Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 7
Eigum meiri mögu- leika en síðast -segir Kjartan Másson sem þjálfað hefur bæðin liðin „Þegar við lékum við ÍA 1993 varSkaga- liðið afburðalið. Þrátt fyrir það áttum við í fíillu tré við þá í úrslitaleiknum og vomm í lokin klaufar að tapa", sagði Kjartan Másson, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur og IBV. Kjartan þjálfarði ÍBV þegar liðið varð bikarmeistari 1981. „Mér fínnst þetta náttúr- lega ákaflega skemmtilegt núna. Bæði liðin mín í úrslitum. Það er ekki hægt að hugsa sér það betra. En nú er ég KeflvQcingur og við ætlum að vinna þennan leik og komast á beinu brautina aftur. Þetta verður skemmti- legur leikur. Eg held að það sé hægt að lofa því“, sagði Kjartan. Marco Tanacic skorar gegn ÍA í leiknum 1993 BIKARPUNKTAR 1993 ♦ Árið 1993 lenti Keflavík eins og nú bæði gegn Leiftri og Val á leiðinni í úrslitin. Leiftursmenn lágu í 8 liða úrslitum 5:2 og Valsmenn í undanúrslitunt 1:2. u Óli Þór Magnússon sem nú leikur með Tindastóli í 4. deild skoraði í öllum leikjum Keflavíkur á leið í úrslitin árið 1993. Honunt tókst hins vegar ekki að skora í úrslitaleiknum sem Keflavík tapaði 1:2 gegn IA. Fljótir og erfiðir „Þeir eru hrikalega erfiðir sóknarmenn Skagaliðsins, Alexander, Bibercic og Þórður. Ég missti af helv.... þegarhann gaf fyrir í seinna markinu. Og ég er svo sem ekki sá fljót- asti. En við áttum að gera betur í þessum leik. Við áttum fullt af færum og með smá heppni hefðum við getað haldið á bikamum í leik- slok“, sagði Karl Finnbogason eftir leikinn. Miðillinn vissi ekki um dómarann , Jvliðillinn gerði ráð fyrir okkar sigri en vissi ekki að Þorvarður myndi dæma leikinn, með þessum hörrnungum“, sagði Ólafur Pétursson, markvörður ÍBK, sem sagði í viðtali fyrir leikinn að miðill hefði sagt að hann ætti eftir að vinna stórverðlaun á næstunni. „Annars var mjög skemmtilegt að standa í markinu í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli en auðvitað var ég ósáttur við úrslitin og sérstaklega fyrra mark ÍA. Dómarar hafa dæmt á svona brot í allt sumar. Af hverju ekki í bikarúrslitaleik? En þetta er allt í lagi, við tökum þetta á næsta ári. Kannski hefur miðillinn verið of snemma á ferðinni". Hirbv nepði sm slæpstu mistok Þessi umsögn kom í Tímanum eftir bikar- úrslitaleik ÍBK og ÍA 1975: „Það vakti geysilega athygli, þegar nöfn leik- manna Akraness voru lesin, að George Kirby, hinn snjalli þjálfari Skagamanna, tefldi ekki fram landsliðsmön- nunum Teiti Þórðarsyni og Bimi Lárussyni. Þetta var mjög vafasönt ráðstöfun í svo þýð- ingarmiklum leik, sem var hápunktur knattspyr- nuvertíðarinnar. Kirby tók þá áhættu að geyma trompin á hendi þar til undir lokin. Þar gerði hann sín stærstu mistök við spilaborðið, - þessi snjalli „pókerspilari“ vaknaði upp við vondan draum, þegar hann loksins lagði trompin (Teit og Bjöm) á borðið. Spilið var tapað, þeir Guðni Kjartansson og Jón Jóhannsson, þjál- farar Keflavíkurliðsins, stóðu upp frá borðinu sem sigurvegarar. Já, þá hló Jón! Verðbréfareikningur íslandsbanka er góður kostur fyrir fyrirtreki og einstaklinga sem ekki vilja binda fjármuni sína en njóta samt sem áður hámarksávöxtunar með lágmarksáhættu. Vextimir taka mið af ríkisvíxlum og er hvert innlegg aðeins bundið í tíu daga en að þeim tíma loknum er innstæðan alltaf laus. Engin þjónustugjöld eru á reikningnum. Stofntilboð! Þeir sem stofna Verðbréfareikning í útihúuin íslandsbanka fyrir 10. septcmbcr fá hærri vexti til áramóta. Víkurfréttir BLAÐAUKI7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.