Norðurslóð - 16.12.1992, Blaðsíða 12
12 — NORÐURSLÓÐ
Jóhann Antonsson:
Jóhann
og Solveig
á Ytra-
Hvarfi
*
A undanförnum árum hafa
ættarmót færst mjög í vöxt.
Fólk kemur saman og minnist
forfeðra sinna. í slíkum tilfell-
um er þeirra sérstaklega
minnst sem teljast ættfaðir og
ættmóðir þeirra sem saman
eru komnir. Á einu slíku móti
var hjónanna Jóhanns Jóns-
sonar og Solveigar Jónsdóttur
frá Ytra-Hvarfí minnst. Les-
endur Norðurslóðar muna
vafalaust eftir dagbók Jó-
hanns á Hvarfí sem birtist hér
í blaðinu fyrir nokkrum
árum. Það sem hér fer á eftir
er nokkuð stytt umfjöllun um
þau hjón sem flutt var á móti
niðja þeirra í sumar.
Það var mannmargt á Ytra-Hvarfi í Svarfaðar-
dal þann 1. júní 1864. Tilefnið var að þá voru
gefin saman í hjónband Jóhann Jónsson á Ytra-
Hvarfi og Solveig Jónsdóttir frá Dæli. Veisla
þessi var lengi í minnum höfð vegna þess hve
margir komu til að fagna brúðhjónunum og
hve vel var veitt. Þess má til gamans geta að
ræða sem haldin var til heiðurs brúðhjónunum
hefur varðveist og er geymd á Héraðskjala-
safninu á Dalvík. Jóhann var yngri af tveimur
bömum Jóns Þórðarsonar og Þóru Sigurðar-
dóttur á Ytra-Hvarfi. Jón hafði látist fjórum
árum áður, en Þóra staðið fyrir búinu upp frá
því. En með brúðkaupi sonarins var lagður
grunnur að því að hann tæki við Hvarfsbúinu
hvað og varð. Solveig var yngst fimm bama
Dælishjónanna Jóns Sigurðssonar og Oddnýjar
Sigfúsdóttur.
Efnahagur heimilanna á Ytra-Hvarfi og
Dæli var góður á mælikvarða þessa tíma. Jó-
hann og Solveig vom því ekki alin upp við þá
sám örbirgð sem var hlutskipti margra þá. Þau
vom svo sem heldur ekki alin upp við ríki-
dæmi en vafalítið hafa þau notið þess þegar
þau hófu búskap að foreldrar þeirra vom í
sæmilegum efnum. Ytra-Hvarf var þá og er
enn talin meðal betri jarða í Svarfaðardal.
Landrými hefur alla tíð verið þar gott ekki síst
þegar það er haft í huga hversu þéttbýll Svarf-
aðardalur hefur verið.
Um fyrstu búskaparár Jóhanns og Solveigar
em litlar heimildir. Jóhann varð 28 ára gamall
árið sem hann tók við búinu á Ytra-Hvarfi en
Solveig 24 ára. Hvomgt þeirra hafði fengið
skólamenntun á yngri ámm enda almenn
skólamenntun ekki komin á þeim tíma. í raun
og vem tileinkuðu unglingar þess tíma sér ein-
ungis verklag þeirra fullorðnu og bjuggu sig
undir lífsbaráttuna eins og kynslóðimar á und-
an höfðu gert. Kyrrstaða bændsamfélags ár-
hundmðin á undan náði fram til daga Jóhanns
og Solveigar á Hvarfi. Hins vegar vom teikn á
lofti um að hún væri að rofna.
Ögrun erlendis frá
Kyrrstaðan var rofin með ögmn erlendis frá.
Frelsisalda hafði risið í Evrópu í byrjun 19.
aldar og fór ekki hjá því að Islendingar sem
vom við nám í Kaupmannahöfn á þessum
ámm drykkju í sig þessa strauma. Síðan miðl-
uðu Hafnarsúdentar löndum sínum hér heima
þessum áhrifum með skrifum í tímarit og blöð
sem þeir réðust í að gefa út. Þeir settu þessa al-
þjóðlegu vakningu í samhengi við aðstæður
hér og blésu kjarki í þjóðina með hugvekjum
og ættjarðarljóðum.
í raun og vem vom upp tvær meginstefnur.
Annars vegar lýðræðisstefna sem boðaði aukið
frelsi fyrir einstaklingana til orða og athafna.
Hún birtist í kröfu um annnars konar uppbygg-
ingu stjómsýslu en var og að brjóta niður ein-
veldi konunga og völd lénsherra og aðalsins.
Einnig var verslunarfrelsi ríkur þáttur í þeirri
stefnu. Hins vegar var þjóðemisstefna sem
lagði áherslu á aukið frelsi fyrir hverja þjóð að
vera sjálfstætt riki og frjáls undan yfirráðum
annarra ríkja. Auðvitað skömðust þessar stefn-
ur víða og sameiginleg var krafan um aukið
frelsi. I vakningarskrifum Hafnarstúdenta
blönduðust þessar tvær stefnur saman enda
verið að berjast í senn fyrir auknum lýðréttind-
um og meira sjálfstæði þjóðarinnar.
