Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 6
HALLI STUÐNINGAMAÐUR OG TILVILJANIRNAR: Held afl bað sé komið að okkun að uinna aftun Haraldur Magnússon er einn af dvggustu stuðnings- mönnum Ketlavíkurliðsins og hefur fvlgt liðinu um „víðan völl“ í mörg ár. Hann liefur séð nánast alla leiki liðsins frá árinu 1988 en þá liætti hann á sjónum. „Eg er mikill knattspyrnuá- hugamaður en Keflavík er eina liðið í heiminum sem ég held upp á“, segir Halli. Tilviljanir Halli hefur vakið athygli fyrir klæðaburð sinn á vellinum en hann er oftast staðsettur rétt hjá varamannaskýli Keflavík- ur. Hann er í svörtum frakka og með gamlan forláta hatt sem hann eignaðist í ársbyrjun 1993. Honum datt strax í hug að láta setja K-merki Kefla- víkur framan á hann og fékk fyrirtækið Áprentun í Ketla- vík til þess. „Eg sagði við þá að ég ætlaði að setja hann upp í bikarúrslitaleiknum um sum- arið“, segir Halli. Og viti menn, Keflvíkingar komust í bikarúrslitin. Kannski fékk Halli hugboð. í lok síðasta tímbils gáfu leik- menn Keflavíkurliðsins Halla áritað skjal með K-merkinu og nöfnum sínum auk kon- íaksflösku. Og eins og þegar Halli eignaðist hattinn sagðist hann ætla geyma koníaks- flöskuna þar til á næsta ári þegar Keflvíkingar kæmust f bikarúrslitaleikinn. Ekki taka hana upp fyrr! „Þetta eru skemmtilegar tilviljanir“, seg- ir Halli og bætir við: „Ég held að það sé komið að okkur að vinna þennan bikar aftur". Börurnar En af hverju er Halli alltaf við varamannaskýlið? „Það er nú einföld skýring á því. Ef ein- hver meiðist inn á vellinum er ég einn þeirra sem hleyp með börumar inn á.“ Halla er um- hugað um strákana sína í Keflavíkurliðinu og segir að oft hafi þurft stuðning en aldrei eins og nú í ljósi hins slæma gengis að undanfömu. „Við verðum að standa á bak við strákana. Það er ekkert gefið í fótbolta og stuðnings- menn liðsins verða að skilja það og styðja strákana í blíðu og stríðu“, sagði Halli. Halli með hattinn góða og í frakkauíím fína~ Innkastið á vefnum Keflavík, íþrótta- og ung- mennafélag hefur gefið út INNKASTIÐ, mótaskrá knattspyrnudeildar. Auk pappírsútgáfunnar var einnig gefin út rafræn út- gáfa sem nálgast má á vefsfðum Keflavíkur: keflavík.ok.is Keflavíkursíðurnar eru þær ítarlegustu hvað íþróttafélög varðar og auk innkastsins má ftnna ítar- legar upplýsingar um alla leikmenn meistaraflokks karla í knattspymu svo og upplýsingar um leikmenn meistaraflokks karla og kvenna í körfu. Nýjar fréttir af starfsemi Kefla- víkur em færðar inn dag- lega úr ýmsum deildum og birtast fréttir og til- kynningar af Keflavík oft fyrst á vefsíðum félags- ins. Það er vefdeild OK samskipta sem hefur um- sjón með vef Keflavíkur. Keflavíkur- r Afi verktakar Afl nam óska Keflvíkingum 'm _ | góðs gengis í Kef avk bikarleiknum IM ■ ■■ m■ Á Bikarinn heim! ■ ■ ■ 1 litaveita KEFLAVÍKURVERKTAKAR ■^7 j Suðurnesja 6 BLAÐAUKI Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.