Norðurslóð - 14.12.1994, Qupperneq 7
NORÐURSLÓÐ —7
íslenska áhöfnin á Welwitchia ásamt L. Hendrikz ritara Þróunarsamvinnustot'nunar íslands í Namibíu. Yfirmenn skipsins eru frá vinstri: Gunnar Harðarson
stýrimaður, Stefán Gunnarsson vélstjóri og bréfritari, Magnús Kristinn Ásmundsson stýrimaöur, Sigurður Arnór Hreiðarsson skipstjóri og Friðrik Már
Jónsson vélstjóri.
Rússlands. Hvort sem það var nú í
fullri alvöru eða ekki.
Það var sniðugt að sjá að jeppar
eru stöðutákn þama, mest sá ég af
Land Cruiser og Four Runner,
upphækkuðum á stórum dekkjum
og hlaðnir krómi í bak og fyrir.
Samt er hvergi hægt að fara út af
malbikinu, nema á einhverjum
smáparti á ströndinni þar sem leyft
er að vera með ökutæki. Þarna
kemur heldur aldrei snjór, í Tokyo
kemur snjór að jafnaði tvo til þrjá
daga á ári og þá er hann yfirleitt
farinn um hádegi.
Karlremba og dýrtíð
Japanir virðast almennt hafa það
gott, mér var sagt að atvinnuleysi
væri 1,2% og fólkið gengur yfir-
leitt unt í flottum fötum, bara fín-
ustu og dýrustu merkin, en húsin
eru lítil, alveg ótrúlega lítil og
troðið hverju ofan í annað og það
merkilegasta var, að þeim var yfir-
leitt illa við haldið og draslaralegt í
kringum þau; ég sem hélt að Jap-
anir væru svo snyrtilegir. Hins
vegar eru þeir heiðarlegir og
ábyggilegir í umgengni, líkams-
meiðingar og árásir á götum úti eru
óþekktar með öllu. Mér er sagt að
í milljónaborginni Tokyo gætu
menn þvælst um hvar sem er og
hvenær sem er alls óhræddir.
Þarna var ekkert hægt að kaupa,
verðlagið er alveg uppi í skýjun-
um, þ.e.a.s. yenið er svo svakalega
dýrt. áfengi var á svipuðu verði og
á Islandi og radíótæki dýrari en
þar. Það eina sem hefði verið hag-
stætt að kaupa þama voru mótor-
hjól, það var samt of mikið fyrir
mína léttu pyngju.
Japan er líka það alsvakalegasta
karlmannaþjóðfélag sem ég hef
upplifað, ég sem hélt að Suður-
Afríka væri slæm. Japanskir karl-
menn virðast hreint ekki umgang-
ast konur nema inni á heimili, þeir
fara aldrei með konu á bari eða
skemmtistaði, þar eru aðeins karl-
menn. Ég sá ekki eina einustu
konu á bar þennan mánuð sem ég
var þama, og á vinnustað skutust
þær upp að vegg eins og hræddar
mýs ef þeim varð það á að mæta
karlmanni einhversstaðar á göng-
ununt.
Fiskur í öll mál
Þetta átti nú ekki að verða nein
heildarúttekt á japönsku þjóðfélagi
svo ég held ég láti hér staðar num-
ið í því efni.
Við vorum sem sagt komnir til
Japan að læra á þetta skip. Og
þennan mánuð sem við fengum til
þess, bjuggum við í húsnæði
skipasmíðastöðvarinnar og þeir
sáu okkur fyrir fæði, náttúrlega
japönsku, og það fyrsta sem við
þurftum að læra var að borða með
prjónum og það voru síðan einu
verkfærin sem við fengum til að
borða með.
Þeir eru með morgunmat, há-
degismat og kvöldmat og ekkert
þar fyrir utan, og maturinn er fisk-
ur og grænmeti í öll mál og svo
alltaf stór skál afhrísgrjónum. Það
var ekki ein einasta kjötmáltíð
þennan mánuð. Hitt er annað að
þetta er virkilega góður matur og
ábyggilega alveg meinhollur.
Svo rann upp sú stóra stund að
skipið yrði tilbúið til heimsiglingar
og þá kom í ljós að þeir sáu alveg
fyrir áhöfn þ.e. þrjá í brú, þrjá í vél
og kokk. Við Siggi vorum bara far-
þegar, nemar og eftirlitsmenn.
Gallinn er bara sá að það talar eng-
inn ensku nema skipstjórinn. Ér
því mjög lítið gagn hægt að hafa af
áhöfninni tii tilsagnar í einu eða
neinu. Þannig að maður verður
eiginlega alveg að treysta á sjálfan
sig með að læra það sem ekki náð-
ist í Japan.
Krókaleið til Namibíu
Síðan hófst nú heimsiglingin, eftir
virðulega kveðjuathöfn, og það má
segja að hún hafi hafist með látum,
því eftir u.þ.b. tveggja tíma sigl-
ingu var komið vitlaust verður,
rúm 9 vindstig og haugasjór og
stóð þetta á þriðja dag. Skipið stóð
sig vel í látunum og vorum við
ánægðir með hvernig það lét. Hitt
var öllu verra að væntanlegur yfir-
vélstjóri var svo sjóveikur að hann
missti því sem næst matarlystina
með öllu, og muna elstu menn ekki
til að það hafi gerst áður. Það má
því með sanni segja að fyrstu
kynni mín af Kyrrahafinu hafi ver-
ið heldur ókyrr.
