Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1995, Side 7

Norðurslóð - 13.12.1995, Side 7
NORÐURSLÓÐ —7 Sigurður við heyskap. aldrei illa af kulda eða öðrum or- sökum. Hafði líka smákofa til að skríða inn í, þótt hann væri raunar ekki annað en skomingur, sem ég refti yfir og hengdi svo einhverja druslu fyrir dymar. En kofinn minn gerði sitt gagn, þótt ekki væri hann háreistur né íburðarmikill. En þessir dagar tóku enda og brátt kom að því að ég þótti of stór til að stunda hjásetuna og Rögnvaldur bróðir tók við. - Hvernig jörð var Hnjúkur ? - Hnjúkur taldist góð jörð á þeirra tíma mælikvarða a. m. k. Túnið gaf af sér 300 hesta og var talið eitthvert stærsta tún í sveit- inni. Auðvitað var það allt þýft, eins og tún voru yfirleitt þá. I gegn um það runnu tveir lækir, sitt hvoru megin við bæinn. Þegar ég þótti of öflugur orðinn til þess að stunda hjásetuna, var ég látinn fara að slá. Undantekningarlítið byrjaði sláttur á Hnjúki laugardaginn í 12. viku sumars. Fyrir túnslátt var venjulega heyjað úti í Hlíðinni. Þar voru beitarhús með hlöðu við og var heyjað í hana, en heyskapnum þar þannig hagað, að helmingur slægjulandsins var sleginn í ár en hinn helmingurinn næsta ár. Allt var slegið í spildum. Ef frostnætur komu, þá var vaknað með skímu til að slá, það beit svo vel í hélunni. Kvenfólkið sló oft, t. d. mamma, en þá var hún út af fyrir sig. Og við strákarnir vorum látnir fara að slá strax og við gátum borið orfið. Jón bróðir fór raunar til Akureyrar strax eftir fermingu til þess að læra smíðar hjá Snorra móðurbróður mínum. Hann kom ekki heim upp úr því nema sem gestur. Akveðinn vinnutími var auðvitað enginn, en staðið meðan skrokkurinn þoldi. Já, lífsbaráttan þá þætti sjálfsagt hörð nú. / g man nú varla eftir mjög vondum sumrum á þessum árum. Tíð þótti ekki góð að vorinu nema búið væri að vinna á og stinga út á krossmessu. Ekið var á völlinn á vetuma og til þess not- aðir sleðar, sem kallaðir voru bjóð. Teknir voru ákveðnir dagar til þess að ganga að því verki og þá stund- um fengnir menn til hjálpar. Fyrst þegar ég man eftir var áburðurinn barinn sundur með klárum. En fljótlega komu taðvélamar til sög- unnar og var það mikil umbót. Síð- an var hlössum ausið úr trogum. - Var stundaður sjór frá Hnjúki? - Það var ævinlega einn maður við sjó frá flestum heimilum í dalnum. Hefði bóndinn ekki mann, þá fór hann sjálfur. Það var sjónum öðru fremur að þakka, að yfirleitt var ekki sultur í búi hjá Svarfdæl- ingum á þessum árum. Eg man þó eftir einum bónda, sem aldrei vildi fara á sjó, enda var hann oft tæpur með lífsbjörg. Þó held ég að hann hafi aldrei þegið af sveit, en var stundum hjálpað á annan hátt. Bóndi þessi var oft í vinnu á Hnjúki. Átti það oft til að stríða okkur krökkunum, og var mér því heldur í nöp við hann. - Var ekki góður efnahagur á Hnjúki? - O-jú. Pabbi bjó stórbúi á þeirra tíma mælikvarða. Sauði átti hann því nær eins marga og ær. Hann var ekkert hrifinn af því að fá mikið af gimbrarlömbum á vor- in. Sauðarefnin voru verðmætari. Þá var Coghill gamli á ferð með sín sauðakaup fyrir enska markað- inn. Borgaði 18 gullkrónur fyrir tvævetra sauð. Það var ekkert smá- ræði. Sauðasalan var geysimikið happ fyrir íslenska bændur og fyrir sauðina fengu þeir þá einu peninga sem þeir höfðu handa á milli. Pabbi hafði þann sið að fara að hýsa um mitt sumar þær gamalær, sem hann ætlaði að lóga að haust- inu. Hélt því fram, að þær yrðu þá miklu vænni. Alltaf var nógur matur á Hnjúki og oft var gefinn matur frá heimilinu seinni part vetrar og á vorin, þegar sums staðar annars staðar tók að sneiðast um björg. Þó að matur væri aldrei nuininn við