Norðurslóð - 16.12.1981, Page 9
Steinunn Hjartardóttir:
Umhverfis jörðina
á 88 dögum
Steinunn er frá Tjörn, dóttir
hjónanna þar Sigríðar og Hjart-
ar. Hún lauk prófi í félagsráð-
gjöf frá norskum háskóla
snemma árs 1980 og vinnur nú
hjá Félagsmálastofnun Reykja-
víkurborgar.
Það eru til margar leiðir að
sjá sig- um í heiminum. Ein
þeirra er að gerast sjómaður.
Allavega verður ekki ferðast
miklu ódýrar. því jafnframt sem
tækifæri gefst til að koma á nýja
staði, þá þénar maður góðan
skilding og borgar hvorki fæði
né húsnæði.
Það höfðu lengi verið áform
mín að leggjast í ferðalög að
námi mínu loknu í Noregi. í
fyrstu var ætlunin að vinna í eitt
ár og leggja fé til hliðar fyrir
ferðalaginu góða. Þegará reyndi
var þetta illmögulegt, þar sem
álíka dýrt erað búa í Noregi ogá
íslandi og því ógerningur að
spara pening. Þegar hið lang-
þráða ferðalag virtist vera að
detta upp fyrir sig, fékk ég þá
snjöllu hugmynd að sækja um
vinnu á skemmtiferðaskipi, sem
siglir um víða veröld og slá þar
með tvær flugur í einu höggi,
- að sjá mig eitthvað um og um
leið spara pening fyrir hinu
langþráða ferðalagi.
Af stað burt í fjarlægð. . .
Að nokkrum tíma liðnum var
ég ráðin skipsþerna á Royal
Viking Sky, sem er 22 þús.
tonna skemmtiferðaskip skrá-
sett í Noregi og átti innan tíðar
að leggja af stað í siglingu um-
hverfis jörðina. Skipið er talið
vera eitt glæsilegasta og full-
komnasta skemmtiferðaskip í
heimi, rúmar 530 farþega og 250
manna áhöfn sem kemur frá 30
löndum. Skipið er eins og fljót-
andi hótel með setustofum,
börum, næturklúbbum, snyrti-
stofu, verslunum og bíóum, svo
að fátt eitt sé nefnt. Þegarskipið
fer á siglingu njóta farþegarnir
sólarinnar úti á dekk, synda í
sundlauginni eða spila tennis
auk þess sem 20 listamenn í fullu
starfi sjá um að skemmta far-
þegum með alls konar leiksýn-
ingum, konsertum og fleiru. Á
skipinu erennfremurferðaskrif'-
stofa, sem skipuleggur skoð-
unarferðir, þar sem það kemur
að landi.
Eins og gefur að skilja er það
ekki á allra færi að fara í frí á
Steinunn og norsk vinkona á reiðtúr.
Þær virðast „fíla" sig vel.
svona lúxus skipi umhverfis
jörðina. Ein svíta kostar hvorki
meira né minna en 9000 ný kr. á
dag (1000 dollara) og þar sem
ferðin tekur um þrjá mánuði
kostar hún rúmar 800.000 ný kr.
semjafngildirum lOáralaunum
íslenskra verkamanna. Og nú
kann einhver að spyrja, hvers
konar fólk það sé, sem hefur fé
og ekki síst tíma aflögu til að
fara í svona ferð. Jú, þetta eru
Fljótandi hótel, Royal Viking Sky.
að sjálfsögðu eldri, vellauðugir
bandaríkjamenn, sem hafa lítið
annað að gera við tímann og
peningana en að leggjast í ferða-
íög af þessu taginu.
Fljótandi hótel.
Þessi hnattferð, sem ég ætla
að skýra lesendum Norðurslóð-
ar frá, byrjaði í Los Angeles 24.
janúar 1981 ogvarfyrstiáfanga-
staðurinn Honolulu á Hawaii.
fimmtugasta ríki Bandaríkj-
anna. Þegar þangað kæmi,
ætlaði ég mér að kanna þessa
paradísareyju, sem ég hafði
heyrt svo mikið dásamaða.
