Norðurslóð - 14.12.1994, Page 18
18 — NORÐURSLOÐ
Síðustu misseri hefur
verið rætt nokkuð,
m.a. í Norðurslóð, um
framtíð Upsastaðar
sem nú er í eyði.
Stendur víst ekki ann-
að uppi af mannvirkjum á staðnum
en kór gönrlu kirkjunnar. En Upsir
eru án efa merkasti sögustaður inn-
an Dalvíkurbæjar og er vonandi að
þeim verði sýndur einhver sómi.
Þeir sem áttu eftirminnilegar
stundir á ævi sinni innan veggja
litlu kirkjunnar hafa taugar til stað-
arins. Svo er að minnsta kosti um
höfund þessarar greinar sem var í
liópi síðustu fermingarbarna á
Upsum vorið 1960.
Fyrst er getið um kirkju á Ups-
um á tólftu öld og fyrsti prestur
sem kenndur er við staðinn var
Guðmundur Arason, síðarbiskup á
Hólum. Eftir það sátu prestar löng-
um á Upsum, síðastur séra Baldvin
Þorsteinsson sem lést 1858. Á fyrri
hluta átjándu aldar sat staðinn
prestur sem vann sér það til ágætis
að verða faðir tveggja af merkustu
Islendingum þeirrar aldar. Þetta
var séra Páll Bjarnason. Honum er
svo lýst, segir í Svarfdælingum, að
hann hafi verið búsæll maður,
kennimaður í betra lagi, afbragðs-
skrifari, iðjumaður og komst vel af
með stóra fjölskyldu, en var þó ör-
látur við sóknarböm sín. Hagmælt-
Skáld
ur var hann en fór dult með það.
Kona hans, Sigríður Ásmundsdótt-
ir, var skörungur mikill og bráðvel
gefin. Þau hjón eignuðust ekki
færri en sextán börn, en þrjú dóu
ung. Ur hópnum urðu tveir synir
þjóðkunnir. Þeir eru Bjarni, fyrsti
landlæknir Islendinga, síðast í
Nesi við Seltjörn, og séra Gunnar,
skáld, skólameistari og prófastur í
Hjarðarholti. Báðir fæddust þeir á
Upsurn.
Minningu Bjama Pálssonar hef-
ur verið haldið á loft sem maklegt
er. Nesstofa stendur enn og er þar
lækningaminjasafn, en fyrir fram-
an húsið rís minnisvarði um
Bjarna. Séra Gunnar bróðir hans er
miklu minna þekktur á seinni tím-
um og var hann þó í hópi helstu
menningarfrömuða sinnar tíðar.
Það er því ómaksins virði að segja
dálítið frá honum hér. Hann sleit
altént barnsskónum á Upsaströnd,
þótl á fullorðinsárum byggi hann
annars staðar.
Almennt kannast menn að vísu
lítt við Gunnar Pálsson, en þó vill
svo til að eitt verka hans þekkja
allir. Þetta eru stafrófsvísurnar „Á,
b, c, d,“ sem birtust fyrst í stafrófs-
kveri sem séra Gunnar gaf út 1782
og heitir „Lítið ungt stöfunarbarn.“
Höfundar er ekki getið, en af því
að séra Gunnar nefnir höfunda að
öðrum vísum í kverinu en ekki
þessum, hafa menn fyrir satt að
hann hafi ort þær sjálfur. Og þær
hafa í tvö hundruð ár kennt börn-
um stafrófið, þólt ekki falli þær
alls kostar að íslensku stafrófi, eins
og vikið verður að hér á eftir.
Ritverk Gunnars Pálssonar eru
flest óútgefin. Gunnar Sveinsson
skjalavörður, sem er manna fróð-
astur um séra Gunnar, vinnur að
því að gefa út bréf hans á vegum
Ámastofnunar og er fyrra bindið
kornið út. Gunnar hefur látið mér í
té upplýsingar um æviferil nafna
okkar sem ég styðst hér við.
★ ☆★
Gunnar Pálsson fæddist 2. ágúst
1714, fjórði í röð bama séra Páls
og Sigríðar, en fimm ámm eldri en
Bjami bróðir hans. Séra Páll lést
1731 frá barnahópnum ungum.
Sigríður bjó næsta ár, „náðarárið“,
á Upsum en fluttist síðan í Karlsá
með börn sín og bjó þar til 1744.
Eftir það bjó hún á Höfðaströnd til
æviloka tíu árum síðar. - Snemma
komu góðar námsgáfur Gunnars í
Þannig Iitu Upsir út áður en bæjarhúsin voru rifin í fyrra,
og skólamaður frá Upsum
Ijós. Hann settist í Hólaskóla 1729
og brautskráðist þaðan 1735. Síð-
an var hann djákn á Munkaþverá í
Eyjafirði, dvaldist einnig einn vet-
ur í Kaupmannahöfn við nám og
lauk guðfræðiprófi 1741.
