Norðurslóð - 13.12.1995, Síða 13
NORÐURSLÓÐ —13
voru bomir inn í bæinn, einnig
stórir sekkir af hveiti, rúgmjöli,
haframjöli og sykri. Við systkinin
fengum ekki að sjá allt sem keypt
var þótt við stæðum vaktina vel.
Einhverju var stungið undan.
En næstu daga fór frænka að
sníða og sauma margs konar fatn-
að handa einhverjum börnum sem
vantaði föt fyrir jólin. Við þekkt-
um þau ekki, þau voru svo langt í
burtu, en hún fékk, sagði hún, okk-
ur til að máta fötin. Það var undar-
legt að þessi börn voru næstum
alveg jafn stór og við!
Undir niðri vissum við hvernig
var í pottinn búið en sögðum lítið
um það. Og eitt er víst, að við urð-
um ekkert hissa þó að við fengjum
þessi föt á aðfangadagskvöld í
pakka eða værum bara klædd í þau.
Engin jól án jólatrés
Allur bærinn var þrifinn hátt og
lágt fyrir jólin; það var mikið verk.
eg man að grænsápa og steinolía
voru hreingerningaefni sem voru
mikið notuð. Olíulampamir sem
voru hreinsaðir reglulega allan
veturinn, voru enn betur pússaðir
ef hægt var, og þegar búið var að
þvo lampaglösin og þurrka, voru
þau borin upp að ljósinu, og ef ein-
hver minnsti skuggi eða blettur
sást, var andað í annan endann svo
myndaðist gufa og svo pússað og
pússað, þar til glasið var tárhreint.
Við bjuggum til jólapoka, ýmist
brugðna eða límda saman eins og
kramarhús. Alla vega litur, glans-
andi pappír var aðalefnið.
Fyrstu minningar mínar um jól-
in heima á Sökku eru svo fast-
tengdar jólatrénu að í huga mínum
vom það jólin sjálf.
Jólatréð var klætt iðjagrænu
krækiberjalyngi, skreytt nokkrum
jólakúlum, litríkum fuglum með
stórt, hvítt stél, marglitum, brugðn-
um jólapokum með nokkrum rús-
ínum í, brjóstsykri og nokkrum
súkkulaðimolum. Og að auki voru
litlir, íslenskir pappírsfánar, límdir
á langa snúru sem var lögð í sveiga
utan um tréð. Jólatréð stóð í bað-
stofunni með fallega stjömu á
toppnum og öll litlu kertaljósin.
Mér er enn í fersku minni þegar
Jóna, nafna mín og frænka var að
hasta á okkur systkinin einhverju
sinni, stuttu fyrir jól og sagði: „ Ef
þið verðið ekki þægir, krakkar,
fara jólin fyrir neðan garð!“ Það
var skelfileg tilhugsun! Ég sá fyrir
mér alskreytt og ljósum prýtt jóla-
tréð koma svífandi í lausu lofti, þó
lágt, yfir götutroðningana fyrir
neðan Hánefsstaði og líða áfram
fyrir neðan túnið heima og svo
hvarf það bak við gamla fjósið sem
skyggði á útsýnið. Mikið ætlaði ég
að vera þæg fram að jólum svo
þetta gerðist ekki. Sennilega höf-
um við bara öll verið þæg, því í
alvörunni þurfti ég ekki að horfa á
jólin fara fyrir neðan garð.
Ég minnist þess vel þegar pabbi
fór með okkur eldri systkinin á
Þorláksdag út og upp fyrir Asa til
að safna krækiberjalyngi á jóla-
tréð; það var ofurlítill lausanjór en
gott að ganga. Hann tók með sér
reku og mokaði ofan af nokkrum
þúfum. Það var eins og hann vissi
altaf hvar best var að leita að lyng-
inu. Það kom í ljós iðjagrænt und-
an hvítri mjöllinni og hann sýndi
okkur hvemig best væri að ná því
upp án þess að rífa það upp með
rótum. Pabba var annt um allan
gróður og ekki máttum við taka of
mikið af hverri þúfu.
Þegar hann taldi að nóg væri
komið til að klæða tréð, söfnuðum
við lynginu í strigapoka og héldum
heim.
Uppi á framloftinu var geymdur
gamall trjástofn með mörgum göt-
um á bolnum og samanbundnir,
gildir, mislangir vírbútar. Þetta
sótti pabbi á aðfangadagsmorgunn
og fór með inn á baðstofugólf,
ásamt lynginu. Nú stakk hann vír-
bútunum í götin á trjábolnum, þeim
lengstu neðst og áfram upp eftir
lengd, uns þeir stystu komu efst.
