Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Blaðsíða 11

Norðurslóð - 16.12.1981, Blaðsíða 11
Tryggvi Jónsson: Lestrarfélag Svarfdæla 100 ára Um stofnun þess og fyrstu starfsár Það var vorhugur í öllum landslýð árið 1874. Þá var minnst 1000 ára byggðar ís- lands. Framtíðin var hulin eins og ætíð en ýmis teikn voru á lofti um bjartari framtíð í sambandi við ýmsar framfarahreyfingar og varla er það vafamál að á þessu minningaári voru vonir kvíða yfirsterkari og fram- kvæmdaþrá fékk byr undir báða vængi. Ekki mun það hafa verið ótítt að menn stigu á stokk og strengdu þess heit að hrynda einhverju þarfa máli í fram- kvæmd sveitinni, sýslunni eða landinu til gagns. Að vísu varð minna úr mörgu slíku en til stóð og þeim sem reyndu að hrinda einhverju áleiðis til bóta, varð einatt þyngra fyrir fæti en þeir höfðu ætlað. Gátu þeir litlu orkað einir sér, ef fylgi annarra brást. Einn þessara manna, sem í sambandi við þetta ár finnur hvöt hjá sér til að gangast fyrir nýju fyrirtæki til menningar- bóta sinni sveit, er Þorsteinn Þorkelsson á Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal. A sjálfan nýárs- dag 1874 ritar hann áskorun til sveitunga sinna um stofnun lestarfélags og býðst hann til að gefa 100 króna virði í bókum til stofnunar félagsins. Bréf það, sem Þorsteinn Þor- kelsson ritaði til sveitunga sinna 1. janúar 1874 er þannig: „Blindur er bóklaus maður, seigir einn orðskviður og er hann sannur. Vér seigjum ekki þar fyrir að þeir séu allir glöggsýnni í vísindalegu tilliti, er eiga greiðan aðgang til bókfræðinnar heldur en hinir, er ekki eiga það, er það engan veginn bókunum að kenna heldur brúkun hinna siðferðislegu hæfileika mannanna, er hafa þær undir höndum. Af þessum or- sökum er það sprottið að menn munu hafa stofnað félög til að njóta bókfræðinnar sérstaklega er menn kalla skóla bæði æðri og lægri. En sökum þess að það er ómögulegt að allir geti notið þessarar uppfræðingar, er þó hafa hæfiieika til þess, því veldur erfiðleiki lífskringumstæðna þeirra, þá hafa menn aftur stofnað önnur félög, sem ekki eru eins vísindaleg og bindandi, en geta þó haft nokkra vísindalega þýðingu. Það eru lestrarfélögin. Það sýnist vera ófært að einstakir leikmenn og enda ef til vill lærðir menn hafi átt svo mikinn ijölda af bókum að þeir nálega geti léð hverjum manni, sem hafa vill bækur til aflestrar í heilu byggðarlagi. Þó er eins og sumir hafi komist nokkuð á leið með þessa stefnu, en bæði er það að þetta er ofætlun fyrir hvern einstakan mann og svo hitt, sem reynslan hefur sýnt, að við fráfall slíkra manna hafa þessi bókasöfn þeirra farið á sundrungu og oft komist í óhæfilegustu hendur til brúkunar og orðið því því að mjög litlum notum í öllu tilliti. Því sýnist það langtum hagan- legra að menn gengju í félag og keyptu bækurnar í sameiningu, bæði sér og öðrum út í frá til nytsemdar og fróðleiks, svo þó að einhver félagsmanna félli frá gæti félagið fengið staðist eigi að síður. Þetta hefur oft vakað mér í huga, þó ég aldrei, sökum hinna sérstöku lífskjara minna hafi komið þeirri hugmynd fram fyrr en nú, loks dirfst til að bjóða mönnum að stofna lestrarfélag. Eg var útbúinn með óupprætan legri fróðleikslöngun, en hefi að öðru leyti haft bágastar kringum- stæður að njóta hennar að því einu undanteknu að ég hefi stundum haft meiri tíma en aðrir til að lesa bækur og bæði fyrir eigin viðleitni og góðvild annarra einstakra manna og kunningja minna hefi ég komist yfir dálítið af bókum og þykir mér óþolandi að þessar dýrkeyptu eigur mínar þurftu aftur að verða að engu. Vil ég því gefa mikinn hluta þeirra til fyrrgreindar stofnunar, er mundi nema 100 króna bókhlöðuverðs, og vona ég að góðir menn vilji hlynna að þessu fyrirtæki á sem bestan hátt, bæði með bókagjöf- um og fleira svo að það mætti hafa framgang.