Það sama ár var danski prestur-
inn Ludvig Harboe sendur til ís-
lands með biskupsvald og falið eft-
irlit með kirkjumálum og skólum.
Hann settist að á Hólum og réð
Gunnar Pálsson skólameistara þar
1742. Fór brátt mikið orð af lær-
dómi hans og kennarahæfileikum.
Meðan hann var á Hólum kvæntist
hann Margréti Erlendsdóttur frá
Kvíabekk í Olafsfirði. Þau áttu
einn son sem dó barnlaus, svo að
enginn ættbogi er út af séra Gunn-
ari kominn..
Vorið 1753 lét Gunnar af skóla-
meistarastarfi og gerðist prestur í
Hjarðarholli í Laxárdal. Varð hann
jafnframt prófastur Dalamanna. Sú
ráðabreytni var fyrir illa nauðsyn,
enda varð hún Gunnari ekki til
heilla. Hann var lítill búmaður,
hugurinn við skáldskap og fræði-
mennsku, og lenti hann í miklu
basli, enda harðindi í landi og varð
Ijárfellir hvað eftir annað. Séra
Gunnar stóðst ekki þau áföll og
rataði í skuldabasl sent hann náði
sér aldrei upp úr. Dugði ekki til
þótt hann fengi árlegan styrk frá
Ámanefnd í Kaupmannahöfn fyrir
skýringar á fornum kveðskap sem
hann vann að.
Seinni hluti ævi séra Gunnars
var því raunasaga. Hann hlaut
áminningar frá biskupi fyrir ágalla
í embættisrekstri og varð loks að
segja af sér prófastsembætti. I
móðuharðindunum 1784 flosnaði
hann svo upp í Hjarðarholti, hætti
prestsskap og fluttist að Stóra-
Vatnshorni í Haukadal. Þaðan fór
hann hann haustið eftir vestur að
Reykhólum í Reykhólasveit. Þar
fékkst hann við kennslu og fræði-
störf til dauðadags, 2. október
1791.
★ ☆★
Gunnar Pálsson var talinn í hópi
fremstu lærdómsmanna í landinu á
átjándu öld, bæði í íslenskum
fræðum og forntungunum. Þá var
hann eitt helsta skáld sinnar tíðar,
en flest af kveðskap hans og fræði-
ritum er óprentað sem fyrr sagði
og myndi margt af því lítt aðgengi-
legt nútímalesendum. - Samtíðar-
menn mátu hann mikils bæði sem
Eftir
Gunnar
Stefánsson
skáld og fræðimann. Heimildum
ber saman um að hann hafi einkum
þótt afburðagóður skólameistari
og kennari. Um kennarahæfileika
hans ber stafrófskverið ljósan vott,
en það hefur verið kallað fyrsta ís-
lenska stafrófskverið sem ber nafn
með rentu og lagði grundvöll lestr-
arkennslu sem flest stafrófskver
síðan hafa verið byggð á.
Senr persónu er Gunnari lýst
svo að hann væri „gamansamur,
orðhittinn, lítill vexti, en þó skör-
uglegur ásýndum og knár.“ Annar
heimildarmaður kveður svo að
orði að séra Gunnar væri „skrýtinn
maður við dropa og sopa, en góð-
menni og góðvildarsamur." Einn
frændi hans sagði að „prestur og
prófastur hafi hann ekki verið bet-
ur en í góðu nreðallagi og engan
veginn með sömu snilld og heppni
sem hann var rektor." - Loks má
tilfæra þau orð sem Sveinn Pálsson
hefur um séra Gunnar í ævisögu
Bjarna bróður hans og munu áreið-
anlega sannmæli: „Saga hefir
gjörð verið af minni manni!“
Af kvæðum Gunnars Pálssonar
er kunnast erfiljóð hans um Eggert
Olafsson, skáld og náttúrufræðing,
gott og viturlegt minningarkvæði.
Hluta úr því tók Sigurður Nordal í
Lestrarbók sína og munu margir
kannast við kvæðið þaðan. Megin-
boðskapur þess er að Eggert hafi
fallið frá sem hetja í blónra lífs-
starfs síns. Því beri að fagna að
menn skyldu ekki þurfa að líta
hann í miðlungsvinsælu lög-
mannsdæmi eða þungu banastríði,
en að öðru leyti að beygja sig und-
ir dóm drotlins.
