Norðurslóð - 13.12.1995, Side 11
NORÐURSLÓÐ —11
Þegar ég hætti á síldinni
Minningabrot frá sumrinu 1956
Eg horfði á eftir bátnum sigla
útúr höfninni. Mótorskell-
imir óma í kvöldkyrrðinni,
fyrst þungir og dimmir meðan siglt
er hægt til þess að hitta á rennuna
út, en verða hærri og hvellari um
leið og sett er á fulla ferð í hafnar-
mynninu. Sjórinn er sléttur alla leið
út í hafsauga og sem ég stend þama
á bryggjunni og sé bátinn
fjarlægjast rennur mér í hug sá
síbreytileiki sem allt þetta vatn í
sjónurn getur tekið á sig. Fyrir
þrem náttum vorum við að leita að
síld djúpt út á Skagagrunni. Þar
fannst þó enginn silfurfiskur en
hins vegar rauk veðrið upp snögg-
lega á norðaustan með hvassviðri
og rigningu og snjó í fjöllin sem
stóðu hálf í kafi í sjónum í suðri. A
svipstundu voru komnar æðandi að
okkur himinháar öldur sem tóku að
lemja utan skipið, teygðu sig inn
fyrir borðstokkinn báðu megin og
fléttuðu fingur fyrir framan lúgars-
opið og klöppuðu þeim sem voru
að reyna að skjótast á vakt fram í
stýrishús. Eg hafði komið á vaktina
um nóttina sjóveikur og vansæll og
varð að bregða mér út að borð-
stokknum áður en ég tók við stýr-
inu - við vorum þá á lensi og
stefndum inn Skagafjörð og kom-
um að bryggju á Sauðárkrók um
morguninn. Kallinn fór í land og
sást ekki fyrr en komið var kvöld.
Hann hafði víst hitt einhvern kunn-
ingja sinn og var rauður í andlitinu
þegar hann kom um borð. Veðrið
hafði gengið niður og því var dólað
út Skagafjörð um kvöldið. Tinda-
stóll trónaði yfir byggðinni, dökkur
og drungalegur á þeirri hliðinni er
snéri að firðinum, en sólin skein á
bakhliðina og á Hvammsprestinn.
Drangey er á bakborða og ég fer út
að borðstokknum til þess að vita
hvort ég sjái óvættinn sem ætlaði
að skera Guðmund heitinn biskup
niður úr bjarginu, en biskup hefur
líklega gengið frá honum til ragn-
arraka því ekkert sást í bjarginu
nema fuglar, kannske er óvætturin í
fuglslíki.
Silfur hafsins er horfið. Við er-
um komnir aftur út á Skagagrunnið
en þar er ekkert lífsmark að sjá
nema þegar einmana múkki renndi
sér í stórum boga niður yfir bátinn
og niður að sjó en jafn hratt upp
aftur. Hér var ekkert að hafa.
Ég hafði farið sem íhlaupamað-
ur á þennan bát þar sem hann lá á
Dalvík og vantaði mann svo hann
kæmist út. Nú vildi ég losna aftur
og þegar hætt var að hringsóla á
Skagagrunni og stefnan tekin aust-
ur innti ég skipstjóra eftir því hvort
ekki væru tök á því, í þessu afla-
leysi, að skjóta mér upp á Dalvík
og fá þar nýjan mann. Það urraði
eitthvað í kallinum við þessi tíð-
indi og kompásnálin hélt áfram að
benda í austur. Og það var komin
þoka, sótsvarta þoka, og enn var
stímað í austur. Flotinn var víst all-
ur á austurleið og engin sfld.
Síldarsöltun á Dalvík um 1950.
Idag hafði þokunni létt og þeg-
ar við sáum land í suðri blasti
við lág strönd með grýtta fjöru
og það var ekki langt í landið.
Stuttu seinna var beygt fyrir Höfð-
ann og við vorurn komnir til Rauf-
arhafnar. Þegar festar höfðu verið
hnýttar við bryggju tilkynnti kall-
inn mér að nú værum við í höfn og
ég væri laus allra mála og gæti far-
ið frá borði. Og fyrr en varði var ég
á bryggjunni og erindið þama var
víst ekki margt annað en henda
mér í land, því landfestar voru
fljótt leystar að nýju og nú horfði
ég á eftir bátnum hverfa fyrir
Höfðann.
