Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1995, Page 14

Norðurslóð - 13.12.1995, Page 14
14 — NORÐURSLÓÐ Ferð í Stíflu Eg ætla að segja frá ferð sem ég fór út í Fljót í Skagafirði í lok september 1938. Það byrjaði með smáslysi. Ég var beð- inn að höggva sundur kjötskrokk niður í kjallara, en þegar ég reiddi öxina til höggs í fyrsta eða annað sinn þá spýttist blaðið af henni og hvarf upp í loftið. Það datt nú fljót- lega niður aftur og kom þá á hend- ina á mér, vísifingur hægri handar. Blaðið stóð beinlínis fast í beininu, svo ég þurfti að lempa það upp með iagni. Örið er þar ennþá til sannindamerkis ef einhver Tómas- inn færi nú að rengja frásögn mína. Þetta sýndist vera svo alvarlegt sár, að ég reið niður í Argerði, þar sem Sigurjón læknir gerði að því. Ég sat nú heima í lamasessi og var til fárra hluta nytsamlegur. Næsta dag eða næstnæsta kom tilkynning í útvarpinu til allra vænt- anlegra MA nemnda um, að skóla- haldi væri frestað um eina viku. Einhvem næstu daga kemur Haraldur í Gullbringu, fé- lagi minn og fermingar- bróðir, blaðskellandi niður í Tjöm. Erindið var að fara þess á leit, að ég kæmi með sér ríðandi út í Stíflu í Fljótum til þess að sækja Munda bróður sinn sem hafði verið létta- drengur um sumarið í Lundi. Það var skyldleiki milli heimilanna þar sem Guðmundur í Gullbringu, fað- ir Munda, var bróðir Maríu, ekkj- unnar í Lundi. A bænum var lfka Guðmundur, sonur Maríu, Mundi í Lundi, sem lengi síðar bjó þar einbúi. Yið tygjuðum okkur til farar í ágætisveðri seint í sept- ember og fórum þá leið sem við þekktum báðir, nefnilega Reykjaheiði upp úr Böggvisstaða- dal. Ég man að ég lagði til tvo hesta í ferðina og Haraldur einn. En að auki hafði hann með sér lít- inn riffil. Það fannst mér skrítið, en hann mun hafa ætlað sér að skjóta fugl ef færi gæfist. Honum varð samt ekki kápan úr því klæðinu. Það gerðist ekkert frásagnarvert á leiðinni yfir Reykjaheiði, fram yfir Lágheiði og niður í Lund. Þetta er hæfileg dagleið en það var þó langt í frá að dagur væri að kvöldi kominn þegar við komum á leiðarenda. Við höfðum riðið all- greitt. Svo við töluðum um að það væri sjálfsagt að sjá sig betur um fyrst maður væri kominn svo langt að heiman. Mundi í Lundi söðlaði hest sinn og reið með sem fylgdar- maður niður Fljótin og yfir Hólana og allar götur niður að Molastöð- um. Þar átti Haraldur kunningja frá þeim árum er hann bjó með fjöl- skyldu sinni á Húnsstöðum í Stíflu. Þetta var litlu áður en Skeiðsfossvirkjun var reist en það var á árabilinu 1940-45. Það voru Hjörtur E. Þórarinsson segir frá ferð sem hann og Haraldur Guð- mundsson í Gullbringu fóru fyrir hartnær sextíu árum Riðið yfir á. því að verða síðustu forvöð að sjá Stífluna óskerta með ánni sinni og engjunum sínum fríðu. Ég man vel hvemig þessi litla á slagaði í stór- um bugðum sitt á hvað og mynd- aði sumstaðar snotra gulvíði- hólma. Það er von að gamlir Fljót- ungar tregi ntikið gömlu sveitina eins og hún var áður en jarðýtan og dínamítið tóku til starfa í Stífluhól- unum. Við komum við á Nefsstöðum á leiðinni frameftir að heilsa upp á pilta sem Haraldur þekkti þar. Svo fórum við að draga okkur til rúms heima í Lundi, því við ætluðum að taka daginn snemma. Um morgun- inn var María búin að taka til handa okkur kaffi og nesti til ferð- arinnar. Við höfðum kaffibrúsa sem hún fyllti. Svo dró hún upp nokkuð sem okkur kom á óvart. Hún dró sem sagt upp úr skúffu pela fullan af áfengi. Hún sagði okkur að hún hefði blandað þetta sjálf. Við vorum báðir lítt vanir drykkjumenn og vorum hálf hræddir við innihald flöskunnar. Við þökkuðum samt fyrir allt og allt, stigum á bak og héldum af stað með sumarbarnið og kúa- strákinn Guðmund. Hann var ná- lægt 10 ára að aldri og alvanur hestamaður. Við ræddum mikið um það hvaða leið skyldi fara til baka. Það væri ekki nauðsynlegt að fara Reykjaheiði aftur. Veðrið var enn afskaplega gott. Vissum að