Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1992, Blaðsíða 13

Norðurslóð - 16.12.1992, Blaðsíða 13
NORÐURSLÓÐ —13 Solveigu Jónsdóttur teiknaði Arngrímur Gíslason Gamli bærinn á Ytra-Hvarfi. inn til sögunar 1886. Jóhann varð sparisjóðs- haldari eða sparisjóðsstjóri hins nýja spari- sjóðs. Því starfi gengdi hann fyrstu 15 árin eða til 1899. Allan þann tíma var sparisjóðurinn staðsettur á Ytra-Hvarfi. Jarðabætur Lög um búnaðarfélag fyrir Svarfaðardal voru til umræðu í sveitarstjóm árið 1880 en félagið komst ekki almennilega á legg fyrr en 1886 sökum hallærisins sem yfir dundi á ámnum þar á milli eins og segir í fundargerð frá 1886. Jóhann varð þar fyrsti formaður og í gegnum félagið beitti hann sér fyrir ýmsum framfara- málum í landbúnaði. I gömlum heimildum er þess getið að Jóhann hafi beitt sér fyrir því að ráða verkfróðan mann til jarðvinnslustarfa um 1870. Varð það úr og nýtti hann sér það sjálfur meira en flestir aðrir og stórbætti ræktun hjá sér árið 1871. Það em ekki til miklar heimildir um bú- skapinn á Ytra-Hvarfi á þessum tíma en miðað við það sem finna má hefur hann verið traust- ur. A áratugnum 1870 til 1880 vom miklar jarðabætur - tún sléttað og nýr bær byggður. A fjöl sem varðveist hefur úr framstofunni í gamla bænum er skorið út ártalið 1875 og á aðra fjöl sem var í baðstofunni ártalið 1877 og sýna þau ártöl byggingarár þessara húsa. Það er því greinilegt að þau hafa byggt jörðina og bætt mjög mikið snemma á búskaparárum sín- um. Hvarfsbúið var í hópi sex til sjö stærstu búa hér í dalnum í þeirra tíð. Kýr vom 3-5, ær 40-50 og sauðir 30-40. Heimilið var alla tíð mannmargt. Þar vom mörg vinnuhjú. Aðalbjörg Jóhannsdóttir, sem vann það þrekvirki að búa út úrdrátt úr dagbók Jóhanns til birtingar í Norðurslóð, fann það út, að árið 1888 þegar Jóhann byrjar að skrifa dagbók sína vom til heimilis á Ytra-Hvarfi auk þeirra hjóna: böm þeirra fimm, einn tengdasonur, Olafur maður Jómnnar, tvö fósturböm, sex vinnuhjú og eitt bam hjóna sem vom þama vinnuhjú. Samtals em þetta 17 manns. Það gef- ur að skilja að það var mikið verk að stjóma svo stóm heimili. Ekkert vafamál er að sú stjómun var að mestu í höndum Solveigar og hefur það hentað henni ágætlega vel. Hún var hygginn stjómandi en um leið stjómsöm og mikill vinnuþjarkur. Búhyggindi og stjómsemi Solveigar hafa orðið til þess að Jóhann gat far- ið af bæ jafn mikið og raunin var á. Solveig sá einfaldlega um að það var gert sem gera þurfti. Þeim hélst vel á vinnuhjúum og þótti gott að vera í vinnumennsku á Ytra-Hvarfi. Við sjóinn Eins og nokkur önnur býli í Svarfaðardal var Ytra-Hvarfsbúið með sjóbúð niður á Bögg- versstaðasandi, þar sem nú er Dalvík, og var hún einfaldlega kölluð Hvarfsbúð. Einnig var hjallur í eigu búsins þar sem fiskur var hengd- ur upp. Aðstaðan hér niðurfrá var vegna út- gerðar sem Jóhann stundaði um árabil. Hann er skráður fyrir hálfum sexæring árið 1875 og á báta fram yfir 1890 í sameign með öðmm. Reikningar sameignarfélags hans og Jón Run- ólfssonar fyrir árin 1886 og 87 hafa varðveist og em geymdir á Héraðsskjalasafninu hér á Dalvík. Árið 1883 eignast hann hlut í þilskipi sem bar nafnið Pólstjarnan. Pólstjaman fórst árið 1887. Mannbjörg varð utan skipstjórans. Það kemur fram í dagbók Jóhanns hversu upptekinn hann er í raun af því sem er að ger- ast við sjóinn. Mjög reglulega tíundar hann hvemig fiskast á hverjum tíma og eins hverju menn vom að beita og svo framvegis. En á ár- unum sem hann heldur dagbók var hann hætt- ur eigin útgerð en hugurinn var þó við sjóinn. Að mínu mati gerir hann sér vel grein fyrir að framtíð þessa byggðalags muni velta á upp- byggingunni við sjóinn. Sennilega hafa veiðar og vinnsla Norðmanna á sfld sem áður er minnst á haft þar áhrif. Á einum stað í dagbók- inni segir hann (30. nóv. 1896) „Mörg gufu- skip norsk liggja enn inn á firði og leita eftir síld - og margir íslenskir veiða einnig í net sín og selja Norðmönnum fyrir peninga út í hönd, - og hafa ýmsir haft mikinn hag af því.