Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Blaðsíða 19

Norðurslóð - 16.12.1981, Blaðsíða 19
í húsinu Hvammur númer 16 við Karlsbraut á Dalvík búa hjónin, Arni Lárusson og Jóna Jóhanns- dóttir. Arna sé ég oft, gjarnan hjólandi um götur bæjarins. En Jónu sé ég sjaldan og ég hafði það á tilfinningunni, að hún héldi sig heima við og gerði ekki víðreist. Sú tilfinning var þó ekki á traustum rökum reist, því nýlega stakk einhver því að mér að hún væri fyrir skömmu komin heim úr ferðalagi til Astralíu. Svo hringdi ég í frú Jónu knúinn forvitni blaðamannsins og spurði, hvort þetta væri rétt hermt. Já, það var reyndar alveg hárrétt. Hún myndi þá líklega hafa frá ein- hverju að segja okkur, sem alltaf höldum okkur hér á norður- hvelinu? Jú, það skyldi maður nú halda. MættiblaðamaðurNorður slóðar þá kannski koma með blað og blýant og spyrja nokkurra spurninga? Gjörðu svo vel, hve- nær sem þú vilt. Og svo kemur viðtalið. Það er sem sagt rétt að þú hafir farið til Ástralíu? Já, ég fór þangað flugleiðis frá Frankfurt í V-Þýskalandi þann 20. apríl núna á þessu ári og kom aftur hingað heim í miðjum október. Flugferðin tók alls tæpan sólarhring. Það var lent á tveimur stöðum, í Karachi í Pakistan og svo í Kuala Lumpur í Malaysiu. Skammt þar fyrir sunnan er svo farið yfir mið- baug, en ekki varö ég vor við það þarna uppi í loftinu. Það var ekki eins og á skipunum, þar sem mönnum er stungið ofan í vatnsker, þegar þeir fara fyrsta sinn yfir miðbauginn. Og svo var maður allt í einu komin til Ástralíu, til Mel- bourne, sem er stórborg með yfir tvær milljónir íbúa á suðurströnd meginlandsins, höf uðborg í Viktotíuríki. Hvers vegna til Melbourne? Það er nú vegna þess að hann Jóhann Páll sonur minn býr þar. Hann er nefnilega kennari, lektor í félagsfræði við einn af þremur háskólum borgarinnar, La Trobe háskólann. Jóhann er annars doktor í heimspeki og félagsfræði frá háskólanum í Prag og í Frankfurt. Hann er kvæntur tékkneskri konu. Hún heitir María Jaroslava og þau ejga einn son, sem heitir Jan Árni og er 9 ára gamall. Jóhann er ennþá íslenskur ríkisborgari, vill alls ekki gefa hann frá sér og María hefur Kengúra þjóðardýr Ástralíu. Jóhann Páll og María. bæði íslenskan og tékkneskan ríkisborgararétt. Það er alveg óvíst hve jengi þau dveljast í Ástralíu. Eg veit að þau langar nú í aðra röndina a.m.k. til að flytjast hingað heim ef staða byðist. Og hvernig var svo að vera hálft ár á þessum stað? Það var nú reglulega ánægju- legt. Það er ljómandi gott loftslag þarna, þó að það væri reyndar vetur þennan tíma, sem ég var þar. Eg hefi nefnilega hagað mér þannig að ég kem til með að upplifa samfelldan vetur í eitt og hálft ár. Jú, þannig að ég fór héðan undir vorið og kom til Ástralíu, þegar þeirra haust var að ganga í garð. Þaðan fór ég svo í byrjun vors og kom aftur hing- að heim í harðan íslenskan vetur í miðjunt október. Svo þegar næsta vor gengur í garð, verð ég búin að lifa samfelldan vetur í þrjú misseri. Annars er veturinn í Mel- bourne enginn vetur á íslenska vísu. Veðrið er eins og á blíðasta sumri hér 11 gráðu meðalhiti í kaldasta mánuðinum, júlí. (Og 20 gráður í heitasta mánuð- inum, janúar.) Tréin sem öll eru lauftré, fella ekki einu sinni blöðin nema sumar tegundir. Og skrautjurtir blómgast allan veturinn. Það var farið að vora þegar ég fór eins og ég sagði, svo það voru nú töluverð viðbrigði að koma hingað til Dalvíkur í hörkufrost og kafsnjó. Gastu ferðast eitthvað um landið? Ég fór með Jóhanni og fjölskyldunni í eina nokkuð langa ferð. Til Adelaide, sem er höfuðborgin í næsta fylki fyrir vestan, Suður-Ástralíu. Það er stutt ferð á ástralska vísu, samt er það hátt í 1000 km leið. Fjarlægðirnar eru svo geysilega miklar. Sástu eitthvað af þessum merki- legu ásrtölsku dýrum? Já, já, ég sá t.d. mikið af pokadýrum, kengúrum. Ég sá ýmsar tegundir af þeim. Sumar eru stærðar skepnur, miklu hærri en maður, þegar þær rísa upp á endann. Aðrar eru smávaxnar, eins og litlir kettir. En allar stökkva þær á aftur- fótunum og hjálpa til með rófunni og allar geyma þær ungana sína í poka. Ég sá litlu skinnin leika sér í grasinu og hoppa svo inn í pokann hjá mömmu, þegar þau urðu hrædd. Líka sá ég Kóalabjörn- NORÐURSLÓÐ - 19 inn, sem er lítið, skrítið dýr, sem lifir í trjám allt sitt líf og hámar í sig laufblöð allan daginn. Og svörtu svanina sá ég auðvitað líka og Emúfuglinn, sem er stærðarfugl, ófleygur og ákaf- lega sérkennilegur. Það er sagt að stjörnuhiminninn sé allt öðru vísi á suðurhveli jarðar heldur en hér. Leistu nokkurn tíma upp í loftið til að gá til stjarna? Ég er nú enginn stjörnufræð- ingur. En það er rétt að þessi stjörnumerki, sem við þekkjum best eins og karlsvagninn og Sjöstirnið eða Fjósakonurnar, sjást ekki í Ástralíu. Hinsvegar er þar eitt sérstaklega áberandi stjörnumerki, sem við sjáum aldrei. Það heitir Suðurkross- inn. En af því að þú spyrð um himininn þá vil ég segja það, að þegar ég sá tunglið þar fyrst fannst mér það snúa allt öðru- vísi en það gerir hér. Mér varð á orði að þetta væri víst einhver skrambans Hornafjarðarmáni. Og erfitt átti ég alltaf með að sætta mig við það, að sólin skyldi vera í hánorðri í hádeg- inu. Þetta gerði mig allt hálf- ruglaða, bæði tímamunurinn og svo þessi umsnúningur á árs- tíðunum, hásumar um jólaleytið og vetur í júlímánuði. Jóna Jóhannsdóttir, myndin gæti verið tekin í grasgarðinum í Melbourne, en reyndar er hún tekin í Herðubreiðarlindum. Hitturðu fleiri íslendinga þarna í Melbourne? Það eru margir Islendingar í Ástralíu; en þeir eru flestir í Vestur-Ástralíu og líka á austur ströndinni í kringum Sidney og á þeim slóðum, en ekki þarna suðurfrá. Það gerðist þó á meðan ég var þar, að maður hringdi og spurði á íslensku, hvort hann mætti líta inn. Þetta var Davíð Erlingsson frá Akur- eyri, sonur Erlings, fyrrverandi ritstjóra Dags. Hann hafði þá verið sendikennari í norrænu um skeið við háskólann í Canberra, sambandshöfuðborg Ástralíu, og var nú á förum heim til Evrópu. Hann kom svo og þótti öllum gaman að fá hann í heimsókn. Og að lokum ein gáfuleg spurn- ing: Er ekki erfitt að venjast því að vera hinumegin á hnettinum og ganga svona á höfðinu allan tímann? Jóna brosir góðlátlega en segir svo, að reyndar hafi hún fundið fyrir svolitlum höfuð- verk stundum, en hann geti nú allt eins hafa stafað af hitunum, sem voru þarna undir vorið. Að lokum fékk blaðamaður lánaðar nokkrar myndir, sem eiga að skreyta textann og verða vonandi sæmilega skýrar í blað- inu. Þar með þakkar hann húsfreyju kærlega fyrir greið svör og góðar viðtökur og biður fyrir kveðjur að heiman til sveitunga hinumegin á hnett- inum, sem bráðum sest að jólaborðinu í miðsumarhita með sólina í hánorðri á hádegi. H.E.Þ. Jólin nálgast! ★ Blússur, peysur og buxur á alla aldurshópa. ★ Fjölbreytt úrval jóla-og gjafavara. ★ Nýjar gerðir af fallegum styttum. ★ Ittala glervörurnar. ★ Allar nýútkomnar bækur. ★ Hljómplötur í úrvali. MUNIÐ!!! ★ Utvegum allar fáanlegar bækur og söfn. ★ Jólakort og skreytingarefni í úrvali. Óskum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Verslunin SOGN Sími 61300, Dalvík. Frá Dalvík til Ástralíu Húsmóðir fer á flakk

