Norðurslóð - 13.12.1995, Side 9
NORÐURSLÓÐ — 9
Nokkrar Molbúasögur
Sögur af hinum dönsku Molbúum hafa verið sagðar öld-
um saman, enginn veit hve lengi þær hafa gengið milli
manna. Þær birtust í fyrsta sinn á prenti í lok 18. aldar
þegar læknirinn Christian Elovius Mangor safnaði þrettán
sögum saman á bók og gafa hana út í Víborg, vinabæ Dal-
víkur. Um þessa útgáfu er lítið annað vitað því þrátt fyrir
mikla leit hefur ekkert eintak fundist af henni á síðari tímum.
Síðan hafa sögumar oft verið gefnar út. Þeim hefur smám
saman fjölgað og í nýjustu útgáfunni eru þær orðnar 42. Sú
bók kom út í Ebeltoft árið 1994 en þar eru sögumar sagðar af
Rasmusi Toggerbo en teikningar em eftir Poul Lundsgaard.
Hér á eftir hef ég snarað nokkrum þessara sagna.
Potturinn sísjóðandi og Molbúarnir sem
fóru neðri leiðina heim
Einu sinni kom hópur Molbúa inn í eldhús kaupmanns nokk-
urs í Arósum í sama mund og eldastúlka hans lyfti jámpotti
fullum af baunasúpu af hlóðunum. Hún setti pottinn á gólfið
og þar hélt hann áfram að sjóða en það þótti Molbúunum afar
merkilegt. Þessi pottur var greinilega hið mesta þing og
kæmi sér vel á Mols þar sem eldiviður var af skomum
skammti. Þeir föluðu pottinn af kaupmanni og greiddu hann
dýru verði.
Glaðir og reifir héldu þeir sjóleiðina heim með feng sinn
og fögnuðu því sérstaklega að þurfa nú aldrei framar að
kveikja eld á hlóðum. Nú áttu þeir pott sem sauð matinn
sjálfur. Oþolinmæði þeirra var svo mikil að þeir gátu ekki
beðið með að reyna gripinn þar til heim var komið. Þeir ætl-
uðu að elda sér baunasúpu í bátnum og einn þeirra tók pott-
inn og dýfði honum í sjóinn. Þá vildi svo slysalega til að
hann missti pottinn sem sökk til botns. Hvemig átti ná að ná
honum upp aftur? Þeir ræddu málið fram og aftur og eftir
góða stund ákváðu þeir að einn þeirra skyldi kafa eftir pott-
inum. Sá sem varð fyrir valinu stökk fyrir borð og hinir biðu
hans grafkyrrir í bátnum. Þegar þá tók að lengja eftir honum
fóru þeir að ræða hvað gæti valdið því að hann kæmi ekki
upp aftur.
Flestir vom þeirrar skoðunar að potturinn væri of þungur
fyrir hann svo þeir ákváðu að senda annan niður á botn til að
hjálpa hinunt að koma pottinum upp. Það fór eftir að annar
Molbúi stakk sér á kaf, en hann kom heldur ekki aftur.
Eftir langa bið fóru þeir að velta því fyrir sér af hverju
þeir kæmu ekki upp aftur. Loks kvað sá óþolinmóðasti upp
úr: Nú getum við ekki beðið lengur eftir þeim; þeir hljóta að
hafa farið neðri leiðina til þess að verða á undan okkur heim!
Svo réru þeir eins og þeir ættu lífið að leysa til lands og kom-
ust reyndar heim á undan félögum sínum tveim sem sendir
vom eftir pottinum.
Þegar síminn kom á Mols
Eitt sinn ráku landmælingamenn niður háar stengur hér og
þar á Mols og þegar Molbúamir spurðu til hvers þær væru
fengu þeir þau svör að þetta væru símastaurar en með hjálp
ritsímans mætti senda hvað sem væri um langan veg. Þetta
leist gömlum Molbúa vel á en sá átti son sem hafði lagt land
undir fót. Nú ákvað sá gamli að senda syni sínum símskeyti
með nýjum stígvélum. Hann fór því eitt kvöldið og hengdi
stígvélin á eina stöngina ásamt bréfi til sonarins. Fór síðan
heim að sofa.