nögl, þá höfðu þó jólin sína sérstöðu hvað það snerti. Þá var venjulega farið í fjós með fyrra móti og svo skammtað þegar kom- ið var úr fjósinu. Voru þá matföng borin inn á trogi og pabbi skipti þeim á milli heimilisfólksins. Hann hafði alltaf hönd í bagga með skömmtuninni á hátíðum. Miðdegisverðurinn var borðaður í rökkrinu, heitir sperðlar og laufa- brauð eins og hver vildi. Seinna kom svo döndull. Þú veist sjálfsagt ekkert hvað það er. En döndlamir voru búnir til á svipaðan hátt og lundabaggar. Þeir voru hengdir upp í eldhús og reyktir. Þá kom sauðamagáll, hálfur magáll á mann. Bringukollur kom og í hlut hvers og eins, stór rifjabiti, laufakökur og sláttakökur og smjörstykki. Síðar um kvöldið kom svo sætt kaffi með brauði, jólakökum, klein- um og lummum, en ekki man ég nú til þess að verið væri með þess- ar sætu kökur og tertur. Þannig var nú matseðillinn á aðfangadags- kvöld. Á jóladag var þetta svipað nema þá voru skammtaðir leggir og hryggjaliðir, pottbrauð og rúg- brauð. Á gamlársdag var hálfur skammtur á móti nýarsskammtin- um. Og á nýársdag voru ævinlega baunir og kjöt. Nú og svo fékk hver sitt tólgarkerti. Auðvitað torguðum við minnstu af þessu yfir hátiðamar, en gripum í það okkur til bragðbætis næstu daga. Húslestrar voru lesnir á hverju kvöldi allan veturinn og raunar alla daga ársins nema ef farið var í kirkju. Helst mátti ekki vinna með- an á lestri stóð, nema hvað stúlkur héldu stundum á prjónum, og alls ekkert mátti gera á meðan textinn var lesinn. Pabbi las ævinlega sjálfur. Ekki var trútt um það að okkur krökkunum fyndust stund- um óþarflega langir lestramir úr Vídalínspostillu og Helgapostillu. Á lönguföstu vom svo passíusálm- amir lesnir. Mamma lét okkur krakkana ævinlega signa okkur, lesa faðirvorið og fara með bænir á kvöldi, passaði það eins og að gefa okkur að borða, - og eins á morgn- ana, er við komum á fætur. Mamma var að ýmsu ólík pabba, róleg hæglætis- kona, föst fyrir, skipti ógjama skapi svo að merkt yrði, kom samt oftast sínu fram og miðl- aði málum þegar á þurfti að halda. Eitt sinn bar nokkuð á milli pabba og manns þarna í sveitinni og þá varð honum að orði: „Eg held hún Halldóra brúi það.“ Systursonur mömmu var eitt sinn í göngum með pabba, sem var með vín í glasi og vildi gefa Gunnlaugi að súpa á. Hann færðist undan og er pabbi fékk ekki komið í hann víninu sagði hann: „Þetta hefurðu úr henni Halldóru,“ og átti þá við staðfestuna í stráksa. Gestrisni var mikil á Hnjúki. Eg man eftir því, að eitt sinn komu feðgar frá Hólakoti neðan af Böggv- isstaðasandi, en Hólakotsheimilið var eitt hið fátækasta í dalnum. Þeir vildu ómögulega koma ínn, svo að pabbi bað mömmu að færa þeim einhverja hressingu fram. Hún taldi sig nú lítið hafa, sem hún gæti farið með út til þeirra, en hrærir samt graut í glerskál, lætur slátur saman við og mjólk út á, og færir feðgun- um fram í bæjardyr, þar sem þeir borðuðu svo úr skálinni. Þegar farið var í göngur þótti pabba mjög fyrir, kæmu gangnamenn ekki við, en það gerðu þeir raunar oftast. Þá stóð alltaf kaffi og brennivín á borðum. Annars töldu allir sjálfsagt að veita gestum, sem að garði bar. Mér er það minnisstætt að við krakkarnir fórum oft yfir í Blængs- hól og brást það ekki, að við feng- um þar brauð, smjör, sykurmola o. fl. Á Syðri-Másstöðum var holds- veik kona. Þangað var oft sent heimanað. Sjálfur var ég dauð- smeykur við heimilið og þorði aldrei að bragða það, sem að mér var rétt þar, þó að ég kynni ekki við annað en að taka við því. En svona var þetta nú. Ekkert var hugsað um það að halda okkur krökkunum frá þessu heimili, þótt svona væri ástatt þar. Maður veiku konunnar