Fréttablaðið - 15.05.2017, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.05.2017, Blaðsíða 31
Ein ákvörðun breytti öllu hjá meisturum Chelsea Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, tók risastóra ákvörðun snemma á tímabilinu sem skilaði liðinu á endanum sjálfum Englandsmeistaratitlinum. En svo eru það mennirnir sem gera svo mikið en fer minna fyrir. Vissir þú, lesandi góður, að Spán- verjinn César Azpilicueta, sem Conte breytti í frábæran miðvörð í þriggja manna kerfinu, er búinn að spila flestar mínútur allra í deildinni og sá er búinn að standa sig vel? Svo er félagi hans í vörninni, Gary Cahill, með þriðju bestu sendingaprósentu allra varnarmanna í úrvalsdeildinni. Azpilicueta er þar í sjötta sæti. Svo er það Cesc Fábregas sem fær ekki mikið að spila. Spænski töfra- maðurinn er samt fjórði á stoðsend- ingalistanum með ellefu stykki á eftir Kevin De Bruyne, Gylfa Þór og Christian Eriksen. Fábregas nýtir sín tækifæri frábærlega og gefur stoðsendingu á 111 mínútna fresti. Næstur er De Bruyne með stoðsend- ingu á 175 mínútna fresti. Þetta kall- ast að koma inn af krafti. Víðtæk áhrif Fótboltinn er stundum svolítið eins og tískan; ef einn fær sér rifnar galla- buxur máttu bóka að næsti maður rífur fram skærin. Þannig hefur Conte komið 3-4-3 í sviðsljósið með því að láta Chelsea spila það. Ítal- inn gerði það sama með frábærum árangri hjá Juventus þar sem hann vann þrjá Ítalíumeistaratitla í röð. Það er bara allt annað að gera þetta í deildinni sem allir í heiminum fylgjast með. Fleiri þjálfarar úti um allan heim eru farnir að nota þriggja manna miðvarðalínur sem er ágætis til- breyting frá 4-2-3-1 kerfinu sem meira og minna allir hafa notað undanfarinn áratug eða svo. Conte- áhrifin teygðu meira að segja anga sína til Íslands þar sem meistarar FH eru byrjaðir að spila 3-4-3 sem og KR og Grindavík. Stjarnan á þetta einnig í vopnabúri sínu. Conte steig vart feilspor á leik- tíðinni og fékk mikið hrós frá sér- fræðingum á Englandi á föstudags- kvöldið sem kepptust við að hlaða hann lofi. „Það er ótrúlegt að sjá hvernig hann hefur haldið öllum ánægð- um. Liðið fær ekki á sig rauð spjöld og aginn er mikill. Stöðugleikinn í liðinu er ótrúlegur og ástríða Conte sem og yfirvegun hans hefur smitast út í leikmannahópinn,“ sagði Ian Wright, fyrrverandi framherji Arse- nal, um Ítalann sem nú stendur uppi sem Englandsmeistari á sinni fyrstu leiktíð. tomas@365.is Antonio Conte hefur heillað fótboltaáhugamenn á Englandi og víðar með ástríðu sinni en þessi jakkafataklæddi herramaður er svo miklu meira en bara ástríðan. Hann er einn af bestu þjálfurum heims í dag ef ekki sá besti. NordiCpHotos/GEtty Skemmtanir Árshátíðir Grímuböll Dimmisjón ofl. & ofl. Ykkar skemmtun.... ....okkar fókus gæði – þekking – þjónusta Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is L Í M M I ÐAR Áprentaðir límmiðar af öllum stærðum og gerðum Íslensk framleiðsla ÁPRENTUÐ LÍMBÖND - ATHYGLISMIÐAR - VOGAMIÐAR VOGA- & PRENTARAMIÐAR - VERÐMERKIMIÐAR ÁPRENTAÐIR LÍMMIÐAR - LÍMMIÐAHUGBÚNAÐUR - HITAMIÐAR FÁÐU TILBOÐ ára s. 511 1100 | www.rymi.is ...fyrir alla muni SMÁVÖRUHILLUR OG SKÁPAR Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða? Iðnaðarmann