Norðurslóð - 16.12.1992, Blaðsíða 24
Haustlauf.
Mynd: Lene Zachariassen
TÍMAMÓT
Skírnir
21. nóvember var Sólveig Eir skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar
hennar eru Agnes Matthíasdóttir og Jóhann Magnússon, Lynghól-
um 8, Dalvík.
5. desember var skírð í Dalvíkurkirkju Ingunn Júlía. Foreldrar
hennar eru Sigrún Rósa Haraldsdóttir og Tómas Viðarsson, Keilu-
síðu 9 e, Akureyri.
Hjónavígsla
21. nóvember voru gefin saman í hjónaband í Urðakirkju Anna
Lísa Stefánsdóttir og Magnús Porsteinn Jónasson, Koti, Svarf-
aðardal.
Afmæli
Agúst Bjarnason vistmaður á Dalbæ varð 75 ára 25. nóv sl.
Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja Hálsi varð 75 ára 4. des. sl.
Hjalti Haraldsson bóndi Ytra-Garðshorni varð 75 ára 7. des. s.l.
Andlát
26. nóvember lést á Dalbæ, dvalarheimili aldr-
aðra, Dalvík, Jónína Jóhannsdóttir.
Jónína fæddist á Búrfelli í Svarfaðardal 1.
maí árið 1907, þriðja bam hjónanna Þuríðar
Jóhannesdóttur og Jóhanns Þ. Jónssonar. Elsta
bam þeirra hjóna dó nýfætt en 6 komust til
fullorðinsára. Þau eru auk Jónínu: Ingibjörg
sem nýlega er látin, Pálmi er býr á Dalvík, Ari
er býr á Akureyri, Jóhannes er býr á Dalvík og
Hörður sem er látinn.
Jónína ólst upp á Búrfelli og átti þar heimili allt til ársins 1945.
15. nóvember það ár gekk hún í hjónaband með Sigurvini Sigur-
lijartarsyni frá Skeiði og hófu þau búskap þar á bæ ásamt bróður
Sigurvins. Margt var í heimili á Skeiði og einnig komu þangað
nrargir og dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Var ætíð gott að
koma til Jónínu en hún tók öllum opnum örmum og vildi öllum lið-
sinna. Hún fór ekki víða en hafði gaman af því að vera með fólki og
oftar en ekki var hún brosandi og sá gjarnan spaugilegu hliðar mála.
1973 fluttu þau hjón hingað til Dalvíkur ásamt Þuríði dóttur
sinni og fjölskyldu og Kristínu systur Sigurvins og áttu heimili að
Karlsbraut 18.Sigurvin lést vorið 1987 en Jónínabjó áframíKarls-
brautinni þangað til hún flutti á Dalbæ, ásamt Kristínu, í október
1991. Þar á heimilinu lést hún 26. nóvember s.l. 85 ára að aldri.
Jónína var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 5. desember.
FRÉTTAHORNIÐ
Mikil gróska er í tónlistarlífinu
á Dalvík og nágrenni um
þessar mundir. Við sögðum í síð-
asta blaði frá afrekum Kirkjukórs
Dalvíkur í höfuðborginni, en það
er margt fleira að gerast. Laugar-
daginn 21. nóvember var stofnað
listvinafélag við utanverðan Eyja-
fjörð sem hlaut nafnið Utlist og í
tengslum við það voru haldnir
nokkrir tónleikar. Þar á meðal
fyrstu opinberu tónleikar Tjamar-
kvartettsins í Dalvíkurkirkju. (Að
vísu „debúteraði“ kvartettinn með
óopinberum tónleikum í Tjamar-
kirkju, enda vart við hæfi að hefja
tónleikaferilinn í öðrum sóknum.)
Með kvartettinum léku þeir Einar
Arngrímsson og Daníel Hilmars-
son í nokkrum lögum.
Einbeittir blásarar leika jólalögin á föndurdegi Dalvíkurskóla. Mynd.-þh
Tjarnarkvartettinn „debúteraði“ í Dalvíkurkirkju en hann er skipaður þeim
Kristjáni og Hjörleifi Hjartarsonum, Kristjönu Arngrímsdóttur og Rósu
Kristínu Baldursdóttur. Mynd: Bæjarpósturinn/hk.
