Norðurslóð - 13.12.1995, Blaðsíða 12
12 — NORÐURSLÓÐ
Bernskuminn-
ingar frá Sökku
- Norðurslóð ræðir við Jónu Gunnlaugsdóttur Snævarr
Eg fæddist í Halaveðr-
inu, 9. febrúar 1925
og var lengi með
samviskubit yfir því
að það hefði verið
mér að kenna að piltur frá Ing-
vörum, Halldór að nafni, varð
úti á bökkunum í dalnum þann
dag.
Ari, móðurbróðir minn og Jón,
föðurbróðir minn, sóttu Sigurjón
lækni niður í Argerði og voru með
hund með sér. Þegar þeir voru á
heimleiðinni með Sigurjón, fór
hundurinn að gelta og hljóp út í
sortann en þeir hugsuðu ekki um
annað en að komast með lækninn
frameftir og sinntu þessu ekki.En
daginn eftir fannst drengurinn lát-
inn þarna við heybrot á bökkunum.
Og þetta rifjuðu þeir upp á hverj-
um afmælisdegi en mér var þetta
svolítið erfitt.
Heimilisfólkið á Sökku var,
þegar eg fyrst man eftir mér, for-
eldrar mínir, Rósa og Gunnlaugur,
Halldór, fósturbróðir minn og
frændi, tvíburasysturnar, Halldóra
og Dagbjört og Þorgils, litli bróðir,
Ari, hálfbróðir mömmu, tvö hálf-
systkini hennar: Baldvin Gunn-
laugur og Jóna Magnea, böm Elín-
ar Arnadóltur, ömmu minnar og
Jóns Magnúsar Gunnlaugssonar,
skipstjóra. Hann tók út af Pólstjöm-
unni frá Böggvisstöðum 1887.
Ragnhildur Águstsdóttir (Rænka)
var hjá pabba og mömmu frá því
áður en eg fæddist og þar til hún lést
1963. Kristín Stefánsdóttir frá Hofs-
árkoti var oft lengri eða skemmri
tíma heima. Einnig man eg Árna
Guðlaugs, þá ungling. Hann missti
föður sinn ungur og var einhver ár
hjá pabba og mömmu. Eg man Bongu
mína í Ölduhrygg sem passsaði mig
og setti mig upp á borð og klæddi
mig í skósíðu prjónaskyrtuna.
Elín amma mín
Elín, amma mín er mér afskaplega
minnisstæð. Einu sinni vorum við
Halldór að óþægðast og hún sagði
við okkur: „Hvernig litist ykkur nú
á, krakkar mínir, ef eg hagaði mér
eins og þið?“ Og hún tók sig til og
hljóp upp í hvert einasta rúm og
upp á borðið í miðbaðstofunni. -
Við stóðum agndofa; að hún amma
skyldi gera þetta í ermalöngu treyj-
unni, með þríhyrnuna og í síða
pilsinu! Eg held að við höfum
sjaldan farið þessa leið aftur.
Elín amma fannst mér vera
glæsileg kona og mér er sagt að
hún hafi verið skapmikil og hafi nú
stundum þurft að stilla skap sitt.
En eg er ekki nema sjö ára þegar
hún deyr. Eg man eftir fingur-
björgunum hennar, níu að tölu,
sem hún átti í saumakassanum sín-
um, því hún henti engri fingur-
björg. Þetta voru gullin okkar, við
fengum að leika okkur að þessu.
Eg man eftir öðru í sambandi
við hana, og það var þegar hún var
að þvo koppana úti í bæjarlækn-
um. Það voru emileraðir, hvítir
koppar. Hún fór með þá þegar sól
var og raðaði þeim upp á kofavegg
bak við bæinn til þess að sótt-
hreinsa þá. Eg sé marga koppa
fyrir mér! Hún þótti afskaplega
þrifin.
Að gæða sér á grút!
Við Halldór eltum Árna oft í fjár-
liúsin. Hann var okkur góður, lék
Gunnlaugur Gíslason, faðir Jónu.
Rósa Þorgilsdóttir, móðir Jónu.
Sökkubærinn eins og hann var frá 1934-1956..
við okkur í snjónum og spilaði við
okkur kasínu þegar inn var komið.
Hann bannaði okkur að klippa nið-
ur harðfiskinn því þá hættum við
að stækka.
Pabbi og Árni báru grút í stór-
um fötum út í fjárhús og jusu yfir
heyið í fjárhúsgarðanum og æmar
átu þetta með mikilli áfergju. - Of-
boðslega hlaut þetta að vera gott! -
eða þannig hugsuðum við Halldór.
Tunnumar með þessu góðgæti
stóðu norðan undir baðstofustafn-
inum. Það var auðvelt að komast
að þeim og okkur kom saman um
að prófa að smakka. Tunnumar
voru háar og við allt of stutt til að
komast upp á tunnubarminn, svo
við urðum að hjálpast að. Eg var
eldri (24 vikum) og áreiðanlega
frekari svo eg vildi smakka fyrst.
Halldór lyfti undir mig upp á barm-
inn og eg teygði mig niður og með
naumindum náði eg með þuntal-
fingri niður í þessa rauðbrúnu sósu
sem aðeins huldi tunnubotninn.
