Fréttablaðið - 15.05.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.05.2017, Blaðsíða 12
1 5 . m a í 2 0 1 7 m Á N U D a G U R12 S p o R t ∙ F R É t t a B L a ð i ð sport Stjarnan strengdi sér líflínu með sigri í Mýrinni 2-1 Stjarnan er enn á lífi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna en liðið vann 23-19 sigur á Fram í þriðja leik liðanna á heimavelli sínum í Mýrinni í Garðabæ í gær. Fram vann fyrstu tvo leikina og hefði fengið bikarinn afhentan með sigri í gær en Stjarnan kom gríðarlega ákveðin til leiks og var 10-3 yfir eftir rétt ríflega 20 mínútna leik. Forystuna lét liðið aldrei af hendi en hér fagnar Heiða Ingólfsdóttir sigrinum með varnarjaxlinum Rakel Dögg Bragadóttur. Fréttablaðið/anton brink HaNDBoLti Handboltalið Víkings gæti átt von á góðum fréttum í dag þegar skráningarfrestur vegna þátt- töku á Íslandsmótinu rennur út og deildaskipting verður í kjölfarið gefin út. Víkingar eiga nefnilega von á sæti í úrvalsdeildinni fari svo að fjölgað verði í deildinni upp í tólf lið eins og allt stefnir í miðað við fjölda liða sem hafa skráð sig til leiks. Þetta segir Róbert Geir Gíslason, fram- kvæmdastjóri Handknattleikssam- bands Íslands, í samtali við Frétta- blaðið. „Við gefum ekkert út um fjölda liða í deildunum fyrr en skráning- arfresti lýkur en við reiknum með fjölgun liða í efstu deild. Það eru yfirgnæfandi líkur á því. Það stefnir í að það verði í heildina fleiri lið sem keppa á næsta tímabili heldur en á því síðasta þrátt fyrir að KR hafi ákveðið að draga sitt lið úr keppni,“ segir Róbert Geir. Eiga ekki sætið Miklar deilur hafa verið innan KR um helgina eftir að ákveðið var að senda meistaraflokk félagsins ekki til leiks næsta vetur. KR-ingar komu öllum á óvart og unnu Víkinga í undanúrslitum umspils 1. deildar og voru þannig með sæti víst í efstu deild á næstu leiktíð ef svo færi að fjölgað yrði í deildinni sem allt stefnir í. Aðalstjórn KR, ásamt stjórn handknattleiksdeildar, komst að þeirri niðurstöðu að senda liðið ekki til þátttöku sem gerði marga KR-inga mjög reiða. KR hefði með fjölgun spilað á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð en umræðan segir Róbert að hafi verið á villigötum því Vesturbæingar séu ekki að gefa eftir úrvalsdeildarsæti. Ekki sé hægt að gefa frá sér eitthvað sem lið á ekki. „Umræðan hefur verið á rangri braut. KR er 1. deildar lið enn þá alveg eins og það var í vetur. Stjarnan er líka 1. deildar lið því það hafnaði í níunda sæti efstu deildar og féll. Stjarnan heldur bara sæti sínu ef það er fjölg- að. KR hefði farið upp ef fjölgað væri en það getur ekki gefið eftir sæti sem það á ekki,“ segir Róbert Geir. reglurnar skýrar Þar sem allt stefnir í að fjölgað verði í tólf liða efstu deild þarf að bæta við einu liði. Akureyri Handbolta- félag lenti í neðsta sæti og féll og á ekki rétt á sæti í efstu deild hvort sem liðið heldur því nafni eða skiptir sér upp í KA og Þór á ný. Þórsarar eru reyndar búnir að hafna slitum KA og á eftir að koma í ljós hvað verður fyrir norðan. Ekk- ert af þessum þremur félögum, ef þannig má að orði komast, verður í efstu deild á næsta ári heldur eru það Víkingar sem bíða spenntir. „KR ákvað að skrá sig ekki til leiks en það var fyrsta liðið til að taka laust sæti í efstu deild sem það lið sem tapaði í úrslitum umspils 1. deildar á móti ÍR,“ segir Róbert er hann útskýrir regl- urnar. Hann segir þær mjög skýrar. „Á eftir liðinu sem tapar í umspil- inu kemur liðið sem hafnaði í níunda sæti efstu deildar sem er Stjarnan og þannig heldur hún sæti sínu en þá á enn þá eftir að bæta við liði þar sem allt stefnir í fjölgun og KR skráir sig ekki til leiks. Þriðja liðið er það lið sem hafnaði efst í deildarkeppninni í 1. deild af þeim liðum sem eru ekki komin upp nú þegar og ætla að skrá sig til leiks. Það eru Víkingar,“ segir Róbert Geir. Gætu orðið þrjár deildir Ekki nóg með að loksins sé aftur verið að fjölga í tólf liða efstu deild sem margir hafa beðið spenntir eftir þá er áhuginn svo mikill í hand- boltanum að þrjár deildir eru mjög raunhæfur möguleiki. „Við gefum út deildaskiptinguna á morgun eftir að við setjumst yfir þetta með mótanefnd. Það voru 24 lið sem kepptu á síðasta tíma- bili í karlaboltanum en nú gætu þau orðið 27. Það eru fleiri U-lið að skrá sig og svo gæti Hvíti Riddarinn komið inn í þetta,“ segir Róbert og heldur áfram: „Fari svo að 27 lið skrái sig til leiks verðum við með tólf liða efstu deild, átta liða 1. deild og restin, sjö plús lið, spila í 2. deild. Mesta flækju- stigið verður ef það verður spilað í þremur deildum. Þá gæti frestun á útgáfu deildafyrirkomulagsins eitt- hvað frestast annars verður þetta allt klárt á morgun,“ segir Róbert Geir Gíslason. tomas@365.is Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða og Víkingar eru næstir inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. KR-ingar ætla ekki að senda lið til leiks en þeir eru ekki að gefa frá sér sæti í efstu deild. FótBoLti Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær Þýskalandsmeistari með Wolfsburg þrátt fyrir nokkuð óvænt 2-0 tap á móti Freiburg á úti- velli. Fráfarandi meistarar Bayern München gerðu Wolfsburg greiða með því að vinna Turbine Potsdam en það var eina liðið sem átti mögu- leika á því að verða meistari ásamt Söru og félögum. Fyrir leikinn í gær var Wolfsburg búið að vinna þrettán leiki í röð en það er nú aftur komið á toppinn í þýska boltanum eftir að hafa horft upp á Bayern vinna deildina undan- farin tvö tímabil. Atvinnumannsferill Söru Bjarkar, sem hefur stimplað sig inn sem ein af bestu miðjukonum Evrópu undanfarin misseri, heldur áfram að gefa. Þetta er í fimmta sinn sem hún verður landsmeistari en Sara varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með Rosengård áður en hún flutti sig til Wolfsburg sem er eitt allra besta félagslið heims. Landsmeistari í fimmta sinn Sara getur einnig orðið bikarmeistari í lok maí. nordicphotoS/GEtty Ágúst Þór Jóhannsson féll með Víkinga í fyrra en kom kr upp með sigri á Víkingi en þarf líklega að sjá á eftir Víkingum upp í efstu deild. 1 5 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D A -1 7 1 4 1 C D A -1 5 D 8 1 C D A -1 4 9 C 1 C D A -1 3 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.