Sólin var komin lágt á vestur-
loftið og kvöldið að byrja. Ég hafði
borðað á bátnum stuttu áður en ég
var settur í land svo þó ég væri
þama á bryggjunni á Raufarhöfn
með sjópokann minn og bússur
peningalaus, þá lét ég mér fátt um
finnast, setti pokann á öxlina og
bússumar undir hendina og hélt af
stað upp bryggjuna og inn í bæinn.
Raunar vissi ég alls ekki hvert -
hér þekki ég engan, svo ég vissi,
og hafði ekki hugboð um hvemig,
hvenær eða hvort menn kæmust
yfirleitt frá þessum stað. En það
gat ekki skaðað neitt að rölta eilítið
um og viti menn rétt þegar ég kom
á eitthvað sem kalla mætti aðal-
götuna í þorpinu gekk ég í flasið á
Guðmundi Vigfússyni frá Hólum í
Hjaltadal - þeim hinum sama er
allnokkrum árum síðar og annnars
staðar söng fyrir mig ásamt Kristj-
áni Bersa „Bláfjólu má í birki-
skógnum líta“ - þó þannig að eng-
an texta kunni Guðmundur og ekk-
ert lag Bersi. Gleymi ég aldrei
þeim dúett og ekki heldur því að
rekast á Guðmund á Raufarhöfn
þetta kvöld.
Við heilsuðust innvirðulega og
spurðumst tíðinda og þóttist ég
betri en ekki að geta sagt honum úr
Skagafirði þangað sem veðrið
hafði hrakið okkur að bryggju
nokkrum dögum fyrr. Annars
þekktumst við Guðmundur lítið,
rétt í sjón, en þegar hist er á fjar-
lægum slóðum láta menn stundum
eins og dvalið hafi saman árlangt í
sandkassa. Tjáði ég Guðmundi
hvers vegna ég væri hér og þann
vanda sem að mér steðjaði vega-
lausum í þessum bæ á hjara lands-
ins. Guðmundur áleit best að leysa
mál mín í þeirri röð er þau bæri að
og fyrst í þeirri röð væri að útvega
mér næturstað. Sagði að hér lægi
opið fyrir að ég svæfi í sínu rúmi.
Hann færi von bráðar á næturvakt í
síldarverksmiðjunni og þá stæði
beddi hans tómur. Ráðlagði hann
mér svo að rísa tímanlega úr
rekkju þar sem allt benti til þess að
síld myndi berast að landi í nótt.
Yrði þá mikið að gera á síldarplön-
um og athugandi að fá þar vinnu.
Rúta til Akureyrar færi frá Raufar-
höfn klukkan eitt og þá gæti ég
verið búinn að afla mér skotsilfurs
fyrir fari. Þóttu mér þetta hin bestu
ráð og fylgdi Guðmundi til hans
heima í starfsmannahúsi verk-
smiðjunnar. Haslaði mér völl við
rúm hans og kom föggum mínum
þar fyrir. Kvaddi ég Guðmund
með þakklæti fyrir næturgreiðann
og hans góðu ráð.
Eftir stutta kvöldgöngu lagðist
ég til svefns og með því að hafa á
mér hæfilegan andvara, tókst mér
að vakna um sexleytið morguninn
eftir. Uti var blíðuveður, sólin
komin á loft í austrinu og fljótt
eftir að ég fór á stjá byrjaði hreyf-
ing á mannlífi í þorpinu. Skip
höfðu verið að koma um nóttina
með sfld og söltun var að hefjast á
öllum plönum. Vék ég mér að
verkstjóra á einu planinu og spurði
hvort ekki vantaði vinnuafl. Kvað
Oskum viðskiptavinum vorum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Landsbanki íslands
L
Strandgötu 1, Akureyri
Brekkuafgreiðsla, Kaupangi
hann já við því og var ég með það
sama munstraður á planið. Skyldi
ég fara með nokkrum öðrum pilt-
um að sækja tómar tunnur og flytja
þær á vettvang þar sem söltun fór
fram. Var notaður við þennan
flutning gamall vörubíll í stríðs-
árastfl. Var duðrað við þessa iðju
til hádegis. Ekki gekk þó guddíu-
laust að flytja tunnumar því bæði
var blautur vegurinn og bfllinn
vildi festast og svo var gatan óslétt
og þær vildu tolla ntisvel á pallin-
um en ekki var álitin þörf að setja á
þær bönd fyrir þó ekki lengri leið.
En það fæst mikið gull fyrir sfld og
ekki að súta þó eitthvað spillist í
vinnu.
