Norðurslóð - 13.12.1995, Qupperneq 10
10 — NORÐURSLÓÐ
Dabbis buste
Þegar faðir minn stundaði nám í Kaup-
mannahöfn á árunum fyrir seinni heimsstyrj-
öldina var hann í miklu vinfengi við sveit-
unga sinn Tryggva Sveinbjömsson sendi-
ráðsritara og fjölskyldu hans. Tryggvi var
leikskáld, en mun nú kunnastur af róman-
tískri lýsingu Þórbergs í Islenskum aðli.
Davíð Stefánsson var mikill vinur Tryggva,
sem var einn af samferðarmönnum hans í
hinni frægu Ítalíuferð 1922 og dvaldist
Davíð gjarna hjá honum þegar hann var
staddur í Danmörku.
Tryggvi bjó ásamt konu sinni Bodil og
tveimur sonum, Sigurði og Steina, í Farum
þar sem heitir í Svörtumýri, á fögrum stað
umluktum skógi, sem nú er löngu runninn
saman við þéttbýli stórborgarinnar. Þarna
bjuggu þau í sambýli við dönsk hjón Jacob-
sen að nafni. Maðurinn var myndhöggvari
ágætur í frístundum, þó hann gegndi annars
borgaralegu starfi á kontór einhvers staðar
inni í borginni, og var hann af heimafólki
þarna í Svörtumýri aldrei nefndur annað en
Hugger eða Huggeren, en kona hans hét
Trine.
Fyrir þessi tengsl æxlast það síðan með
einhverjum hætti sem ég kann ekki frá að
greina að Huggeren mótar af Davíð Stefáns-
syni forláta brjóstmynd í leir og eru það
afsteypur af þeirri sömu mynd sem tróna nú
mér vitanlega á þremur stöðum hérlendis: í
minningarlundi í Fagraskógi, í Davíðshúsi á
Akureyri og loks í Þjóðleikhúsinu hér sunn-
an heiða. A þessum stöðum umgöngumst
við hana sem virðulega táknmynd um skáld
sem er eiginlega ekki mennskt lengur, held-
ur komið á stall.
Líða svo áratugir og allt safnast þetta
eldra Svörtumýrarfólk til feðra sinna og
Davíð líka, allir utan Trine kona Huggerens.
Faðir rninn hélt alltaf sambandi við hana og
dag einn 1970 berst honum bréf frá henni þar
sem hún segist vera að taka saman föggur
sínar og búa sig á elliheimili. Við þá iðju
hafi fyrir henni orðið einn gripur sem hún
kveðst endilega vilja gefa foreldrum mínum,
nefnilega eins og hún orðar það á sínu fagra
móðurmáli: „Dabbis buste“.
Þetta er þegið með þökkum og þar kemur
að til landsins berst kassi mikill frá Trine og
reynist innihalda upphaflega gifsafsteypu af
því virðulega höfði Davíðs Stefánssonar
sem Huggeren mótaði í leir. Bústan var síð-
an geymd á háalofti hér í bænum um nokk-
urra ára skeið, en loks kom það í minn hlut
fyrir tæpum tíu árum að aka henni norður í
land og afhenda Amtsbókasafninu á Akur-
eyri lil ævinlegrar eignar og þar er hún nú
eftir því sem ég best veit.
Þessi norðurferð okkar Davíðs verður
sjálfsagt aldrei talin jafnþýðingarmikil og
Italíuferðin, síst af öllu fyrir hann, en ég hef
rakið þessa ómerkilegu sögu hér vegna þess
að ferðin, eða kannski öllu heldur farangur-
inn varð mér tilefni hugsana um Davíð og
skáldskap hans, flug hans og hrap, hugleið-
inga um skáld á stalli og örlög þeirra. Þau
fljúga varla á stallinum og þurfa kannski að
hrapa þaðan til að vekja áhuga á ný. Ég
komst að þeirri niðurstöðu að Davíð Stef-
ánsson kynni að vera einskonar fórnarlamb
of mikils hátíðleika í bland við ásakanir um
of mikinn léttleika.