Halli hélt í fæturna og passaði að
eg stingist ekki á höfuðið niður.
Svo togaði hann í mig og horfði
spyrjandi á mig þegar eg stakk
puttanum upp í mig. - Þvílikt
ógeð!! En eg reyndi að láta ekki á
mér sjá og flýtti mér að aðstoða
hann að ná í sína prufu. Hann vildi
líka sannprófa gæðin. - Óskaplega
var eg andstyggileg!
Þegar hann hafði sleikt sína fing-
ur, minnir mig að hann segði eitt-
hvað hálf ljótt og við byrjuðum bæði
að skyrpa og hrækja, þurrkuðum
okkur um munninn, hlupum inn í
eldhús, supum úr krananum, fórum
svo út fyrir bæ og spýtum vatninu.
Við fórum margar ferðir en ekkert
dugði og bragðið sat ótrúlega lengi í
munninum. - Grútur!!
Fyrsta Dalvíkurferðin
Ymis fleiri minningabrot koma
upp í hugann þegar litið er til baka.
Það var á túnslætti að eg var send
með hest og vagn til Dalvíkur til
að kaupa fisk. Það var brúsandi
þurrkur og enginn mátti fara frá
heyskapnum. Mér finnst eg hafa
verið 10-12 ára. Eg kveið óskap-
lega fyrir að fara ein og þurfa að
tala við ókunnugt fólk; um það
hugsaði eg mest á leiðinni.
Þegar eg kom til Dalvíkur fór
eg beina leið að hesthúsinu og tók
hestinn frá vagninunt og lét hann
inn. Mér brá mikið þegar eg sá að
þar voru hestar fyrir og nú bættust
við áhyggjurnar af því að þurfa að
sækja hestinn inn í hestaþvöguna
þegar eg færi til baka.
Eg rölti út á götu í átt að kaup-
félaginu og horfði í kring um mig,
hvort eg sæi nokkurn mann sem eg
gæti spurt hvar eg gæti fengið fisk.
Eg átti að fara niður á bryggju og
var á leið þangað þegar eg mætti
manni sem mér leist þannig á að
hann gæti verið sjómaður.
Eg bauð honum góðan dag og
sagði svo bara, stutt og laggott:
„Getur þú selt mér fisk?“ Maður-
inn tók kveðju minni vel en fisk
sagðist hann ekki geta selt mér. -
„En heyrðu mig, ert þú ekki dóttir
Gunnlaugs á Sökku?“ „Jú“, svar-
aði eg og þótti strax betra að hann
þekkti pabba. Eg mannaði mig upp
og spurði hver hann væri. - „Eg
heiti Ingólfur og er bóndi í Sælu.“
- „Nú fór í verra“, hugsaði eg. -
En blessaður Ingólfur bauðst strax
til að ganga með mér út á bryggju
og aðstoða mig við fiskkaupin.
Mikið var eg þakklát!
Þegar við höfðum gengið frá
kaupunum, bar hann kippuna með
mér suður að hesthúsi, sótti hest-
inn inn í hesthúsið spennti hann
fyrir vagninn með mér og festi
kippuna á vagninn.
Mér leið mun betur á heimleið-
inni og það var allt honum Ingólfi í
Sælu að þakka.
Blómlegur
heimilisiðnaður
Heimilisiðnaður var mikill á
Sökku eins og víða á þessum árum.
Vefstól, tvíbreiðan, smíðuðu þeir
pabbi, Gísli afi og Tryggvi á Ytra-
Hvarfi. Hann er nú á byggðasafn-
inu á Dalvík.
Á Sökku var ofið efni í karl-
mannabuxur og skyrtur, rúmfatn-
að, vaðmál í kjóla handa okkur
systrum og síðar brekán og dívan-
teppi, handklæði, borðrenningar
og treflar.
Allur prjónafatnaður var heima-
prjónaður, ýmist útprjónaður eða
handprjónaður. Eg man ekki hve-
nær eg fyrst fékk tilbúna flík sem
keypt var í búð. Nafna mín og
frænka saumaði mest allt á okkur
systkinin þegar hún var heima á
veturna. Pabbi og mamma keyptu
þó mörg falleg efni handa okkur.
Þegar við komumst á unglings-
árin komu Helga Vilhjálmsdóttir á
Bakka og Lára Sigurhjartardóttir á
Skeiði og voru nokkum tíma og
saumuðu á okkur systkinin.
Hrosshár var spunnið á hala-
snældu á veturna og úr því fléttuð
reipi og brugðnar gjarðir.
Pabbi var listasmiður og smíð-
aði flest það sem til heimilisins
þurfti. Voru þau pabbi og mamma
ákaflega samhent um velferð
heimilisins í hvívetna.
