Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1992, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 16.12.1992, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3 Séra Jón Helgi ávarpar gesti við vígslu safnaðarheimilisins. Friðþjófur Pórarinsson, formaður safnaðarnefndar rekur byggingar- sögu safnaðarheimilisins. Dalvíkurkirkja: Safnaðarheimili vígt í kafaldsbyl -Neðri hæðin tilbúin Salurinn á neðri hæð safnaðarheimilisins rúmar tæplega hundrað manns í sæti. Það var mál manna að innréttingar og litaval einkenndist af mikilli smekkvísi. Og ekki spilltu málverk eftir Kristin G. Jóhannsson, Kristin Árnason og Harald Sigurðsson sem fengin höfðu verið að iáni til að skrevta húsakynnin. Myndir: -þh Það viðraði ekki beinlínis vel sl. sunnudag þegar nýtt safnaðar- heimili sem risið er við Dalvík- urkirkju var vígt. Séra Birgir Snæbjörnsson prófastur og Haukur Haraldsson hönnuður hússins sem ætluðu að taka þátt í vígslunni sátu eftir með sárt ennið á Akureyri því kaf- aldsbylur var og ekkert ferða- veður. Dalvíkingar létu veðrið hins vegar ekkert á sig fá og fjölmenntu til vígslunnar. Fimm ár eru nú liðin síðan farið var að ræða um byggingu safnað- arheimilis við kirkjuna. Samið var við Hauk Haraldsson tæknifræð- ing á Akureyri um hönnunina og honum lagðar þær línur að útlit hússins yrði að falla vel að kirkj- unni. Er það mál manna að það hafi tekist einkar vel. Fyrsta skóflustungan var tekin í október 1989 og gerði það Jón Emil Stefánsson, heiðursborgari Dalvíkur, en hann var byggingar- meistari Dalvíkurkirkju þegar hún var reist í lok sjötta áratugarins. Uppsteypa hússins var boðin út og reyndist Daltré hf. eiga lægsta til- boðið. Byrjað var að steypa upp húsið vorið 1990 og húsið varð fokhelt um haustið. Þá var hafist handa við að koma nýja pípuorgel- inu fyrir, en það stendur að mestu leyti í tengibyggingu milli kirkju ...og botniði nú! Eins og venja er í jólablaði Norðurslóðar birtum við hér vísufyrriparta sem les- endur eru hvattir til að prjóna við og senda okkur síðan botnana. Verðlaun verða veitt þeim sem senda inn snjöllustu botnana að mati færustu manna. Kúa best er kýrin Rós kostaskepnan góða. Efég mœtti óska mér eins í þessu lífi. Á nýju ári œtla ég allt mitt ráð að bœta. og safnaðarheimilis. Lítið gerðist árið 1991, en snemma á þessu ári ákvað sóknamefnd að innrétta neðri hæðina og ljúka því á árinu. Fullur kraftur var nú settur í bygginguna, samið við Tréverk hf. um innréttingar, Rafvélar hf. um raflagnir og Magnús Á. Magnús- son um pípulagnir. Margir sjálf- boðaliðar lögðu fram vinnu og má þar nefna að Lionsmenn máluðu húsið að utan og einangruðu báðar hæðimar. Efri hæðin eftir Safnaðarheimilið er talsvert mann- virki. Gmnnflötur þess er 237 m2 en efri hæðin er heldur minni, eða um 150 m3. Á neðri hæðinni sem nú er tilbúin er stór salur sem rúm- ar tæplega 100 manns í sæti, skrif- stofa prests, eldhús, snyrting, örlít- ið afdrep fyrir organista og kirkju- vörð og þar verður einnig líkhús. Á efri hæðinni verður svo annar salur auk aðstöðu fyrir kórinn og sókn- amefnd. Margir renna hým auga til salarins á efri hæðinni því þar verður hátt til lofts og viðarklætt í hólf og gólf. Enn er óvíst hvenær ráðist verður í að ganga frá efri hæðinni, það ræðst af fjárhags- stöðu safnaðarins. Ljóst er þó að einhver bið verður á því að efri hæðin komist í gagnið því næsta verkefnið verður að sinna viðhaldi og endurbótum á sjálfri kirkjunni, en það er orðið brýnt. I ræðu sem Friðþjófur Þórarins- son formaður sóknamefndar hélt við vígsluna kom fram að kostnað- ur við byggingu safnaðarheimilis- ins er nú kominn í 25 milljónir króna. Byggingin er fyrst og fremst fjármögnuð af sóknargjöld- um, en auk þess hefur fengist framlag úr Jöfnunarsjóði kirkna. Þá hefur Dalvíkurbær styrkt bygg- inguna með uþb. þriggja milljóna króna framlagi auk þess sem gatnagerðargjöld hafa verið látin niður falla. Nokkurs fjár hefur ver- ið aflað með því að halda basara og selja kökur og annað. Þá em ótalin framlög fjöl- margra félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Til dæmis gaf