Norðurslóð - 14.12.1994, Qupperneq 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi: Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Jóhann Antonsson, Dalvík
Hjörieifur Hjartarson, Laugahlíð
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Kristján frá Djúpalæk:
Hinfyrstu jól
Lag: Ingibjörg Þorbergs
Það dimmir og hljóðnar í Davíðs borg.
s
I dvala sig strœtin þagga.
s
I bœn hlýtur svölun brotleg sál,
frá brunni himneskra dagga.
Ölljörðin er sveipuð jólasnjó
ogjatan er ungbarns vagga.
Og stjarna skín gegn um skýjahjúp
með skœrum, lýsandi bjarma,
og inn í fjárhúsið birtan berst,
og barnið réttir út arma,
en móðirin, sœlasti svanni heims,
hún sefur með bros um hvarma.
Og hjarðmaður birtist, um húsið allt
ber höfga reykelsis-angan.
I huga flytur’ann himni þökk
og hjalar við reifastrangann,
svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.
Hin tyrstu jól.
Ingibjörg Þorbergs.
Meiri miðaldalýrík
frá D.Á.D.
í Árgerði í Svarfaðardal hefur
um langt árabil verið stunduð
merkileg bókmenntaiðja. Þar
hefur Danícl Á. Daníelsson þýtt
heimsbókmenntir, ekki síst eftir
að hann hætti læknisstörfum
fyrir aldurs sakir. Hann ræðst
jafnan á garðinn þar sem hann
er einna hæstur, þótt kominn sé
á tíræðisaldurinn. D.Á.D. er
vandfýsinn Ijóðaunnandi. En
hann er einnig sögulega forvit-
inn. Hann spyr sjálfan sig erf-
iðra spurninga um samhengi og
tengsl í bókmenntasögunni og
leitar svara sem leiða hann sífellt
á ný mið.
Árið 1989 kom út þýðing hans á
Sonnettum Shaekespeares sem
kunnugt er, 154 ljóð á hinu afar
vandmeðfarna sonnettuformi. Og
nú kemur út bókin Andalúsíuljóð
arabískra skálda. Það er býsna
langt stökk milli þessara viðfangs-
efna, sem auðvitað sýnir vítt
áhugasvið þýðandans, en hann
kappkostar í nýju bókinni að sýna
að samhengi sé þama á milli. Ljóð
spegla hugarheim síns tíma.
Shakespeare var maður endurreisn-
artímans (sem hófst á Italíu á 14.
öld) en endurreisnarmenn stóðu á
herðum miðaldamanna. I tengslum
við Shakespeare-þýðingarnar fékk
D.Á.D. brennandi áhuga á
miðöldunum í sögu Evrópu. Hann
flutti sig því aftar í tíma til að
skoða „samhengið í ástaljóðagerð
rómanskra þjóða á síðmiðöldum“.
Þannig rakst hann á ljóð próv-
ensku „trúbadoranna" í Suður-
Frakklandi á 12. öld. Hann varð
svo hissa og hugfanginn af þeim
að hann lét fljóta með í
Shakespeare-bókinni þýðingar á
nokkrum þeirra, sem var fyrsta
kynning á þeim hérlendis. Það var
ekki að ófyrirsynju. Ljóðagerð
trúbadoranna olli sprengingu og
líklega fyrstu stóru flóðbylgju sem
farið hefur um evrópskar
bókmenntir. Það var ástarbylgjan -
oft kennd við „riddaralega ást“ og
er mest orðuð við rómanskar
þjóðir, einkum Frakka og Itali.
Vegna þeirra tengsla er komið
orðið „rómantík'1. Ástarbylgjan í
bókmenntunum fór í tvær áttir frá
Provence: Til suðurs til Sikileyjar
og Ítalíu á 13. öld sem lýrísk
Ijóðagerð, líklega mikilvægasti
þátturinn í bókmenntum endur-
reisnarinnar og hvað vinsælust á
sonnettuformi. Og til norðurs, til
Norður-Frakklands, þaðan inn á
germanska svæðið og um Norður-
álfuna alla, en þar fremur sem
sagnakvæði og sögur, oftast ridd-
arasögur og einnig sungnar ballöð-
ur. Riddaramir sem áður fyrr
gengu í dauðann fyrir konung eða
sinn trygga vin gerðu það nú fyrir
hina göfugu konu sem þeir elskuðu
og tilbáðu. Þessa sér ríkulega stað í
íslenskum fornsögum, allt frá Kor-
máks sögu til þýddra og frumsam-
inna riddarasagna. Málið er því
okkur Islendingum skylt eins og
Bjami Einarsson hefur gert fræði-
lega grein fyrir.
Jæja, en hvert liggja þá rætur
Daníel Á. Duníelssun
trúbadoraljóða? spyr D.Á.D.
áfram. Með Andalúsíuljóðum reyn-
ir hann að svara því. Við áðurnefnd
tvö rómönsk svæði bætir hann því
þriðja: Spáni. En á dögum
trúbadora var Spánn enn mikið til
á valdi Araba. Gat uppsprettan
verið þar? Vestræn bókmennta-
fræði hefur verið afar treg til að
viðurkenna þess háttar þakkarskuld
Evrópu við nýlenduþjóðir sínar.
