl Davíðsson og kona hans Margrét Eyfells, en Karl er sér- fræðingur um allt það, sem lýtur að gerð og viðhaldi gleraugna. Nú hefur þetta fyrirtæki samið við Heilsugæslustöðina hér á Dalvík um að vera þar með almenna gleraugnaþjón- ustu einn dag í viku hverri þ.e. á þriðjudögum milli kl. 2 og 4 síð- degis. Þjónustan verður í því fólgin að menn geta komið með gler- augu sín, sem eitthvað er ábóta- vant, fengið þau löguð eða endurnýjuð á staðnum eftir því hve illa þau eru farin. Sé gler brotið er það mælt og síðan verður sént nýtt gler frá Akur- eyri með fyrstu ferð. Að sjálfsögðu verða svo af- greidd gleraugnaresept, sem augnlæknir hefur gefið út. Lögð verður áhersla á að hafa með- ferðis í hverri heimsókn fjöl- breytt úrval gleraugnaumgerða og sýnishorn af ýmsum tegund- um sjónglerja. Þess er að vænta að Svarf- dælir notfæri sér þessa nýju þjónustu, sem þeim býðst nú hér á staðnum. félaginu er aðalfundurinn en hann verður haldinn í Safnaðar- heimili Langholtssóknar 23. janúar. Þar flytur stjórn félags- ins skýrslu um störf sín og stefnumið og þar gefst hinum almenna félagsmanni kostur á að koma á framfæri hugmynd- um um félagsstarfið. Innan félagsins eru uppi ýmsar hug- myndir um framtíðarstefnu- miðin svo búast má við lífleg- um umræðum. Að fundi lokn- um verður spilakvöld og verður þá spiluð fyrri umferðin í tveggja hrynu keppni. Seinni umferðin verður spiluð á sama stað þann 13. feb. kl. 16.00. Kökubasar verður til fjáröfl- unar fyrir félagið þann 28. mars kl. 15 í Safnaðarheimili Lang- holtssóknar. Kaffigleði aldraðra verður svo haldin með vorinu og mun auglýst síðar. Sem sagt starfið verður með hefðbundn- um hætti. Gunnar Jónsson bílstjóri frá Dalvík hefur af alkunnri rausn sinni boðið Svarfdælingasam- tökunum afnot af sumarbústað sínum í landi Hamars í Svarf- aðardal fyrir þá félagsmenn sem Vélgröfukaup: Bæjarstjórn hefur samþykkt að kaupa gröfu af gerðinni Massey Ferguson. Vélin verður afhent fyrri hluta næsta árs. Nokkur ágreiningur var um hvaða vélagerð ætti að kaupá, en sama verð var á báðum vél- unum. Fór málið 2svar fyrir bæjarstjórn og á síðari fundin- um voru kaupin samþykkt með 5 atkv. en 2 sátu hjá. Lækjarbakkaland: Bæjarstjórn hefur samþykkt að leita eftir því við eigendur að fá keypt allt landið. Gjaldskrármál: Samþykkt hefur verið hækk- un á gjaldskrá Hitaveitunnar. Hækkunin tók gildi 5. nóv. og var 20%. Er þetta fyrsta hækkun Hitaveitunnar á árinu 1981. Gjaldskrá Hafnarsjóðs hefur verið hækkuð um 17%. Tók hækkunin gildi 20. okt. Dag- gjöld á barnaheimilum voru hækkuð um 10% frá I. nóv. Hundahald: Samkvæmt nýrri reglugerð um hundahald á Dalvík er hundahald utan lögbýla bannað þó er bæjarstjórn heimilt að veita einstaklingum undanþágu Hlín Sigfúsdóttir og Karla Jónsdóttir. hafa áhuga á að dvelja þar nyrðra í sumarleyfi sínu. í sumarbústaðnum er allt til alls svo menn þurfa ekki að hafa neinn búnað með sér nema ef vera skyldi tannbursta. Stjórn samtakanna mun skipuleggja afnot af húsinu og eru þeir sem áhuga hafa beðniraðsnúasértil hennar eða Eddu Ögmunds- dóttur í síma 38143. til hundahalds að upplylltum ákveðnum skilyrðum. Átti þeirri skráningu að vera lokið fyrir I. nóv. s.l. Samkvæmt reglugerð- inni skulu lögreglustjóri og heil- brigðisnefnd hafa eftirlit með því að reglugerð þessari sé fram- fylgt og á fólk því að snúa sér til þeirra með allar kærur og um- kvartanir út af hundahaldi. Eftirtaldir aðilar hafa fengið leyfi til hundahalds: 1. Bryndís Björnsdóttir, Báru- götu 1. 2. Birna Björnsdóttir, Hafnar- braut 10. 3. Þórdís Hjálmarsdóttir, Mímisvegi 9. 