Astofnfundi Utlistar léku nokk-
ur ungmenni á lúðra, en þau
era í lúðrasveit sem skipuð er
bömum og unglingum frá Dalvík,
Svarfaðardal, Árskógsströnd og
Ólafsfirði. Þessi sveit hefur æft um
tveggja ára skeið, fyrst undir stjóm
Michaels Jacques en frá því í haust
hefur Eiríkur Stephensen tónlistar-
kennari stjórnað sveitinni. Hann er
ekki með öllu ókunnugur lúðra-
sveitum því hann stjórnaði Lúðra-
sveit Reykjavíkur áður en hann
fluttist norður. Lúð'rasveitin (sem
enn hefur ekki hlotið neitt nafn)
tók þátt í móti barnalúðrasveita af
öllu Norðurlandi, frá Mývatnssveit
vestur á Skagaströnd, sem haldið
var á Blönduósi helgina 27.-29.
nóvember sl. Þar voru saman-
komnir á þriðja hundrað lúður-
þeytara og blésu af miklum krafti.
Æft var á föstudegi og laugardegi í
þremur hópum og á sunnudag léku
þrjár 80 manna lúðrasveitir á tón-
leikum í nýja íþróttahúsinu, auk
þess sem hver sveit tók nokkur lög.
Mótið fór hið besta fram nema
hvað fólki fannst maturinn hefði
mátt vera betri. Og á heimleiðinni
var vegurinn ein glæra svo ferðin
tók helmingi lengri tíma en vant er.
En allir komust heim að lokum
heilir á húfi og ánægðir með fyrsta
ferðalag lúðrasveitarinnar.
Heim komin lék lúðrasveitin að
sjálfsögðu fyrir gesti á fönd-
urdegi í Dalvíkurskóla, en hann
var haldinn 5. desember sl. Þar
söng einnig bamakór undir stjóm
Maríu Gunnarsdóttur tónmennta-
kennara. Barnakórinn er nýstofn-
aður og skipaður um 25 bömum.
Nokkuð er um liðið síðan bamakór
var starfandi á Dalvík og vonandi á
hann langa og glæsta framtíð fyrir
sér. Byrjunin lofar í það minnsta
góðu.
Og það er ekki hægt að skilja
við tónlistarlífið á Dalvík án
þess að minnast á söngdeildina
sem starfrækt hefur verið við Tón-
listarskóla Dalvíkur síðan í fyrra-
haust. Þá byrjaði Rósa Kristín
Baldursdóttir að kenna tíu full-
orðnunt nemendum og árangurinn
var það góður að nú hefur hún
þrettán nemendur og fleiri eru á
biðlista. Nemendatónleikar voru í
kirkjunni í fyrravor og heyrst hefur
að þeir verði einnig nú fyrir jólin.
Föndurdagurinn í Dalvíkurskóla
er orðinn að skemmtilegri hefð
sem dregur að sér fleiri hundruð
manns. Að þessu sinni var hann
haldinn 5. desember. Byrjunin
lofaði ekki góðu því skömmu eftir
að húsið var opnað fór rafmagnið
af bænum, auk þess sem færðin var
þannig að rnenn þurftu helst að
vera á klofstígvélum til að komast
þurrunt fótum milli húsa. Engu að
síður var skólinn troðfullur ailan
daginn og lærðir jafnt sem leikir
undu sér við að föndra og undirbúa
jólahaldið. Einnig gæddu þeir sér á
glæsilegum veitingum sem nem-
endur 10. bekkjar seldu til styrktar
ferðasjóði sínum. Hápunktur fönd-
urdagsins var þó tvímælalaust þeg-
ar Þórunn Bergsdóttir skólastjóri
leysti Eirík Stephensen af og
sveiflaði tónsprotanum yfir lúðra-
sveitinni eins og hún hefði aldrei
fengist við annað.
.-V .
|lf| kf?' _ ■ li ^: |
'é;:w Z I É
María Gunnarsdóttir stjórnar barnakór Dalvíkurskóla. Mynd: -þh