Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1994, Síða 12

Norðurslóð - 14.12.1994, Síða 12
12 — NORÐURSLÓÐ Herragarðurinn á Austur kj álkanum / - Ur sögu Vallastaðar Amiðöldum voru í Svarfaðar- dal rík höfuðból á íslenskan (og norrænan) mælikvarða. Vellir, Urðir, Grund, Tjörn, Upsir og ef til vill fleiri svarfdælskir bæir voru fjöl- menn stórbú með reisulegum húsakynnum. Stórhöfðingjar sátu á þessum búum, þekkt- astur er Þorsteinn Eyjólfsson hirðstjóri, sem sat á Urðum á 14. öld, en á Völlum sátu ekki síður valdamiklir kirkjuhöfðingjar. Islenskum höftjðbólum hnignaði almennt á 16.-18. öld, og þeim svarfdælsku einna mest. A 16. öld voru Vellir ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var á 14. öld. 13. og 14. öld má kalla gullöld staðarins, en af hverju lauk henni svo skyndilega? Hér ætla ég að rekja sögu Vallastaðar í stórum drátt- um og bregða upp mynd af höfuðbólinu eins og það var á síðmiðöldum, en fyrst koma nokkurorð um 13. og 14. öldina almennt. Vanrækt gullöld Sú söguskoðun. að missir sjálfstæðisins 1262 hai'i verið endalok íslenskrar gullaldar hefur lengi villt mönnum sýn um mat á sögu 13. og 14. aldar. I heimildum um þærerenga hnignun í félagslegum eða menningarlegum efnum að finna, og engar vísbendingar um að íslenskir höfðingjar hafi nokkuð misst af auðlegð sinni og völdum eftir 1262. Þólt við séum ánægð með okkur og þykjumst hafa reist landið heldur betur úr rústum undan- genginna alda, bliknar sú dýrð við hlið þeirr- ar miðaldamenningar sem hér þreifst á þess- um öldum. Fornbókmenntirnar eru þekktasta arfleifð þessa tíma. Oft er því haldið fram að þær séu sérstæð afurð fátæks bændasamfélags á hjara veraldar. Því verður að mótmæla, hér var bæði ríkt og fjölbreytt samfélag. Mikil- vægast í þeim efnum var að þá voru íslend- ingar mjög fjölmennir, ef til vill allt að 100.000 á fyrri hluta 14. aldar (hlutfallslega miklu fjölmennari en nú) og að hér var þroskað og auðugl lénsþjóðfélag. Menning þess var þó í mikilvægum atriðum frábrugð- in þeirri sem við erum vön að hugsa um sem evrópska miðaldamenningu. íslensk mið- aldamenning var evrópsk, en hún var evr- ópsk á annan hátt en t.d. hin franska. Sé frönsk miðaldamenning eins konar erkitýpa eða frumgerð fyrir Vestur-Evrópu. þá er íslensk miðaldamenning á sama hátt erkitýpa fyrir miðaldamenningu í Norður- Evrópu á sama tíma. Þá er ekki átt við þá ímynduðu þjóðveldisöld sem birtist í íslend- ingasögunum. heldur samfélagið eins og það birtist í sögulegum hcimildum 13. og 14. aldar, Sturlungu, Grágás, Fornbréfasafninu og annálum. I því liggur hið víðtæka gildi ís- lenskrar miðaldamenningar, sem hvorki ís- lendingar né aðrir hafa lært að meta til fulls. Höfuðbólarekstur var t.d. allt öðru vísi hér á landi en sunnar í álfunni, bæði hvað varðar vinnuafl og framleiðslu. Vellir eru gott dæmi um hann. Flest annað var einnig öðruvísi á íslandi en í Frakklandi, staða kyn- janna, erfðareglur, staða bænda, bókmennta- starfsemi, o.s.frv. o.s.frv. Hér er þó ekki rúm til að fjalla um allt þetta, við látum okkur duga í bili að varpa örlitlu ljósi á svarfdælsk- an höfuðbólarekstur. Vellir á Sturlungaöld íslendingasögur, bæði Valla-Ljóts saga og Svarfdæla, fjalla nokkuð um Velli. Benda þær ásamt með Landnámu til að jörðin hafi ekki verið