Gestkvæmt var á Sökku. Eina
sumamótt sváfum við systur allar,
Halldór bróðir, fænkur okkar (þá
burtfluttar), Sólveig og Elín og
bræðumir Friðrik og Bjöm Sigur-
björnssynir úti í hlöðu því að drep-
ið var í hvert skot inni í bæ. Höfð-
um við systurnar vekjaraklukku í
blikkfötu með okkur til þess að
vakna í tæka tíð til að hjálpa
mömmu að sinna gestunum. Þegar
pabbi og mamma komu á fætur
fundu þau Bongu (Sólveigu
Björgu) sofandi í baðkerinu og
Valgerði, yngstu dóttur Eiríks
Hjartarsonar liggjandi á kattapúð-
anum á svefnherbergisgólfinu!
Barnaskólinn á Grund
Við systkinin gengum í bamaskól-
ann á þinghúsinu á Grund. Þar
kenndi Þórarinn á Tjörn sem okk-
ur þótti mjög vænt um og við hét-
um því að við skyldum aldrei læra
hjá neinum öðrum kennara en Þór-
arni.
Oft var slarksamt að komast til
og frá skóla í vondunt veðrum.
Einu sinni brast hann á með blind-
öskustórhríð meðan við vorum í
skólanum og pabbi og Ari, móður-
bróðir og Jón á Hofi föðurbróðir,
komu að sækja okkur bömin af
Austurkjálkanum. Það vorum við
Halldór fósturbróðir, Jónsi í Upp-
sölum, Stína í Miðbæ og Gísli á
Hofi.
Þegar við komum að Hofsferj-
unni var áin bakkafull af krapi.
Tóti Þorleifs, vinnumaður á Hofi,
beið á austurbakkanum og hélt í
taug sem fest var í stefni ferjunnar
sem beið okkar bundin við vestur-
bakkann. Nú var lagt af stað út í
hroðann og róið og togað allt hvað
af tók og allt bjargaðist vel yfir. En
veðurharkan var svo mikil að við
bömin vorum látin gista á Hofi og
í Gröf.
Þegar eg átti að taka fullnaðar-
próf veiktist eg og var ekki búin að
taka próf nema að hluta. Eg var af-
skaplega leið yfir því að þurfa að
taka próf árið eftir og fór að tala
um þetta við pabba. Hann sagði:
„Það eru engin önnur ráð en að
Þórarinn gefi þér bara vetrareink-
unnimar þínar.“ Mér fannst það
athugandi. Hann sagði: „Þú verður
þá að skrifa honum sjálf og biðja
hann um það.“ Og ég man enn að
ég sat löðursveitt í rúminu að
skrifa Þórarni og spurði hvort þetta
gæti gengið.
Eg gleymi aldrei hvað ég var
glöð; ég fékk bréf frá Þórami sem
ég því miður hef einhvem tíma
týnt í flutningum, en það var svo
fallegt. Og það sem er minnisstæð-
ast úr því er að hann sagði að eink-
unnimar rnínar væru fallegar, og
það sem best væri, að ég þyrfti
ekki að skreyta mig með fölskum
fjöðrum. Og hann gaf mér vetrar-
einkunnimar svo að ég þurfti ekki í
skólann veturinn eftir.
Þórarinn var einstakur kennari
og að öllum þeim ljóðum og lög-
urn sem hann kenndi okkur, búum
við alla æfi.
Tvö ár í menntaskóla
Ég var í 2. og 3. bekk Menntaskól-
ans á Akureyri og lauk þaðan
gagnfræðaprófi. Námsefni 1.
bekkjar lærði ég sumpart í heima-
skóla á Sökku hjá Halli Jóhannes-
syni sem var mjög góður kennari,
og líka í unglingaskóla á Hofi. Þar
kenndu þeir Ingimar Oskarsson,
grasafræðingur og Ragnar Stefáns-
son frá Brimnesi. Eg sótti einnig
tíma til séra Stefáns Snævarrs á
Völlum.
Veturinn 1945-46 var ég í Hús-
mæðraskóla Akureyrar og var það
fyrsta starfsár hans. Þar vom af-
burða kennarar sem ég lærði mikið
hjá.
Bernskujólin og
undirbúningur þeirra
Á þessum tíma árs leitar hugurinn
til bernskujólanna og undirbúnings
þeirra. I bamshuganum varð að-
dragandi og undirbúningur jólanna
afar langur. Þegar mamma og Jóna
frænka fóru að ræða við pabba um
að þær þyrftu að fara til Dalvíkur,
síðast í nóvember eða fyrst í des-
ember, fundum við að eitthvað
óvenjulegt lá í loftinu.
Oft fóru þau með hest og sleða.
Ef Ari var heima, fór hann gjaman
líka. Það var spennandi að fylgjast
með þegar trékassar voru bundnir
á sleðann; reyrðir niður svo þeir
losnuðu ekki. Ullarteppi og gæru-
skinn voru breidd ofan á kassana
svo að betra og hlýyra væri að sitja
á þeim. Gott var líka að hafa enda
eða lykkju til að halda í þegar sleð-
inn hallaðist eða skrensaði til á
leiðinni. Svo fannst mér alltaf að
sleðafólkið þyrfti að halda hvert í
annað eða hvert utan um annað til
að hjálpast við að tolla á sleðanum.
Þegar pabbi kom heim með
ferðafólkið, var spenningurinn
ekki minni! Allskonar smápinklar