Annað langt kvæði eftir séra
Gunnar er Gunnarsslagur, kveðið í
anda og stíl Eddukvæða, enda efn-
ið sóll þangað. Þarna segir frá
Gunnari Gjúkasyni og Atla Húna-
konungi. Gunnar Gjúkason mælir
kvæðið fram í ormagarðinum, en
þangað var hann settur með svik-
um og sló hörpu sína svo að orm-
arnir sofnuðu, nema ein naðran
sem stakk hann loks til bana.
Langt kvæði orti Gunnar Páls-
son um íslenska tungu. Hún var þá
ekki mikils metin, var kölluð
„dónamál", segir í kvæðinu. I tíð
séra Gunnars var dönskuskotið
mál áberandi í ritunr manna.
„Danska, franska, þýska þér/þykir
haganlegri“, segir hann. En skáld-
ið tekur upp vöm fyrir móðurmálið
sem beri að hafa í hávegum. Þau
orð eiga kannski við enn í dag,
þegar ásókn erlendra tungna, eink-
um raunar enskunnar, er orðin
yfirþyrmandi svo að jafnvel smá-
börn eru farin að tala ensku sín á
milli. I kvæði séra Gunnars segir:
„Islenskan er eitt það mál,
sem allir lærðir hæla,
og aldrei mun þín auma sál
annað fegra mæla.
Sína tungu talar hver,
tekst þó saman að eiga,
hver við annan hagar sér
sem hentuglegast mega.
En hefur nokkur heimsins þjóð
hafnað lungu sinni,
höndlunin svo hæg og góð
heldur verða kynni?“
Vonandi verða Islendingar ekki
svo glámskyggnir að vanrækja
tungu sína á kostnað erlendra
tungna, til þess eins að bæta
„höndlun" við útlenda menn, á
evrópsku efnahagssvæði eða ann-
ars staðar.
★ ☆★
Stafrófsvísurnar sem séra Gunnar
Pálsson orti eru ekki oft til sér-
stakrar umræðu. Þetta er einhvern
veginn svo sjálfsagður barnalær-
dómur að maður leiðir ekki hug-
ann að því hver hafi ort eða hvort
þær séu „réttar"; þær hljóti alltaf
að hafa verið til og standa óhagg-
aðar til eilífðar. En allt er í heim-
inum hverfult. I riti íslenskrar
málnefndar, Málfregnum, 1. tbl.
1992, las ég litla grein sem heitir
„Nýjar stafrófsvísur" og er eftir rit-
stjórann. Baldur Jónsson. Sú grein
varð eiginlega fyrsta kveikja þess
að mér datt í hug að skrifa um séra
Gunnar í Norðurslóð og skal því
vikið að henni að lokum.
I greininni eru veigamiklar at-
hugasemdir við þessar vísur séra
Gunnars, „sem allir krakkar hafa
verið látnir læra og kyrja lag við
undanfarna mannsaldra ... En þótt
öllum þyki vænt um þessar vísur,“
segir Baldur, „verðum við að horf-
ast í augu við það að þær fara rangt
með íslenska stafrófið og eru því
ótæk barnafræðsla." Greinarhöf-
undur kveðst hafa gert þetta að
umtalsefni á ráðstefnu Vísindafé-
lagsins 1986 og varpað fram þeirri
spumingu hvort einhver hagorður
maður gæti ekki komið til hjálpar
„og gert betri bæn.“
Á þessari ráðstefnu var skáldið
Þórarinn Eldjám og telur Baldur
að hann hafi tekið þessi eggjunar-
orð til sín. Svo mikið er víst að
Þórarinn kvað nýjar stafrófsvísur
sem birtust í bók hans Oðflugu,
bamaljóðunr sem út komu 1991.
Þær eru þannig:
„A Á B D, Ð E É
F G H I, í J K.
L M N O, Ó og P
eiga þar að standa hjá.
R S T U, Ú V næst
XYÝ.svoÞÆ Ö.
Islenskt stafróf er hér læst
í erindi þessi skrítin tvö.“
I greininni í Málfregnum segir
að endingu: „Þetta er ágæt endur-
nýjun á vísum séra Gunnars í
Hjarðarholti, hæfilega líkt þeim,
en leiðrétting samt, og lagið góða
er í fullu gildi. Vonandi verður nú
þessunr vísum haldið að íslenskum
börnum framvegis."
Nú er það kunnugt að Þórarinn
Eldjám hefur í hóp Svarfdælinga
einatt verið kenndur við Gull-
bringu. Við erum þá búin að tengja
íslenska stafrófið rækilega við
„svarfdælska byggð og bæ.“ Fyrst
kom piltur frá Upsum og orti staf-
rófsvísur sem allir lærðu. Tvö
hundruð árunr síðar leiðrétti bónd-
inn í Gullbringu þær handa ís-
lenskum bömunr, svo þau geti
numið stafróf móðurmálsins rétt
héðan í frá!