Þetta var nógu áhugaverð blanda til þess
að ég ákvað að gefa Davíð séns eins og það
heitir. Ég ákvað að strekklesa nú bara loks-
ins öll ljóðin hans opnum huga eins og mað-
ur og gá hvort hann væri jafn andskoti væm-
inn og leiðinlegur og ég hafði fyrir satt,
hvort hann væri sá uppskrúfaði glamrari sem
hann var haldinn í mínum kreðsum á mínum
horfnu gáfumannsárum.
Skemmst er frá því að segja að sá lestur
varð til þess að ég skipti allrækilega um
skoðun á kveðskap Davíðs. Eða öllu heldur
öðlaðist skoðun á honum eftir að hafa kom-
ist yfir fordómana.
Þegar Davíð Stefánsson lést 1. mars 1964,
aðeins tæpu ári áður en hann hefði orðið
sjötugur hafði hann náð slíkri stærð sem
þjóðskáld, að ekki þótti duga minna en að
halda heilar þrjár athafnir yfir honum látn-
um. Fyrst fór fram ein slík í Akureyrar-
kirkju, þar sem Akureyringar fjölmenntu.
Því næst var húskveðja heima í Éagraskógi
en þangað flykktist fjöldi manns úr nærliggj-
andi sveitum, og svo loks vegleg útför frá
Möðruvallakirkju þar sem skáldinu var búin
hinsta hvíla við hlið foreldra sinna og ætt-
Þórarinn
Eldjárn
skrifar
menna. Öll þjóðin syrgði og allir höfðingjar
landsins, veraldlegir og andlegir voru við-
staddir. Þar á meðal var annað þjóðskáld,
Tómas Guðmundsson, og er til saga af því
sem segir ef til vill eitthvað um stemmning-
una: Maður nokkur hitti Tómas á förnum
vegi ekki löngu eftir útför Davíðs og segir
einhvem veginn sem svo við skáldið: Jæja,
þá er henni sem sagt lokið þessari útför Dav-
íðs? En þá á Tómas að hafa svarað: - Ja, hún
er að minnsta kosti mjög í rénun.
Þetta var auðvitað fyndið hjá Tómasi, en
var þetta rétt? Var ekki útförin bara rétt að
byrja? Er það ekki upp úr þessu sem Davíð
fer að fara alveg úr tísku? Ég minnist þess að
um þetta leyti varð það nánast eins og hluti
af dagskipan ungra manna sem þóttust vera
að grauta í skáldskap og fylgjast með bók-
"menntum, hér syðra í það minnsta, að tala af
eins mikilli fyrirlitningu og hægt var um
Davíð Stefánsson og kveðskap hans. Oftast
auðvitað án þess að hafa lesið nokkuð af
ljóðum hans. í besta falli höfðu menn
kannski heyrt Abbalahblá og Rokkarnir eru
þagnaðir eða Sestu hérna hjá mér sem síð-
asta lag fyrir fréttir.
Og slíkt tal hafði reyndar hlotið uppá-
skrift hinna æðstu páfa og goða því um þess-
ar mundir birtust á prenti brot um skáldskap
sem Steinn Steinarr hafði sett á blað 1952 og
þar er komist svo að orði:
„Okkur hefur einnig verið kennt það
að Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sé
mesta núlifandi skáld íslensku þjóðar-
innar. Það má vel vera að svo sé, en þá
vil ég leyfa mér að fullyrða það að
hinir séu býsna lélegir. Og sé nokkur
einstakur maður ábyrgur fyrir eymd
og niðurlægingu kveðskaparins á sein-
ustu 20-30 árum þá er það hann.“
Og svo klykkti Steinn út með þessum
glæsilegu orðum sem gerðu alveg útslagið
og sannfærðu mann endanlega um að það
hve gjörsamlega Davíð væri úti að aka. Svo
lélegur að ekki einasta þurfti maður ekki að
lesa hann heldur átti maður ekki að gera
það. Það gat beinlínis verið hættulegt og haft
slæm áhrif á manns eigin ferð um djúpmiðin
ef maður hafði áður verið að þvælast urn á
slíkurn grynningum og ef til vill laskað fley
sitt. Töfraorðin hljómuðu svona:
„Ekkert ljóðskáld annað hefur flutt
með sér inn í listina svo billegan og
forheimskandi áslátt."