“ Samgöngubætur Á ámnum sem hann heldur dagbók er hann hættur hreppstjórastörfum og í hreppsnefnd. Hann er enn sparisjóðshaldari og í sýslunefnd til 1895. Þó hann sé ekki í sveitarstjóm er hann engu að síður mjög afskiptasamur um helstu mál sveitarinnar og virðist gerast eins og af sjálfu sér að hann er þar staddur sem framfara- málin em. Virðist hann vera mikið með hug- ann við samgöngubætur innan sveitar. Brýr vom byggðar yfir Skíðadals og Svarfaðar- dalsár. Þó aðrir væm gerendur við sjálfa smíð- ina var hann á bakvið. Þegar illa gekk að fjár- magna framkvæmdimar stóð hann fyrir al- mennri söfnum meðal hreppsbúa og náði að skapa það andrúmsloft sem lifði lengi eftir að hann féll frá og birtist í stórmerkilegri sjálf- boðavinnu við vegagerð í Svarfaðardal á fyrstu áratugum 20. aldar. Einn er sá þáttur í störfum Jóhanns sem ég hef ekki nefnt, þar á ég við dýralækningar hans. Hann var að sjálfsögðu sjálfmenntaður í þeim fræðum en náði þar miklum árangri. Margar ferðir var hann búinn að fara á aðra bæi til að lækna kú eða hest þessi ár sem dag- bókin nær yfir og mörgum kúnum var hann búinn að bjarga. Maður getur ímyndað sér þakklæti kotbónda þegar honum tókst að bjarga einu mjólkurkúnni á heimilinu eins og oft gerðist. Vormaður Svarfaðardals Ég hef hér í all löngu máli farið í gegnum lífs- hlaup Jóhanns á Ytra-Hvarfi. Þó er það hvergi nærri tæmandi. Heimildir um athafnir hans og þátttöku í framfaramálum eru þó nokkrar til. Jóhann Jónsson hefur verið kallaður vormaður Svarfaðardals. En mér varð þó ekki ljóst fyrr en ég fór að grúska í heimildum og raða þeim saman hvflíkur atorkumaður og eldhugi hann var. Kyrrstaðan í íslensku samfélagi var mikil öldum saman og allt fram í byrjun 19. aldar. Upp úr miðri öldinni er allt að fara á hreyf- ingu. Framsýnir atorkumenn fengu tækifæri sem kynslóðimar á undan höfðu ekki fengið eða skapað sér. Jóhann á Hvarfi greip þetta tækifæri hér í Svarfaðardal. Hann varð leið- toginn og gerandinn og því vel af sæmdarheit- inu vormaður kominn. Það hefur minna farið fyrir Solveigu í þess- ari umfjöllun. Ég tel víst að það sé ekki í fyrsta sinn sem svo fer þegar fjallað hefur verið um þau Hvarfshjón. Mitt mat er að hún eigi í raun mikinn hluta af gerðum hans. Hvort tveggja er að þau virðast hafa verið samrýmd og vafalítið hefur hún tekið þátt í mótun hugmynda um hvað vinna þurfti til framfara og svo hitt að bú- reksturinn hefur að mestu verið í hennar hönd- um. Það veitti Jóhanni síðan það svigrúm sem hann þurfti til athafna í almanna þágu. Það er svo annað að þetta hefur hentað Solveigu afar vel. Hún var stjómsöm að eðlisfari og því hef- ur hún fengið að ráðskast í búskapnum eins og hún vildi og í friði fyrir bónda sínum. Bæði hafa þau verið skapstór en komist vel af við fólk. Það birtist meðal annars í að þau áttu létt með að fá góð vinnuhjú og svo því hve Jóhanni reyndist reyndist létt að laða fólk til verka og samfylkja fólki í almennaþágu. í bók Bjöms R. Ámasonar, Sterkir stofnar, er kafli um Jóhann á Hvarfi og þar lýsir Bjöm honum svo: „Jóhann á Hvarfi var fremur lítill maður á vöxt. Höfuðið fallegt, ennið mikið og frítt, andlitsfallið þokkasamt og hýmbragð í svip og augum. Stundum glettinn í tilsvörum og kímnigáfu hafði hann ríka. Maður allgeðríkur, og átti hann þann þátt eigi langt að sækja. Var þó prúðmenni að jafnaði, og húsbóndi þótti hann ágætur. Maður stjómlaginn, og hvar- vetna var málafylgi hans ömggt og drjúgt til sigurs. Hann var maður einkar gestrisinn og flestum skemmtilegri heim að sækja, og var sem hann hefði umtalsefni tiltæk, sem öllum hæfði.