kom oft að Hnjúki. Sat hann þá gjaman með okkur krakkana og lét okkur toga í skeggið á sér og hló mikið, ef við gátum slitið eitthvað af hárinu úr skegginu. Ég hélt því einu sinni fram við Jónas Kristjánsson, lækni, að ekki kæmi til mála, að menn hefðu jafn mikla sársaukatilfinn- ingu alls staðar í líkamanum, og benti þá á viðskipti okkar krakkanna á Hnjúki við bóndann á Másstöð- um, en flestir ætluðu alveg að ærast ef togað var í skeggið á þeim. Jónas hló og taldi þetta vel geta staðist. Sem betur fór kom samneyti okkar við Másstaðaheimilið aldrei að sök. - Var pabbi þinn harður við ykkur krakkana ? - Já. Uppeldið á okkur krökk- unum fannst mér og finnst raunar enn hafa verið nokkuð hart. En þó tel ég það hafa verið miklu betra en afskiptaleysið af börnum núna. Ef við hefðum heyrst blóta, hefði pabbi slegið okkur. Þó kom það fyrir, að hann tók sjálfur upp í sig. Ég man ekki til þess að mamma legði til okkar. En hún talaði alltaf við okkur ef eitthvað fór úrskeiðis. Hún lét mig stundum lofa því að svara ekki pabba. En ég gat ekki alltaf efnt það. Mér var það stund- um alveg ómögulegt, þegar mér fannst hann skamma mig að ósekju. Ég hef líklega verið 12 ára, þegar pabbi fór eitt sinn eitthvað að heiman og sagði mér hvað ég ætti að gera meðan hann væri í burtu. „Og heyrirðu nú þetta?“ sagði hann svolítið byrstur. Hefur líklega sýnst að ég hlustaði ekki á sig. „Heldurðu að ég sé heymar- laus“ svaraði ég snúðugt. Svona voru nú svörin. Pabbi var stórlynd- ur. En mér fannst hann mannkosta- maður að mörgu leyti. Hann var einn af þessum mönnum, - sem of mikið er af, - sem eru stirðastir við sína nánustu. Pabbi tók bam af sveitinni. Kannski hefur hann fengið eitthvað með því fyrstu árin, ég veit það ekki. En hann var betri við það en sín eigin böm. Samt er ég ekki viss um að uppeld- ið á því hafi verið betra en á okkur. Hann heimtaði mikla vinnu af okk- ur, en kannski þó einkum vand- virkni. Ef strá sást í kró, eftir að við vomm búin að raka þær, þá gekk hann upp króna og tíndi upp stráin. Auðvitað gerðum við stundum skammir af okkur. Ekki ætla ég nú að fara að tíunda þær, en ég held samt að ég verði að segja frá einu skammarstriki, úr því að ég er að mgla þetta, og vel þá ekki af betri endanum, enda finnst mér skugg- inn af því jafnan hafa fylgt mér síðan. Það var snemma vors að ég var sendur einhverra erinda yfir á Þverárdalinn. I klettagilinu, sem er að ánni, verptu að jafnaði hrafns- hjón. Nú voru ungarnir komnir úr hreiðrinu og sátu á klettasnösum í gilinu. Mér datt í hug að reyna að hitta hrafnsunga með steini. Það tókst og unginn steyptist niður í gilið. En hrafnshjónunum varð svo við, að þau fylgdu mér eftir arg- andi langt fram á dal. Ég hef naumast séð eftir öðrum verknaði meir. Við strákarnir vorum alltaf að æfa okkur í að hitta í mark með steinum. Var ég orðinn svo hæf- inn, að varla kom fyrir, að ég missti marks. Ég drap rjúpur með steinkasti. En þetta athæfi var okk- ur ekki bannað. Ég hefði sannar- lega tekið í mína krakka, ef þau hefðu tamið sér svona leik. Þegar ég svo seinna las söguna um Davíð og Golíat, þá var ég ekkert hissa á því, þó að Davíð gæti hitt hausinn á Golíat. Ég hefði sennilega hitt hann lflca, þótt sjálfsagt hefði ég ekki kastað eins fast og Davíð. En Davíð var heldur ekki öruggur um að hitta í fyrsta kasti. Hann hafði 6 steina tiltæka og hefur því búist við að sér gæti mistekizt. Pabbi keypti Másstaði vegna dalsins, því að þegar fram á hann kom, náðu illviðrin sér ekki. Þar stóð ég yfir sauðunum og gemlingunum og þar lærði ég kverið og biblíusögumar. Eitt sinn er ég var á heimleið með féð og kominn yfir á Kóngsstaðadal, fór