Þessi skoðun hefur síðan orðið ríkjandi
hjá þeim sem erfðu bókmenntastofnunina.
Davíð hefur ábyggilega sjálfur fundið fyrir
þessu viðhorfi, þó hann héldi auðvitað vin-
sældum sínum meðal almennra lesenda af
eldri kynslóð og eldri fræðinga. I seinni bók-
um hans vottar greinilega fyrir því hér og
hvar að hann er með hugann við þetta. Þann-
ig hefst td. ljóðið Stormahlé í Ljóðum frá
liðnu sumri, sem út komu 1956:
Oll byggðin man hve bjart var um þig áður,
því bœði varst þú elskaður og dáður,
uns gleðin hvarfog gekk í björg með álfum.
Eða stutt ljóð úr sömu bók, Utigöngu-
hestur:
Er ungir folar fitna inn við stall,
sem flestir verða aðeins markaðsvara,
má gamall jálkur líkt og freðið fjall
á fannabreiðum einn og gleymdur hjara.
Hann krafsar gadd, uns kelur hófog legg,
og koldimm nóttin ógnar sínum gesti.
En stormakófið kœfir brostið hnegg
í klakabörðum útigönguhesti.
Hart er að verða að híma undir vegg
og hafa verið gœðingurinn besti.
Kristján Eldjárn og Huggeren í Svörtumýri vorið 1937.
Þama kann einhverjum að þykja sem gæti
nokkurrar beiskju, en staðreyndin er þó sú
að þessi tilfinning verður alls ekki ríkjandi í
seinni bókum Davíðs. Og Síðustu Ijóð, tí-
unda og síðasta ljóðabók hans sem kom út
1966 er sterk bók. Hún er alls ekki nein
ruslakista, eins og Ólafur Briem hefur bent
á, heldur var handrit hennar fullfrágengið og
samansett af höfundinum sjálfum áður en
hann lést. Það er ekki lítið afrek að enda með
slíkri bók eftir fjörtíu og fimm ára samfelld-
an útgáfuferil þar sem oftast líða tvö, þrjú og
upp í sex ár milli bóka, ef undan er skilið ca
10 ára hlé sitt hvoru megin við Nýja kvœða-
bók sem út kom 1947.
En hvað var Steinn að meina þegar hann tal-
ar urn billegan og forheimskandi áslátt?
Hann er bara ósköp einfaldlega að gera lítið
úr því sem var aðalsmerki Davíðs frá fyrstu
tíð, því sem hreif alla þjóðina með sér, það
er að segja léttleikanum og ljóðrænunni. í
raun er það svo sem ósköp eðlilegt að tíska
sveiflist til og frá og þeir sem á eftir koma
reyni að fiska á öðrum miðum. Og Davíð
hefur áreiðanlega snemma gert sér þetta ljóst
og jafnvel verið undir það búinn svo sem
heyra má af ljóðinu Einn kemur þá annar fer
úr I byggðum , 1933:
Það heldur allur fjöldinn, sem hefur mörgu
að sinna,
að hœtta sé áferðum, efbreytt er gömlum
sið,
að gcefa heimsins hvíli á verkum sem þeir
vinna,
og vonlaust sé um allt - efþeirra missti við.
Þeir hafa hvorki tíma né tök á því að deyja
og treysta ekki á aðra né þeirra háttalag,
en svoferþó að lokurn, að árin bakið beygja
og bœgja þeimfrá störfum einn góðan
veðurdag.
Ogfœsta þeirra grunar, sem fellur þyngst að
hverfa,
hvefáir leggja á minnið að þeir hafi verið
til.
Þeir gleyma hverjir sáðu, sem uppskeruna
erfa,
og œskan hirðir lítið um gömul reiknings-
skil.
Við iðjumannsins starfi tekur annar sama
daginn,
og efhann deyr að kvöldi tekur nœsti maður
við.