4. Eggert Briem, Svarfaðar- braut 20. 5. Stefán K. Jónsson, Mímis- vegi 12. 6. Þórður Guðmundsson, Böggvisbraut 15. Reglugerðin liggur frammi á bæjarskrifstofunni til sýnis. Búfjárhald: Samkvæmt reglugerð nr. 484/1981 er búfjárhald utan lögbýla óheimilt innan lögsagn- arumdæmis Dalvíkur nema með sérstöku leyfi bæjarráðs. í ákvæðum til bráðabirgða er svo kveðið á að þeir sem við gildis- Svarfdælingasamtökin kuna Gunnari Jónssyni hinar bestu þakkir fyrir þetta höfðinglega boð. Þeim sem vilja vita meira um Svarfdælingasamtökin störf þeirra og stefnu og innra skipu- lag er bent á að mæta á aðal- fundinn. Á.H. töku reglugerðarinnar eiga eða hafa í umsjá sinni búfé sem fellur undir reglugerðina, skulu innan 6 mánaðað frá gildistöku hennar hafa tilkynnt um búfjár- hald sitt og sótt um leyfi, ella fellur niður heimild þeirra til að halda búfé. Reglugerðin liggur frammi á bæjarskrifstofunni til sýnis. Bókasafn Dalvíkur: Fyrirhugað hefur verið að innrétta hluta af kjallara ráð- hússins fyrir bókasafnið. Múr- verk er byrjað og mun því ljúka í janúar. Fulltrúar dansks fyrir- tækis sem sérhæfa sig í bóka- safnsinnréttingum voru nýlega á ferðinni hér og ætla að gera tillögu að innréttingum fyrir bókasafnið. Heilsugæslustöðin: Lína Gunnarsdóttir hjúkrun- arforstjóri heilsugæslustöðvar- innar hefur sagt upp starfi sínu frá áramótum. Starf hennar hefur verið auglýst laust til umsóknar. Stjórn Heilsugæslu- stöðvarinnar hefur samþykkt að stefna að því að ljúka norð- urálmu hússins á næsta ári fáist til þess fjárveiting. Þar verður m.a. aðstaða fyrir tannlækni. RÓIÐ í SELINN. GÖMUL ÞULA Margir muna eftir Torfa Guð- laugssyni, sem hér vann við Kaupfélagið á Dalvík á árabil- inu 1950-60. Hann kunni mikið af ljóðum gömlum og nýjum og er reyndar sjálfur hinn slingasti vísnasmiður. Eitt þeirra ljóða, sem Torfi lærði í æsku sinni í Höfða- hverfinu er það, sem hér birtist. Það fjallar um selveiðará ísnum fyrir Norðurlandi. Kvæðiðlærði hann af móðurömmu sinni, Sesselju Gunnlaugsdóttur. Mað ur hennar var Halldór Jónsson og bjuggu þau hjón í Keflavík austan Eyjafjarðar í u.þ.b. 20 ár á 7. og 8. tug síðastliðinnar aldar. Hún dó á Barðartjörn árið 1939 97 ára gömul. Þetta sérkennilega kvæði eða þula er ekki kunnað af mörgum og Torfi álítur, að það hafi aldrei komist á prent fyrr. Selveiðar voru mikið stund- aðar af Svarfdælum áður fyrr þegar ís var oft nærri landinu og Norðmenn ekki farnir að drepa íshafsselinn í vesturísnum hundraðþúsundum saman, eins og síðar varð. Frásögn af selveiði frá Dal- vík er að finna í nýju Dalvíkur- sögunni bls. 421. Seggir róa og sel ja f 'ram selabátinn mjóa. Ýtar sex á öliludamm árum kreppa lófa. Lófa kreppa árum að oft um flvðrugeima. Bragnar sex á háruí’lað bátinn láta sveima. Sveima láta bragnar hát birtings vitt um heiði, þykjast komnir þeir í mát þreyttir af selaveiði. Að veiði sela vil ég nú vikja nokkuð betur. vægðarlaus er vinna sú víst hún margan letur. Letur hún og lýir þann, sem litið hejir föður. Spltinn ekki karlinn kann ku/da þola róður. Róður ekki þola þeir þjáðst sem lengi hafa. Betra væri langt í leir sig láta niður graf 'a. GraJ'a brattar bvlgjur sig, beisk eru mannaélin. AJ'því tók ég einn J'vrir mig aj'tur að róa i selinn. í selinn róa sexfrá bæ sá er gamall vandi. Nýjar J'réttir nú ég J'œ þeir náðu varla landi. Landi náðu nauðum úr nú er upp settur bátur. Sefaðist þeirra sorgarskúr seggurinn hver var kátur. Kœti óx þá köppum með kall þó væri i sinni. Mun ég svo láta masinu lilé mœrðin hróðrar linni. Fréttir frá Dalvíkurbæ 8 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.