Til vinstri: Mynd úr garðinum á
Sökku hjá Gunnluugi og Rósa.
Prestshjónin á Völlum, Jóna og sr.
Stefán í heimsókn ásamt börnum
sínum Gunnlaugi, Ingibjörgu og
Stefaníu Rósu.
Að neðan: Svarfdælskir bændur af
austurkjálka um 1950, fremri röð
frá vinstri: Gísli á Hofi, Sigvaldi í
Hofsárkoti, Ari á Sökku, Valdemar
Snævarr, Kristján á Klængshóli.
Aftan við: Gestur Guðmundsson
kaupamaður á Völlum, Rögnvaldur
í Dæli, Þorleifur á Hofsá, Björn í
Ölduhrygg, Kristján á Uppsölum.
Sökkukrakkarnir, frá vinstri: Hall-
dóra, Jóna, Halldór, Dagbjört og
Þorgils á innfelldri mynd. Hann vildi
ekki vera með hinum krökkunum,
bara hjá mömmu.
Til hægri: Svarfdælskar stúlkur í
húsmæðraskóla, frá vinstri: Kristín
Ingólfsdóttir, Sælu, Petra Antons-
dóttir, Hrísum, og Jóna á Sökku.
Þá var að klæða tréð. Pabbi
byrjaði að binda lyngið fremst á
endann á efstu greinunum og end-
aði inn við bolinn Þannig klæddi
hann allt tréð. Auðvitað vorum við
að hjálpa honum eða þóttumst gera
það. Svo var farið með tréð inn í
Suðurhús og við máttum ekki sjá
það fyrr en mamma og pabbi voru
búin að skreyta það og það var
orðið heilagt, þ. e. klukkan 6
síðdegis.
Ketill Könnuson
Gestir sem komu á jólaföstu voru
nefndir jólasveinar og jólameyjar.
Byrjað var að skrifa nöfn þeirra
niður á fyrsta sunnudag í aðventu.
Einn heimilismaður sá um að
skrifa nöfnin á miða sem síðan
voru brotnir saman. Karlmanns-
nöfnin voru sett sér og kven-
mannsnöfnin sér. Svo drógu karlar
kvenmannsnafn og konur karl-
mannsnafn á aðfangadag eða jóla-
dag og var þá oft glatt á hjalla.
A einn miðann var skrifað „Ket-
ill Könnuson" og á annan „Kanna
Ketilsdóttir“. Þau sem drógu þá
miða urðu að gefa kaffi einhvem
tíma um jólin.
Loftkökur og „röfl“
Þær bökuðu mikið fyrir jólin,
mamma, frænka og Rænka. Frænka
kom ekki nálægt bakstri nema fyrir
jólin. Hún tók til í og hnoðaði hvert
smákökudeigið á fætur öðru. Það
var minna um að deig væri hrært
þá, enda engar hrærivélar til.
Mamma og hún og hún gerðu svo
sýrópskökur, hálfmána, sprautu-
kökur, gyðingakökur, loftkökur
(„Þingeyinga"), „röfl“ o. fl. ; þar
fyrir utan tertur og formakökur.
Mamma lagaði „röflið" ein og sjálf
og enginn veit enn í dag uppskrift-
ina. Það var mjög ljúffengt.
Rænka sat á stól framan við
eldavélina, rjóð og sveitt af hitan-
um sem af henni lagði. Það var
viss kúnst að leggja eldivið í eld-
hólfið svo hæfði hverri brauðteg-
und. Rænka passaði ofninn en
mamma tók af plötum og raðaði í
kassana.
A þessum tíma keypti pabbi kol
til að nota með sverði og taði;
fannst mömmu það mikil bót.
Ég man þegar ég var að mynd-
ast við að hjálpa til að setja á plötu
að það var óskaplegt vandaverk.
Engin kaka mátti teygjast eða af-
lagast og hnoðaðar kúlur áttu að
vera nákvæmlega jafn stórar. Að
búa til fallegt S eða O úr sprautu-
kökudegi var ekki á allra færi.
Allir vasahnífar á lofti
Laufabrauð var gert nokkrum dög-
um fyrir jól. Laufabrauðsdagurinn
var merkilegur dagur. Allir á
heimilinu hjálpuðust að, aldnir
sem ungir. Þegar við systkinin
komum á fætur, var mamma búin
að laga stór og mikil deig sem hún
hélt svo volgum nálægt eldvélinni.
Karlmennirnir komu inn frá
útiverkum eins fljótt og hægt var,
þvoðu sér og fóru í hrein föt. Pabbi
safnaði saman öllum vasahnífum á
bænum og brýndi ef þess þurfti.
