Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 5
Fyrir og leik Sætaf erðir í boði Teits Jónassonar Ókeypis sætaferðir verða á bikarúrslitaleikinn ffá K- videoi og verður farið kl. 10.00. Mæting kl.9.30. Farið verður beint í Ölver í Glæsibæ þar sem stemmn- ingin verður tendruð fyrir leik. Þarna verður einnig sérstakur salur ætlaður [ krökkum og geta þau látið mála sig í litum Keflavíkur- liðsins. Forsala í Samkaup Haukur Ingi á fullri ferð með Keflavík í sumar. A innfelldu myndinni skorar hann íleik gegn Skallagrími í deildinni. Ætlum olfkur ekkent annað en sinui* -segir Haukur Ingi Guðnason sem að öllum líkindum gerist atvinnumaður í haust „Bikarleikurinn leggst vel í mig. Þetta verður frábært og við Keflvíkingar ætlum okkur ekkert annað en sigur“, sagði Haukur Ingi Guðnason, ein af stjörnum Iiðsins í sumar en eins og fram hefur komið hafa að minnsta kosti þrjú stórlið úti í heimi, Arsenal, Liverpool og PSV Eindhoven sýnt hon- um mikinn áhuga. Haukur segir þetta vera einn mikilvæg- asta leik sem liann hafi spilað á ferlinum. Hann var í 2. flokksliði Keflavíkur í fyrra sem lék við Fram í úrslitaleik bikarsins en þá mátti Keflavík þola tap 1:2 og skoruðu Framarar sigurmarkið 7 sekúndum fyrir leikslok. Haukur segir að árið í fyrra hafi verið gott undirbúnigstímabil fyrir árið í ár en þá lék hann fímmtán leiki og byrjaði inná í ellefu þeirra. „Möguleikar okkar gegn Eyjamönnum em góðir. Okkur hefur yfirleitt gengið vel á móti þeim. I síðustu fjórum leikjum höfum við haft betur í tveimur, eitt jafn- tefli og í fjórða leiknum í bikarnum í fyrra var einnig jafnt eftir venjulegan leiktíma en þeir unnu eftir vítaspyrnu- keppni. Guðni Kjartansson, faðir Hauks kom við sögu í eina bikartitli Keflavíkur árið 1975. Þá var hann annar tveggja þjálfara Iiðsins, en hinn var Jón Jóhannsson. Haukur Ingi segir allar líkur á því að hann leiki ekki í Keflavíkurbúningnum á næsta ári því hann hafi möguleika á að komast að hjá atvinnumannaliðum. „Ég hef fengið staðfest hjá Arsenal og PSV Eindhoven að þeir vilji fá mig út og Liverpool mun vera inn í myndinni líka. PSV er að mér skilst tilbúið með samning til að bjóða mér“, segir Haukur. Guðni faðir hans ræddi við forráðamenn Arsenal á dögunum þegar hann fór utan til að fylgjast með leik Ira og Lichtenstein fyrir Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfara. Mun hann hafa verið ánægður með þær viðræður og áhuga forráðamanna Arsenal þar sem hann sjálfur æfði á sínum yngri ámm. Á föstudag og laugardag verður forsala á bikarúrslita- leikinn í Samkaup og verður aðstaða Keflavíkur þar sem Skóbúð Keflavíkur var til, liúsa. Þama verða til sölu bolir, húfur, treflar og fleira og er verðinu stillt í hóf og mark- miðið að Keflvíkingar setji lit á stúkuna og verði ekki síður áberandi en Eyjamenn. KEF til styrktar Keflvikingaiíi Jóhann Helgason, tónlistar- maður og Keflvíkingur hefur Iátið meistaratlokk Keflavíkur fá geisladiskinn KEF til sölu og kostar hann 1800 kr. Af því fær félagið 1200 kr. Það er von leikmanna að vel verið tekið á móti þeim því diskurinn er góður ekki síður en verðið. BIKARINN Á INTERNETINU: www.ok.is/vikurfr Víkurfréttir BLAÐAUKI 5

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.