Það má þó greina á milli sjálfstæðishetjanna
frá miðbiki og síðari hluta 19. með tilliti til
þessara stefna. Fjölnismenn og rómantísk
skáld boðuðu í anda þjóðemisstefnunnar en
Jón Sigurðsson og aðrir praktískir stjómmála-
menn unnu í anda lýðræðisstefnunar. Það kann
að koma einhverjum undarlega fyrir sjónir að
þjóðfrelsishetjan Jón Sigurðsson hafi ekki
unnið í anda þjóðemisstefnunnar, en að því
marki sem hægt er að greina þama á milli er
það nú samt svo.
Áhrifin í Svarfaðardal
En á þessi upprifjun eitthvert erindi í umfjöll-
un um Jóhann og Solveigu á Ytra-Hvarfi? Ég
tel tvímælalaust svo vera. Þetta skýrir um
margt lífshlaup þeirra. Það hefur verið sagt um
þau að bæði hafi þau verið fróðleiksfús í meira
lagi. Og af lestri dagbókar Jóhanns sem hann
hélt á ámnum 1888 til æviloka 1901 má ráða
að hann hefur fengið mörg af þeim blöðum
sem gefin vom út. Mjög líklegt er að hann hafi
snemma kynnst skrifum þessara manna og þau
hafi mótað viðhorf hans og gerðir. Það er létt-
ara að fullyrða þetta um Jóhann en Solveigu
því hann var í mörgum framfaramálum ger-
andi og sýndi í verki hver áhrifin vom, en mér
dettur ekki í hug að halda því fram að þessu
hafi ekki verið eins farið með Solveigu.
Margt bendir til þess að Jóhann hafi hrifist
af málflutningi Jóns Sigurðssonar. í það
minnsta hlýðir hann kalli og tekur fomstu fyrir
sveitungum sínum þegar Jón hvatti til alhliða
uppbyggingar í hverri sveit. Verslunarmálin
vom honum alla tíða afar ofarlega í huga, það
fer ekki á milli mála við lestur dagbókar hans.
íslendingar höfðu öðlast verslunafrelsi 1855.
Varð það til þess að í raun gátu íslendingar far-
ið að taka verslunarmálin í sínar hendur án
þess að upphaf og endir þeirra mála væri í
Kaupmannahöfn. Gránufélagið undir fomstu
Tryggva Gunnarssonar em fyrstu samtökin á
verslunarsviðinu hér fyrir norðan. Þar skipar
Jóhann sér í sveit og fer fyrir Svarfdælum í því
félagi. Þegar best lét áttu 32 bændur af 89 hér í
Svarfaðardal hlut í Gránufélaginu. Þetta var
árið 1872 og eins og áður segir kom Jóhann á
Hvarfi fram fyrir þá við félagið.
Sauðasala til Bretlands
Afurðasala heimilanna á þessum tíma var með
talsvert öðm sniði en við þekkjum í dag. Um
var að ræða ýmsar vömr unnar úr ull og lítils-
háttar af öðmm landbúndbúnaðarvömm. Sjáv-
arfang virðist að mestu hafa verið notað á
heimilunum en minna sem verslunarvara. Öll
viðskipti vom vömskipti. Með verslunarfrels-
inu hefjast viðskipti við Bretland. Um 1870 er
farið að selja sauði á fæti héðan þangað. Fyrir-
komulagið var að Bretar keyptu tveggja til
þriggja vetra fé og fluttu það lifandi út með
skipum. Féð var sett á beit þegar út var komið
og það fitað áður en því var slátrað. Þá fór að
þekkjast að menn fengju greitt með peningum.
Markaður var settur upp í sveitinni þar sem er-
lendir kaupmenn eða umboðsmenn þeirra
komu og buðu í sauðina.
Sauðasala til Bretlands leggst af fyrir alda-
mót. Bretar settu á það sem í dag væri líklega
kallað tæknilegar viðskiptahindranir sem
gerðu það að verkum að þetta varð ekki hag-
kvæmt. Viðskiptahindranimar vom þannig að
bannað var að ala sauðina á Bretlandi svo
slátra varð þeim um leið og skipið kom þar að
landi. Þetta þýddi að kjötið var lélegra en áður
og stóðst ekki samkeppni við aðra matvöm.
Það er hægt að skynja það við lestur dagbókar
Jóhanns hversu áföll í sauðasölunni skiptu
miklu hér í Svarfaðadal þegar þau fóm að
koma fram á ámnum milli 1890 og 1900.
Frelsið til verslunnar nægði ekki eitt þegar
ýmsar aðrar hindranir vom settar upp.
Svartur sjór af síld
A ámnum upp úr 1870 koma Norðmenn hér í
Eyjafjörðinn til að veiða sfld og vinna. Aðset-
ur þeirra var að vísu ekki hér við sandinn held-
ur meira í Hnsey og á Árskógsströnd. Engu að
síður hafa Svarfdælir fengið vinnu við verkun-
ina og um leið séð hvers konar verðmæti hægt
var að gera úr sjávarfangi. I fyrstu tóku lands-
menn Norðmönnum vel en smátt og smátt fór
mönnum að mislíka að útlendingar væm að
moka upp sfldinni fyrir framan augun á þeim
en hér skorti þá verkþekkingu, tæki og síðast
en ekki síst peninga til að gera það sem Norð-
mennimir vom að gera.