hundurinn, sem fylgdi mér, að rífa niður í skafl og gelta. Ég varð hissa á þessu háttalagi og sagði pabba frá því þegar heim kom. Hann fór yfir á dalinn, gróf niður í hunds- krafsið og fann þama lifandi geml- ing undir skaflinum. Þama bjarg- aði seppi einu kindalífi með sínum skilningarvitum, þar sem manns- vitið hrökk ekki til. Pabbi tók að sér að ala naut til afnota fyrir þá Skíðdæli. Leigan eftir nautið var einn töðuhestur fyrir hverja kú. Þegar einhver kom að sækja nautið fór pabbi venju- lega með honum, og var svo fylgt aftur til baka. Ekki þótti annað vogandi en tveir væru jafnan á ferð með tudda. því að fullorðin naut eru engin lömb að leika sér við, ef í þeim snýst. Ég heyrði frá því sagt, að maður nokkur hefði verið einn á ferð með naut. Skyndilega skipti það skapi og ætlaði þegar að leggja manninn undir. Hann greip til þess ráðs, að fara á bak nautinu og fékk það ekki komið honum af sér. Og þar sat hann þegar að var komið. V r því að ég er nú búinn að tala hér um kindur, liunda og nautgripi, þá væri ómak- legt að gera blessuðum hrossunum lægra undir höfði, og því langar mig til að minnast hér aðeins á þrjár hryssur. Er það þá fyrst hún Ljóska á Þverá. Oft var ég búinn að dást að kænsku hennar og hyggjuviti, þegar ég vakti yfir tún- inu á vorin. Hún var nefnilega í túninu á Þverá á hverri nóttu, en aldrei komst upp um Ljósku. Og hvernig stóð á því? Jú, hún kom aldrei ofan úr fjallinu fyrr en svo áliðið var orðið, að allir voru hátt- aðir. Og alla nóttina hélt hún sig á bak við hús, þannig að hún sást ekki frá bænum, þótt einhver hefði litið út. Skömmu fyrir fótaferðar- tíma tók hún svo sprettinn til fjalls, og var víðs fjarri, þegar fólkið á Þverá fór á stjá. Þegar hún var að laumast í túnið fór hún ævinlega löturhægt, smá fikraði sig niður með gilinu, eins og hún væri að gera ráð fyrir þeim möguleika, að einhver væri venju fremur seinn í háttinn. En til baka fór hún í einni roku, sjálfsagt til að vera komin sem lengst frá túninu, er fólkið kæmi á fætur, svo að síður félli á hana grunur. - Grá hryssa var einnig til á Þverá. Hún var ættuð úr Skagafirði. Ekki var alltaf hlaupið að því að ná henni, ef það stóð ekki upp á hennar geð. Ég var eitt sinn viðstaddur þá viðureign. Átti þá að króa hana á milli bæjarhúsanna og djúprar tóftar, en borð lá yfir tóft- ina þvera. Þegar nú þrengdi að Gránu og hún komst hvorki fram né aftur, gerði hún sér lítið fyrir og hljóp á borðinu yfir tóftina. Þá var Grána fótviss og léttstíg og skil ég ekki enn í dag, að borðið skildi ekki brotna. Og þessu hefði ég ekki trúað, ef ég hefði ekki horft á það með eigin augum. - Pabbi átti rauða hryssu. Hún var ákaflega gjöm á að fara í heyin á haustin og veturna og hafði alveg undravert lag á því að rífa upp skarimar á torfinu, kæmist hún að heyjunum á annað borð. Voru heyin ekki örugg fyrir Rauðku nema skarimar væru grjótbomar. En kæmist hún ekki í hey heima, átti hún það til að fara á aðra bæi til heyrána og þótti þar að vonum ógóður gestur. Ekki man ég þó til þess að þessi herhlaup hennar yllu neinu missætti milli nágranna, og var samkomulag milli bæja þama sérstaklega gott. Það er nú raunar annað mál, en gaman þætti mér að vita hvort steinamir tveir á hlað- inu á Hnjúki væru enn á sínum stað. Það er nú að vísu ólíklegt. Annar þeirra var fiskasteinn, sjá- anlega ævafom, því að ofan í hann var komin mikil dæld undan högg- unum. Hitt var hestasteinn eða hestastjaki, eins og hann var nefndur, og var nafnið efalaust dregið af lagi steinsins, því að hann var aflangur og stóð upp á endann. Framhaid í nœsta blaði.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.