Fréttablaðið - 15.05.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.05.2017, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Fundur um stöðuna á húsnæðismarkaði Dagskrá: Niðurstöður viðhorfskönnunar Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði Leiguheimili íbúðafélagsins Bjargs Björn Traustason, framkvæmdastjóri Fundarstjóri er Sigrún Ásta Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Hagdeild Íbúðalánasjóðs. Staður: Íbúðalánasjóður, Borgartúni 21 Stund: 18. maí, kl. 12–13:15 Skráning á ils.is Pólitískir loftfimleikar snúast iðulega um undan-brögð, eftiráskýringar og kúvendingu í stefnumálum. Ríkisstjórnin iðkar þá íþrótt nú af miklum móð. Síðasta haust voru framhaldsskólarnir plataðir til að sættast á styttingu úr fjórum árum í þrjú undir því yfirskini að það ætti að styrkja fjárhagsgrunn þeirra. Fyrr- verandi menntamálaráðherra sór að við þetta yrði staðið en nýr ráðherra hefur nokkrum mánuðum síðar gengið hraustlega á bak orða forvera síns. Í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar sagði um stytt- ingu framhaldsskólans: „Áætlunin gerir ráð fyrir að allur sá sparnaður sem muni falla vegna styttingarinnar muni haldast innan kerfisins og fari í að efla framhaldsskóla- stigið enn frekar.“ Í nýrri fjármálaáætlun sem bíður samþykktar þingsins er öllu snúið á haus: „Eins og í fyrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að umtalsverður sparnaður komi fram í fram- haldsskólakerfinu vegna styttingar námstíma til stúdents- prófs úr fjórum árum í þrjú og sá sparnaður endurspeglast í lægri framlögum til málefnasviðsins.“ Sem sagt, á nokkrum mánuðum hafa fyrirheitin verið svikin. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar (bls. 265) er sérstaklega tekið fram að langvarandi aðhald í fjár- heimildum framhaldsskóla hafi sett mark sitt á starfsemi og rekstrarstöðu þeirra. Undirfjármögnun hafi bitnað á gæðum kennslu og námsframboði. Hvorki hafi verið unnt að veita viðunandi stoðþjónustu né endurnýja búnað og kennslutæki. Eftir slíka klausu mætti gera ráð fyrir að í kjölfarið fylgdu upplýsingar um stórauknar fjárheimildir sem gerðu skólunum kleift að bæta stöðuna svo um munaði, en svo er ekki, þvert á móti. Áætlað er að yfir 600 milljónir hverfi út úr framhaldsskólakerfinu til ársins 2022, á gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Nær væri að spýta hraustlega í, að minnsta kosti standa við gefin loforð. Það þarf að búa íslenskt samfélag undir stórkostlegar breytingar í atvinnuháttum, samfara tæknibyltingu sjálf- væðingar, tölvu og gervigreindar, sem er framundan. Þar mun aukin og bætt menntun landsmanna leika algjört lykilhlutverk. Að pissa í skóinn sinn Á nokkrum mánuðum hafa fyrir- heitin verið svikin. Logi Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar Að það sé orðið löngu tímabært að það sé til vinna fyrir fólkið en ekki fólk fyrir vinnu, eftir hentug- leikum þeirra sem höndla með afla- heimildir í fiskinum okkar allra. Eftir að hafa mátt um nokkra hríð bíða í óvissu um framtíð starfa sinna á Akranesi var fiskvinnslufólki HB Granda tilkynnt um niðurstöðuna. Alls 86 starfsmönnum HB Granda verður sagt upp störfum fyrir mánaðamót og geta þeir í besta falli vonast eftir því að verða boðið sambærilegt starf í Reykjavík. En á meðan fiskverkafólkið á Akranesi bíður eftir upp- sagnarbréfunum sínum bíða hluthafar í HB Granda eftir því að arður verði greiddur út fyrir árið 2016 en ein króna verður greidd í arð á hvern hlut. Fjárhæðin verður greidd út þann 31. maí næstkomandi og nemur alls 1,8 milljörðum króna sem hluthafarnir skipta á milli sín. Það er því óhætt að segja að hlutskipti starfs- manna og eigenda fyrirtækisins sé ólíkt. „HB Grandi er traustur vinnustaður