Fréttablaðið - 15.05.2017, Síða 30

Fréttablaðið - 15.05.2017, Síða 30
Ein ákvörðun breytti öllu hjá meisturum Chelsea Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, tók risastóra ákvörðun snemma á tímabilinu sem skilaði liðinu á endanum sjálfum Englandsmeistaratitlinum. fótbolti Að kvöldi laugardagsins 24. september tók Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvörð- um sem átti eftir að breyta gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa svo mikil áhrif á fótboltaheim- inn að þau náðu meira að segja til litla Íslands. Ítalinn var búinn að tapa tveimur stórleikjum í röð með Chelsea; á móti Liverpool og svo Arsenal þennan örlagaríka laugardag. Hann þurfti að ákveða hvort hann færi í leikkerfi sem skilaði honum þremur Ítalíumeistaratitlum í röð, 3-4-3, eða halda sig við fjögurra manna línuna. Conte treysti á leikmannahópinn og kerfið sem hann þekkir svo vel. Uppskeran? Öruggur Englands- meistaratitill á hans fyrstu leiktíð sem knattspyrnustjóri í erfiðustu deild heims. Hugrekkið sem hann sýndi var mikið og traustið á leikmanna- hópnum sömuleiðis því Conte var að stýra Ítalíu á EM síðasta sumar og hafði lítinn sem engan tíma til að þjálfa upp 3-4-3 kerfið fyrir leiktíð- ina. Hann þurfti að henda mönnum í djúpu laugina með þetta á miðju tímabili. Þrettán í röð Þú veist að þú tókst rétta taktíska ákvörðun þegar liðið þitt vinnur þrettán leiki í röð. Sú var raunin hjá Chelsea sem hóf að valta yfir deildina og var gjörsamlega óstöðv- andi. Manchester United var lagt að velli, 4-0, Everton fékk 5-0 skell, Tottenham lá í valnum á Brúnni, Gylfi hélt Svönunum á flugi Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea eru öruggir með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir 2-0 sigur á Sunderland um helgina og fína hjálp frá Crystal Palace sem rassskellti Hull, 4-0, og sendi Hull niður í B-deildina. Aðra leiktíðina í röð bjargar Swansea sér frá falli eftir mikla fallbaráttu og aftur var aðalmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi lagði upp fyrra mark Swansea á móti Sunderland fyrir Fernando Llorente en samvinna þeirra í föstum leikatriðum er engu lík. Þetta var þrettánda markið sem Gylfi Þór leggur upp fyrir Swansea á tímabil- inu en hann er auk þess búinn að skora níu mörk og því koma að í heildina 22 af 43 mörkum Svananna á leiktíðinni eða rétt tæpum helmingi allra marka liðsins. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Liverpool vann 4-0 sigur á West sem fór langt með að tryggja liðinu sæti í Meistara- deildinni á næstu leiktíð sem var markmið lærisveina Jürgens Klopp fyrir tímabilið. Arsenal hefur verið að sækja í sig veðrið og var búið að minnka muninn á milli sín og Liverpool í eitt stig áður en Liverpool mætti til Lundúna um helgina. Arsenal á líka tvo leiki til góða og því var þetta lífsnauðsyn- legur sigur fyrir Liverpool. Hvað kom á óvart? Það var í raun ekkert sem kom á óvart í ensku úrvalsdeildinni þessa helgina. Mestu vonbrigðin Frammistaða Hull í leik sem liðið þurfti sárlega að vinna til að halda sæti sínu í deildinni var hálfpart- inn til skammar. Crystal Palace siglir lygnan sjó en komst auðveldlega í 2-0 og bætti svo við tveimur mörkum undir lokin og vann, 4-0. Hull-liðið hefur verið nokkuð öflugt að undanförnu og strengt sér hverja líflínuna á fætur annarri en að tapa 4-0 í svona leik á ekki að sjást. 2-1 og City var skellt á útivelli, 3-1, á þessum þrettán leikja spretti. „Þessi ákvörðun breytti tíma- bilinu okkar. Við þurftum að finna nýja lausn og nýtt kerfi sem myndi henta liðinu betur. Ég vissi alltaf að ég gæti spilað 3-4-3 kerfið vegna þess að ég hef leikmennina í það. Við vorum ekki heppnir heldum stóðum við okkur bara frábærlega. Ég og leikmennirnir unnum þennan titil saman,“ sagði glaðbeittur Conte eftir sigurinn á West Bromwich Albion á föstudagskvöldið þar sem Lundúnaliðið endanlega geirnegldi Englandsmeistaratitilinn. Fær það besta út úr öllum Conte sýndi hæfni sína svo um mun- aði á þessari leiktíð en hann hefur fengið mikið lof fyrir að kreista allt út úr leikmannahópnum og búa til dæmis frábæran vængbakvörð úr Victori Moses sem hefur annars verið lánaður frá félaginu á hverju ári undanfarnar leiktíðir. Persónur og leikendur eru vel þekktar hjá Chelsea; liðið er með tvo af allra bestu leikmönnum deildarinnar í N’Golo Kante og Eden Hazard, Diego Costa er einn besti framherji Evrópu og markvörðurinn Thibaut Cortouis er magnaður. Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 37. umferðar 2016-17 Man. City - Leicester 2-1 1-0 David Silva (29.), 2-0 Gabriel Jesus (36.), 2-1 Shinji Okazaki (42.). Bournem. - Burnley 2-1 1-0 Junior Stanislas (25.), 1-2 Sam Vokes (83.), 2-1 Joshua King (85.). M.Boro - Southampton 1-2 0-1 Jay Rodriguez (42.), 0-2 Nathan Red- mond (57.), 1-2 Patrick Bamford (72.). Sunderland - Swansea 0-2 0-1 Fernando Llorente (9.), 0-2 Kyle Naug- hton (45.). Stoke - Arsenal 1-4 0-1 Oliver Giroud (42.), 0-2 Mesut Özil (55.), 1-2 Peter Crouch (67.), 1-3 Alexis Sánchez (76.), 1-4 Oliver Giroud (80.). C. Palace - Hull 4-0 1-0 Wilfried Zaha (3.), 2-0 Christian Benteke (34.), 3-0 Luka Milivojevic (85.), 4-0 Patrick van Aanholt (90.) West Ham - Liverpool 0-4 0-1 Daniel Sturridge (35.), 0-2 Philippe Coutinho (57.), 0-3 Philippe Coutinho (61.), 0-4 Divock Origi (76.). Tottenham - Man. Utd 2-1 1-0 Victor Wanyama (6.), 2-0 Harry Kane (48.), 2-1 Wayne Rooney (71.). FÉLAG L U J T MÖRK S Chelsea 36 28 3 5 76-29 87 Tottenham 36 24 8 4 73-24 80 Liverpool 37 21 10 6 75-42 73 Man. City 36 21 9 6 72-38 72 Arsenal 36 21 6 9 72-43 66 Man. Utd 36 17 14 5 52-29 65 Everton 37 17 10 10 61-41 61 WBA 36 12 9 15 41-46 45 Southamp. 36 12 9 15 41-47 45 B’mouth 37 12 9 16 54-66 45 Leicester 36 12 7 17 46-56 43 West Ham 37 11 9 17 45-63 42 Crystal P. 37 12 5 20 50-61 41 Stoke 37 10 11 16 40-56 41 Burnley 37 11 7 19 38-53 40 Watford 36 11 7 18 37-59 40 Swansea 37 11 5 21 43-69 38 Hull 37 9 7 21 36-73 34 Boro 37 5 13 19 27-50 28 Sunderland 36 6 6 24 28-62 24 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum á Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Lagði upp þrettánda markið sitt á leiktíðinni í 2-0 sigri Swansea sem á endanum hélt liðinu í deildinni. Fulham Ragnar Sigurðsson Var ekki í leikmannahópi Fulham í fyrri umspils- leiknum á móti Reading vegna meiðsla. Antonio Conte hefur heillað fótboltaáhugamenn á Englandi og víðar með ástríðu sinni en þessi jakkafataklæddi herramaður er svo miklu meira en bara ástríðan. Hann er einn af bestu þjálfurum heims í dag ef ekki sá besti. NoRdiCPHoToS/GETTy Burnley Jóhann Berg Guðm. Kom inn á sem varamaður á 75. mínútu í 2-1 tapi Burnley á móti Bourne- mouth á útivelli. HAMiLToN fyrSTUr Í MArK Lewis Hamilton á Mercedes vann sigur í Spánarkappakstrinum í formúlu 1 í gær sem fram fór í Barcelona. Hamilton átti helgina en hann var á ráspól, átti besta tímann á einstökum hring og stóð svo uppi sem sigurvegari. Sebasti- an Vettel á ferrari varð þriðji og Daniel ricciardo á red Bull hafnaði í þriðja sæti. Vetta heldur forskotinu í heimsmeistarakeppni ökuþóra með 104 stig en Hamilton er annar með 98 og Valteri Bottas er með 63. 1 5 . m a í 2 0 1 7 m Á N U D a G U R14 S p o R t ∙ f R É t t a b l a ð i ð 1 5 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C D A -1 2 2 4 1 C D A -1 0 E 8 1 C D A -0 F A C 1 C D A -0 E 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.