Bílstjóra Bifvélavirkja Þjónustufólk Öryggisvörð Lagerstarfsmann Matreiðslumann13 Leikir sem Chelsea vann í röð eftir að hafa skipt í 3-4-3. Kr - ÍA 2-1 1-0 Hafþór Pétursson (8., sjálfsmark), 2-0 Óskar Örn Hauksson (56.), 2-1 Garðar Berg- mann Gunnlaugsson (85., víti). ÍBV - Víkingur r. 1-0 1-0 Alvaro Montejo (15.). Grindavík - Víkingur Ó. 1-3 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (47.), 0-2 Kenan Turudija (52.), 0-3 Þorsteinn Már Ragnarsson (81.), 1-3 Juan Ortiz (90.+3). KA - Fjölnir 2-0 1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (19.), 2-0 Emil Sigvardsen Lyng (58.) Breiðablik - stjarnan 1-3 0-1 Brynjar Gauti Guðjónsson (57.), 0-2 Guð- jón Baldvinsson (62.), 1-2 Aron Bjarnason (72.), 1-3 Hilmar Árni Halldórsson (90.+4). Nýjast pepsi-deild karla FÉLAG L U J t MÖrK s stjarnan 3 2 1 0 10-3 7 KA 3 2 1 0 7-3 7 Valur 2 2 0 0 6-2 6 Kr 3 2 0 1 5-4 6 FH 2 1 1 0 6-4 4 Grindavík 3 1 1 1 5-6 4 Fjölnir 3 1 1 1 1-2 4 ÍBV 3 1 1 1 1-5 4 Víkingur Ó. 3 1 0 2 4-5 3 Víkingur r. 3 1 0 2 3-4 3 ÍA 3 0 0 3 5-10 0 Breiðablik 3 0 0 3 2-7 0 stjarnan - Fram 23-19 stjarnan: Sólveig Lára Kjærnested 8, Hanna G. Stefánsdóttir 7/3, Rakel Dögg Braga- dóttir 3, Helene Rut Örvarsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Elena Birgisdóttir 1. Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6/2, Steinunn Björnsdóttir 5, Ragnheiður Júlíus- dóttir 2/1, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Arna Þyri Ólafsdóttir 1. staðan er 2-1 fyrir Fram. olís-deild kvenna, lokaúrslit 18.00 Messan Sport2 19.00 Chelsea - Watford Sport2 19.45 Valur - FH Sport 19.00 pepsi-mörkin Sport 19.00 síðustu 20 Sport 18.00 Þór/KA - Haukar Þórsvöllur 18.00 FH - Kr Kaplakriki 19.15 Breiðablik - Fylkir Kópav.v. Í dag César Azpilicueta er búinn að spila hverja einustu mínútu fyrir Chelsea á leiktíðinni. SæKIR VANGoLDIN LAuN Arnar Freyr Arnarsson, lands- liðsmaður í hand- bolta, hefur stefnt uppeldisfélagi sínu Fram vegna vangoldinna launa en fyrir- taka í málinu fer fram á þriðju- daginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Arnar fékk illa greitt á síðustu leiktíð sinni hjá Fram áður en hann hélt út í atvinnumennsku til Kristianstad síðasta sumar. Hann rifti samningi sínum við félagið undir lok síðustu leik- tíðar en samt fengu Framarar greiðslu frá sænska félaginu fyrir línumanninn. Ákvæði í samningi Arnars segir að hann hafi átt að fá hlutdeild af kaupverðinu en hana fékk Arnar ekki, segir faðir hans, Arnar Þór Sævarsson. Reyna mun á þessa riftun fyrir dómstólum. „Við erum bara að sækja peningana sem Fram skuldar. Svo hefur þessi hagsmunagæsla Arnars kostað sitt. Þetta eru engar risa upphæðir en við höfum bara verið harðir,“ segir Arnar Þór. „Við erum bara að reyna að senda skil- boð inn í félagið og hreyfinguna um að samninga verði að virða. Krakkarnir okkar gera sína fyrstu samninga voða spenntir en svo eru þeir ekki virtir. Það er ekki gott.“ S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ð 15M Á N U D A G U R 1 5 . M A í 2 0 1 7 1 5 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D A -1 C 0 4 1 C D A -1 A C 8 1 C D A -1 9 8 C 1 C D A -1 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.