“ Af heimilisiðnaði Eins og fram hefur komið hefur verið gott á milli þeirra hjóna og hafa þau að líkindum ver- ið samrýmd. Þó segir sagan að Solveig hafi átt afar erfitt með að þola þegar Jóhann smakkaði vín. Einhvejar sögur fara af honum sem vín- manni og gleðimanni. Til að sannreyna sann- leiksgildi þessara sagna var talið saman hversu oft Jóhann tíundaði í dagbókinni kaup á brennivíni. Reyndist það vera alls 4 sinnum á því 12 ára tímabili sem um ræðir. Þó það hafi verið upp í 3 lítra í senn þá vísar það nú tæpast til óreglu. Um heimilisiðnað á þessu svið eru ekki til miklar heimildir utan sögu sem Tryggvi afi minn á Hvarfi sagði. Þannig var að þegar hann var 11 eða 12 ára hafði hann týnt kvíám sem hann sat yfir. Hann fór heim á bæ en fékk óblíðar móttökur, átti hvorki að fá þurrt né vott fyrr en hann kæmi með æmar. Hann sagðist hafa verið sárþyrstur og harmað að fá ekkert að drekka áður en hann legði af stað aftur. Hann mundi þá eftir að hann hefði séð karlana fara út í skemmu og fá sér úr tunnu þar, og að þeir hefðu hresst mikið við það. Því fer hann inn í skemmu og finnur tunnuna, fær sér vel að drekka, hressist í fyrstu og fær sér því meira og meira. Þegar hann kemur út á hlað aftur hefur heimurinn eitthvað snúist fyrir augunum á honum. Hann er síðan drifinn inn í bæ, háttað- ur ofan í rúm og sefur samfellt í nær tvo sóla- hringa. I tímatali Tryggva á Hvarfi var þetta í fyrsta sinn sem hann var undir áhrifum af vín- anda. Ef maður spyr einskis... Starfsþrek Jóhanns hefur verið ótrúlegt allt fram undir það síðasta. Það má þó merkja það af dagbókinni að tvö síðustu árin sem hann lifði hefur hann farið að missa þrek. Hann seg- ist finna fyrir í fótum og bendir ýmislegt til að hjartað hafi verið farið að gefa sig. Það er álit manna að hann hafi fengið heilablæðingu síð- ari hluta aprflmánaðar árið 1901 og dó nokkrum dögum síðar eða 4. maí það ár á 65. aldursári. Hann var síðan jarðsunginn frá Völl- um að viðstöddu miklu fjölmenni. f héraðs- skjalasafninu hér á Dalvík er geymt handrit að erffljóði um Jóhann Jónsson sem talið er eftir Þorsteinn Þorkelsson títtnefndan. Solveig lifði 27 árum lengur en maður hennar. Jóhann sonur hennar tók við jörðinni að því er virðist strax eftir að pabbi hans dó og bjó þar næstu fjögur árin. Það hefur þó sýni- lega verið litið á það til bráðabirgða, hvort sem það hefur þá þegar verið ákveðið að Tryggvi tæki við jörðinni eða ekki, því Jóhann var far- inn að byggja sér hús niður á Dalvík og stofn- setur þar verslun 1902. Það er merkilegt að Solveig skyldi ekki sjálf brúa það bil í bú- skapnum sem þurfti. Hún hafði stjómað þessu öllu hvort eð var. Líklegasta skýringin á því er að hún var þá þegar farin að missa sjón en varð síðan alveg blind síðustu árin. Eitthvað mun hún nú hafa reynt að stjóma búskapnum hjá sonunum í það minnsta eftir að Tryggvi tók við og segir sagan að þá hafi slegið í brýnu milli þeirra. Allt var þetta skapsórt og bömin líka. I ellinni átti enn betur við en áður að hún var „fróðleiksfús í meira lagi“ og kölluðu nú sumir forvitni. En þetta var ósköp eðlilegt. Þegar sjónin hvarf hætti hún að geta lesið og spurði því þeim mun meira. Ef hún var sökuð um forvitni svaraði hún einfaldlega: „Ef mað- ur spyr einskis veit maður ekki neitt.“ Hún andaðist í hárri elli 12. maí 1928, þá á 89. ald- ursári.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.