Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 2
Bjarni Johannsson, þjálfari Eyjamanna Dmöaulent að seaia hvepnia leikurinn hróast „Ég er ekki farinn að hugsa um hann“,var fyrsta svar Bjarna Jóhannssonar síðdegis í gær þ e g a r Víkurfréttir spurðu hann um bikar- u r s 111 a - I e i k i n n gegn Kefla- vík. Kannski ekki að furða því Eyjamenn voru að undirbúa sig fyrir Evrópuleikinn í gærkvöldi.En Bjarni fór á augabragði í huganum yfir í bikarleikinn. „Við mætum vel stemmdir til leiks. Okkur hefur gengið vel að undanförnu og leikið jafnt og þétt í stífu prógrammi. Við töpuðum í bikarúrslitum í fyrra og búum að þeirri reynslu. Hana munum við nýta okkur nú“. Ellefu leikmenn í 16 manna hópi liðsins í bikarúrslitunum í fyrra eru nú í liðinu en þó ekki nema sex alla jafna í byrjun- arliðinu. „Það hafa orðið talsverðar breytingar á liðinu sem margir virðast gleymt. í bikarleik telur ekki mikið hvemig lið- unum hefur gengið upp á síðkastið. Þetta er ein- stakur leikur og leikmenn upplifa stemmn- inguna á ákveðinn hátt. Það er ómögulegt að segja hvemig leikurinn þróast. Bæði lið geta leikið sterka vöm og snarpan sóknarleik og eru ekki ósvipuð hvað það varðar. Þess vegna má búast við fjör- legum úrslitaleik". Bjarni er ekki ótengdur Suðuresjum. því eiginkona hans er úr Njarðvíkunum og heitir Ingigerður Sæmundsdóttir og eiga þau tvær dætur. „Ég er búinn að senda IBV-búning í Njarðvíkurnarsagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna að lokum. Mæta jafn margip og þegattliðin léku til unslita Keflvíkingar og Eyjainenn léku hreinan úrslitaleik um íslandsmcistaratitilinn árið 1972 á Laugardalsvelli. Keflavík sigraði örugglega með fjórum mörkum gegn engu þar sem Birgir Einarssonar skoraði tvö og átti þátt í því þriðja. Steinar Jóhannsson og Ólafur Júlíusson skoruðu hin tvö. Tæplega ellefu þúsund manns mættu á þennan ótrúlega leik þar sem Keflvíkingar sýndu mikla yfirburði. Þetta var þriðji íslandsmeistaratitill af fjórum sem Keflavík vann á árunum 1964 til 1973 en næsti titill var Bikarinn árið 1975. Síðan hefur alvörubikar ekki komið inn í safn Keflvíkinga. I liði Keflavíkur í dag eru tveir synir „gullal- dar“-Keflavíkinga. Haukur Ingi er sonur Guðna Kjartanssonar og Guðmundur er spnur Steinars Jóhannssonar. I IBV-liðinu eru einnig tveir „ pabhastrákar", þeir Sigurvin Ólafs Sigurvinssonar og Rútur Snorra Rútssonar. r i i i i i i i Ptaa j *Hut ‘S8 533 2000 Hótel Esja ______________I Komdu á Pizza Hut Við styrkjum IBK ___100 kr. afslátt af ■^v/irn ef þú framvísar þessari pizzum e P Afdlátturinn Viö veitum auglýsingu rennur óskiptur til styrktar IBK. 4/<s> í V" * ^w. * /U\i -segir Einar Gunnarsson, fyrirliði og marka- skorari Keílavíkur í bikarúrslitaleiknum 1975 sem Keflavík vann 1:0 gegn ÍA , J>að er oft minnst á þetta mark og þennan bikartitil okkar. Mér fmnst eiginlega alveg kominn tími á næsta og svei mér þá ef við fáum hann ekki núna. Það reikna fáir með okkar sigri og þá getur þetta gerst. Það væri gaman að fá annan platta“, sagði Einar Gunnarsson sem skoraði sigurmark Keflavíkur í eina bikartitli liðsins til þessa árið 1975 en Einar var fyrirliði liðsins þetta ár. I tilefni af sigrinu 1975 var gefinn út sérstakur postulínsplatti með mynd af Einari að hampa bikamum. 2 BLAÐAUKI Víkuifiéttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.