landnámsjörð. Annars eru fyrstu áreiðanlegu heimildirnar um Velli í Sturl- ungu. Talsverð átök urðu um Velli um 1200. Eyjólfur nokkur, eiginmaður Arnþrúðar Fornadóttur, fékk Velli til umráða og átti höfuðbólið að ganga til sona hans og Am- þrúðar, þeirra Klængs og Brands. Af því varð þó ekki, því Brandur Hólabiskup veitti staðinn öðrum manni. Þeir Arnþrúðarsynir tóku þá staðinn með valdi, og tókst með hjálp Guðmundar dýra á Bakka í Öxnadal, héraðshöfðingja Eyfirðinga, að semja um að þeir fengju staðinn eftir dauða Hólabiskups. Frásögnin af átökunum um Velli í Sturl- ungu er all skrautleg. Brandur biskup sendi um 170 manna her úr Skagafirði yfir Heljar- dalsheiði. Atti hann að hrekja Arnþrúðarsyni og bandamann þeirra Ögmund sneis frá Völlum. Þeir Arnþrúðarsynir höfðu búisl um í kirkjugarðinum á Völlum þrjátíu saman. Var kirkjugarðurinn traust og mikið vígi og fengu hinir ekki að gert. Voru Skagfirðingar tvær nætur í Svarfað- ardal og fengu enga aðstoð í dalnum, hvorki mat né húsaskjól, því Svarfdælingar fylgdu allir Arnþrúðarsonum og Ögmundi. Að lok- um miskunnaði Ögmundur sig yfir þá og gaf þeim kú til sláturs. Urðu Skagfirðingar að steikja kúna yfir eldi, því engan pott fengu þeir lánaðan til að sjóða hana í. Sýnir þetta að þá hefur þótt fínna að sjóða kjöt en steikja. Hurl'u þeir loks á brott án þess að ná staðnum. Herragarður kirkjuhöfðingja Amþrúðarsynir og afkomendur þeirra héldu Vallastað fram til 1254. Þessi ætt var dæmi- gerð stórbænda- eða gósseigendaætt. Hún réði Völlum og átti Sökku, og nær örugglega meiri jarðeignir. Venjuleg góss þessa tíma voru samansett af höfuðbóli eða herragarði og tíu til fimmtán leigujörðum, og réði t.d. Snorri Sturluson yfir ellefu slíkum góssum. Að öllum líkindum hafa Arnþrúðarsynir átt leigujarðir í Svarfaðardal, ef til vill sumar þeirra sem síðar voru gefnar Vallastað, eins og Hánefsstaði, Uppsali, Brautarhól, og jafnvel einhverjar jarðir í Skíðadal. Vellir hafa verið herragarður Austurkjálkans og sennilega hafa margar jarðir legið undir staðinn. A síðari hluta 13. aldarhéldu Velli ýmsir prestar er Hólabiskup skipaði. Um 1324 varð Lárentíus Kálfsson biskup á Hólum, en hann var fæddur á Vöilum 1267. Lárentíus veitti Vallastað Ólafi Hjaltasyni skólameist- ara á Hólum. A síðari hluta 14. aldar var Halldór Loftsson, ríkur og velættaður klerk- ur, staðarhaldari. Svo mun hafa verið um marga klerka á Völlum, að þeir voru hefðar- klerkar af höfðingjaættum. Um það leyti eða nokkru fyrr, 1318, var gerður fyrsti varðveitti máldagi Valla. Mál- dagar voru skjöl sem biskupar létu útbúa til að þeir gætu vitað hverjar voru eignir hvers kirkjustaðar, og hafa varðveist margir slíkir frá miðöldum. I Vallamáldaga kemur m.a. fram að á staðnum eru 22 kýr, 110 ær og 30 geldingar. Meðalbú þessa tíma var um 4-5 kýr og 30-40 ær, svo búið var að minnsta kosti þrefalt til fimmfalt stærra en venjulegl bændabýli. I máldaganum kemur aðeins fram það fé sem kirkjan á, og hefðarklerk- arnir sem sátu staðinn hafa sjálfir oft átt mikið lausafé, margar kýr og ær, í viðbót. Vallakirkja átti þá fimm jarðir, allt heima- land Valla (sennilega með nokkrum hjáleig- um), Uppsali, Konungsstaði (Kóngsstaði), sem þá töldust 20 hdr. (20 kýrverð) og Há- nefsstaði. Rætt er um að Vallastaður eigi lambseldi um allan