Norðurslóð - 13.12.1995, Side 2
2 — NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð. Fax: 466-1551
Jóhann Antonsson, Dalvík
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjöm. Sími 466-1555
Tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Reykjavík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Grímur Thomsen:
Jólavers
Upp er oss runnin
úr eilífðarbrunni
sannleikans sól,
sólstöður bjartar,
birtu í hjarta,
boða ossjól.
Lifna við Ijósið
liljur og rósir
í sinni og sál,
í hjartanu friður,
farsœlukliður og
fagnaðarmál.
Kristur er borinn,
kærleika vorið
komið í heim;
köld hjörtu glœðir,
kærleikinn brœðir
klakann úr þeim.
Sólheima börnum
sindrar af stjömum
hinn suðlægi kross;*
lífsins hann lýsi og
leiðina vísi
innra hjá oss.
* Suðurkross, stjörnumerki í Suðurheimi.
FréttahorN
Frá því var greint í síðasta blaði
að rífandi gangur væri í fram-
leiðslunni hjá Sæplasti á Dalvík og
unnið alla daga og allar nætur til að
hafa undan eftirspum. Síðan þá
hefur þó eftirspumin aukist til
muna því nýverið var undirritaður
sölusamningur við útgerðarfyrir-
tæki í Frakklandi um smíði á fiski-
kerum fyrir fjóra togara þess.
Samningur þessi hljóðar upp á 25
milljónir króna og er um að ræða
ein l .800 ker fyrir þessa einu pönt-
un. Með sama áframhaldi er ljóst
að stækka þarf verksmiðjuna og
eru nú uppi áform í þá veruna.
Fyrirtækið Norðurströnd er að
fara út í vinnslu á ígulkerjum
og hefur auglýst eftir 20 lesta báti
til ígulkerjaveiða. Fyrirtækið sem
fengist hefur við fiskverkun á nú
orðið öll tæki til framleiðslunnar
og er ekkert að vanbúnaði að byrja.
Vonast menn hjá fyrirtækinu til að
hægt verði að verka eitt til eitt og
hálft tonn af ígulkerjum á dag en
reiknað er með að tonnið gefi af
sér um 100 kg af hrognum sem
Japanir eru sólgnir í og telja að
auki kyngetuna. Að sögn má fá 2-
3.000 krónur fyrir kílóið af ígul-
kerjahrognum svo það er eftir
nokkm að slægjast.
JVIinning
Daníel A. Daníelsson
s
Argerði
Fæddur 21. maí 1902 - Dáinn 22. nóvember 1995
Að kvöldi 22. nóvember barst sú
fregn hér um norðurslóð Eyja-
fjarðar, og síðan um land allt að
látinn væri fyrrverandi héraðs-
læknir, Daníel A. Daníelsson.
Meðal Svarfdæla var hann jafnan
kallaður Daníel í Argerði.
Daníel var Vestfirðingur að ætt
og uppruna, fæddur 21. maí 1902 á
Hóli í Valþjófsdal í Önundarfirði.
Hann var af traustum bænda og
sjómannaættum, tvo bræður sína
missti hann í sjóinn fyrir vestan en
þriðji bróðir hans er Finnur frv.
togaraskipstjóri á Akureyri.
Hingað flutti Daníel 1944 með
fjölskyldu sína, sem var eiginkon-
an, Dýrleif Friðriksdóttir, d. 19.
júní 1994, og dóttirin Guðný. Síð-
an bættust í hópinn synimir Friðrik
og Bjami.
Héraðslæknirinn Daníel var
einstaklega samviskusamur og
dugmikill læknir og hugsaði ekki á
brottflutning eftir að fjölskyldan
hafði komið sér vel fyrir í nýja
húsinu sínu við ána, þar sem hún
sveiflar sér breið og lygn upp að
Argerðishólnum. Ég held mér sé
óhætt að segja, að Daníel læknir
naut til hins síðasta fyllsta trausts
fólksins í úteyfirska lækishérað-
inu: Arskógsstrendinga, Hrísey-
inga, Svarfdælinga og Dalvíkinga.
Þó að læknirinn Daníel rækti starf
sitt með ágætum mundi það eitt
ekki halda nafni hans á lofti með
komandi kynslóðum. En hann var
svo mikill bókmenntamaður, að
fáir munu finnast hans líkar hér á
norðurslóð. Hann fékkst öðm
fremur við þýðingar úr erlendum
málum, sænsku, þýsku og ensku.
Hér nægir fullkomlega að láta þess
getið að á efri ámm þýddi hann
allar sonnettur Shakespeares á
voratungu. Þæreru 154 að tölu, 14
Ijóðlínur hver, allt rímað undan-
bragðalaust eftir íslenskum brag-
reglum. Allra síðustu árin heillað-
ist hann mjög af fransk-spönskum
ljóðastíl hinna merkilegu Trúba-
dúra, sem líka áttu sér ljóðavett-
vang í Norður-Afríku. Daníel gekk
svo rösklega til verks, að unnt var á
síðastliðnu ári að gefa út ljóðmæl-
in Andalúsíuljóð arabískra skálda
Það er sannkölluð bókmennta-
perla, sem metin verður að verð-
leikum meðal komandi ljóðunn-
enda.
Ég og fjölskylda mín áttum því
láni að fagna að kynnast Argerðis-
hjónunum náið einkum á efri árum
þeirra. Daníel þurfti á viðmælend-
um að halda að ræða bókmenntir
einkum og sér í lagi, ljóð og annað
bókmenntakyns, sem honum bár-
ust í hendur.
Það varð smátt og smátt árviss
þáttur í jólahaldi okkar að aka á
Þorláksmessukvöld niður í Argerði
þar sem boðið var til veislu og efnt
til söngs og glaðværðar. En hvað
sem annars sungið var þá endaði
gamanið við orgelið niðri í for-
stofu þar sem síðast var leikið og
sungið eftirlætisljóð okkar allra
við texta Jónasar og húsbóndinn
lék undir:
Efst á Arnarvatnshœðum
oft hefég fáki beitt...
Þessi þáttur í jólagleðskap okk-
ar verður ekki ræktur meir. Þess
verður nú saknað
Ég votta minningu Argerðis-
hjónanna dýpstu virðingu okkar og
við sendum bömum Daníels og
Dýrleifar og öðra skylduliði inni-
legar samúðarkveðjur.
Hjörtur E. Þórarinsson
Daníel nú dynur
dúnmjúk klukka ykkar
endurfundum aftur
eftir hafti þrungið
ár sem aðeins bið var
örþreyttum og mettum.
Heill þér skáld, nú skulum
skilja vinir —heilir.
Steinunn P. Hafstað
Fyrir lausn þessarar myndagátu eru engin verðlaun utan þau sem í henni
SJÁLFRI ERU FÓLGIN.