Tréverk hf. veglega útidyrahurð á húsið í tilefni af afmæli fyrirtækis- ins ekki alls fyrir löngu. Áður er minnst á vinnu Lionsmanna, en fjöldi annarra sjálfboðaliða hefur lagt hönd á plóginn. Þar ber fyrst að nefna sóknamefndina, en í henni eiga sæti Friðþjófur Þórar- insson, formaður, Kristján Ólafs- son, gjaldkeri, Ámi Öskarsson, Hjördís Jónsdóttir, Inga Bene- diktsdóttir, Karítas Kristinsdóttir og Kristján Loftur Jónsson. Margvísleg starfsemi Nú er húsið risið og þá vaknar spumingin hvað á að gera við það. Að sögn Jóns Helga verður marg- vísleg starfsemi í húsinu. Þar verður góð aðstaða fyrir félags- starf, bæði á vegum safnaðarins og annarra samtaka í bænum. Vinnu- aðstaða prests batnar til muna og hann getur til að mynda sinnt fermingarundirbúningi í heimil- inu, en hann hefur til þessa farið fram í lítilli kjallaraskonsu undir kór kirkjunnar. Áhugi er á því að auka fræðslu- starf á vegum krikjunnar og ætti safnaðarheimilið að nýtast vel til þeirra verka. Jón Helgi segir að það sé reynsla manna þar sem safnaðar- heimili hafa risið að margt af því sem söfnuður og prestur hugsi sér að heimilin nýtist til komi þar aldrei inn fyrir dyr, en í staðinn fái þar inni ýmislegt annað. Býst hann við því að svo verði einnig hér. Greinilegt sé að þörf er fyrir húsið því fjölmargir hafi spurst fyrir um það til fundarhalda og annarra hluta. Fjölmenn vígsluathöfn Eins og áður segir fjölmenntu Dal- víkingar til vígsluathafnarinnar og létu kafaldsbylinn ekki aftra sér. Athöfnin hófst í kirkjunni þar sem prestur fór með bæn og ritningar- orð, en að því loknu fór hann fyrir söfnuðinum þegar gengið var inn í Búnaðarsamband Eyjafjarðar hélt þann 7. desember s.l. bændaklúbbsfund á Hótel KEA. Á fundinum var m.a. veitt viðurkenning fyrir bestu mjólkurkú á svæði sambands- ins. Þann eftirsótta titil hlaut að þessu sinni Rós nr. 58 í Mið- koti. Rós fékk 209 stig í ein- kunn. Stigin fá kýmar samkvæmt dómi á sérstökum kúasýningum þar sem tekið er tillit til ýmissa þátta svo sem eins og byggingar, geðslags og ekki síst afurðasemi. Árið 1991 mjólkaði Rós 7136 kg og þetta árið ætlar hún að fara enn- þá hærra í afurðum að sögn Haf- steins Pálssonar eiganda hennar. Rós er tæpra 8 vetra undan Álmi 76003 frá Svertingsstöðum en kvenleggurinn er frá Miðkoti. Hafsteinn segir að Rós sé „hreint dásamleg kýr“, geðgóð og með- safnaðarheimilið. Þar helgaði prestur húsið og flutti ávarp sem prófastur hafði samið af þessu til- efni, en komst ekki til að flytja sjálfur. Kirkjukórinn söng og blás- arasveit lék nokkur jólalög. For- maður sóknamefndar rakti bygg- ingarsögu hússins og þakkaði gjaf- ir sem borist hafa til byggingarinn- ar. Að athöfninni lokinni þáðu gestir glæsilegar kaffiveitingar í boði sóknamefndar og safnaðar. Svignuðu borð undan kræsingun- um. -ÞH færileg og yfirleitt hafi hún verið afar heilsuhraust. Það kostar hins vegar heilmikla vinnu og nostur- semi að eiga svona metskepnu. Eftir burð hefur hún mjólkað 42 kg á sólarhring og til þess að haldast í svo mikilli nyt þarf hún að sjálf- sögðu að éta reiðinnar býsn. Haf- steinn segist hafa lagt það á sig að gefa henni 5 kjamfóðurgjafir á sól- arhring. „Ég vildi nú ekki eiga margar svona kýr í fjósinu hjá mér því það er töluverður vandi að hirða svona kostaskepnu svo vel sé,“ sagði Hafsteinn. Á fundinum vom einnig stiga- hæstu kýr í hverjum hreppi eða réttara sagt hverju búnaðarfélagi fyrir sig verðlaunaðar. I Svarfaðar- dalshreppi varð Vetra nr. 62 í Brekku stigahæst. Vetra er 13 vetra og mjólkaði á síðasta ári um 5600 kg. Þess má að lokum geta að íslenskar meðalkýr mjólka rétt rúmlega 4000 kg á ári. hjhj Aðventukvöld í Vallakirkju Þessar þrjár stúlkur frá Dalvík léku á klarinett ásamt kennara sínum, Eiríki Stephensen, á aðventukvöldi sem haldið var í Vallakirkju sl. laugardag. Þar var ræðumaður Gunnlaugur V. Snævarr. Mynd: sh Verðlaunakýrin Rós í Miðkoti. Hún er hartnær tveggja kúa maki í mjólkur- framleiðslu, geðgóð og meðfærileg, að sögn eigandans og Ijósmyndarans, Hafsteins Pálssonar. Rós - dásamleg kýr

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.