“ Ritað 1. janúar 1874 Þorsteinn Þorkelsson Þorsteinn Þorkelsson veiktist af berklum þegar á barnsaldri og varð krypplingur. Þrátt fyrir fötlun var hann mikill áhuga- maður um framfaramál í Svarf- aðardal. Auk þess að beita sér fyrir stofnun lestrarfélags var hann einn af forgöngumönnum um stofnun Sparisjóðs Svarf- dæla 1884. Þegar þess er gætt að gefandi bókanna var bláfátækur og stórfatlaður, verður ljóst að hér er um að ræða hans hjartfólgið alvörumál. Það er líka auðvitað að hann hlaut manna best að Finna þörfina á lestrarfélagi. Hann var að sögn gæddur sjaldgæfum fróðleiksþorsta, en af ástæðum þeim, sem áður er getið, má nærri geta hversu erfitt honum hefur veitst að ná i nægan og góðan bókakost til að svala fróðleiksþörf sinni. Lá og hitt í augum uppi hversu aðstaða hans og þeirra sem svipað stæði á fyrir um fátækt og fróðleiksþrá yrði betri ef félags- skapur væri um bókakaupin. Félagið stofnað. En hér fór sem oftar, að minna varð úr framfaratilraun- inni en til var ætlast vegna áhugaleysis manna, talið að efni og ástæður leyfðu ekki. Er málið í salti þar til því er hreyft á ný af Þorsteini á vetrarfundi á Völl- um 1878. Þar tjá 20 menn sig fúsa til að ganga í félagið og stjórn er kosin, en lög félagsins eru ekki sett fyrr en árið eftir og ekki til fulls fyrrenáfundi 1880. Er því litið svo á að á þeim fundi sé þá fyrst stofnað að fullu Lestrarfélag Svarfdæla. Stjórn var þannig skipuð: Forseti Þorsteinn Þorkelsson, Syðra-Hvarfi, bókavörður Arn- grímur Gíslason, Gullbringu, gjaldkeri Jóhann Rögnvaldsson, Sökku. Auk þeirra skrifa þessir undir lögin: Þorfmnur Guð- mundsson, Hrísum, Jón Stefáns son, Ölduhrygg, Jón Magnús- son, Hofi, Stefán Bjarnarson, Hofsárkoti, Jóhann Jónsson, Ytra-HvarFi, Þórður Jónsson, Hnjúki, Rögnvaldur Rögnvalds son, Klængshóli, Sigfús Sigfús- son, Krosshóli, Þorkell Þor- steinsson, Ytri-Másstöðum, Sig- urður Sigurðsson, Tungufelli, Björn Sigurðsson, Atlastöðum, Sveinbjörn Soffoníasson, Bakka, Gísli Pálsson, Grund, séra Kristján E. Þórarinsson, Tjörn, Sigurjón Jónsson, Tjörn, Jóhann Kr. Jónsson, Ingvörum, Sigfús Pálsson, Syðra-Holti, Jón Runólfsson, Ytra-Holti, Baldvin Þorvaldsson, Böggvi- stöðum og Jóhannes Jóhannes- son, Upsum. í lögum félagsins frá 1880 er tillag félagsmanna ákveðið 2 krónur um árið, útlánadagur 1. og 15. hvers mánaðar ein bók í senn. Höfundurinn. Fundargerðin frá stofnfundi félagsins ber vott um þó nokkurn áhuga, en hann dofnar brátt og það svo mjög að. aðalfundur, sem eftir lögunum átti að vera 1. nóvember ár hvert, komst ekki á fyrr en 24. febrúar 1886, þá að líkindum í sambandi við hreppsfund. Síðan eru nálega engar upplýsingar um félagið þaðan af og þar til skipulagsskrá Þorsteins Þorkels sonar ergerð 30. desember 1893, en með henni gefur Þorsteinn safninu 300 króna virði í bókum og setur sem skilyrði að sveitar- sjóður styrki félagið a.m.k. með 25 krónum árlega, sem sveitarsjóður gerði. Argjald fél- agsmanna var þá 1 króna. Yfirleitt má segja að félagið væri með litlu lífsmarki á þessum árum og þeim sem á eftir fóru, sést það best á tillögum félagsmanna. Þau voru 62 krónur stofnárið en komust niður í 10 krónur og 9 krónur næstu 2 árin og 1888-1889 eða í 11 ár eru árgjöld samtals 14 krónur eða rúmlega 1 króna á ári, má nærri geta að lítið hafi aukist við bókakost félagsins á þessum árum, að undanteknum þeim bókum, sem Þorsteinn bætti við gjöf sína 1893. Af því sem hér að framan er sagt er skiljanlegt að bóka- safnið var á miklum hrakhólum þessi ár þó nokkuð rættist úr eftir 1900 þegar