Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.05.2017, Qupperneq 4
01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is skipulagsmál Sveitarfélaginu Vogum hefur borist fyrirspurn frá Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, um afstöðu sveitar- félagsins til byggingar flugvallar fyrir æfinga- og kennsluflug á Stranda- heiði. Ef af þessum æfingaflugvelli á Reykjanesi yrði myndi hann anna öllu kennslu- og æfingaflugi á suð- vesturhorninu og víðar ef áhugi væri fyrir hendi. Bæjarráð Voga tók málið fyrir á fundi í síðustu viku og vísaði því til skoðunar hjá umhverfis- og skipu- lagsnefnd sveitarfélagsins. Eins og kunnugt er rekur Keilir flugakademíu þar sem í boði er nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugum- ferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er um tvær flugbrautir að ræða og er hvor um sig 1,2 kílómetrar að lengd – eins yrði um aðstöðu fyrir kennsluvélar að ræða, verkstæði og geymslur. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir að æfingaflugvöllur krefjist eðlilega breytinga á aðal- skipulagi sveitarfélagsins, og óform- leg fyrirspurn hefur verið send til eiganda landsins sem hér um ræðir. Lengra sé málið ekki komið á þessu stigi. Spurður hvernig áformin horfi við bæjarstjóranum við fyrstu sýn segir Ásgeir að ekkert eins og þetta hafi komið til tals áður og í skipu- lagsvinnu síðustu ára hafi slíkt aldrei verið ámálgað. Í því ljósi falli hugmyndin ekki að skipu- lagi dagsins í dag. „Að öðru leyti líst mönnum ekkert illa á þessa hugmynd – hvorki til né frá,“ segir Ásgeir. – shá Keilir vill tveggja brauta kennsluflugvöll og byggja í Vogunum Menn hafa ekki mót- að neina afstöðu til þessa á neinn hátt. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum Tölvur „Það er alltaf gott að vera með uppfærða vél og uppfærðan hugbúnað vegna þess að þegar gallar finnast, eins og sá sem er verið að nýta núna, er í mörgum tilvikum búið að gefa út uppfærslur fyrir þeim göllum,“ segir Jón Kristinn Ragnars- son, öryggisstjóri hjá Þekkingu. Töluvárásir áttu sér stað á föstu- daginn víðsvegar um heim og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Um er að ræða gagnagíslatökuárásir (e. ran- somware). „Þetta er að dreifast með svindlpóstum. Það er verið að reyna að fá þig til að smella á hlekki. Svona póstar eru alltaf að verða betri og betri. Þeir eru að komast oftar fram- hjá þessum venjulegu vörnum,“ segir Jón Kristinn. „Við erum farin að treysta mjög mikið á það að notandinn smelli ekki á hlekkinn, þess vegna skiptir máli að fólk sé meðvitað um það. Allir starfsmenn eru hluti af vörn fyrirtækisins.“ Margir óttast nú frekari árásir á morgun en Rob Wainwright, yfir- maður Europol, segir að árásin hafi náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. Lögreglunni hefur ekki borist tilkynning um tilfelli hér á landi. Jón Kristinn segir að engin ástæða sé til að halda að þetta hafi ekki áhrif hérlendis. „Við erum að nota sama búnað og alls staðar úti um allan heim.“ Tölvuþrjótarnir læsa nú gögnum fólks og krefjast greiðslu í staðinn. Jón Kristinn segir ekki eftirsóknar- vert að borga. „Það er engin trygging fyrir því að þú fáir gögnin. Það skiptir máli fyrir alla að afrita gögnin sín og vera viss um að þau virki.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir það vera að skýrast hvernig tölvu- árásirnar virki tæknilega og hvað sé hægt að gera. Hann segir eina tilkynningu hafa komið frá manni í gær sem óttaðist að árásin hefði komið upp hjá sér hérlendis. „Það verður skoðað. Við teljum að það sé hugsanlegt,“ segir Hrafnkell. „Þetta er ekki nýtt. Það eru búnar að vera stanslausar árásir í marga mánuði eða misseri. Það sem aðgreinir þetta er hvernig smitleiðin er því hún er miklu virkari þannig að umfangið verður miklu meira.“ Hann tekur undir með Jóni Kristni að við séum líklega ekki stikkfrí á Íslandi. Hann segir brýnt að fólk hér- lendis setji inn öryggisleiðréttingu sem stofnunin hefur mælt með. „Það sem er sérstakt við þennan vírus og aðgreinir hann frá öðrum er að hann er með tvöfalda virkni, þá kemur það sem við köllum tölvuorm, vírusinn dreifir sér innan staðarnetsins sem reynir á tiltekinn veikleika. Ef ekki er búið að setja inn þessa öryggis- leiðréttingu sem við erum að benda á að þurfi nauðsynlegar að gera getur hann tekið yfir heilt staðarnet og allar tölvurnar í því.“ saeunn@frettabladid.is Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. Íslendingar geta varið sig með því að afrita skjöl, uppfæra vélar sínar og setja upp öryggisleiðréttingu. Ein tilkynning hefur borist Póst- og fjarskiptastofnun um mögulegt tilfelli hérlendis. Interpol óttast að fleiri tölvuárásir verði gerðar í dag. NordIcPhotos/Getty Tækni Hópur verkfræðinga ætlar að þróa fljúgandi bíl. Bíllinn mun styðj- ast við drónatækni, vera með þrjú stýri og fjögur hjól. Bíllinn verður kallaður Skydrive. BBC greinir frá því að japanski bíla- framleiðandinn Toyota muni styrkja Cartivator-hópinn, sem vinnur að þróun bílsins, um 40 milljónir jena, eða 36,8 milljónir króna. Hingað til hefur þróun bílsins verið fjármögnuð með hópfjármögnun. Skydrive mun verða 2,9 metrar á lengd og 1,3 metrar á hæð og verða minnsti flugbíll heims. Hámarks- hraðinn verður um 100 kílómetrar á klukkustund og mun bíllinn þá verða í allt að tíu metra hæð. Vonir eru um að frumgerð af bíln- um nýtist til að tendra ólympíukynd- ilinn þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020. – sg Þróa fljúgandi bíl fyrir 2020 hópurinn að baki flugbílnum hefur meðal annars nýtt sér hópfjármögn- un. MyNd/cartIvator Það skiptir máli fyrir alla að afrita gögnin sín og vera viss um að þau virki. Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu Danmörk Norrebro Bryghus nýtti sér 50 þúsund lítra af þvagi sem safnað var á Hróarskelduhátíðinni til þess að framleiða bjór. Þvagið var nýtt sem áburður á kornið sem notað er í bjórinn. Bjóráhugamenn segja að bragðið af bjórnum, sem kallaður er Pisner, beri það ekki með sér hvernig bygg- ið er ræktað. – jhh Þvag nýtt við framleiðslu bjórs FerðaþjónusTa Samtök ferða- þjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæða- gjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og inn- heimta gjald fyrir bílastæði og þjón- ustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjald- taka af hálfu opinberra aðila geti við- gengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Sam- tök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælis- vert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á við- komustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitar- félög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almanna- þjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að greina gjaldtökuna og samræma framkvæmd bílastæðagjalda til að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breyt- ingar á umferðarlögum. – jhh Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Á Þingvöllum eru innheimt bílastæðagjöld á grunni sérlaga. FréttablaðIð/Pjetur 1 5 . m a í 2 0 1 7 m á n u D a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 1 5 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D A -2 0 F 4 1 C D A -1 F B 8 1 C D A -1 E 7 C 1 C D A -1 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.