Mamma sá um að þeir væru hrein-
ir; hún kærði sig ekki um fjósalykt
í laufabrauðið. Búið var að þvo og
þurrka laufabrauðsbrettin.
Svo ótrúlegt sem mér finnst það
nú, er það samt satt að fólkið sat á
rúmunum með brettin á hnjánum
og breiddi kökuna út á þeim með
handfangalausum keflum. Það
breiddu alltaf tveir út. Annar
þynnti kökuna ofurlítið og hinn
gerði hana eins þunna og hún átti
að vera og skar hana undan venju-
legum matardiski eða skál.
Þegar nokkrar kökur voru
komnar upp á borð, var farið að
skera út. Lök og dúkar voru breidd
yfir rúmin í Norður- og Suðurhúsi
til að leggja kökurnar á. Mörg
falleg listaverk urðu til þennan dag
og önnur minna falleg; það gerði
ekkert til, þetta var allt svo gaman,
allir að vinna að því sama og
spjölluðu og hlógu. það var liðið
alllangt á nóttu þegar búið var að
breiða út. skera og steikja 350-400
kökur.
Jólahátíðin
A aðfangadag var jólamaturinn
borðaður í eldhúsinu, oftast kl. hálf
fjögur síðdegis; það var steik og
allskonar meðlæti að þeinar tíðar
hætti. Eftirmaturinn var þykkur
hrísgrjónagrautur með rúsínum í,
kanel og sykri og rjómablöndu út á.
Piltarnir hröðuðu sér við úti-
verkin en pabbi gleymdi ekki að
gefa dýrunum aukatuggu og hann
lét loga ljós á lugt hjá þeim þar til
farið var að sofa um kvöldið.
Allir voru komnir í sparifötin
fyrir kl. 6, það mátti ekki bregðast.
Þá las pabbi jólaguðspjallið og hug-
vekju. Eg man að einu sinni las
hann úr bók Haraldar Níelssonar,
Arin og eilífðin. Eftir lesturinn var
jólatréð fært á mitt baðstofugólfið
og kveikt á litlu, marglitu, snúnu
kertunum og við gengum hönd í
hönd kring um tréð og sungum jóla-
sálma og ljóð. Vissir sálmar voru
alltaf sungnir eins og t. d. I Betle-
hem, Jesús, þú ert vort jólaljós, Sem
börn afhjarta og Heims um ból.
Mér er minnisstætt þegar nafna
mín bað um að sunginn yrði sálm-
urinn I dag er glatt í döprum hjört-
um. Hvers vegna, hugsaði ég, var
hún að tala um döpur hjörtu á þess-
ari hátíðastund? Nú skil ég þessi
orð betur og öðru vísi.
Nú voru jólagjafimar afhentar.
Þær voru ekki eins veglegar þá
eins og í dag en þær glöddu engu
síður. Síðar um kvöldið hitaði
mamma súkkulaði, dúkaði borðið í
baðstofunni og þangað voru borin
kynstrin öll af smákökum og öðru
sætabrauði.
Kerti og spil
Garnla baðstofan var orðin eins og
ævintýrahöll með kertaljósum í
hverjum krók og kima og músa-
stigasveigum í loftinu. Anganin af
súkkulaðinu, lynginu og vaxinu er
ógleymanleg!
Á jóladag fóru allir til rnessu
sem vettlingi gátu valdið. Jólaboð-
in voru ríkur þáttur í jólahaldinu.
Farið var í Hánefsstaði,Velli, Hof
og Tjöm og fólkið frá þessum bæj-
um endurgalt síðan heimsóknirnar.
I þessum boðum var ætíð glatt á
hjalla; mikið var spilað og farið í
leiki. Fullorðna fólkið spilaði aðal-
lega göntlu vist og brús en yngra
fólkið hjónasæng, gömlu jómfrú,
rauðskegg og fleira. Síðan var far-
ið í leiki, svo sem „að telja bækur
Móses“, „stokkurinn liggur", „teikna
tunglið“, „láta skærin ganga“, að
ógleymdri „flugferð".
Við systkinin áttum ákaflega
gott heimili. Eg held að við höfum
búið við hæfilegan aga; við bárum
virðingu fyrir foreldrum okkar og
elskuðum þá. Viljandi gerðum við
þeim ekki á móti skapi. Ég er inni-
lega þakklát fyrir það veganesti
sem ég fór með úr foreldrahúsum
en hvemig mér hefur tekist að nýta
það er svo annað mál.
J.J.D.