Eftirvæntingin var mikil, þeg-
ar ég yfrgaf skipsfjalirnar á
Honolulu, en satt að segja varð
ég fyrir svolitlum vonbrigðum,
þegar éggekk umgötur þessarar
stórborgar og sá hversu mjög
hún dregur dám af öðrum
bandarískum stórborgum. Hvert
sem augum var litið blöstu
háhýsi á borð við skýjakljúfa
New York borgar, hamborgara-
staðir á hverju götuhorni, diskó-
tek og framúrstefnu hótel með-
fram allri strandlengjunni. Eins
og góðurn ferðamanni sæmir
lagði ég leið mína til Pearl
Harbour til að skoða vegsum-
merki japana frá síðari heims-
styrjöld eftir hina óvæntu árás
þeirra árið 1941.
Pearl Harbour er nokkrum
kílómetrum utan við Honolulu.
Þaðan ganga ferjur að nokkr-
um herskipum, sem japanir
skutu í kaf í árásinni. Þar hefur
verið reistur stór minnisvarði,
sem er byggður eins og skipslík-
an og undir yfirborði sjávar
mótar fyrir Arizona, sem var
eitt stærsta herskip Bandaríkja-
manna.
Seinni daginn, sem við dvöld-
um þarna varekið umeyjunaog
þá kynntist ég hinum raunveru-
legu Hawaii-eyjum. Þá bar það
allt fyrir augum, sem rnaður
hafði gert sér í hugarlund um
Hawaii, pálmatré, suðræn blóm
eldfjalladyngjur, ævintýralegar
baðstrendur og ótal skrúðgarða
með margvíslegum gróðri og
fuglalífi.
Heimsókn á hringrif.
Næsti viðkomustaður var
Majoro Athol,' hringrif sem er
lítil eyja í Marshalleyjaklasan-
um. Þessi eyja er enn tiltölulega
ósnortin af ferðamannaplág-
unni, sem sjá má af því að öll
skólabörnin fengu frí til að taka
á móti skipinu og var þeim síðan
boðið að skoða öll herlegheitin
um borð. Það sem vakti mesta
hrifningu barnanna voru lyftur
skipsins. Þau stóðu í biðröðum
til að láta lyfturnar flytja sig upp
og niður og það leyndi sér ekki
að ánægjan og eftirvæntingin
skein út úr hverju andliti. Það
var auðveldara að skilja þennan
mikla áhuga barnanna, þegarég
fór í land og sá lifnaðarhætti
eyjarskeggja. Flestir þeirra búa í
tjöldum og eldhúsið er einungis
lítið borð utan við tjalddyrnar,
þar sem öllum eldhúsáhöldum
er stallað upp. En sumir eru
svolítið flottari í því og búa í
timburkofum, sem eru eins að
stærð og útliti og gamli hunda-
hreinsunarkofinn í Brekku. Það
er ekki að ástæðulausu að fólkið
býr í tjöldum. Þarna er mikið
fellibylssvæði og þegar fréttist
að fellibylur sé að skella á eru
tjöldin tekin niður, svo að
heimili eyjarskeggja fjúki ekki
út í veður og vind. Lítil sem
engin skipulögð viðleitni er á
eyjunni til að taka á móti
túristum enda er að finna
þarna frábærar baðstrandir og
ósnortna náttúru. Það var mér
ógleymanleg upplifun að synda
á milli kóralrifjanna með sund-
gleraugu og froskalappir og sjá
hina fjölbreyttu náttúru sjávar
allt í kringum mig. - smáfiska í
öllum regnbogans litum synd-
andi framhjá mjallhvítum kór-
alrifunum.
Hong Kong „hin ilmandi höfn“
Næst var stefnan tekin á
Hong Kong eða „hínnar ilm-
andi hafnar" með viðkomu á
Maríaneyjum og Filippseyjum.
Því miður var þoka og slæmt
skyggni, þegar siglt var inn í
höfnina í Hong Kong, en inn-
sigling hennar er talin vera ein
fegursta í heimi. Þessi nýlenda-
er byggð á mjög litlu svæði og
þar búa um 5.3 milljónir íbúa.