þar sem stjórn- endum og starfsmönnum er annt um vellíðan og heil- brigði samstarfsfólks síns,“ stendur á heimasíðu fyrir- tækisins undir fyrirsögninni Vellíðan og starfsandi. Kannski þessi setning verði svo bara tekin af heima- síðunni þegar búið verður að segja upp 86 manns fyrir mánaðamótin til þess að hámarka frekar hagnað fyrirtækisins. Hámarka arðgreiðslur til eigenda fremur en að stuðla að stöðugleika fyrir starfsfólkið og Akranes. Hámarka arðgreiðslur til Vogunar, Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins A-deildar og Arion banka og þannig mætti áfram telja af lista stærstu hluthafa í HB Granda. Saga HB Granda og Akraness er auðvitað ekkert einsdæmi. Langt frá því. Allt síðan kvótakerfinu var komið á til þess að koma í veg fyrir að íslensk útgerð gengi af miðunum dauðum með ofveiði hafa bæjar- félög víða um land mátt búa við óöryggi þar sem framtíð fólks og byggða hefur verið í höndum örfárra einstaklinga í krafti kvóta sem þeir hafa fengið að sýsla með óáreittir og án ábyrgðar. Kvóta sem er ekkert annað en hlutdeild í auðlind sem er auðvitað þjóðarinnar allrar en ekki fárra útvalinna einstaklinga og hagsmunaaðila sem hafa ítrekað tekið eigin hags- muni fram yfir hagsmuni heildarinnar. Aðstæður fiskverkafólksins á Akranesi eru langt frá því að vera einsdæmi í sögu íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfisins, en það merkilega er að enn og aftur virðast aðstæður á borð við þessar koma stjórnmála- mönnum nokkuð á óvart. Enda keppast þeir nú við að lýsa því yfir að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Við núverandi aðstæður verði ekki lengur unað, en svo sýnist sitt hverjum hvað sé þá helst til ráða. Því verður kannski nú sem endranær minna um aðgerðir og meira um yfirlýsingar. En við skulum samt vona ekki. Við skulum vona að stjórnmálin geri sér grein fyrir því að nú sé siðferðilegum botni náð. Að það sé orðið löngu tímabært að það sé til vinna fyrir fólkið en ekki fólk fyrir vinnu, eftir hentugleikum þeirra sem höndla með aflaheimildir í fiskinum okkar allra. Að tími rót- tækra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé löngu runninn upp og að hagsmunir byggða landsins og þjóðarinnar í heild sinni verði hafðir að leiðarljósi. Botninum náð Pirraður aðstoðarmaður Stundum eiga stjórnmálamenn erfitt með að horfast í augu við sannleikann. Á dögunum sagði Nichole Leigh Mosty, þing- maður Bjartrar framtíðar og fulltrúi í allsherjar- og mennta- málanefnd, að hugsanlega væri rétt að fresta frumvarpi um jafn- launavottun til næsta hausts. Karl Pétur Jónsson, sem er pólitískur ráðgjafi jafnréttisráð- herra, segir þingmanninn hafa verið dreginn inn í „ruglviðtal í Fréttablaðinu“, eins og hann orðaði það í Silfri Egils í gær. Bætti hann við að verið væri að „teikna upp einhverja atburða- rás sem er ekki í gangi“. Raunsæ skoðun Það er kannski skiljanlegt að maður sem hefur varið drjúgum hluta starfsævi sinnar sem almannatengill, við að hafa markvisst áhrif á skoðanir annarra, skuli ætla öðrum það að teikna upp einhverja tiltekna atburðarás. Fréttin byggði þó einungis á ummælum sem þingmaðurinn lét flakka af fúsum og frjálsum vilja. Samkvæmt dagskrá þingsins eru tvær vikur eftir af starfi þess. Og Nichole segir mikinn fjölda þingmála liggja fyrir til umfjöllunar hjá nefndinni. Hugsanlega nær nefndin að vinna þrekvirki og klára þau öll. En líklegra er að þingmaðurinn tali af raunsæi. jonhakon@frettabladid.is 1 5 . m a í 2 0 1 7 m Á N U D a G U R8 s k o ð U N ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 5 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D A -2 F C 4 1 C D A -2 E 8 8 1 C D A -2 D 4 C 1 C D A -2 C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.