I bók Birgis Sigurðssonar, Svartur sjór af
síld, má lesa sögu af manni úr Svarfaðardal
sem þar er kallaður Galdra-Villi. Hann var í
sfld hjá Norðmönnum í Hrísey 1884. Hatrið á
útlendingum var þá orðið mikið. Lenti Villi
þessi í útistöðum við Norðmennina svo til
handalögmála kom. Sagan segir að hann hafi
þá farið með bölbæn og sagt: Það vildi ég að
hann ryki upp með storm sem þeytti öllum
þessum bátum ykkar og nótum til andskotans.
Það er ekki að orðlengja það, að stormurinn
kom skömmu síðar og var svo ofsafenginn að
bátar fuku upp á land og brotnuðu í spón. Alls
fómst 12 norsk skip og þrjú íslensk sem Norð-
mennimir höfðu á leigu. Þegar lægði hófu
Norðmennimir mikla leit að Galdra-Villa en
hann faldi sig í hlöðu í Hrísey og var síðar róið
með hann á laun til lands. Sagan er líka sögð í
Dalvíkursögu og þar kemur fram að Galdra-
Villi mun hafa verið Viljálmur Einarsson síðar
Þessar myndir af hjónunum Jóhanni Jónssyni og
málari.
bóndi á Bakka í Svarfaðardal og útaf honum
em komnir í það minnsta hrekkjóttir menn ef
ekki göldróttir.
Mér segir svo hugur að þau Ytra-Hvarfs-
hjón hafi snemma gert sér grein fyrir að miklar
breytingar vom að verða í íslensku þjóðlífi.
Sex ámm eftir að þau hefja búskap er Jóhann
skipaður hreppstjóri sveitarinnar. Fyrst í stað
með öðmm en síðar einn. Þetta er árið 1870. Þá
var ekki komin nein sveitarstjóm eða hrepps-
nefnd heldur var hlutverk hreppstjórans það
sem síðar varð hreppsnefndar. Með nýrri
stjómarskrá 1874 verður breyting á starfi
hreppstjórans þegar ákveðið er að kjósa sér-
staka hreppsnefnd. En breytingin verður ekki
mikil fyrir Jóhann þar sem hann var kosinn í
hreppsnefndina og hafði þar forustu. Á sama
tíma var komið á sýslunefndum - eins konar
héraðsstjómum - og var Jóhann fulltrúi Svarf-
aðardals í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu svo til
frá upphafi og um tuttugu ára skeið.
Af framfaramálum
Eins og kunnugt er var minnst 1000 ára afmæl-
is íslandsbyggðar árið 1874. Konungurinn
kom og heimsótti landið, og þjóðin fékk nýja
stjómarskrá. Víða um land vom hátíðarhöld.
Meðal annars vom hátíðarhöld hér í Svarfaðar-
dal. Það er álit mannna að hátíðarhöldin hér
hafi verið mikil hvatning fyrir Svarfdæli um að
hefja uppbyggingarstarf hér í sveitinni. Hátíð-
in þótti takast einstaklega vel og er til dæmis
sagt ýtarlega frá henni í Öldinni sem leið, und-
ir fyrirsögninni „Hátíðarhöld með sérkennileg-
um, þjóðlegum blæ“. í Dalvíkursögu er
skemmtileg frásögn af henni. Mikil vakningar-
alda reis í framhaldi af þjóðhátíðarhöldunum
og atburða þessa þjóðhátíðarárs ekki síður í
Svarfaðardal en annars staðar og var Jóhann
þar í farabroddi. Rétt er að geta sérstakleg
þriggja framfaramála.
Heimildir em til um að nágranni Ytra-
Hvarfshjóna, Þorsteinn Þorkelsson skáld frá
Syðra-Hvarfi, skrifaði sveitungum sínum
dreifibréf þar sem hann hvetur til stofnunar
Lestrarfélags og býður að gefa bækur sínar til
að koma þessu þjóðþrifamáli af stað. Vafalaust
hefur hann rætt þetta framfaramál við Jóhann
nágranna sinn, í það minnsta unnu þeir saman
að stofnun Lestrafélagins sem varð að vem-
leika 1879, eitt hið fyrsta sinnar tegundar í
sveit hér á landi.
Jóhann hafði síðan forgöngu um stofnun
Sparisjóðs Svarfdæla en hann var stofnaður
1884. Eins og fram kom fyrr kynntust bændur
fyrst peningum að einhverju marki þegar
sauðasalan hófst til Bretlands. Þess fer að gæta
hér upp úr 1880. Sparisjóðir höfðu þá nýlega
verið stofnaðir á nokkmm stöðum á landinu, sá
fyrsti 1868. Það mun hafa verið Jón Sigurðs-
son sem fyrstur hvatti til stofnunar sparisjóða
með grein í Nýjum félagstíðinum 1850. Eins
og kunnugt er kom síðan fyrsti íslenski bank-