Skömmu síðar átti farandsveinn leið hjá og rak augun í
stígvélin í staumum. Hann taldi víst að þetta væri gjöf frá
Herranum og af því hans eigin stígvél voru orðin gömul og
lúin var hann eklcert að tvínóna við það heldur klæddi sig í
nýju stígvélin og hengdi þau gömlu í staðinn. Daginn eftir
kom sá gamli að staumum til að athuga hvort stígvélaskeytið
væri farið af stað. Þegar hann sá gömlu stígvélin sagði hann
glaður í bragði: - Þetta má nú kalla snör handtök. Sonur
minn hefur greinilega fengið stígvélin og sent þau gömlu til
baka. Hann hefur verið farið að sárvanta ný stígvél fyrst þau
gömlu eru orðin svona slitin.
Tréð sem þyrsti
Hópur Molbúa kom eitt sinn að tjöm en við hana stóð tré og
teygði eina greinina út yfir vatnsflötinn. Þetta þótti þeim
undarlegt og drógu að sjálfsögðu þá ályktun að tréð væri
svona þyrst. Þeir fylltust samúð með trénu og ákváðu að
hjálpa því að drekka með því að draga greinina niður í vatn-
ið. En j>reinin var of hátt uppi til þess að þeir næðu upp í
hana. A endanum fundu þeir ágæta laun: einn þeirra klifraði
upp í tréð og hékk í greininni, síðan tók næsti maður í fætur
hans og þannig koll af kolli.
Með þessu móti tókst þeim að búa til eins konar band sem
nota mátti til að draga greinarsprotann niður í vatnið. Þegar
þeir voru búnir að hengja sig fasta fór þann sem hélt um
greinina skyndilega að verkja í lófana. Hann kallaði því til
félaga sinna: - Bíðið aðeins, ég ætla rétt að spýta í lófana!
Um leið sleppti hann takinu með báðum höndum og allur
hópurinn datt í tjömina.
Buxurnar
Eitt sinn boðaði kóngurinn komu sína til Mols. Fógetinn
kallaði Molbúana saman til að undirbúa móttökuna og þeim
sem mættir voru var raðað upp eftir kúnstarinnar reglum.
Molbúamir litu á fógetann sem leiðtoga sinn og fyrirmynd í
æðri mannasiðum og hann lagði svo fyrir að þeir skyldu allir
gera nákvæmlega það sama og hann.
Þegar hinn konunglegi vagn nam svo staðar frammi fyrir
Molbúunum steig fógetinn fram virðulegur í fasi og hneigði
sig djúpt fyrir hans konunglegu tign. Þá vildi það óhapp til
að buxnastrengurinn gaf sig og þegar Molbúamir sáu buxur
fógetans falla til jarðar leystu þeir allir sem einn niður um sig
og hneigðu sig djúpt fyrir kónginum.
VERSLUM í HEIIVIABYGGÐ!
★ Jólatilboð «
Kjúklingar
Londonlamb, frampartur
Léttreyktur lambahryggur
Hangiframpartur, úrbeinaður
Hangilæri, úrbeinað
Bayonneskinka
Svínakambur, úrbeinaður reyktur
Svínahamborgarhryggur
Svínabógur, hringskorinn reyktur
Við óskum öllum viðskiptavinum
okkar gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs.
Starfsfólk Svarfdælabúðar
Niðursoðið grænmeti
iz
Niðursoðnir ávextir
- margar tegundir
★
Jólakonfekt og jólakökur
í miklu úrvali ^
Mikið úrval af gjafavörum
^ og leikföngum
SVARFDÆLABUÐ