Til að nýta þetta litla landsvæði
sem best eru ný lönd numin í
hærri og hærri húsum. Frá
höfninni virðist því borgin
vestræn og nýtískuleg, en þegar
betur er að gáð kemur í Ijós að
flestir íbúanna búa við rnjög
frumstæðar aðstæður eða öllu
heldur fábrotnar og einfaldar,
þótt ekki sé alltaf fátækt fyrirað
fara. Það litla sem ég vissi um
Hong Kong var, að þarna væri
mikið verslunarlíf og mikið af
ódýru glingri á boðstólnunr.
Þetta reyndist hafa við rök að
styðjast, því að segja má að
borgin sé eins og cinn stórmark-
aður og öðru eins viðskiptalífi
hef ég aldrei kynnst. Sanrkeppn-
in í viðskiptum crgcysilega hörð
og það er því hægt að gera
reifarakaup, ef maður er ákveð-
inn og duglegur að prútta. á
hinn bóginn er betra að vera á
varðbergi, því að kaupmennirn-
ir í Hong Kong cru þeir allra
slyngustu sem fyrirfynnast. þó
svo að ferðamenn upplifi Hong
Kong aðallcga sem „verslunar-
paradís“ og komist naumast hjá
því að verða gripnir kaupæði.
þá er þar ýmislegt annað að sjá.
Til að mynda er það fjölskrúðug
veitingastaðamenning enda
kínverjar mikið úti. Það vakti
hins vegar athygli mína, að á
þeim stöðum. sem voru aðallega
sóttir að kínverjum sjálfum, var
ógerningur að fá létt borðvín
með matnum, því að þarna
tíðkast ekki annað en að skola
matnum niður með stérku
brenndu víni og ekki spillir
það lystinni að það sé gert
úr hrísgrjónum, annars vodka
eða whisky.
í útjaðri Hong Kong er
hafnarsvæðið Aberdine, sem
vekur mikla forvitni ferða-
manna. Þarna eru fleiri þúsund
bátar og í þeim búa tæp tuttugu
þúsund manns, sem veiðir sér í
soðið. í þessum bátum hafa
lleiri kynslóðir alið manninn frá
fyrsta til síðasta dags og hafa
margir vart til hnifs og skeiðar
eða réttara sagt hafa ckkert á
prjónunum. Þótt þetta fljótandi
bátasamfélag hafi verið áhrifa-
mikil sjón, þá var Veggborgin
(Wall City) öllu átakanlegri.
Veggborgin er inni í miðri
borginni og liggur að mestu
neðanjarðar. Þar er mesta
fátækrahverfiö í Hong Kong.
Veggborgin tilheyrir Kína en
ekki Hong Kong og var mér
gefin sú skýring, að það væri
vegna þess, að þangað hafi
upphaflega flust fólk frá Kína.
Kínversk yfirvöld hafa þó engin
afskipti af þessu svæði og
íbúarnir liafa engum skyldum
að gegna gagnvart Kína og
borga t.d. ekki skatt þangað.
Það gilda því ckki sömu lög og
reglur í Veggborginni og í Hong
Kong og lögregla borgarinnar
hefur ekki leyfi til að fara inn á
svæðið. Vcggborgin er nánast
fríríki, þar sem hvers konar
hæpin starfsemi er gefin Irjáls
t.d. sala eiturlyfja eins og ópí-
um og kókaín. Þarna eru um 50
eiturlyfja- og pillubúðir og auk
þess íjöldinn allur af hóruhús-
um, veitingastöðum, sem hafa
hundakjöt og apahcila á boð-
stólnum, en þessir réttir eru
stranglega bannaðir í öðrum
vcitingastöðum í Hong Kong. í
hverfinu er að sjálfsögðu að
finna allar tegundir af spilavít-
um og annari fjárglæfrastarf-
semi. Yfirleitt er ferðamönnum
meinaður aðgangur aö Vegg-
borginni en við komust í boði
norsks trúboða, Esplín að nafni
sem hefur rekið skóla fyrir
börnin í hverfinu í 15 ár. Hann
sýndi okkur skólann og kynnti
okkur fyrir nemendunum sem
flestir erti háðir eiturlyfjum
þegar þau fæðast. Hann ermjög
virtur af íbúunum og líta margir
á hann sem dýrling. Síðan var
Framhalíl d bls. 18
Kátar skólastúlkur á Majoro Atholl.
NORÐURSLÓÐ - 9