safnið var í höndum þeirra Gísla Jónssonar og séra Stefáns á Völlum til ársins 1910. Félagsmenn voru alltaf fáir, þó voru þeir 21 árið 1905-1906 en lOárið 1909-1910. Þáttaskil. Árið 1911 verða þáttaskil í Lestrarfélagi Svarfdæla. Þá hafði Ungmennafélag Svarf- dæla látið málefni lestrarfélags- ins til sín taka. Kaus Ungmenna félagið 5 manna nefnd, þar af 2 utanfélagsmenn, þá Sigurjón lækni Jónsson og Gísla Jónsson Hofi til að athuga málefni lestrarfélagsins og gera tillögur til breytinga. Á fundi á Dalvík 5. mars 1911 lagði nefndin fram tillögur að lögum og útlánsregl- um sem hún hafði samið. Var hvorttveggja samþykkt á fund- inum og ný stjórn kosin. Hlutu kosningu: Séra Stefán Kristins- son, formaður. Sigurjón læknir Jónsson, bókavörður. Þorsteinn kaupmaður Jónsson, gjaldkeri. Eftir þennan fund má segja að gjörbreyting hafi orðið á Lestrar- félagi Svarfdæla. Bókasafnið var flutt að Árgerði, þar sem það var í mörg ár og notendum fjölgaði verulega, voru t.d. 72 fyrsta árið eftir breytinguna. Lestrarfélagið var nú komið í það form sem starfað var eftir, allt fram að þeim tíma er bókasafninu var skipt í sambandi við skiptingu Svarfaðardals- hrepps 1946. Bókhaldsskrifstofan hf. Dalvík og Endurskoðun hf. Reykjavík, hafa stofnað með sér sameign- arfélag á Dalvík með heitinu Endurskoðun, Dalvík sf. Til- gangur tyrirtækisins er að ann- ast hverskonar þjónustu og ráð- gjöf á sviði endurskoðunar reikningsskila- og skattamála. Ennfremur rekstrarráðgjöf og lögfræðiþjónustu. Það er von Þótt hér hafi fljótt verið farið yfir sögu fyrstu ára Lestrarfél- ags Svarfdæla gefur það nokkurt yfirlit yfir þá erfiðleika sem við var að stríða, en það var fyrst og fremst áhugaleysi almennings. Minning hins fróðleiksgjarna frumkvöðuls verður best heiðruð með öflugu starfi bókasafnanna, en Lestrarfélag Svarfdæla er eitt af sporunum, sem þessi heilsu- lausi, bláfátæki hugsjónamaður skildi eftir sig í s’varfdælskum sverði. stofnenda að með félagsstofnun þessari sé komið til móts við aukna þörf fyrir ýmsa sérhæfða þjónustu við fyrirtæki á Dalvík og nágrenni. Stjórn félagsins skipa Helgi Þorsteinsson og Ólafur Nilsson. Framkvæmdastjórar eru Hilm- ar Daníelsson og Sveinn Jóns- son. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför MARÍU SIGFÚSD ÓTTUR í Árhól Rósa KristinsdóUir, harítas h'ristinsdóttir. hnstín hristinsdóttir, Jónas Jónassun. \jáll Skarphéðinsson Þóra Helgadóttir. Alaría Jónsdóllir, Sigurjón Sigurbjörnsson. Barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug í sjúkdómslegu og við fráfall sambýliskonu minnar MARÍU J. GUNNLAUGSDÓTTUR Framnesi. Sérstakat þakklæti sendum við læknum oghjúkrunarfólkiá gjörgæsludeild FSA fyrir frábæra umönnun og vinátlu. Guð blessi ykkur öll. F.h. syslkina og annarra vandamannu Sigmundur Sigmuridsson. Hjarlans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vinarhui* með heimsóknum, gjöjum og skeytum á sextugsajmœlum okkar þann 23. mai og 9. des. s.l. Gleðileg jói Guðlaug og Einar Urðum. Öllutn þeim, sem glöddu mig meðgjöjum, skeytum og kveðjum á sjölugsajmœ/i mínu 30. nóvember, sendi ég minar bestu kveðjur og alúðarþakkir. LIFIÐ HEIL. Pálmi Jóhannsson. l’ið hjónin óskurn öllum Dalvíkingum og Svarjdœlingum gleði/egra jóla og góðs og gjöfuls komandi árs. Við þökkum ykkur góðu, görnlu kynnin og biðjumykkur allra heilla. Árný og Frímann. Takið eftir Kvæðabókin Tvö ljóðakver eftir Hjört Björnsson frá Vökuvöllum er tilvalin jólagjöf til Ijóðavina. Bókin fæst í bókabúðunum Eddu á Akureyri ogSogni á Dalvík og hjá höfundi í Dalbæ á Dalvík. Nýtt fyrirtæki - Endurskoðun Dalvík hf. NORÐURSLÓÐ - 11

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.