Norðurslóð - 14.12.1994, Side 1
Svarfdælsk byggð & bær
18. árgangur Miðvikudagur 14. desember 1994 12. tölublað
Dagbók jólanna
Messur um jól og áramót í
Dalvíkurprestakalli:
Aðfangadagur jóla
Dalvíkurkirkja: Aftansöngur kl. 18. Miðnæturmessa kl.
23.30
Jóladagur
Tjarnarkirkja: Hátíðarmessa kl. 13.30
Vallakirkja: Hátíðarmessa kl.16
2. jóladagur
Dalbær: Hátíðarmessa kl.14.
28. desember
Urðakirkja: Hátíðarmessa kl. 21
Nýársdagur
Dalvíkurkirkja: Hátíðarmessa kl. 17
Prestur: Sr. Jón Helgi Þórarinsson
Aðrar samkomur:
Jólatrésskemmtun verður í Víkurröst miðvikudaginn
28. desember kl. 16.00. Kvenfélagið Tilraun heldur
jólatrésskemmtun fyrir börn miðvikudaginn 29. des-
ember kl 14.00 á Þinghúsinu Grund.
Leikfélag Dalvíkur sýnir Land míns föður þriðjudag-
inn 27., fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. desember
kl. 21 í Ungó.
Dansleikur verður í Víkurröst 2. í jólum, Bylting spilar.
Verslanir á Dalvík:
Blómabúðin Ilex og Tískuverslunin Tara
hafa opið sem hér segir:
Laugardag 17. des. kl. 10.00-22.00
Fimmtudag 22. des. kl. 10.00-20.00
Föstudag 23. des. kl. 10.00-23.00
Laugardag 24. des. kl. 9.00-12.00
Þriðjudag 27. des. LOKAÐ
Föstudag 31.des. kl. 9.00-12.00
Svarfdælabúð og Byggingavörudeild hafa opið:
Laugardag 17. desember kl. 10.00-22.00
Fimmtudag 22. desember kl. 9.00-19.00
Á Þorláksmessu 23. des. kl. 9.00-23.00
Á aðfangadag 24. desember kl. 9.00-12.00
Þriðjudag 27. desember LOKAÐ
Á gamlársdag 31. desember kl. 9.00-12.00
Verslunin Sogn og Sportvík hafa opið á sömu tímum
og Svarfdælabúð.
Brauðbúðin Axið verður opin:
Laugardaginn 17. desemberkl. 10.00-16.00
Sunnudaginn 18. desember kl. 10.00-16.00
Á Þorláksmessu 23. desember kl. 10.00-18.00
Á aðfangadag 24. desember kl. 10.00-12.00
Á gamlársdag 31. desember kl. 10.00-12.00
Opið 2. janúar eins og vanalega.
Bláir eru dalir þínir
Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu,
heiður er þinn vorhiminn,
hljóðar eru nœtur þínar,
léttfalla öldurnar
að innskerjum
- hvít eru tröf þeirra.
Þöglar eru heiðar þínar
byggð mín í norðrinu.
Huldur býr ífossgljúfri,
saumar sólargull
í silfurfestar
vatnsdropanna.
Soel verður gleymskan
undir grasi þínu,
byggð mín í norðrinu,
því scelt er að gleyma
ífangi þess
maður elskar.
Ó bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu.
Hannes Pétursson
Ásgrímur Jónsson:
Skíðadalur í
Eyjafjarðarsýslu (1951)