x

Norðurslóð

Undirtitill:
Svarfdælsk byggð og bær
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4096
Tungumál:
Árgangar:
47
Fjöldi tölublaða/hefta:
523
Skráðar greinar:
724
Gefið út:
1977-í dag
Myndað til:
2023
Birtingartöf 1. ár samkvæmt tölvupósti frá nýjum útgefendum (8. mars 2022).
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Óttar Proppé (1977-1980)
Hjörtur E. Þórarinsson (1977-1991)
Jóhann Antonsson (1977-2010)
Hjörleifur Hjartarson (1992-í dag)
Útgefandi:
Hjörtur E. Þórarinsson (1977-1991)
Jóhann Antonsson (1977-1992)
Óttar Proppé (1977-1980)
Hjörleifur Hjartarson (1992-1992)
Rimar hf (1993-2009)
Eyfirska útgáfufélagið ehf (2010-2010)
Norðurslóð ehf (2011-í dag)
Lýsing:
Dalvík. Bæjarblöð.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (16.12.1981)
https://timarit.is/issue/394016

Tengja á þessa síðu: 19
https://timarit.is/page/6838640

Tengja á þessa grein: Frá Dalvík til Ástralíu
https://timarit.is/gegnir/991005132639706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (16.12.1981)

Aðgerðir: