Fréttablaðið - 15.05.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.05.2017, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði DORMA KYNNIR Eftir áralanga þróun og prófanir höfum við náð markmiði okkar. Við höfum búið til eina þróuðustu dýnu heims. Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri samsetningu 2500 keilulaga gorma og móttækilegum minnissvampi. Fáðu betri svefn – sama hvert svefnmynstur þitt er. 90 x 200 cm 74.990 kr. 120 x 200 cm 89.990 kr. 140 x 200 cm 99.900 kr. 160 x 200 cm 114.990 kr. 180 x 200 cm 129.900 kr. Simba dýnurnar eru fáan­ legar í eftrtöldum stærðum Komdu og kynntu þér Simba í næstu Dormaverslun eða á www.simbasleep.is Örugg skemmtun á að vera í fyrirrúmi í skemmtanabransanum og þannig er það svo sannarlega hjá okkur á Secret Solstice,“ segir Þórunn Ant- onía, sem vinnur fyrir tónlistarhá- tíðina, en hún fékk nýverið þá hug- mynd að láta útbúa sérstaka límmiða sem límdir eru ofan á glös og koma í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðg- unarlyfi ofan í þau. Skemmtistaðirnir Prikið, B5 og Dillon ætla að taka þátt. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. “ Var sem betur fer bjargað „Svo eins og öll þjóðin fylgdist ég grannt með Birnu Brjánsdóttur harmleiknum. Það sem sló mig var að ég upplifði að henni hefði verið byrlað þegar ég horfði á myndskeið af henni sem kom í fréttamiðlum, kannski var það ímyndun í mér en það minnti mig á tilfinningu sem ég sjálf hafði upplifað þegar ég var yngri og fékk eitthvað út í drykkinn minn á skemmtistað í London. Þá var fyrsta tilfinning mín þyngsli í fótunum, svo algjört minnisleysi. Sem betur fer var mér bjargað. Vinur minn vann sem dyravörður á skemmtistað þegar ókunnur maður var að bera mig út, sagðist vera kærastinn minn. Hann var stöðvaður og mér komið í örugga höfn. Ég var heppin að þarna var ein- hver með opin augun. En þetta snýst ekki um mig eða mína sögu, heldur allar þessar sögur sem maður heyrir aftur og aftur,“ útskýrir Þórunn Ant- onía. „Sama dag og ég heyrði af máli ungu konunnar sem er mér svo kær tók ég við störfum sem kynningar- stjóri Secret Solstice. Þá vorum við Sveinn, samstarfsmaður minn, að tala um hversu algengt og sorglegt þetta væri, þessar djammsögur. Sjálfur deildi hann sinni sögu af miklu hug- rekki í druslugöngunni fyrir nokkru og þessi málefni eru honum hug- leikin. Við í teyminu vorum á leiðinni á fund með auglýsingastofu og vorum að kasta fram hugmyndum og þá kom þetta, mér datt í hug að láta búa til filmu eða miða sem fólk getur sett yfir drykkinn sinn. Þar sem við erum að fara að prenta límmiða og alls konar á annað borð, af hverju ekki að búa til eitthvað sem eykur öryggiskennd, skapar umtal og samstöðu? Því fleiri sem opna augun og fylgjast með og láta sig hag annarra varða, því betra,“ segir Þórunn sem þykir sorglegt að þörf sé á þessu verkefni. „Við ættum auðvitað ekkert að þurfa að vera að pæla í svona löguðu, það er í raun fáránlegt. En stað- reyndin er sú að það er fólk sem er að gera þetta af ásettu ráði sem er enn þá fáránlegra og flestum algjör- lega óskiljanlegt. Rétt eins og við ættum ekkert að þurfa að læsa bílum eða heimilum okkar af ótta við að það brjótist einhver inn, en þurfum samt að gera það. Það er til fólk sem stelur og það er til fólk sem byrlar og nauðgar. Það er sorglegt en satt.“ Við eigum að passa hvert annað „Þetta er bara fyrsta prent og tilraun sem við gerðum í samstarfi við PMT prent. Þeir gáfu okkur 10.000 miða til þess að styrkja málstaðinn og ég vil endilega að barir, veitingahús og úti- hátíðir hugsi um að láta prenta svona límmiða.“ Þórunn vonast til að verkefnið verði til þess að fleiri geti skemmt sér vel. „Fólk skemmtir sér betur ef það veit að það er gæsla og öryggi og kannski er þetta ágæt viðbót við það. Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundar- vakningu um að við eigum að passa hvert annað.“ „Ef einhver er ofurölvi þá á maður að bjóða fram hjálp. Þú gætir verið að bjarga lífi. Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring. Ef þú sérð eitthvað, láttu það þig varða.“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, er verndari verkefnisins og tekur þátt í að vekja athygli á því. „Ég settist eiginlega niður harmi slegin og full af eldmóði eftir að ég heyrði sögu um fjölskyldumeðlim og sendi forsetanum bréf með einlægri beiðni um hjálp til að varpa ljósi inn í þennan myrka veruleika, hvort hann vildi vera með í þessari vitundar- vakningu. Hann bókaði mig á fund og vildi standa með mér og okkur í þessu verkefni. Ef það er hægt að varpa ljósi á eitthvað sem þarf að tala um, þá á maður að gera það þó óþægilegt og erfitt sé.“ gudnyhronn@365.is Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. Þórunn Antonía heimsótti Guðna Th. á föstudaginn og sýndi honum límmiðana. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hugmyndin kvikn- aði út frá sorg og vanmáttarkEnnd stúlku sEm Er mér afar kær og var byrlað lyf á skEmmtistað og nauðgað. 1 5 . m a í 2 0 1 7 m Á N U D a G U R22 l í f i ð ∙ f R É T T a B l a ð i ð 1 5 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C D A -1 C 0 4 1 C D A -1 A C 8 1 C D A -1 9 8 C 1 C D A -1 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.