Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 11
Hugað að meiðslum Ragnars Steinarssonar sem hann hlaut í leik gegn Leiftri í Keflavík. Ragnar Steinars fra Ragnar Steinarsson leikur ekki meira með Keflavík í sumar. Hann meiddist í leik Keflavíkur og Leifturs og hvíldi í næsta leik á eftir. Hann mætti síðan aftur til leiks gegn Val og meiddist þá aftur. Við skoðun kom í ljós að hann er með slitin kross- bönd í hægra fæti og er því frá það sem eftir er sumarsins. Þetta er slæmt fyrir Keflavík því Ragnar hefur verið ein af styrkustu stoðum liðsins í sumar. Tækifæni til að bjarga sumrinu -segir Jóhann Guðmundsson sem hefur skorað ílest bikarmörk Keflavíkur í sumar Jóhann var bara í léttum strigaskóm á æfingu í vikunni. „Þetta er okkar tækifæri til að bjarga sumrinu. Við förum í þen- nan leik af heilum hug og með baráttuna að leiðarljósi", sagði Jóhann Guðmundsson, hinn skemmtilegi sóknarmaður Keflvíkinga sem lék sinn fyrsta A-landsleik auk leikja með ung- mennaliði Islands í sumar. „Maður er búinn að titra af spenningi og tilhlökkun síðustu daga vegna þessa leiks. Þegar við förum í hann munum við ekki hugsa um neitt annað. Slæmt gengi í síðustu deildarleikjum hefur ekkert að segja í þeim efnum.“ Jóhann meiddist í leik Keflavíkur og Borgamess og varð af síðasta deildarleik gegn Val. Hann fékk þungt „takka-högg“ innaná ökklabeinið en það hefur verið að lagast síðustu daga. „Jú, jú, ég verð með. Þetta verður vonandi orðið fínt á sun- nudaginn. Það er alla vega ömggt að ég verð með“. Aðspurður um hvort atvinnumennskudraumurinn sem hann og Haukur Ingi virðast vera svo nálægt að upplifa á næstunni, hafí truflað einbeitingu þeirra í síðustu leikjum sagðist hann ekki geta sagt neitt um. „Það þýðir ekkert að vera að hugsa um það núna. Það kemur bara eftir tímabilið en auðvitað hefur þetta blundað í manni. Maður er svo ungur og mikill kettlingur“, sagði Jóhann og hló en hann hefur skorað flest bikarmörk í sumareða fimm talsins. Fyrirliði Keflavíkur á ÍBV-búning á þjóðhátíð: Snurninq um dansformið „Leikurinn leggst vel í okkur. A góðum degi getum við unnið og það er það sem við ætlum okkur. Það er nokkuð Ijóst“, segir Jakob Jón- harðsson, fyrirliði Keflvíkinga um leikinn gegn Eyja- mönnumá sunnudag. Jakob er ekki ókunnur í Eyjum. Hann lék með liðinu 1989 þegar það var í 2. deild og svo tíu fyrstu leikina í 1. deild árið eftir en þá sleit hann liðbönd og lék ekki meira það árið. Leið hans lá síðan til Keflavíkur og nú er hann fyrirliði og mætir sfnum gömlu félögum. „Ég þekki alla þessa stráka. Þeir voru flestir í 2. flokki þegar ég var í Eyjum. „Það verður auðvitað dagsformið sem ræður úrslit- um þessa leiks og það getur alveg eins verið okkar meginn. Við skulu ekki gleyma því.“ Víkurfréttum barst skemmti- leg mynd af Jakobi í búningi Vestmannaeyjaliðsins og spurði hann út í hana. „Ég gisti hjá Heimi Hallgrímssyni vini mínum í Eyjum yfir þjóðhátíð en hann er fyrrverandi leikmaður ÍBV og heimtaði hjá honum Eyja- búning til að vera í yfir þjóðhátíðina. Hann fékk svo Keflavíkurbúning í staðinn. Þetta var bara skemmtilegt uppátæki og heppnaðist vel“. Myndina tók vinur hans Ingvar Garðarsson úr Keflavík. „Það er skemmtilegt fólk sem stendur að baki þes- sara liða og vonandi verður dagurinn þannig þó auðvitað verði annað liðið að sigra“, sagði Jakob. Bikarinn heim, Keflvíkingar! Mstum U í fiörij Stjórinni 57« septcmber STAPINN Víkurfréttir BLAÐAUKI 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.