Svarfaðardal og Ár- skógsströnd, sem táknar að hver bóndi var skyldugur að ala eitl lamb kirkjunnar árlega. Sennilega hefur þessi skattur verið greiddur í heyi heim til staðarins. I Vallaþingum voru þá 30 bæir eða lög- býli, sem greiddu ljóstoll og heytoll til kirkj- unnar. Er þessi tala óbreytt í öllum mál- dögum sem til eru frá Völlum. Því er ekki að neita að þessi bæjafjöldi hefur valdið undir- rituðum allnokkrum heilabrotum, því á síðari öldum voru aðeins 23-24 lögbýli í Vallasókn. Eftir mikið grúsk kom í ljós að sennilega höfðu Þverá í Svarfaðardal, Stein- dyr og Bakki, sem nú eru í Urðasókn eða Tjarnarsókn, verið í Vallasókn a.m.k. fram á 16. öld. Fjölgar það þekktum bæjum í hinni fomu Vallasókn upp í 27, og Stafn er sá tuttugasti og áttundi. En þá er eftir að finna tvo bæi. Skeggstaðir og Hofsárkot hafa að ölium líkindum verið lögbýli á 14. öld, þótt þau væru síðar yfirleitt hjáleigur, og eins getur verið að fleiri lögbýli en Stafn hai'i var- anlega farið í eyði í Skíðadal í plágum 15. aldar. Um slíka varanlega auðn eru fjöhnörg dæmi um allt land. Kónguló í vef Vellir lágu eins og kónguló í miðjum vef hins svarfdælska lénsskipulags, þangað streymdu tekjur af tíundum, ljóstollum og heytollum, lamsbseldum og landskuldum. Um 1394 áttu Vellir Uppsali, Kóngsstaði, Stafn, Hól (sennilega Brautarhól), Hánefs- staði og Hvarf, ekki getið hvort. Sennilega var það Syðra Hvarf. Auk þess átti hún hluta í reka í Þorgeirsfirði, sem voru bæði eftirsótt og verðmæt hlunnindi. Áætla má tekjur kirkjunnar af þessum jörðum. Verðmæti þeirra sex jarða sem hún átti 1394 var rúmlega 100 hundruð (eitt hundrað = 120 álnir vaðmáls, jafngilti einu kýrverði), ef til vill um 115 hdr. Venjulegar tekjur af jarðagóssi á 14. öld var 10% á ári, eða 11-12 kýrverð af jörðunum sex. Það dugði til að kaupa litla jörð, eða meðaljörð með tveggja ára tekjum. Til að gefa hugmynd um hvað hver bóndi þurfti að greiða í leigu af jörðinni, og hversu stór hluti af framleiðslu búsins það var, má lýsa líklegum rekstri á einum bæ, t.d. Há- nefsstöðum. Hánefsstaðir voru þá taldir 20 hundraða jörð. Þar hefur búið bóndi með fjöiskyldu sína og haft eitt eða tvö hjú, hafi bömin ekki verið orðin vinnufær. Á Hánefs- stöðum hafa verið fjórar eða fimm kýr, um 20-30 ær og 10-20 sauðir. Mjög líklegt er að eitthvað af fénu hafi verið leigukúgildi, kýr eða ær í eigu auðmanna. Greiddi bóndi tvo fjórðunga smjörs af hverju slíku, en almennt var reiknað með að kýr mjólkaði mjólk í sex fjórðunga smjörs yfir sumarið. Landskuldin var tvö hundruð (240 álnir) og var greidd í vaðmáli. Konumar á bænum stóðu allan vet- urinn og ófu ull. Sennilega hefur um helm- ingur af vaðmálinu sem framleitt var á bæn- um farið til að greiða landskuldina, jafnvel meira. Þrátt fyrir þessar greiðslur hefur bóndinn á Brautarhóli og fólk hans að öllu eðlilegu verið vel bjargálna. Ekki hefur farið mikið meira en 20% af verðmæti framleiðslunnar til að greiða bæði landskuld, kúgildaleigur, tolla, lambseldi og aðrar álögur. I Evrópu var algengast að um 30-50% framleiðslunn- ar, jafnvel meira, færi til landeigandans. 1394 á kirkjan m.a. 24 ljórðunga smjörs, „sem séra Halldór lagði ofan á útjarðir." Það táknar sennilega að hann hafi af einhverjum

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.