Lífið yrkir þrotlaust... en botnar aldrei
braginn,
og breytirfyrr en varir um rím og Ijóðaklið.
Léttleikinn og ljóðrænan voru þó síður en
svo eitthvað sem hægt er að segja að Davíð
hafi fest algjörlega í. Hann átti miklu fleiri
strengi en svo. En þetta sem Steinn lét fara
svona í taugarnar á sér, er einmitt það sama
og aðrir hafa talið skipta mestu í ljóðlist
Davíðs. Tómas Guðmundsson skrifaði svo
um Davíð sextugan 1955:
„... vegna þess hversu Davíð Stefáns-
syni hefur tekist öðrum skáldum frem-
ur að ná eyrum alþjóðar, hefur tjöldi
fólks um allt land og af öllum stéttum
tamið sér að nýju lestur góðra ljóða og
lært að meta þau. Hann hefur því ekki
aðeins fært út landamerki íslenskrar
ljóðlistar að því er tekur til viðfangs-
efnis og stíls, heldur hefur hann í sama
mæli stækkað lesendahóp íslenskra
ljóðskálda mjög verulega."
Og Steingrímur J. Þorsteinsson orðar
svipaða hugsun þegar hann segir um Davíð í
grein 1965 að hann hafi ekki aðeins átt
„hlut að því að tengja kveðskapinn
innbyrðis, heldur einnig að treysta
böndin milli skáldskaparins og fólks-
ins. Hann var sterkasti þáttur líftaugar-
innar milli ljóðs og þjóðar."
Ég held þau séu ekki ýkja mörg skáldin á
seinni árum sem hægt væri að komast þann-
ig að orði um. Mörg þeirra hafa reyndar
(amk. ómeðvitað) unnið markvisst að því að
fækka ljóðaunnendum.
Samt er nú svo komið að þegar bók-
menntafræðinemar í Háskóla íslands gengu
til eins konar kosninga fyrir nokkrum árum
um hverjir ættu að skoðast sem helstu skáld
og höfundar tuttugustu aldar á íslandi þá
komst þar enginn Davíð Stefánsson á blað.
Og reyndar ekki Tómas Guðmundsson held-
ur og enginn Guðmundur Böðvarsson. Þetta
er vissulega athyglisvert og táknrænt en ger-
ir reyndar ekkert til, það er ekki á þeim vett-
vangi sem endanlega verður skilið rnilli
feigs og ófeigs í íslenskum bókmenntum.
Verra var hins vegar að sjá þegar ég fór á
samkomu í Þjóðleikhúsinu sl. vor til að
minnast 100 ára afmælis Davíðs hvað með-
alaldur viðstaddra var hár. Ég hygg hann
hafi komist niður í 77 ár eingöngu vegna
þess að ég var með þriggja ára son minn með
mér.
En nú þykist ég sjá af ýmsum teiknum að
þetta sé að breytast. Mér sýnist að nokkurt
endurmat fari nú frarn. Ég vona samt að eng-
inn skoði þessi fátæklegu orð mín sem ein-
hvers konar útfyllingu á umsóknareyðublaði
fyrir Davíð Stefánsson um úthlutun úr jöfn-
unarsjóði ofmetinna og vanmetinna, hann
þarf ekkert á slíku að halda. Hann vissi sjálf-
ur betur en aðrir hvers biðja skyldi dísina
sem úthlutar því sem máli skiptir: Snert
liörpu mína. Svo einfalt er það. Og það gerði
dísin alveg nógu oft við hörpuna hans.
Aslátturinn á slíka hörpu verður aldrei
billegur eða forheimskandi hversu léttur og
leikandi sem hann kann að verða.
Og hátíðleikann þarf ekkert að óttast
lengur. Það er ekki skáldið sjálft sem er á
stallinum. Þar er bara Dabbis buste og hún
getur alveg átt það til að bregða sér ofan í
kassa og fara í bíltúr eins og ekkert sé.
Flutt á fundi hjá Félagi áhugamanna um bókmenntir,