Leiðin sem við sigldum er svo-
lítið einkennileg, frá Japan er
stefnt norðan við Filippseyjar,
milli þeirra og Taiwan inn á Suður
Kínahafið, þrætt svo með strönd-
um Filippseyja og Borneo og það-
an yfir til Singapore. Vorum við
13 daga á leiðinni þangað, en þar
var tekin olía, vatn og vistir og
verslað lítilsháttar. Einnig fengið
gert við eitt og annað smálegt sem
hafði bilað.
Frá Singapore er svo farið norð-
ur Malakkasund á milli Súmatra
og Malaysíu og síðan vestur yfir
Indlandshafið með stefnu sunnan
við Maldive-eyjar. Fyrir þær þurfti
að krækja vegna stjómmálaástands
þar; skipstjórinn okkar, Captain
Kit, segir að það sé fallegasta Iand
í heimi, hvítar strendur og sjávar-
botn og sjórinn svo tær að það sjá-
ist til botns á 30 metra dýpi, en því
miður séu þeir með „crazy presi-
dent“ (kolruglaðan forseta).
Þaðan er svo farið vestur og
norður fyrir Seychelle-eyjar og þar
upp undir Afrfku og síðan suður
Mosambiquesundið milli Mada-
gaskar og Mosambique, þá kring-
um Suður-Afríku og heim til
Namibíu. Alls á þessi ferð að
standa 39 daga, enda vegalengdin
rúntar 10.000 sjómílur.
Þessar krókaleiðir eru farnar af
tveim ástæðum, annars vegar til að
losna við vont sjólag á Suður-
Indlandshafinu og hins vegar til að
nýta sér strauma, t.d. mun straum-
urinn suður Mosambique sundið
geta verið allt að fjórir hnútar og
það munar um minna þegar verið
er á skipi sem gengur milli ellefu
og tólf sjómflur.
í sjóræningjaleik
Þegar við komum inn á Kínahafið
kom kapteinninn til okkar og lagði
okkur lífsreglumar varðandi hvað
ætti að gera ef sjóræningjar réðust
á skipið. Hann sagði að á því væri
veruleg hætta á þessum slóðum;
hins vegar sagði hann að þeir væru
yfirleitt bara á höttunum eftir pen-
ingum og ef þeir kæntu um borð
mundu þeir leita uppi skipstjóra-
klefann, því þar væri peningarnir
venjulega geymdir. Og þar eð við
Siggi höfðum fengið okkar fram-
tíðarklefa til umráða strax í upp-
hafi lét hann Sigga fá dágott seðla-
búnt til að setja í peningaskápinn í
skipstjóraklefanum og átti hann að
afhenda það ef til kæmi.
Eftir þetta var svo siglt með
skipið upplýst á næturnar til að
þeir kæmust ekki um borð óséðir,
og allt harðlæst. Mér skildist að
það væri gert til að tefja fyrir hugs-
anlegum sjóræningjum og hafa
ráðrúm til að senda út neyðarkall
ef á þyrfti að halda.
Þessi sjóræningjahætta var svo
fyrir hendi þar til við vorum komn-
ir inn á Indlandshafið og úr hrað-
bátafæri við Sumatra. Okkur
fannst nú í fyrstu þetta sjóræn-
ingjatal hálf broslegt, en það var
greinilegt að Japönunum var full
alvara og þeim stóð hreint ekki á
sama. Þetta endaði nú samt þannig
að við getum ekki sagt nein sjó-
ræningjaævintýri af okkur, þannig
að þetta verður auðvitað miklu
bragðdaufara bréf fyrir vikið.
Éftir að hættu af sjóræningjum
og Sumatra sleppti, er þetta búið
að vera heldur lítið spennandi
ferðalag, bara full ferð og sama
stefnan dag eftir dag og mörg
hundruð mílur í næsta land. Veðr-
ið alltaf svipað, renniblíða eða
skúrir með smá kalda, hitinn um
30 gráður og fer niður í 26 í
Mynd úr Fiskifréttum
skúrunum, sjórinn 30 gráður, en
hitinn í vélarúminu alltaf nákvæm-
lega 40 stig. Verst að það er aldrei
tími til að stoppa og fá sér sund-
sprett. Sjórinn hérna er alveg tand-
urhreinn, og ég hef aldrei fyrr séð
svona himinbláan sjó. Það væsir
sem sagt ekki urn okkur héma, en
skelfing vildi ég nú samt að þessu
ferðalagi færi að Ijúka.
Þar með held ég að þetta sé
orðið nóg, og læt hér staðar numið
að sinni og bið kærlega að heilsa
öllum heilögum.
Oskum viðskiptavinum vorum
gleðilegra jóla
og farsœldar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Landsbanki íslands
JLMJLI Strandgötu 1, Akureyri
Brekkuafgreiðsla, Kaupangi
Stefán Gunnarson
heimshomaflakkari
SJOVAOCALMENNAR
Nú fer í hönd mesta
Ijósahátíð ársins.
Ert þú vel tryggður?
Þú tryggir
ekki
eftir á!
Dalvíkurumboð - Sími 61405
0
1
1
I
|
|
I
i
1
I
I
I
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
1.
JÓLAKORT
Tjarmarkirkju
fóst íVerslumimmi Sogmi
oq hjá
SÓKMAÞMEFMD
Tjarmarkirkju
1
1
I
1
I
I
I
I
1
k
I
i
1
1
[ailíBJBJBJBfBJgJBJBJBJBJBfBfBJöUBjgjBjgjBjgjgfgjBjgjgfBjgjBjgjBjgjgjgjgjgjgjMBJSJBJBJBJBJBJBM