Hvarf- dalsskarð hafði verið farið með gripi og við vissum um Sandskarð yfir í Sandá eða Göngustaði og við vissum um Klaufabrekkur. En okkur leist best á Hvarfdalsskarðið sent er áberandi og fagurlega skap- að fyrir botni Hvarfdalsins. Þar má segja að Fljótin byrji því Fljóta- áin myndast þar úr Hvarfdalsánni og svo Klaufabrekknadalsánni sem bætist við neðst í Hvarfdaln- um. Við létum vaða yfir Fljótaána og röltum svo fram í átt að skarð- inu og teymdum mest hrossin. Að- ur en þangað kom man ég að ég bryddaði á því hvort við ættum ekki að líta á góðgerðimar hennar Maríu, nefnlega flöskuna. Harald- ur var til í það. Við dreyptum á og fengum okkur svo annan stærri slurk. Ekki lágum við í fyrsta skoti. Samt vorum við dauðsmeyk- ir við drukkinn. Við vissunt að það geta orðið mistök í blöndun og að slys geta hlotist af neyslu drykkjar af vafasömum uppruna eins og þessum. Við helltum því úr flösku- greyinu og urðuðum hana með innihaldinu í gjótu. Yið lögðum enn af stað í sól- skininu og að lokum kom- um við upp í skarðið, sem er eins og hlið milli Fljóta og Svarf- aðardals, reglulegt í lögun líkt og hálsmál á flegnum kjól. Nú vissum við ekkert hvar best var að fara niður í Skallárdalsbotninn. Ég rauk samt af stað og án þess að kanna málin frekar skellti mér með hestinn niður snarbratta, leirrunna skriðu. Ég fór í stökkum niður brattann og það gerði hesturinn sömuleiðis. Bjóst ég við að fá hann yfir mig á hverri stundu. Fljótlega var ég kominn í ógöngur með hrossið sem brölti um í grófri urð og grjóti. Ég var farinn að halda að slys hlytist af. En að lok- um tók þó fram úr illfærunum, og ég var kominn niður á græna grund svo að segja. Haraldur var vitrari en ég, fylgdist auk þess að ein- hverju leyti með glæfraför minni, lét sér það að kenningu verða og tók stefnuna framundir botn dals- ins áður en hann sveigði af og kom von bráðar á kindagötur er lágu niður í Skallárdalinn. Við bárum saman bækur okkar þegar við hittumst og komumst að því að ég hefði hagað mér mjög óskynsam- lega. Að lokum komum við niður á fjárgötur og stigum þá á bak. Þá blöstu við tjöllin sem við þekkjum svo vel, Hnjótafjallið, Skjöldurinn, Skeiðsfjallið ofl. Nú, ég gat þess að Haraldur hafði byssu meðferðis. Ætlaði víst að skjóta fugla. Hann var hinn mesti byssubófi. En engir fuglar urðu á leið okkar held ég. Þá fór hann niður að Skallánni og við reyndar með honum. Hann fór að tala um hvort ekki mætti finna silung. Ég hélt nú að hann myndi lítið ráða við silung þó hann væri þama. Þá fór hann að fræða mig um það að ef maður skyti með byssu á mark niðri í vatni yrði maður að taka tillit til ljósbrotsins, því ljósgeislinn brotni við yfirborð vatnsins. Því væri það afskaplega erfitt að skjóta fiska og því erfiðara sem þeir væru smærri. Én hann var svo æstur að hann fór niður með ánni en við Mundi riðunt götumar svo það dró sundur með okkur. Ég hélt bara áfram og heim í hlað á Atlastöðum og hitti fólkið þar. Það líður og bíður þar til loks kemur Haraldur, með byssuna sína um öxl og haldandi á fiski, töluvert stórri bleikju. Og hann spyr Laugu hvort hún vilji ekki fisk í matinn. Hún dæsti og sló á lær. Þau voru aldeilis hissa á að þetta skyldi vera hægt, þau vissu þó að það var dá- lítill fiskur í ánni stundum. Svo var slegið upp kaffiveislu. Haraldur sýndi okkur vegsummerki á sil- ungnum. Riffilkúlugat rétt aftan við hausinn, sjálfsagt þar sem það einmit átti að koma. Eftir kaffið stigum við á bak og riðum í kvöld- sólinni niður í sveit og hver til síns heirna. SJOVAOIOALMENNAR Nú fer í hönd mesta Ijósahátíð ársins. Ert þú vel tryggður? Þú tryggir ekki eftir á! Dalvíkurumboð - Sími 61405 Sendum viðskiptavinum okkar og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœld á komandi ári. Happdrætti Háskóla íslands vænlegast til vinnings! Umboðið á Daluík: Verslunin Sogn - S. 466 1320

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.