Málið hefur lítið verið skoðað og
ljóðagerð Araba á Spáni lítið verið
kynnt á Vesturlöndum utan Spánar,
þó sjá megi nú merki þess að þetta
sé að breytast. Merkasta útgáfa
slíkrar ljóðlistar kom á Spáni 1928
- þýðing á arabísku handriti frá
1243 sem legið hafði gleymt um
aldir en fannst nú í Kaíró. Þar gat
að líta úrval ljóða frá gullöld
Máraríkisins í Andalúsíu (10., 11.
og 12. öld). Það er svo ekki fyrr en
1989 sem bók þessi er þýdd á
ensku og nú, 5 árum síðar, á
íslensku, fyrst norðuriandamála.
Hvað einkennir helst þessi arab-
ísku ljóð? Ef borið er saman við
kvæði sem varðveist hafa frá lfkum
tíma í Norðurálfu (þ.e. hetjukvæði)
er flest hér nýstárlegt og fátt líkt.
Arabaljóðin virðast standa miklu
nær evrópskri rómantík á 19. öld.
Þama er mjög áberandi þess háttar
viðkvæmnisleg tilfinning sem
kennd er við rómantík og kemur
m.a. fram í ákveðinni dýrkun bæði
á náttúrunni og á konum. Tökum
dæmi:
Kvöldkyrrð
Kveldið er kyrrlátt.
Við verjum því til að drekka vín.
Sólin að hverfa,
leggur vangann að jörðinni
til hvíldar.
Golan lyftir neðstu
klœðum hœðanna.
Hörund himinsins
er eins mjúkt og
feldur elfunnar.
Hve við erum heppin að finna
þennan blett fyrir dvöl okkar
þar sem dúfur kurra
okkur til yndisauka.
Fugla syngja,
greinar andvarpa
og myrkrið teygar
sólsetursins rauða vín.
Hér koma fram dæmigerð ein-
kenni, bæði í formi og efni. Hér
sjást dæmi um hina miklu mynd-
vísi og myndauðgi ljóðmálsins. Og
sem oftar er fjallað um ýmsar dá-
semdir lífsins í hinni gjöfulu og
„guðdómlegu“ Andalúsíu. Reyndar
takast á í ljóðunum það sem kalla
mætti munaðardýrkun og hins
vegar meinlætaviðhorf, af trúar-
legum uppruna. Allra sérkenni-
legast hvað snertir innihald er þó
þetta tiltæki skáldanna að gera ást
manns á konu (eða öfugt, þó
sjaldnar birtist) að yrkisefni númer
eitt. Þau ástamál sem lýst er eru
margs konar og raunar fjölbreyti-
legri en hjá próvensku trúbadorun-
um. En líklega ber þó mest á hinni
vonlausu, syrgjandi ást sem ekki er
endurgoldin. Ibn Zaydun var frægt
skáld á 11. öld sem elskaði víst í
alvöru dóttur kalífans í Kordóvu.
Hann orti m.a. á þessa leið:
Nú erum við aðskilin
langt hvortfrá öðru
og lijarta mitt hefur skrœlnað
en tár mín hrynja í sífellu.
Þegar ég missti þig
urðu dagar mínir svartir.
Þegar ég var með þér
voru jafnvel nœtur mínar hvítar.
og í öðru kvæði:
A liðnum tíma
kröfðum við hvort annað
um gjald hreinnar ástar
og vorum sœl eins og folöld
hlaupandi frjáls í haga.
En nú er ég sá eini
sem getur státað aftryggð.
Þú yfirgafst mig
og ég dvel hér
enn sorgmœddur, ann þér enn.
Allt þetta er sláandi líkt hinum
vinsælu yrkisefnum trúbadoranna
(sjá Shakespearebókina) sem síðar
urðu langlíf í sögunni og birtast
m.a. hjá Shakespeare og í rómantík
19. aldar.
Ég ætla ekki að rekja frekar þau
feiknaspennandi upprunafræði sem
D.Á.D. leggur á borð til skoðunar í
þessari nýju bók. Enda er hreint
ekki nauðsynlegt við lestur
Ijóðanna að hafa í huga uppruna
þeirra og áhrif í bókmenntasög-
unni. Ég ætla heldur ekki að rit-
dæma þýðingarnar. En þetta vil ég
þó segja: Bókmenntasögulega er
þetta efni allt geysilega forvitni-
legt. En við lesturinn víkur söguleg
forvitni samt fljótlega fyrir öðru.
Það sem mest hrífur hugann er
fegurð Ijóðanna og nautnin sem af
því hlýst er orðum tekst fullkom-
lega að lýsa því sem þau ætla sér
að lýsa.
Þórarinn Hjartarson
Fyrir LAUSN ÞESSARAR MYNDAGÁTU ERU ENGIN VERÐLAUN UTAN ÞAU SEM í HENNI sjálfri eru fólgin.