Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 10
Sigurður Björgvinsson, annar þjálfara Keflavíkur: Hefur fengið góö ráð hjá Bjarna frænda „Þetta er leikur sem alla knattspyrnumenn dreytnir um að komast í. Hann leggst ágætlega í tnig og ég er hvergi banginn þó ég neiti því ekki að spennu og tilhlökkunarfiðringur er kominn í mann“, segir Bjarki Guðmundsson, markvörður Keflvíkinga sem leysti Ólaf Gott- skálksson af hólmi í sumar. Bjarki segist vera öðlast meiri leikæfmgu með hverj- um leiknum en það hafi auðvitað verið stórt stökk að fara af bekknum inn á völlinn, - í Keflavíkur- markið, en fá lið hafa haft á að skipa jafn mörgum landsliðsmarkvörðum í gegnum tíðina. Nægir þar að nefna Þorstein Ólafsson, Þorstein Bjamaspn, Bjama Sigurðsson og Ólaf Gott- skálksson. Bjami Sigurðsson sem lék í marki Keflavíkur, ÍA, Vals og Stjömunnar nú síðast er móðurbróðir Bjarka. „Jú, jú, hann hefur gefið mér ráð, góð ráð“, sagði Bjarki sem segist hlakka til sunnudagsins og vonast til að geta fetið í fótspor fræn- da síns sem margoft hefur hampað bikamum með Val ogÍA. Tólfti maðurinn getur hjálpað okkur að vinna bikarinn „Eins og staðan er í dag er engum blöðunt um það að fletta að líkurnar eru einn á móti þremur hjá okkur. Framundan er því sál- fræðistríð. í öllum þessum látum og spennu skal enginn gleyma því að við mætum dýrvitlausir til leiks“, sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjál- fara Keflvíkinga um bikar- leikinn á sunnudaginn. Sigurður hefur sex sinnum leikið bikarúrslit, með KR og Keflavík en nú er hann í fyrsta skipti sem þjálfari. „Eigum við ekki að segja að næsti sex leikja kafli verði happakafli úr því hinn var það ekki“. Sigurður sagðist hafa heyrt af því að Eyjamenn ætli að fjöl- menna svo mikið á leikinn að þeir séu búnir að leigja flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli til að ná upp stemmningu fyrir leikinn. „Þess vegna segi ég bara hjálpL.því við skulum ekki gleyma því að góður stuðningur áhorfenda er oft tólfti maðurinn í liðinu. Þannig var þetta í fyrstu leikjunum í deildinni þegar okkur gekk mjög vel. Mér hefur fundist hann vanta að undanfömu en vona að tólfti maðurinn verði með okkur á sunnudaginn. Strákamir eiga það skilið". Frá æfingu lijá Keflvíkingum í vikunni. Sigurdur leggur línurnar fyrir æfinguna og næstu daga. vga i oMar snonum -segir Gunnar Oddsson, leikmaður og annar þjálfara Keflavíkur „Ef við spilum með hjartanu allir sem einn þá er ekki ólík- legt að við hömpum bikamum í leikslok", sagði Gunnar Oddsson, leikmaður og annar þjálfara Keflavíkur. , j>ó við séum búnir að ganga í gegnum erfitt tímabil að undanförnu má ekki gleyma þvf að við emm að fara leika úrslitaleik um annan af tveimur stærstu titlum sem keppt er um á Islandi. Það mundu mörg lið vilja vera í okkar sporum", sagði Gunnar sem lék með Keflavík í bikarúrslitaleiknum gegn IA 1993. „Þá var IA súperlið eins og ÍBV er núna. Við vorum óheppnir að tapa gegn ÍA og þó okkur hafi ekki gengið sem best að undanförnu er bikarleikur allt annað dæmi. Eg lofa alla vega því að við mætum eins og hungraðir úlfar því okkur langar alveg rosalega mikið í þennan bikar“, sagði Gunnar Oddsson. Bjarki Guðmundsson, mark- vörður Keflavíkurliðsins kemur úr markmanns-„ætt". 10 BLAÐAUKI Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.