Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1994, Page 24

Norðurslóð - 14.12.1994, Page 24
FréttahorniÐ Nei, EKKI ERU ÞETTA fjárhúsin á Betlehemsvöllum en þó er alltaf yfir þeim einhver helgiblær. Uin síðustu páska gengu félagar úr Ferðafélagi Svarfdæla upp á Kaldbak toppnum. Ferðafélagið Vetrardagskráin Ferðafélag Svarfdæla hélt aðal- fund sinn þann 30 nóv. s.l. og var þar lögð fram hugmynd að vetr- ardagskrá sem fundarmenn síð- an lögðu blessun sína yfir. Er dagskrúin svohljóðandi: Sunnudagur 1. janúar: Hin ár- lega fjölskylduferð fram í Stekkjarhús og til baka. Sunnudagur 5. febrúar: Gengið yfirTungur. Tungufell-Dæli. Sunnudagur 5. mars: Skíðadals- ganga. Klængshóll-Hvarf. Laugardagur 15. apríl: Klaufa- brekknaskarð. Lágheiði- Klaufabrekkur (eða öfugt eftir aðstæðum). Sunnudagur 7. maí: Skeggja- brekkudalur-Siglufjörður (eða Fljót eftir aðstæðum). Eins og sjá má er meginreglan sú að fara eina ferð fyrsta sunnu- dag hvers mánaðar. Undantekning frá reglunni er aprílferðin sem verður laugardag fyrir páska en sú dagsetning hefur gefist félags- mönnum vel og er hálfgerð hefð orðin. Það er líka orðin hefð hjá félögum í Ferðafélaginu að byrja ferðaárið unt áramótin með léttum fjölskyldugöngutúr fram í Stekkj- arhús. Nú er ætlunin að fara strax fyrsta janúar enda vart hægt að í blíðskaparveðri. Myndin er tekin á ákveðin hugsa sér heilsusamlegri byrjun á nýju ári. I Stekkjarhúsum verður boðið upp á kaffi og te en þátttak- endur leggja sjálfir til brauð og annað meðlæti. Þá má geta þeirrar reglu hjá Ferðafélaginu að verði sökum veðurs ekki hægt að fara á auglýstum dagsetningum eins og oft gerist þá ferstast ferðin um viku. Það kont fram á fundinum að á síðasta starfsári voru farnar 10 ferðir á vegum félagsins. Þátttak- endur í þessum ferðum voru 176 talsins. Það gera 17,6 þátttakendur að meðaltali í hverri ferð er reikn- islistin bregst okkur ekki. Vetrarsólí stráum. Sorphirða hér á svæðinu hefur eins og kunnugt er að undan- förnu verið í höndum Gámaþjón- ustu Norðurlands. Samningur Gámaþjónustunnar við sveitarfé- lögin rennur út 1. maí n.k. og nú um mánaðamótin rann út frestur til að gera nýjan samning. Málið hef- ur verið tekið fyrir í sveitarstjórn- um og er nú ljóst að áframhald verður á samstarfinu á Dalvík, 01- afsfirði, Arskógsströnd og í Hrís- ey. Svarfaðardalshreppur hefur hins vegar dregið sig út úr sam- starfinu og hefur nú gert samning við Stefán Friðgeirsson um sorp- hirðu í hreppnum frá og með 1. maí n.k. Astæðan er sú að Gáma- þjónustan taldi sig ekki geta veitt þá þjónustu áfram að sækja sorp heim á alla bæi, vildi þess í stað taka það úr 2-3 gámum en taldi sig ekki geta lækkað þjónustugjaldið í samræmi við það. Því ákvað hreppsnefndin að ganga til samn- inga við Stefán. Stefán hefur þó ekki störf fyrr en 1. maí eins og áður segir en þó mun liann fara um sveitina á tveggja mánaða fresti í vetur og hirða plast og pappír. Arfell h/f afhendir Dalvíkurbæ þrjár nýjar íbúðir 15. desem- ber n.k. Fyrirtækið hefur verið að byggja þessar raðhúsaíbúðir í Skógarhólunt. í allt er Árfell h/f að byggja fjórar íbúðir fyrir bæinn en þeir þurfa ekki að afhenda eina þeirra fyrr en næsta vor. Auk þessa hefur Dalvíkurbær keypt tvær ný- legar íbúðir sem falla inn í félags- legt kaupleigukerfi svo alls verða það sex íbúðir á árinu sem keyptar verða. Björgúlfur EA 312 kom nteð Kolbeinsey ÞH í togi til Akur- eyrar laugardaginn 3. des sl. Skip- in höfðu verið á veiðum norðaust- ur af Langanesi og trollið farið í skrúfu Kolbeinseyjar. Börgúlfur var sent sagt skammt frá og að- stoðaði skipverja Kolbeinseyjar og tók skipið í tog. Til stóð að Björg- úlfur færi í siglingartúr í byrjun desember en þar sem lítið hafði fiskast m.a. vegna veðurs var karf- inn og grálúðan sent út í gámum en skipið hélt áfram veiðum og mun landa í frystihúsið hér eða senda út fisk í gámum núna til áramóta. TímamóT Afmæli Þann 24. desember nk. verður 95 ára Guðrún Björnsdóttir, áður til heimilis í Bjarnarhóli, Dalvík, nú vistmaður á Dalbæ, Dalvík. Norðurslóð ámar heilla. Til lesenda Norðurslóð sendir vinum og vandamönnum um land allt bestu óskir um gleðileg jól og gœfuríkt komandi ár með þakklœti fyrir samskiptin á liðnum árum

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.