Um hádegi lagði ég fram
uppsögn mína í þessu starfi
og fékk lausn með láði og
uppáskrifað hjá verkstjóra að unnir
hefðu verið fimm tímar dagvinna
og fékk útborgað á kontor. Innifal-
ið í vinnu var hádegisverður,
soðinn fiskur og sagógrautur, sem
ég borðaði með lyst þess sem er
svangur.
Klukkan eitt fór rútan til Akur-
eyrar og reiddi ég fram farareyri
við inngöngu. Það var enginn
hraðakstur um Sléttu á þessari tíð.
Vegurinn í ótal krákustígum að
þræða fyrir stórgrýti eða niður-
grafinn í holtið þegar vestar dró.
Byggðin strjál og hin háreistu
bárujámshús sem reist höfðu verið
á fyrstu árum aldarinnar voru nú
mjög brunnin af ryði eftir saltið úr
særokinu sem eilíflega berst á land
með norðanáttinni. Við ókum fram
hjá Leirhöfn þar sem orðinn var
lítill vísir að þorpi - aðallega þó
einnar fjölskyldu, afkomenda
Kristjáns Þorgrímssonar af Hraun-
kotsætt.
Stoppað var fyrir utan Kaupfé-
lagshúsið á Kópaskeri og okkur þá
sagt að ekki yrði lengra farið með
þessum bíl en framhald ferðar yrði
með flugvél til Akureyrar. A þess-
ari tíð voru það allnokkur tíðindi
að eiga að ferðast með flugvél - ég
hafði raunar aldrei komið upp í
þannig tæki fyrr. Siðar meir hefur
það verið mér efni til mikilla heila-
brota hvers vegna þetta flug - mitt
fyrsta flug - er gjörsamlega þurrk-
að úr minni mínu. Ætla mætti að
svo sérstæður atburður eins og að
fara í flugvél í fyrsta sinn myndi
lifa í minningunni - vera eitthvað
sem ljóslifandi væri fyrir hug-
skotssjónum um ævi alla - en svo
er ekki. Ég man þegar sagt var á
Kópaskeri héðan verður flogið til
Jóhannes
Sigvaldason
skrifar
Akureyrar - næst var ég á leið nið-
ur á Torfunesbryggjuna á Akureyri
enn orðinn vegalaus og fé mitt
þrotið - með pokann á bakinu og
bússumar undir hendinni.
Sólin var komin vel á vestur-
himininn alllangt handan við
Súlur séð frá mér þar sem ég
snéri mér hringi á göngunni í öllu
óráðinn enn til hvaða ráða skuli
grípa til þess að komast lokaáfang-
ann til Dalvíkur Hvað réð för
minni að sjónum á ný veit ég ekki
en rétt þegar ég var kominn það
langt á bryggjuna að geta greint
hvaða fley þar liggja, sá ég að
þama var bátur frá Dalvík sem ég
kannaðist við og það var fólk þar
um borð. Ég spurði nærstaddan
hvert skuli halda. Til Dalvíkur var
svarið. Eftir að hafa fundið skip-
stjórann, Jóhann Sigurðsson, og
greint honum frá því hvemig
högum mínum væri háttað var það
meir en sjálfsagt að fá að fljóta
með til Dalvíkur - ekki væri hins
vegar til setu boðið því nú leysti
hann landfestar.
Og svo var siglt út fjörðinn í
sólskininu og logninu. Ég lét fara
vel urn mig á dekki og naut þess að
horfa á hina fögru umgjörð fjarðar-
ins. Fjallið Kaldbak á stjómborða
og Kötlufjall á bak svo einhver séu
nefnd af öllum þeim tignarlegu
fjöllum sem við blasa á þessari leið
til Dalvíkur. Fyrir miðjum firði í
norðri rís Hríseyjan, græn og vina-
leg, og í meiri fjarska renna himinn
og haf saman í einn óendanlegan
bláma. Um kvöldið steig ég á land
á Dalvík og fékk síðbúinn kvöld-
verð hjá ömmu minni eftir at-
burðaríkan og eftirminnilegan sól-
arhring en með farsælan endi.
FLUGLEIDIR
Umboð Flugleiða
Dalvík
óskar öllum Dalvíkingum og
Svarfdœlingum gleðilegra jóla
og farsœldar á nýju ári.
Þakka mikil og góð viðskipti á
árinu sem er að líða.
Verslunin Sogn
Goðabraut 3 • Sími 61300
Sólveig Antonsdóttir